Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						
ÍSAFOLD
hlýtur að myndast flokkur til að
vernda okkar unga, nýfengna
gtjórnarlega sjálfstæði, og það
verður ekki varið á annan veg,
eða betur, en með því að efla
efnalegt sjálfstæði vort, það hlýt-
ur að verða íhaldsflokkur, eink-
um í f jarmálum. Jag veit, að íhald
og afturhald eru orð, sem þjóð-
inni geðjast ekki að, en það stafar
frá þeim tímum, er vjer áttum í
baráttu um sjálfstæði vort. En nú
er sú barátta úti, og ihaldið verð-
ur aðallega gegn eyðsluseggjum og
bruðlunarmönnum.''
pannig hljóðar dómur Klemens-
ar Jónssonar. J?arf hann engrar
skýringar með.
„Ekki myrkur í máli".
Já Tr. J\, það er vissulega mik-
ill kostur á núverandi fjármála-
ráðherra, J6ni porlákssyni, að
hann er ekki myrkur í máli. pess
vegna gat þingið í vetur fylgst
svo vel með f járhag ríkisins. J?ess
vegna fundust ,týndu skuldirnar'
og margt annað sem var falið í
myrkrinu. Klemens Jónsson hafði
|íka þenna kost 1921, meðan hann
yildi vera íhaldsmaður. Sagði hann
þá hiklaust um nauðsyn á mynd-
un íhaldsflokks. En svo viltist
hann inn í „skúmaskot" Hriflu-
mannsins, sem eigi þolir að sjá
birtuna. Eftir það varð hann
inyrkur í máli, og þá fóru skuld-
irnar að „týnast".
pað þarf gust til þess að ,skjól-
in' á eldhússtrompunum snúist.
En vindhaninn á Laufási snýst
hraðfara, og um. áttina verður
ekkert ráðið, hvert sem hann
stefnir. Á honum má ekkert mark
taka. Ef einhver kynni að taka
mark á honum fer hann afvega
og villist í skúmaskotin, og verð-
ur myrkur í máli eins og Klemens
er orðinn.
flfsti iiniin.
Eitt af sjereinkennum okkar
Jtslendinga er það hve lítill stjetta-
munur er og hefir verið hjá okk-
ur. í daglegu lífi umgangast aliir
sem jafningjar, samanborið við
það sem erlendis tíðkast.
Útlendinga sem ber hjer að
garði, og kynnast eitthvað hátt-
um vorum, reka allir augun í
þetta, og allir þeir sem eigi erti
blindir á öðru auga af heimaríkum
vana, dáðst þeir að því, hve vol
fer á, að fyrir þeirra augum sknl-
um við allir vera sem ein stór
fjölskylda.
Atvinnulíf vort, mentamálafyr-
irkomulag, svo og öll ættfræðin,
hefir haldið því við, og styður
enn að því, að allir einstaklingar
þjóðarinnar eiga hægt með að
ekoða sig sem jafningja.
Með þessu móti er líklegt, að
öll kynning milli einstaklinga sje
auðveldari en annarstaðar, þó þeir
eigi við mismunandi lífskjör að
búa, og ólíklegra ætti það að vera,
að mistök þyrftu að verða á ráðs-
mensku í opinberum málum, þar
sem hver þekkir annan. og veit
eða getur skilið lífskjör hinna.
A hinn bóginn er hætt við, að
svo fari, að þegar skilningur og
samúð þverr milli þeirra stjetta
eða atvinnuflokka sem nú eru í
landinu, þá geti hatursmálin orð-
ið í bil: enn heitari en ella fyrir
það eitt, að meðvitundin er svo
rík um upprunalega jafnan rjett
allra. —
í æsingum og hita. þar sem
yfirsýn yfir alþjóðarhagi brestur,
er hætt við að menn missi um of
auga á velferð þjóðarinnar fyrir
stundarhag sínum og flokks-
manna sinna, en augljóst er, hve
illar afleiðingar slíkt getur haft,
i jafnlitlu og veikbygðu þjóðfje-
lagi eins og voru — þjóðfjelagi
sem á margan hátt er á gelgjn-
skeiði unglings, þar sem samræmi
og festu vantar í lífsþroskann sem
fullorðinsárin gefa.
Augljósari er þörfin á því, að
haldfð sje sem lengst í góðan
skilning á öllum þjóðarhagnum,
þegar litið er á það, hvernig af-
staða atvinnuveganna er nú hjá
oss. —
Undanfarið hefir löggjafarvald
þjóðarinnar á margan hátt sýnt,
að það vilji hlynna að landbún-
aðinum. Svo oft ogmörgum sinn-
um hefir þetta komið fram í ræðu
og riti, að sjávarútvegsmenn
margir eiga hægt með að teljasig
olnbogaböm að þessu leyti.
En landbúnaðurinn sem hefir
ennþá hylli alþjóðar, sem er í
ræðu og riti talinn óskabarn þjóð-
arinnar, hann stendur í stað þrátt
fyr;r allan velviljann, en sjávar-
litveginum hefir fleygt fram.
Osamræmi virðist þetta — en
ef að er gáð er þetta skiljanlegt.
Ástæðan ein er sú, að það fjár-
raagn, sem handbært hefir verið
atvinnuvegnnum hefir verið hægra
að fá til sjávarútvegs, en land-
búnaðar. Útvegnum hefir því
skapast framþróunarskilyrði, sem
landbúnaður hefir eigi fengið
enn þá.
En þó framleiðslan og þó fjár-
aflinn sje nú að meira leyti sjáv-
arútvegsmegin, þá er pólitíska
valdið frekar landbúnaðarmegin.
Reiptog milli þessara tveggja að-
ila er því fyrirsjáanlegt, ef eigi
dregur til fullrar meðvitundar um
nauðsyn samhjálpar.
Misfellumar sem á þessu eru,
verða greinilegar, þegar að því
er gætt, að nú veiðist þorskur á
vorvertíðinni hjer sunnanlands á
ári, fyrir verðmæti er nægði til
þess að tvöfalda öll tún á land-
inu, þ. e. aflinn allur, þegar fram-
leiðslukostnaður er ekki dreginn
frá. En allir sem þekkja til land-
búnaðar, þeir vita hvílík framför
það væri, ef sama fóðurmagn, sem
nú fæst í heyjum, fengist af tún-
um eingöngu.
Pramför að því yrði svo mikil
að það væri hrein ummyndun á
atvinnuveginum er yki honum
sjálfstæði og bolmagn um ókomn-
ar aldir.
Jafnframt því, sem þetta ósam-
rærai atvinnuveganna komst á,
ur^inm við sjálfstæð þjóð. 011
olíkar þjóðernisbarátta, þjóðernis-
viðleitni var fram að 1918 örfuð
mjög af viðskiftum okkar v'ð
aðra þjóð. Nú er sú örfun horfin
af sjálfu sjer.
Allir finna það og viðurkenna,
að fánýtt er stjórnarfarslegt sjálf-
stæði — og til lít:ls er gull í lóf-
ann, ef það varanlega sjálfstæði
giatast, þjóðlegt sjálfstæði vort,
tunga vor og sjereinken.ni.
En á þessum umróts tímum sjá
allir menn, að mergur hins þjóð-
löga sjálfstæðis er þar sem land-
búnaðurinn er fyrir.
Sjálfstæðið okkar er aðeins rúm-
lega 3 ára, og því eru margir
enn sem ekki hafa komið auga
á það, hve nauðsynlegt er einmitt
nú að hlúa að öllu því, sem þjóð-
legt er og ramíslenskt.
Sjávarútvegurinn er orðinn
lífsnauðsyn okkar sem efnalega
sjáfstæðrar þjóðar, sú lífæð, sem
gefur okkur þrótt til sjálfbjargar.
Prá þeirri lífæð verður og bein-
línis eða óbeinlínis að renna sá
kraftur sem græðir landið, sem
hjálpar þannig nauðsynlegum,
þ.ióðlegum straumum — svo við
í framtíðinni eigum þetta tvent
jafnhliða: efnilegt og þjóðlegt
sjálfstæði.
I Isl
Viðtal  við  sendiheprarít-
ar-a Emil Walter.
í Morgunblaðinu 9. f. m. var
þess getið að verslunarsamningar
hefðu verið undirskrifaðir í Prag,
um viðskifti milli fslands og
Tjekkóslóvakíu. Viðbúið: er að
mörgum hafi ekki þótt þetta mikil
tíðindi, því verslun og viðskifta-
möguleikar við þetta nýja ríki
eru mörgum svo ókunnir ennþá.
En þótt þessu hafi ekki verið
mikill gaumur gefinn hjer, hafa
þessir samningar vakið það at-
hygli í Danmörku, að í ritstjórna-
argrein í „Politiken" um þetta
leyti er bent á, að Danir ættu
að ranka við sjer með að auka
viðskifti við ríki þetta, verslun-
arsamningur millj þeirra og
Tjekkóslóvakanna sje í lagi —
þeir geri bara of lítið til þess
að nota sjer hann, Nú sjeu ís-
lendingar m. a. að vakna til með-
vitundar um framtíðarmöguleik-
ana þar.
En fyrst er um fjármálaástand-
ið alment þar. Hvernig komnð þið
föstum grundvelli á gengi ykkar
og fjármál, spyrjum vjer Walter.
Við vorum svo hepnir, að geta
notið þar afburða fjármálamanns
Rasiji að nafni, sem varð fjár-
málaráðherra okkar er við fengum
sjálfstæðið. En því miður fengum
við ekki að njóta hæfileika bans
lengi, því hann var myrtur í
fyrra. Var það bolsjevika-ung-
lingur er framdi það ódáðaverk.
TJm leið og skilnaður komst á
milli okkar og nágrannaþjóðanna,
kom hann því til leiðar, að allir
seðlar sem voru í umferð' í öllum
hjeruðum landsins voru stimplað-
ir. Síðan var þess stranglega gætt,
að seðlaumferðin ykist ekkert, að-
eins stimpluðu seðlarnir voru not-
hæfur gjaldmiðill, þangað til við
eignuðumst okkar eigin seðla. Var
þá hægt að skifta stimpluðu seðl-
unum og fá þá nýja í staðinn.
Á þann hátt komumst við hjá
gengishruninu, sem skall yfir ná-
grannana, er stafaði af of mikilli
seðlaútgáfu.
En síðan skömmu eftir nýjár
1922 hefir gengi tjekkóslóvakisku
krónunnar verið skráð í öllum
helstu viðskiftaborgum álfunnar,
og hefir gengi hennar verið mjög
stöðugt allan þann tíma. Fyrir
íslenska krónu fæst nú um 4%
tjekkisk króna.
Væri ekki úr vegi að koma því
til leiðar að gengi íslensku krón-
nnnar yrði skrásett í Prag og
tjekkiska krónan hjer, ef viðskifti
ættu að eflast milli landanna.
En auk þessa hefir það ver'ð
aðalstyrkur vor, að kyrð og sam-
lyndi hefir verið milli flokkanna,
verkföll engin svo teljandi sje.
Um tíma bönnuðum við innflutn-
ing á nokkrum ónauðsynlegum
glysvarningi, og hafði ríkisstjórn-
in þá um leið hönd í bagga með
^itflutningi og sölu á helstu út-
flutningsvörum vorum. Einkasala
var engin, en útflutningsnefnd, er
var undir stjórn ríkisstjórnarinn-
ar eða eftirliti. En verslunin hef'r
á margan hátt verið örðug við ná-
grannana, sem hafa haft lág-
gengi mikið og verst var það þó
um, það leyti, sem gjaldmiðill
Pjóðverja hrapaði sem örast, því
þá gátu þeir framleitt vörur sín-
ar allra manna ódýrast. En það
var aðeins meðan á hruninu stóð
— eins og kunnugt er.
En hvað *r það helst, sem þjer
álítið að við getum flutt til
Tjekkóslóvakíu af útflutntingsvör-
um vorum?
Jeg lít svo á,  að síldin ykkar
I eigi fyrst og fremst erindi til
okkar. Við höfum lítið sjófang,
og það litla sem við fáum er
venjulega  ljeleg  vara,   Einasta
, fiskmeti sem inn'lent er, er ofur-
lítjð af ferskvatnsfiski — körfum
j og þvíumlíku.   Allur fiskur  er
ihreinasti hátíðamatur vegna þess
jhve hann er sjaldgæfur.
j Saltfisk þekkja menn ekki þar
syðra, og yrði því sennilega sein-
, legt að fá markað fyrir hann.
En fleira gæti komið til mála af
útflutningsvörum hjeðan, t. d. ull,
iþví mikið er af ullarverksmiðjum
hjá oss, en sauðfjárrækt engin, og
talsvert framleitt af grófgerðari
klæðum. Og sauðskinn gætum við
einnig keypt, því skinnavöru iðn-
aður er mikill, hanska og skinn-
fatnaðar.
En vörur frá Tjekkóslóvakíu
hingað ?
par gæti margt komið til greina,
en  fyrst  er  að  telja  sykurinn.
Páll E. Olasoni
Menn og mentir.
Eftir dr. Jón Helgason.
Framh.
1 síðari kafla þessa þáttar er
gerð grein fyrir „Afskiftum kon-
ungs af stjórn landsins  að  öðru
leýti", þ. e. hinni eiginlegu stjórn
1 gætslu innan lands um hendur
fulltrúa konungs og umboðsmanna
þeirra, bæði iitlendra og inn-
lendra.  Er  það  líklega  í  fyrsta
I skifti síðan er sjera Jón Hall-
dórsson reit Hirðstjórnarannál
sinn, sem það efni er tekið til
rækilegrar  meðferðar  hvað  siða-
! skiftaöldina snertir. Hjer hefir
Ríkisskjalasafn  Dana  orðið  höf-
lundinum drýgst til stuðnings og
þar  einkum  konungsbrjefabæk-
jurnar, eða hin svo nefndu ,;Re-
gistre og Tegnelser," brjefabækur
kaneellísins og landsreikningarnir
(Islands Lens Regnskaber); en
hinu síðast talda hefir áður verið
lítill sem enginn gaumur gefinn af
sagnfræðingum vorum.
Til þessa hefir sú skoðun verið
algengust, að stjórn Dana á landi
voru, eftir að skriður kom á
stjórnarafskiftin upp úr siðskift-
unum, hafi verið ein óslitin keðja
rangsleitni  og  kiigunar,  og  alt
Sykurrófnarækt og -iðnaður er
mikíll í landinu. Aður þektu menn
fátt af afurðum okkar, því þær
kbnfu á heimsmarkaðinnsem þýsk*
ar vörur og austurríkskar, en nú
erum við óðum að ryðja þeim
brautir.
Glervörur frá Böhmen eru þó
heimskunnar.
Skófatnað gerum við og mjög
mikinn, og er hann óvenjulega
ódýr, svo ódýr að þar sem hann
hefir náð mikilli útbreiðslu, hefir
skógerð landanna verið hrein
hætta búin. Einkum er það ein
stóriðja í þeirri grein, sem hefir
rntt sjer til rúms víða um heim,
er ber nafn eigandans Batja. Skó-
gerð þessi er svo mikil, að hún
hefir lagt undir sig heilt þorp,
og er eigandinn svo vinsæll meðal
verkamanna sinna, að hann er
einskonar borgarstjóri og ræður
mestu sjálfur um öll mál bæj-
arins. Hann hefir útsölustaði á
skófatnaði sínum út um öll lönd.
Auk þess mætti telja pappír,
allskonar járnvörur, og margt
fleira sem viði höfum til útflútn-
ings og komið getur hjer að not-
nm segir Walter.
pið verðið líka að taka eftir
því að þó við sjeum þarna inni
í miðbiki Evrópu, höfum við
frjálsar siglingaleiðir að hafinu.
Samkvæmt friðarsamningunumeru
okkur opnar leiðir eftir énum til
Eystrasalts, Norðursjávar og
Svartahafs. pó það taki langan
tíma að flytja vörur með prömm-
um eftir ánum er flutningur sá
ódýr.
parna eru þeir lifandi komnir
Tjekkarnir, þetta sýnir más^ke
hvað best framsýni þeirra og fyr-
irhyggju á alla bóga, að þeir skuli
þarna innilokaðir hafa náð valdi
yfir siglingaleiðum ánna. peir eru
starfsglöð framtíðarþjóð sem leit-
' ar og brýtur sjer leiðir til f jár
og frama á öllum sviðum. Væri
i vel ef þeir í þessari viðleitni sinni
rötúðu líka til Islands og versl-
unár- og viðskiftasamband kæmist
stjórnarfarið  hafi  miðað  að  því
einu að bæla niður síðustu leifar
þjóðarsjálfstæðisins og að f jefletta
hina  fátæku  íslensku  þjóð.  Vjer
höfum meira og minna alist upp
við þá skoðun, að þessir fulltrúar
konungs úti hjer hafi verið hálf-
gerð  hrottamenni,   sem  ekkert
'hirtu  um  landslög  og  rjett  og
ivirtu  vettugis  þjóðerni  lands-
manna og tungu. parf í þessu til-
! liti ekki annað en minna á sögu-
\ bækur þess góða manns sjera por-
|kels Bjarnasonar, bæði Ágripið og
Siðbótarsöguna, og jafnvel sumar
' af ritgerðum Jóns Sigurðssonar í
! Nýjum Pjelagsritum. í því sam-
i bandi mætti og minna á sum af
; söguritum Jóns Aðils.  Sjera por
. keli verður að virða það til afsök-
< unar, að hann hefir ekki átt kost
já að kynna sjer erlendar skjala-
'heimildir, en bygt of mikið á ínn-
ilendum, og einatt ærið „lituðum,"
jheimildum.  En í ritgerðum  Jóns
S'írurðssonar. svo ágætar sem þær
nnnars ern. s'ætir nm of hins sier-
stáka hjámiðs, sem þar stýrir svo
! oft  penna  hans,  —  stjórnmála-
mannsins.
f greinargerð dr. P. E. Ó. verð-
ur vart sýnilegrar viðleitni á því
að  láta  ekki  skuggahliðarnar  á
1 stjórngæslunni   gera   að   engu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4