Tíminn - 03.01.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.01.1980, Blaðsíða 1
\ Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsirnar 86387 & 86392 Stjómarmyndunarviðræður Geirs Hailgrimssonar: Hindrar óttinn við hagsmuna- samtök stj órnarmyndunina? HEI — Ákaflega litlar fréttir var að hafa af gangi stjórnar- myndunartiirauna Geirs Hall- grfmssonar nú i kringum ára- mótin. Er engu likara en að hon- um takist þaö ætiunarverk sitt, sem hinum flokkunum hefur alltaf lánast ákaflega illa, þ.e. aö halda fjölmiðlum utan viö umræöurnar. Timanum bárust um þaö fréttir i gær, aö óformlegar um- ræöur hafi aöallega fariö fram milli einstakra manna úr Sjálf- stæöisflokki og Alþýöubanda- lagi og jafnvel aö Einar karlinn Olgeirsson væri þar kominn i plottiö til aö ræöa Nýsköpunar- stjórn. Ekki vildi Olafur Ragnar Grimsson þó mikiö viö þetta kannast. Sagöi ekkert hafa ver- ið rætt viö sig og hann vissi ekki til að Geir heföi talað viö neinn af forystumönnum flokksins undanfarna daga. Sagöi Ólafur ekkert hafa veriö fundaö um máliö i flokknum. Hann vissi ekki um neitt, nema aö heyrst hefði aö Geir heföi átt einkaviö- ræður viö örfáa menn. Ekki tókst aö ná i Geir Hall- grimsson i gær. En einn af þing- mönnum Sjálfstæöisflokksins, sem Timinn náði tali af, gat hvorki staöfest neitt né neitaö. Sagöist ekkert hafa af viöræö- um frétt, nema aö hann taldi aö um einhverjar þreifingarviö- ræöur hafi verið aö ræða viö menn hinna flokkanna um hvort einhvern grundvöll væri aö finna til alvöruviðræöna. Þingmaöur þessi taldi málin þó ekki stranda á stefnumun flokkanna. Frekar væri þarna um þráteflisstöðu aö ræöa. Menn þyröu ekki aö taka afger- andi ákvaröanir af ótta viö aö stór hagsmunasamtök utan þings mundu hundsa þær á- kvarðanir. Þá væri og á aö lita, að sjálfstæöismenn ættu erfitt meö aö gera haröar kröfur til hinna flokkanna, eftir úrslit siö- ustu kosninga. Forystumenn Framsóknar- flokksins höföu litlar fréttir aö færa. Sögöu ekkert hafa veriö viö þá rætt siöan Geir talaöi viö Steingrím Hermannsson fyrir nær viku siðan. Einn af forystumönnum Al- þýöuflokksins, sagöist heldur ekkert hafa um máliö frétt utan þaö, sem hann læsi i blööunum. Kristján Eldjárn gefur ekki kost á sér oftar til forsetakjörs: Albert einn ákveð- inn ennþá? HEI — Forseti tslands, Kristján Eldjárn tilkynnti þjóöinni I ára- mótaávarpi sinu, aö hann heföi á- kveöið aö gefa ekki kost á sér til forsetakjörs fleiri kjörtimabil. Kom þessi yfirlýsing sennilega fáum á óvart, þar sem margir höföu spáö þessu fyrir og i ljós kom, aö þó nokkrir vissu um þessa ákvöröun fyrir mánuöum. Eftir yfirlýsingu forsetans fá spárum væntanlega kandidata til framboðs i forsetakosningum, að sjálfsögöu aukinn byr. Ekki hefur þó frést af neinum ákveönum nema Albert Guömundssyni, sem segir ákvöröun sina óhaggaöa. ,,Þar fer Timinn villur vegar”, svaraði Jónas Kristjánsson, for- stööumaður Handritastofnunar er Timinn haföi samband viö hann vegna oröróms um aö hann væri liklegur frambjóðandi. Jónas sagði ekki um neinar fram- boðshugleiöingar að ræöa hjá sér og hann ekki fengið neinar áskor- anir i þeim efnum enn sem komiö væri a.m.k. Forsetaframboö hefði heldur tæpast verið rætt i neinni alvöru af öðrum en Albert, fyrr en forseti gaf yfirlýsingu sina á nýársdag. Olaíur Jóhannesson, sem oft hefur verið getiö i þessu sam- bandi, vildi ekki segja eitt einasta orð varöandi framboð. 1 blaöa- frétt I gær kom þaö sama fram hjá Gylfa Þ. Gislasyni og Guö- laugi Þorvaldssyni. Einnig hafa Ármann Snævarr og Pétur Thorsteinsson veriö til- nefndir, en þeir munu ekki hafa gefið upp neinar ákvaröanir enn- þá. Pétur lét þó hafa eftir sér I Visi i gær, að hann myndi athuga málið, bærust honum áskoranir um aö gefa kost á sér. Krafla f ærist í aukana stöðug aukning skjálfta yfir áramótin FRI — „Það eru engar stökk- breytingar hjá okkur en stööug aukning á skjálftum” sagöi Karl Grönvold jaröfræöingur á skjálftavaktinni i Mývatnssveit i -samtali viö Timann. „Þannig uröu 20 skjálftar á gamlársdag og 35 skjálftar á nýársdag. Samfara þessu hefur landiö siöan stööug risiö og er nú komiö hærra en þaö náöi hæst I byrjun desember. Krafla hefur nú slegið fyrri timamet hvaö varöar timann milli þesssem aö landiö byrjar aö risa og aö meiriháttar skjálfta- hrina eigi sér staö. Samt sem áöur munu jaröfræöingar telja aö hættan aö skjálfthrinu sé jafn mikil og áöur og er þvi gert ráö fyrir aö skjálftavaktin fyrir noröan veröi áfram viö lýöi eitt- hvaö fram á þetta ár sem nú er gengiö I garö. FLF á uppsagn- Meirihluti stjórnar arlistanum Liður N-Atlantshafsflugið undir lok i haust? AM — „Samkvæmt samkomu- lagi viö okkur og stefnuyfirlýs- ingu sinni frá 16. april 1978, skyldi starfsaldurslistar flugmanna- félaganna renna saman þann 1. október eða I síöasta lagi þann 1. febrúar nk. Hefði veriö viö þetta staöið heföu uppsagnirnar komiö mikiö verr viö innanlandsflug- mennina, sem eru langyngstu starfsmenn Flugleiöa f dag”, sagöi Ingi Olsen, gjaldkeri Félags Loftleiöaflugmanna I viötali viö Timann I gær. „Meðal þeirra manna úr hópi Loftleiöaflugmanna sem nú er sagt upp eru menn meö 18 ára reynslu og rándýra þjálfun aö baki”, sagði Ingi. „Auövitaö erum viö ósáttir við þetta og flug- vélstjórar ekki slöur, sem eru fyrrverandi Loftleiöastarfsmenn, en 16 þeirra er sagt upp. Okkur þykir skjóta hér skökku við i vinnubörgðum, þar sem svo mikil áhersla var áöur lögö á sameigin- lega listann, aö þvi hefur veriö hdtað aö hann yröi tilkynntur 1. febrúar, heföum viö ekki komiö okkur saman áður. óneitanlega litur þetta þannig út sem veriö sé aö ryðja Loftleiðastarfsfólkinu út. Viö féllumst á sameiningu félag- anna sem óhjákvæmilega úr þvi sem komið var og þegar valda- hlutföll skipuðust , svo I stjórn félagsins, aö auösýnt var aö Fí átti aö taka Flugleiöir yfir, létum við það okkur einnig lynda og vildum koma á sameiningu starfsaldurslistanna. En nú er loks svo komið aö viö eigum alls ekki að verða meö. Meirihluti stjórnar Loftleiöa- flugmanna er nú rekinn, en auk min er þaö um aö ræöa Gunnlaug Helgason, varaformann, Hall- grim Jónsson, Skúla Magnússon og loks er formanni félagsins Baldri Oddssyni sagt upp flug- stjórastööu og Arna Fal Ölafssyni lika. Það er hvorki meira eöa minna en helmingur meölima félags okkar sem sagt er upp”. Ingi sagöi aö nú væri llklegt aö þrýst yrði á um aö þessir flug- menn hlytu stöður hjá dóttur- fyrirtækjum Flugleiöa, einkum Air Bahama og sæi hann ekki annað en nauösynlegt yröi aö leita aöstoöar hlutaöeigandi stjórnvalda viö þetta, fyrst félagsstjórnin sæi ekki aörar lausnir á vandanum en komnar eru i ljós. Þessir starfsmenn eru háir skattgreiöendur og hér er þvi um ekki um svo litiö þjóðþrifamál að ræöa, ef þeir veröa aö leita sér aö vinnu erlendis. Sagöi Ingi aö þingmenn þess flugstarfsfólks sem býr i Reykjaneskjördæmi og nú á atvinnu sina I hættu, hlytu aö láta þetta mál sig varöa svo og sveitastjórnir. „Eins og nú horfir eigum við von á aö þeim sem eftir eru af Loftleiöaflugmönnum veröi sagt upþ starfi næsta haust, þegar Norður Atlantshafsflugiö verður alveg langt niöur”, sagöi Ingi aö endingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.