Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 11.05.2007, Blaðsíða 82
Kl. 20.00 Dagrún Leifsdóttir sópransöng- kona heldur burtfarartónleika sína í Fríkirkjunni í Reykjavík. Með henni leikur Gerrit Schuil á píanó en einnig koma fram Stur- laugur Jón Björnsson hornleikari og Lilja Guðmundsdóttir sópran. Heimsins stærstu listaverðlaun Það er skammt stórra högga á milli hjá Roni Horn: um síðustu helgi opnaði hún Vatnasafn í Stykkishólmi ásamt alþjóðlegum hópi styrktaraðila og í dag verð- ur slegið upp hurðum á stærstu yfirlitssýningu sem til þessa hefur sést á Norð- urlöndum á verkum hennar sem hluti af Listahátíð og verður hún uppi í sölum Hafnarhúss til 19. ágúst. Horn er orðin íslenskum listvin- um vel kunnug. Hún hefur sýnt hér áður og verið fyrirferðarmikil í um- fjöllun um nýrri myndlist, einkum í Morgunblaðinu. Ísland er stórt séð eitt helsta viðfangsefni Horn. Hún kallar sýninguna MY OZ og vitn- ar þar til hinnar kunnu sögu Frank Baum sem þekktust er í kvikmynda- gerð sinni með Judy Garland, The Wizard of Oz. Undralandið handan regnbogans er í huga Horn Ísland. Hún hefur verið hér staðbundinn farfugl um árabil. Á sýningunni í Listasafni Reykja- víkur getur að líta nokkur stór- verk sem hafa aflað henni alþjóð- legrar viðurkenningar og athygli: í einum salnum eru fimmtán myndir úr röðinni Still water frá 1999 sem eru straumköst og lygnur í ánni Thames með innmerktum tilvitn- unum í hugleiðingar listamanns- ins, kröfuhart verk sem kallar á ná- kvæman lestur og umhugsun áhorf- andans. Þar er einnig hin kunna röð 64 ljósmynda af myndlistarkon- unni Margréti Blöndal, You are the Weather frá 1994-1995, röð manna- mynda sem vekja stöðuga spurn og sérkennilega nálægð. Vatn er fyrir- ferðarmikið í verkum Horn og hug- blær sem af því stafar, þau eru því opin og kalla á umhugsun, íhugun og ró. Tveir risastórir glerskúlptúrar eru á sýningunni auk hinnar merki- legu skráningar hennar úr Sundhöll Reykjavíkur Her, Her, Her and, Her frá 2002 sem ætti hvergi heima nema í fordyri Sundhallarinnar og væri kjörin gjöf til hússins á sex- tugsafmælinu. Horn er fædd í Bandaríkjunum 1955 og stundaði nám í myndlist frá Rhode Island School of Design og síðar Yale. Hún býr í New York en hefur sýnt verk sín um allan heim og nýtur vaxandi virðingar fyrir gerhugul verk sín sem spanna ýmis form; bækur, innsetningar, þrívíð verk, ljósmyndir. Hún kom fyrst til Íslands um það leyti sem sýningar- ferill hennar hófst og hefur unnið markvisst með tiltekin þemu úr ís- lenskri náttúru. Sýning á borð við þessa setja menn ekki saman nema með góðum fyrirvara og margs konar aðstoð: erlend söfn og gallerí lána verk til hennar, Kaupþing er aðalstyrkt- araðili hennar og Samskip lögðu til flutning á verkunum. Ýmislegt verður aðhafst á sýningartímanum til að opna umræðu um verk Horn. Á laugardag heldur Linda Norden fyrirlestur um verk hennar í Hafn- arhúsi kl. 14. Sýningarskráin sem gefin er út í tilefni af sýningunni er falleg bók og unnin af metnaði sem jafnast á við það besta hjá stærri þjóðum og ríkari söfnum en Listasafni Reykja- víkur. Þar er stærsta greinin um- fjöllun Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur bókmenntafræðings um verk Horn en þær eru góðar vinkonur og hefur Fríða verið óþreytandi að afla Horn brautargengi hér á landi. Þá er í rit- inu ræða Horn frá útskrift nem- enda Listaháskólans en sú ádrepa er merkileg áminning íslenskum þegnum í landi sem er undur, eins og Horn sýnir víða í verkum sínum. Níu nemendur í fatahönnunar- deild Listaháskóla Íslands sýna útskriftarverkefni sín á tísku- sýningu í Gvendarbrunnum í kvöld. Hver nemandi sýnir sex alklæðnaði, sem hann hefur unnið að undanfarna þrjá mán- uði. Ráðherrar iðnaðar- og mennta- mála verða viðstaddir sýning- una ásamt öðru íslensku áhrifa- fólki. Einnig verða viðstaddir tíu erlendir blaðamenn sem koma hingað sérstaklega frá París í þeim tilgangi að sjá og fjalla um sýninguna í tímaritum á borð við franska ELLE og Vogue. Fatahönnunardeild Listahá- skóla Íslands er metnaðarfull deild sem hefur verið að vinna að kynningu deildarinnar erlend- is. Sýningin hefst stundvíslega kl. 20 en gestum er ráðlagt að mæta tímanlega upp í Heiðmörk en komast má að svæðinu með því að beygja til vinstri skömmu áður en komið er að Rauðhólum. Hönnuðir framtíðar Sjá upplýsingar um opnunartíma sýninga á www.gerduberg.is - s. 575 7700 GERÐUBERG www.gerduberg.is Verið velkomin á opnun þriggja sýninga laugardaginn 12. maí kl. 15 Ég bið að heilsa Sýning á bútasaumsverkum í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar. Veitt verða verðlaun fyrir besta verkið í samkeppni sem haldin er í þessu tilefni. Heitt og kalt Ferðatöskusýning Evrópusamtaka bútasaumsfélaga Sýnd verða 17 teppi frá jafnmörgum löndum Sýningarnar eru settar upp í samstarfi við Íslenska bútasaumsfélagið Kynnið ykkur dagskrá aðalfundar og námskeiðshald um helgina á vegum Íslenska bútasaumsfélagsins á www.gerduberg.is Erró - Kvenfólk Sýning á verkum í eigu Listasafns Reykjavíkur Af hjartans list! Alþýðulistamaðurinn Ágúst Jónsson sýnir málverk í Boganum Vissir þú... af góðri aðstöðu fyrir ráðstefnur veislur, námskeið, fundi o.fl. Nánar á www.gerduberg.is .............. Stórdansleikur Í kvöld Mango Grill Stórhöfða 17 (Gamli Klúbburinn)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.