Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 27

Tíminn - 30.12.1979, Blaðsíða 27
Sunnudagur 30. desember 1979 27 Skútan Pólaris, sem fór hina mestu svaöilför vestur aö Lancastersundi aö 100. lengdar- gráöu. Annar áhafnarmeölima var ungur íslendingur Tómas Tómasson, 23 ára. Tveir nýir flokkar buöu fram við Alþingiskosningarnar, Hinn fiokkurinn og Sólskinsflokkurinn. Hér eru fulltrúar þeirra mættir viö Stjórnarráöið til þess að kveöa niður veröbólgudráuginn. t tilefni af barnaári sáu börn um allan útvarpsflutning þann 22 . nóvember. Þótti börnunum takast vel i þessu vandasama hlutverki, en helst vöföust leiðarar dagblaöanna fyrir þeim, — sem kennski er ekki aö undra! „Mér er ofarlega f huga aö standa viö þau orö okkar aö ram- sóknarmönnum megi treysta,” sagöi Steingrimur Hermannsson, þegar Tfminn heimsótti þau frú Eddu Guðmundsdóttur, daginn eftir kosningasigurinn. Desember Kosningar til Alþingis fóru fram dagana 2. og 3. desember. Kjörsókn varö strax góö og betri en menn væntu, og alls kusu um 89% i Reykjavík og annars staðar á landinu fór kjörsókn varla nokkurs staöar undir 80%. Framsóknarflokkurinn var hinn óumdeildi sigurvegari i þessum kosningum, hlaut 17 þing- menn, en Sjálfstæöisflokkurinn, sem flestir væntu að hlyti veru- lega fylgisaukningu, hlaut aöeins 21 mann. Alþýöuflokkur fékk 10 menn og Alþýðubandalag 11. L- listi i Suöurlandskjördæmi fékk einn mann kjörinn, en listi Sól- ness nyröra kom ekki manni aö. Miðvikudaginn 6. desember hlaut Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, umboð til stjórnarmyndunartil- raunar. Lýsti Steingrimur yfir vilja sinum til aö reyna myndun stjórnar sjömu flokka og áöur og hófust viðræðufundir þann 7. des- ember. Laugardaginn 8. desember drukknuöu tvö ungmenni i höfn- inni i Þorlákshöfn, þegar bifreið sem þau voru i fór fram af bryggju. Sex voru i bilnum og tókst hinum að komast út úr biln- um i sjónum, en ung stúlka braust á land og tókst að sækja hjálp. 13% verðhækkun varð á áfengi og tóbaki þann 10. desember og fór þá vanalegur sigarettupakki i 905krónur, en islenskt brennivin i kr. 8000. Rauði Kross Islands efndi til kosningagetraunar sem mikil þátttaka var i. Tvær réttar lausnir bárust, og var einn hús- varða Alþingis annar hinna get- spöku. Yfirfasteignamatsnefnd hækk- aði fasteignamat i landinu hinn 1. desember. Var hækkunin um 55- 60% i Reykjavik en um 50% úti á landi. Alþingi var sett þann 12. desember. Var Jón Helgason kjörinn forseti sameinaðs þings. Með kosningunni til efri deildar var gert út af við möguleika á myndun viðreisnarstjórnar, þar sem Framsóknarflokkur og Alþýöubandalag sameinuðust um lista, sem varð til þess að Sjálf- stæöisflokkur fékk 7 menn i deild- ina en Alþýðuflokkur 3. Óvenjulegt flugslys varð á Mos- fellsheiði þann 18. desember þegar tvær flugvélar fórust þar sama daginn, en björgunarþyrla af Keflavikurflugvelli hrapaði til jarðar, eftir að hafa tekiö um borð slasað fólk úr Cessnavél, sem hrapað hafði i heiðinni fyrr um daginn. Allir komust lifs af en meira og minna slasaöir. Frambjóöendur stjórnmála- flokkanna spöruöu sér ekkert ómak I kosningabaráttunni og heimsóttu fjölda vinnustaða. Hér er Markús Einarsson kominn upp á lyftara hjá BYKO. Þessir tveir háhyrningar voru fluttir flugleiðis til Þýskalands aðfaranótt þess 11. desember. Ýmsir hafa haft horn i siðu þessa útflutnings og var þessi timi val- inn til flutningsins, til þess að sniðganga hugsanlegar mót- mælaaðgeröir á erlendri grund. 280 blárefir komu flugleiðis til Akureyrar frá Skotlandi þann 12. desember. Milljónatjón varð á Akureyri þann 20. desember, þegar plötur fuku af húsum og bilar fuku til i ofviðri. Ekki tókst tilraun Steingrims Hermannssonar til myndunar vinstri stjórnar i fyrstu lotu og skilaði hann forseta umboði sinu föstudaginn 21. desember. Atta hestar brunnu inni i Kópa- vogi aðfaranótt jóladags. Eldsupp tök voru talin stafa af rafmagns- bilun. Talsvert snjóaði fyrir hátiðarn- ar og voru hvit jól viöast um land og var veður afar fagurt og kyrrt i höfuðborginni á aðfangadag. Forseti Islands fól Geir Hall- grimssyni að reyna myndun stjórnar þann 27. desember, en mesta gáta i Iandi þegar nær árs- lokum dregur er sú, hvaða stjórn kunni að taka við völdum. Eru margir vantrúaðir á að meiri- hlutastjórn fáist fram og ræddir ýmsir möguleikar á minnihluta- stjórnum. Alþingismenn ganga úr kirkju til þinghúss þegar Alþingi var sett hinn 12. desember sl. Bandarlska þyrlan, sem fórst á Mosfellsheiði þann 18. desember. Með henni voru þrlr slasaðir far- þegar úr Cessna vélinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.