Tíminn - 23.01.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.01.1980, Blaðsíða 8
8 WiiiiHiU'r Miðvikudagur 23. janúar 1980 Miðvikudagur 23. janúar 1980 9 Ef ég man það rétt, nefndi einhver blaðamaður hina nýju Ijóðabók Helga Sæmundssonar, er Ut kom á seinasta ári, „leyni- bók” og átti þá við, að þessi bók hefði farið leynt í þeirri flug- eldasýningu risaf orlaganna, sem við nefnum jólabókaflóðið, cða öðrum viðlika nöfnum. Við lifum f markaðsþjóðfé- lagi, hvað sem hver segir, og minna fer þar fyrir hógværðinni hjá þeim er harðast það dæma — og vilja skylda rikiö og lög- regluna til að gefa Ut bækur. Mer kom þetta i hug, þegar mér barst i hendur boðskort um að koma og sjá yfirlitssýningu Einars G. Baldvinssonar, list- málara á Kjarvalsstööum, en hann varö sextugur 9. desember sfðastliðinn. Hann er huldumaður fslenskr- ar myndlistar. Huldu- maðuiinn Einar G. (Guðmundur) Bald- vinsson er Reykvikingur, sonur hjónanna Baldvins Einarsson- ar, söð'la- og aktygjasmiös og Chnstine Caroline f. Heggem. Baldvin Einarsson (1875-1961) var merkur iðnaðarmaöur i sinni tið, læröi söðlasmiði hér heima og i Noregi, en fluttist aftur hingað til lands árið 1905, en hann mun fyrstur manna hafa lært iðn þessa erlendis. Baldvin sá Alasund brenna árið 1904. Kona Baldvins Christine Caroline (1883-1947) var stein- smiðsdóttir frá Molde i Noregi, þannig að Einar G. Baldvinsson er kominn af hagleiksmönnum i báðar ættir. Einar hóf listnám liðlega tvi- tugur að aldri f Handiða- og myndlistarskólanum, en hafði áður fengið tilsögn i teikningu hjá privatmönnum. Hann var við Handiðaskólann frá 1942-’45, en hóf siðan myndlistarnám við Kunstakademiet i Kaupmanna- höfn árið 1945 og dvaldi þar til ársins 1950. Siöan hefur hann málað, kennt teikningu og stundað algenga vinnu sér til viðurværis, að þvi er segir í til- tækum heimildum,sem eruekki miklar að vöxtum, að ekki sé nú meirasagt um svo ágætan lista- mann. Einkum hefur hann þó verið huldumaöurinn i islenskri myndlist, maöurinn utan viö umræðuna og bardagann, og það þvi aðeins verið á fárra vit- orði aö þarna fer afburða mál- ari. Um yfirlitssýningu á verkum Einars G. Baldvinssonar Einar G. Baldvinsson hefur haldið nokkrar sýningar. Fyrsta einkasýningin var áriö 1957, eða sjö árum eftir að hann lýkur námi, þá 1958 og 1960, og hann hefur tekið þátt i samsýningum. Myndlist Einars G. Baldvinssonar Sýninginá Kjarvalsstöðum er yfirlitssýning, og eru 90 verk á sýningunni, flest oliumálverk, en auk þess eru þrjár samstæð- ur af oliukri'tarmyndum, en þær telja um þaö bil 40 myndir. Flest oEumálverkin eru i einkaeign, fengin að láni Uti i bæ. Viðfangsefni Einars G. Bald- vinssonar eru einkum frá sjávarsiðunni. Þorpið, bryggj- an, báturinn, maöurinn og haf- iö. Þetta eru myndir, sem anga af þangi og söltum stormi. Skip Einarseru þóyfirleitt f höfn eða i uppsátri, og viðfangsefni sin hefur hann fundið i hinum ýmsu plássum, viðs vegar um landið. Einnig eru þarna nokkrar landslagsmyndir og myndir úr fornsögunum. Ef leita skal hliðstæðunnar, þá finnast þarna svipuð efnis- tök, eöa stilfærslur og við sjáum oft í gömlum myndum Snorra Arinbjarnar, Þorvaldar Skúla- Jónas Guðmundsson: I MYNDLIST | sonar, Jóns Þorleifssonar og jafnvel Asgrims Jónssonar. Ekki svo aö skilja að þarna sé um stælingar að ræða, heldur er hér átt við myndefnið, einföldun þess og skipan á myndflötinn. Styrkur Einars G. Baldvins- sonar sem málara Ugguri senn i teikningunni, niöurröðun efnis og í litnum, sem oftast er sann- færandi og safarikur. Það er galli á þessari sýningu, hversu litið er af eldri verkum, þar eö þetta er yfirlitssýning. HUn rekur þvi naumast þróun mála út i hörgul. Flestar mynd- irnar eru málaðar eftir 1970, þótt örfáar séu frá eldri tið, eða frá fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. 1 myndunum er að finna per- sónulegan stil, innlifun og veðurfar.Eða næman skilning á umhverfinu, ætti maður kannski að segja. Stilfærslan er örugg. Það er allt með, þótt stiklað sé á stóru. Persónuleg úrvinnsla Hér var aðeins vikið að fáein- um málurum, sem valið hafa sér viðfangsefnii svipuðum dúr, a.m.k. hluta af starfævi sinni. Það er þvi örðugt að skapa sér olnbogarými innan þessa hrings, sem margir nefna aka- demiska, skandinaviska stil- færslu og litameðferð, Það var öröugt um sinn að rita um sveitafólk fyrst eftir aö Jón Thoroddsen ritaði sinar bækur, Pilt og stúlku og Mann og konu. Eins eftir að Halldór Laxness ritaði um hann Bjart i Sumarhúsum. Þaö sama er uppi á teningn- um þegar unnið er að myndlist viðsjávarsiöuna að myndlistar- verkum. Þar rikir viss listrænn eignarréttur lika. Einari G. Baldvinssyni tekst eigi að siður aö gjöra þessu myndefni svo persónuleg skil, að fátt annaö er sameiginlegt með honum og öörum f jörukörl- um myndlistarinnar, en að eiga sjávargötu skamma. Hann á sinn sérstaka mynd- heim, innan um þorpiðTbátana og skipin og menn taka i nefið hjá sjálfum sér fyrst og fremst, en ekki öðrum. Sum mótifin gjörþekkja allir, Verðbúðabryggjurnar gömlu, Fiskhöllina, dragnótabátana og fjöllin og þvi getum við skil- greint einföldunina á sérstakan hátt. Þaö er þvi hægt að fylgjast með vinnunni i huganum. Um einstakar myndir verður ekki fjallaö hér, en listvinir hljóta áð fagna sýningu þessa kyrrláta og hlédræga lista- manns, að hann skuli nú stiga fram meö stóra sýningu og gera grein fyrir sinu merka lifsverki og myndlistarstarfi. 1 heild eru þetta allt góðar myndir, og inn á milli hreinir dýrgripir. Sýning Einars G. Baldvins- sonar, stendur til 27. janúar, sem er eiginlega alltof skamm- ur timi að voru mati, einkum þegar tillit er tekið til þeirrar miklu vinnu og umstangs, sem þvi er fylgjandi að safna mynd- unum saman. Jónas Guömundsson. Auglýsið í Tímanum með flutningabilum inn I landið, en afgangurinn kemur á mark- að i Napóli. Verö á pakka er 500 lirur, en það er hræódýrt miöaö við réttilega tollaðar og skatt- lagðar sigarettur. Samt sem áð- ur hafa margir haft ágóöa af fyrirtækinu i leiöinni, þvi að verö hvers pakka, sem sóttur er á haf út, er 140 lirur. Að visu tapar rikið árlega sem svarar rúmlega 200 milljörðum króna i sköttum og tollum. Það er þó ekki meginorsök þess, hve rösklega er gengið gegn smygl- urunum núna. Lögreglan og tollgæslan hafa sannanir. fyrir þvi, að sumir smyglaranna hafa tekið upp smygl á öörum varningi, sem gefur mun meira I aðra hönd, þ.e. eiturlyfjum. Að baki þvi smygli stendur auðvitaö Mafi- an. Einhverju sinni var sagt: Sjá Napóli og dey siðan. Kannski merkingin sé að verða bókstaf- leg, ef fólk fer að flykkkjast þangað til að komast I eiturlyf. Arangur herferöar lögreglunnar. A ströndinni viö Napóli hrúgast upp sigarettukassar, sem geröir hafa veriö upptækir. Þrem skrefum frá dyrum tóbaksbúðarinnar hefur „hin óhreina samkeppni” komið sér fyrir. Við bráðabirgöaborð stendur holdug kona og selur sigarettur. Pakki með þekktu merki svo sem Dunhill eða Philip Morris kostar 500 lirur (u.þ.b. 250 kr). Fyrir þá upphæð er ekki einu sinni hægt aö fá inn- lendan rudda I tóbaksbúðinni. Kaupmaðurinn i tóbaksbúð- inni stendur langtímum saman i dyrunum, leikur jó-jó með báðum höndum og setur öðru hverju upptrekktar Mikka mýs af stað, sem tritla eftir götunni. Hann hefur ekki ráð á leik- fangalest, þvi að það er langt siðan hann hætti að geta selt nokkuð. Viöskiptin með tóbak I Napólí eru nefnilega I höndum 60.000 smyglara og að þvi haldiö er u.þ.b. 300.000 aðstoðarmanna þeirra og smásala, sem færa sig úr einum staðnum á annan. I borginni við Vesúvius hefur um fjórðungur ibúanna sitt lifi- brauð af þessum atvinnuvegi, sem auðvitað er ólöglegur. En þegar lögreglan og toll- gæslan tóku sig til fyrir ári og ætluðu að ganga milli bols og höfuðs á smyglurunum I fyrsta skipti, kom i ljós, að þar var komið vespuhreiður. Smyglar- arnir flykktust I mótmælagöng- ur eftir götum borgarinnar. Þeir visuðu til réttar slns i nafni heföar og báru boröa, þar sem á stóð: 1 smygli eru fleiri störf i veði en hjá Fiat-verksmiðjun- um, og: Sá, sem tekur frá okkur réttinn til vinnu, rekur okkur út i afbrot. Að smygl sé afbrot, tekur enginn Napólibúi til greina. — Við gerum ekkert af okkur, segir einn I kvörtunar- tón. — Við stelum ekki frá nein- um. Þegar smyglararnir boöuðu sólarhringsverkfall og engar ódýrar sigarettur var aö fá I allri Napóli-borg, höfðu þeir al- menning á sinu bandi. Borgar- stjóranum, Maurizio Valenzi, en hann er kommúnisti, kom her- ferðin gegn smyglurunum ekki vel, þar sem þegar voru 220.000 atvinnuleysingjar á skrá I borg- inni. Smyglararnir aftur á móti sjá sjálfum sér og starfsbræðr- um i neyð farborða. tlr sameig- inlegum sjóðum borga þeir fyrir aldraða, sjúka og sektir þeirra, sem lenda I klónum á lögregl- unni. Umfram allt er sektarsjóður- inn mikilvægur siðan lögreglan og tollgæslan hafa hafiö herferö sina gegn hinni ævafornu og virtu starfsgrein Napólibúa, smyglinu. Nú sitja 187 inni, 1376 mál eru i rannsókn, um 500 vörubilar hafa verið teknir úr umferö og lögreglan hefur bundið við bryggju um helming himinbláa hraðbátaflotans, sem notaður er til að koma hinum forboðna varningi I land. Samt sem áöur er ekki annað aö sjá en aö þessi stórbrotnu viöskipti haldi sinu striki með sama hætti og fyrr, samkvæmt reglum, sem öllum eru kunnar. A hverri nóttu endurtekur sig sama sagan: Einhvers staðar á alþjóðlegri siglingaleiö á milli ítaliu og Sardiniu er varningnum um- skipað frá stóru flutningaskipi á hrörlegt strandferðaskip, sem siðan tekur stefnuna á Napóli- flóann. 50 mílur vestur af Capri eða Ischia, enn á alþjóðlegri siglingaleið, biður hraðbátaflot- inn þegar eftir þvi að taka á móti sigarettukössunum. Slöan þjóta bátarnir ljóslausir I átt til strandar. Hraöinn er u.þ.b. 40 hnútar eöa 73 km á klst. A þessum hraða hafa lög- reglubátarnir ekki roö viö bát- um smyglaranna. Ef þeim samt einhverra hluta vegna tekst að stöðva einhvern smyglbátinn, kallar skipstjóri hans eftir hjálp um fjarskiptatækin. Og þá dreg- ur til einnar þeirra frægu sjó- orrustu, sem lögreglan biöur A sama tlma og herferö lögreglunnar sýnir einhvern árangur, ganga viöskiptin meö smyglaöar slgarettur sinn vanagang inni I borginni. alltaf lægri hlut i: Heil báta- deild skýst utan úr myrkrinu, siglir i veg fyrir lögreglubátinn eða siglir þvers og kruss i sigl- ingaleiö hans og neyðir hann þannig til að stansa. A eyöilegum staö á ströndinni við rætur Vesúviusar hafa smyglararnir skjótar hendur og flytja varninginn af bátunum á vörubila með hulin númera- spjöld. Oft flytja þeir smygliö I smærri pakkningum i ibúðir i fátækrahverfum borgarinnar, þar sem ótaldar fjölskyldur lifa gjarna á Kent eða Marlboro kössum. Smyglararnir borga nefnilega vel fyrir geymsluna, 4.500 kr. á kassa á dag. Hluti varningsins er fluttur Um langan tima hafa hraðbátar þeirra flutt sigarettur i kassatali i land á hverri nóttu. Núna hefur lögregian hafið herferð gegn smyglurunum i fyrsta sinn. Ástæðan: Eitur- lyf! Hinir virðulegu smyglarar í NapÖlí Stofnað Iðnþró- unarfélag Sauðarkr. 22.1. — Hinn 14. des- ember sl. var haldinn stofnfund- ur Iðnþróunarfélags Skaga- fjaröar, sem er sameignarfélag með heimili og varnarþing á Sauðárkróki, en starfssvæði þess er Skagaf jarðarhérað. Stofnaðilar félagsins eru Skaga- fjarðarsýsla, Sauðárkrókskaup- staður, Kaupfélag Skagfirðinga og Bunaðarsamband Skagfirð- inga. Markmið Iönþróunarfélags Skagafjarðar er að efla iönað og styðja framtak einstaklinga og fyrirtækja i héraðinu öllu, og binda menn miklar vonir við stofnun þess. Stjórn félagsins skipa Jón Guðmundsson, Öslandi, formaö- ur, Egill Bjarnason, Sauðár- króki, varaformaður, Pálmi Jónsson, Sauðárkróki, gjaldkeri og Guðrún L. Askelsdóttir, Mæli- felli, ritari. Ný kennslubók í málfræði Ot er komin á vegum IÐUNN- AR bókin tslensk málfræöi, kennslubók handa framhalds- skólum. Þetta er fyrri hluti bókarinnar. Höfundur er Kristján Arnason. Hann lauk fyrir fáum árum doktorsprófi i málvisindum i Bretlandi og kennir nú málfræði við Háskóla íslands. tslensk málfræöi skiptist I þr já aðalkafla sem hver um sig grein- ist i marga undirkafla. í fyrsta kafla er fjallað almennt um mál- fræði, eöli hennar og sögu. í öðrum kafla er gerð grein fyrir setningafræði og sagt frá stofn- hlutum setninga, stofnhlutaregl- um og ummyndunum og samsett- um setningum. Þriöji kafli erstil- fræði og er það nýlunda i mál- fræðikennslubókum. — I seinni hluta bókarinnar sem út kemur i vor veröur beygingafræði mál- saga og hljóöfæri. t formála höfundar er komist svo að orði: „Mikið vatn hefur runnið til sjávar siðan bók Hall- dórs Halldórssonar, tslensk mál- fræöi handa æðri skólum, kom út. Hvort tveggja er, að aöstæöur hafa breyst I fræðiheimi mál- fræðinnar og þá ekki slður I menntakerfinu islenska hvað varðar ytra skipulag og hug- myndir um móðurmálskennslu. Ný kennslubók i málfræði er þvi löngu tfmabær. Þetta kver er fyrst og fremst tilraun og ég von að menn séu reiðubúnir aö taka henni með velvilja, en þó strangri gagnrýni}-þannig aö reynsla af notkun kversins geti leitt til ein- Dr. Kristján Arnason hverra framfara I fræðslu um málfræði og móðurmál á fram- haldsskólastigi”. tslensk málfræöi er 133 bls. Prentrún sf prentaði. ALTERNATORAR % t FORD BRONCO MAVERICK CHEVROLET NOVA BLAZER DODGE DART PLYMOUTH WAGONEER CHEROKEE LAND ROVER FORD CORTINA SUNBEAM FIAT — DATSUN TOYOTA — LADA VOLGA — MOSKVITCH VOLVO — VW SKODA — BENZ — SCANIA o.fl. Verð frá 26.800/- Einnig: Startarar/ Cut-out, anker, bendixar, segulrofar o.fl. í margar tegundir bifreiða. Bílaraf h.f. Borgartúni 19. Sími: 24700

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.