Ísafold - 17.01.1929, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.01.1929, Blaðsíða 2
2 í S A F 0 L D t Jón Bjarnason hjeraðslæknir. Hann var Húnvetningur að ætt •og uppruna. Fæddur í Steinnesi 7. október 1892. Foreldrar hans voru Bjarni prófastur Pálsson í Steinnesi og Ingibjörg Guðmunds- aóttir kona hans. Hann hóf ungur skólagöngu sína. Vorið 1907 gekk hann inn í al- menna mentaskólann. En námið ^ótti hann af frábærum dugnaði og óvenjulegu kappi, þótt ungur væri, enda lauk hann stúdents- prófi með miklu lofi og besta orðstír. Meðan hann stundaði nám í mentaskólanum gat engum, sem þektu, dulist að hann átti til að bera í ríkum mæli tvent það, er ætíð hefir reynst hverjum ungum raanni bestu förunautarnir, — öfl- ugustu þættirnir til að skapa ágæt isdrengi og afkastamenn: sam- viskusemi og starfsþol. Þar sem dísirnar höfðu verið honum svo mildar að gefa honum mannvit og glampandi gáfur að vöggugjöf, var ekki að undra þótt hann væri eínn þeirra úr hópi stúdenta 1913, er allra mestar vonir voru í eistar á hæði af kennurum hans og sam- bekkingum hans, og þori jeg þó að fullyrða, að í þeim hóp var að finna marga gáfumenn og glæsi- lega drengi. Haustið 1913 hóf hann nám í læknadeild Háskóla íslands og Tauk þaðan prófi eftir 5 ár. Var það próf hans eitt hið allra glæsi- legasta er þá hafði tekið verið í læknisfræði við Háskólann. Að loknu prófi gerðist hann að- stoðarlæknir í Keflavík og var það þar til honum var veitt Borgar- fjarðarhjerað vorið 1921. í Kefla- vík gekk hann að eiga Onnu Þor- grímsdóttur læknis, og eiga þau 6 börn. 1 Borgarfjarðarhjeraði eru aðal- starfsár hans. Þar koma fyllilega í ljós hans mörgu og miklu mann- kostir, hans góðu gáfur og mikla j)ekking. Orðstír hans óx með ári hverju, vinum hans fjölgaði, þakklætisbænirnar og blessunar- ■óskirnar frá þeim, er hann hjálp- aði frá vanheilsu og sjúkdómum til heilsu og starfa bárust fleiri 'Og fleiri heim að læknissetrinu og vöfðu læknirinn unga og ágæta í sólskim samúðar og virðingar. Lífið brosti við honum. Hann var höfðingi í hjeraði sínu. Hann átti ágæta konu og efnileg börn. Hagur hans allur stóð í miklum blóma í skjóli heimilisins og skauti hjeraðsins. En nú er hann dáinn, horfinn. Borgarfjörður drúpir í hrygð. Landið og þjóðin er fátækari en áður. Einn af ágætissonum ætt- jarðarinnar er hníginn í valmn á besta skeiði og á glæsilegri þroska braut. Vinum hans er tilveran tóm legri. Heimili hans og ættmenni eru í sárri sorg, Meðan hann háði baráttu í þágu lífsins gegn sjúkdómum og dauða, meðan hann líknaði öðrum og var þeim heilsugjafi, barðist hann og við vanheilsu, er hann sjálfur átti við að stríða. Hann var svo skyldurækinn og samviskusamur í störfum sínum, hugurinn svo næm ur fyrir bágindum annara, að hann gleymdi því oft að hann var sjálf- ur heilsuveill, — að hann þurfti að heyja baráttu við dauðann í sínu eigin brjósti. Samviskusemin og kappið, sem vísaði honum leið á námsárum hans, og ljet hann þá gleyma sjer í störfunum, ljetu hahn og gleyma sjer og sinni líðan eftir að hann varð læknir, þegar öðrum þurfti að hjálpa, því að hann var drenglundað karlmenni. Nú, er jeg skrifa þessar línur, ber fyrir sjónir mínar stridenta- hópurinn frá vorinu 1913. Hann gengur fagnandi og í fylkingu frá skólanum, sem verið var að kveðja. Þá var sól og sumardagur og hug- irnir hlóu við önnum dagsins, er hvíldi ófæddur í framtíð ókomnu áranna. Við gengum þá, stúdent- arnir, frá starfi og námi. Við viss- um, að starf og nám og stríð beið okkar. En við vorum gunnreifir, og við vorum þess albúnir „að vinna marga seiga þraut“. Þú hefir, skólabróðir og vinur, lokið þínu stríði hjer. Jeg sje þig fallinn í valinn, en með sveig sig- urvegarans um enni. Jeg sje þig ganga með vakandi áhuga stúd- entsins og karlmennskusvip frá skóla jarðlífsins og inn í nýjan skóla — inn á nýja vegu. Þar bíður ])ín starf og nám. Eiríkur Albertsson. Bæiarstjðmakosninsar. Jöfn afturför hjá báðum flokkum í ísafirði. — í Siglufirði sömu hlutföll og áður. — Stefnubreyting í Vestmannaeyjum. í ísafirði. Við bæjarstjórnarkosninguna ])ar í jan. 1928, voru greidd 723 gild atkvæði og fengu jafnaðar- menn þá 427 atkv. (eða 60%) og íhaldsmenn 296 atkvæði. Nú voru greidd þar 587 atkvæði og fengu jafnaðarmenn af þeim 348 (eða 59%) en íhaldsmenn 239. Ber kosn ing þessi vott um afturför þá, sem orðið hefir í fsafirði á seinustu árum, en á henni sjest líka, að jafnaðarmenn vinna ekkert /á. í Vestmaunaeyjum. Vestmannaeyjum, FB. 13. jan. Kosningar í bæjarstjórn fóru fram í gær. Alistinn fjekk þrjú hundruð og níutíu atkvæði. B-list- inn fjekk sex hundrUð níutíu og eitt atkvæði. Á kjörskrá voru fjórtán hundr- uð fjörutíu og þrír, á aukakjör- skrá níutíu og einn, kosningarrjett ar síns neyttu eitt þúsund níutíu og tveir, fjórir seðlar voru auðir og sjö ógildir. B-listinn kom að tveimur mönn- um, Jóhanni Þ. Jósefssyni alþm. og Olafi Auðunssyni, útvegsbónda. A- listi kom að einum manni, fsleifi Högnasyni, kaupfjelagsstjóra. Við seinustu kosningar í Vest- mannaeyjum í janúar í fyrra fehgu íhaldsmenn 535 atkvæði, en jafnaðarmenn 444 atkv. Hafa í- haldsmenn því fengið núna 156 atkvæðum fleira en í fyrra og þó vantaði þá atkvæði margra sjó- manna, sem farnir voru á vjelbát- um til Sandgerðis (7 eða 8 skips- hafnir). En jafnaðarmenn hafa fengið 54 atkv. færra heldur en í fyrra. Er hjer sýnileg stefnubreyt- ing þrátt fyrir mildð briilt jafnað- armansaforkólfanna að svívirða andstæðinga sína í tveimur blöð- um, sem þeir gefa þar út, Vikunni og háðblaði, sem ritstjórar Vik- unnar skrifa, en Isleifur Högnason skreytir með myndum. Kunna Vestmannaeyingar' að meta saur- blaðamensku og þá sem að henni standa. f Siglufirði. Siglufirði, FB,13. jan. Bæjarstjórnarkosning á fjórum fulltrúum fór fram í gær. Kosning in hófst kl. 1 e. h. Talningu lokið kl. 10 e. h. Á kjörskrá voru sjö hundruð þrjátíu og þrír, en sex hundruð og átján néyttu atkv.rj. síns. A-listinn (alþfl.) fjekk þrjú hundruð fjörutíu og eitt atkvæði. B-listinn (íhaldsm.) fjekk eitt hunðrað sextíu og sex atkvæði. C-listinn (Frams.) fjekk eitt hundrað og eitt atkvæði. Við talningu varð vart tveggja atkvæðaseðla á öðrum pappír. Bú- ist við ransókn. A-listi kom að þrem mönnum, Sigurði Fanndal, kaupmanni, Her- manni Eiríkssyni verkam. og Vil- hjálmi Hjaltasyni, kaupmanni. B- listi kom að einum manni, Alfons Jónssyni, lögfræðing, en C-listinn kom engum að. Eru hlutföllin mjög svipuð og við bæjarstjómar- kosningar í jan. 1927. Hefir Tíma- flokkurinn mist 5% atkvæði, jafn- aðarmenn unnið 2% og íhalds- menn 3% miðað við kosningar 1927. Graf Zeppelin kemur til íslands í vetur? þegaflugferða í nánustu framtíð, þar á meðal tíl Egyptalands í fe- brúar, mars eða apríl til íslands og maí eða júní til Ameríku. ------------------------- Rannsóknir Norðmanna í Grænlandi. Norðmenn hafa ákveðið að veita 45.000 krónur á þessu ári til ýmis- konar rannsókna á Grænlandi. Ætla þeir að senda leiðangur þang að til þes að vinna að mælingum í landi, hafrannsóknum, við strend- umaf, og jarðfræðis- og grasafræð isrannsóknum. Þýska skaðabótamálið. Frá París er símað: Tillkynt hef ir verið opinberlega, að auðmaður- inn P. Morgan og forstjóri Federal Reserve bankans, Owen Yaung, verði fulltrúar Bandaríkjanna í nefnd þeirri, sem bráðlega kemur saman til þess að ræða hvernig leyst verði úr þýska skaðabóta- málinu. Yerslunin 1928. Eftir Garðar Gíslason. Liðna ársins mun lengi verða minst sem eins hins besta árs hvað verslunina snertir og átti hið góða tíðarfar sinn þátt í því. Framleiðslan varð með mesta móti, ör sala og hækkandi verð á flestum útfluttum afurðum og verðmæti þeirra langt um meira en hinna innfluttu vara. Atvinna var góð til lands og sjávar, enda voru einnig miklar húsabyggingar á árinu og aðrar verk- legar framkvæmdir. TlÐARFARIÐ. — Síðastliðinn vetur mátti heita einmuna góður nálega um alt land og voru heyfyrningar með vorinu óvenju miklar. Vorið var kalt og varð grasspretta rýr, en aftur á móti varð heyskapartíðin ágæt í flestum sveitum og nýting á heyjum með allra besta móti. Yfir höfuð má segja að liðna árið hafi verið hagstætt fyrir sveitirnar. Til sjávarins var þetta þó ekki síður, þar sem telja má þetta hið mesta aflaár, sem komið hefir. ÞINGIÐ 1928 gerði allmikla breytingu á lögunum frá 31. maí 1927 um Landsbanka íslands. Veigamesta breytingin er sú, að ríkissjóður ber nú ábyrgð á innlendum skuldbindingum bankans. Er nú yfirstjórn bankans í höndum 15 rnanna nefndar ásamt ráðherra þess, sem fer með bankamálin. Er þessi nefnd kosin af sameinuðu þingi til 6 ára. 5 manna bankaráð hefir eftirlit með daglegum störfum bankans. Þá samþykti þingið einnig heimild fyrir veðdeildina til að gefa út nýjan flokk bankavaxtabrjefa, alt að 10 milj. króna, og taka alt að 3 milj. kr. lán erlendis til kaupa á bankavaxtabrjef- um næsta flokks. Lög um einkasölu á útfluttrí sfld. Eftir þeim lögum var „Síldareinkasala Islands", sett á stofn frá 1. maí. Yfirstjórn einkasölunnar hefir 5 manna útflutningsnefnd, og ræður hún 3 f ramkvæmdarst j óra Lög um einkasölu á tilbúnum áburði. Er stjórninni þar heimilað að taka að sjer einkasöluna frá 1. okt. 1928 og greiða næstu 3 ár úr ríkissjóði kostnað við flutning áburðarins frá útlöndum og á hafnir út um landið. Lög um samstjórn tryggingarstofnana landsins. Á eftir þeim að setja einn framkvæmdarstjóra yfir þessar stofnanir, og gekk sú breyting í gildi 1. okt. s. 1. að því er snerti Brunabóta- fjelag Islands og Slysatrygginguna, en nær ekki til Samábyrgð- arinnar fyr en núverandi forstjóri fer frá. Þá voru samþykt heimildarlög fyrir stjórnina til þess að stofna og láta starfrækja síldarbræðslustöðvar og að taka 1 milj. kr. lán í þessu skyni. Stjórninni var einnig heimilað að láta smíða strandferðaskip og taka lán til þess eftir þörfum. Þá var og ríkisstjórninni falið með lögum að láta byggja svo fljótt sem unt er, nýtt varðskip og verja til þess fje úr landhelgisjóði. Er nú þegar byrjað á smíði skipsins og á það að verða mótorskip. Hækkaður var tollur á kolum úr einni krónu í tvær krónur, og lagður tollur á síldar- og kjöttunnur og efni í þær, 1 kr. á hver 50 kg. Einnig var hækkaður verðtollur sá, er ræðir um í lögum nr. 47, 15. júní 1926 þannig: að 10% tollur hækkaði í 15%, og 20% tollur í 30%. Ennfremur var ríkisstjórninni heimilað að hækka um 25% tekju- og eignarskatt af öllum árstekjum öðrum en einstak- línga, þegar þær nema ekki 4000 krónum. 25% gengisviðaukinn var framlengdur til 1930, nema á tolli af kaffi og sykri, sem fellur niður nú um áramótin. PENINGAVERSLUNIN. — Gengissveiflur hafa verið mjög litlar á árinu. Daglegar gengisbreytingar hafa ekki verið neitt að ráði, nema á pesetum. Skráning á sterlingspundi hefir verið hjer óbreytt alt árið kr. 22.15 og gullgildi ísl. krónunnar því óbreytt: 8114—82 aurar. Af eftirfarandi yfirliti má sjá gengisskráningu bankanna hjer á ýmsum tímum. 1928 e D. kr. S. kr. N. kr. $ 1. janúar 22.15 121.70 122.49 120.91 4.54’/< 1. febrúar 22.15 12.170 122.07 121.03 4.55'/< 1. mars 22.15 121.67 121.97 121.06 4.54 V2 1. april 22.15 121.67 121.91 121.30 4.541/2 1. maí 22.15 121.80 121.92 121.68 4.54>/4 1. júni * 22.15 121.84 121.84 121.65 4.54'/4 1. júlí 22.15 121.77 122.01 121.71 4.54'/2 1. ágúst 22.15 121.80 122.11 121.86 4.561/4 1. september 22.15 121.84 122.29 121.90 4.56s/4 1. október 22.15 121.80 122.26 121.83 4.57 1. nóvember 22.15 121.80 122.20 121.86 4.57 1. desember 22.15 121.80 122.14 121.86 4.57

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.