Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 90. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þri&judagur 29. april 1980
13
Minning
Gunnar Jónatansson
ráðunautur

Fæddur 12. júií 1901
Dáinn 19. aprfl 1980.
í dag verður til moldar borinn
ástkær afi okkar Gunnar Jónat-
ansson. Hann fæddist 12. jUli 1901
aö Litla-Hamri i Eyjafirði. For-
eldrar hans voru Jdnatan Guö-
mundsson, bdndi á Litla-Hamri
og kona hans Rósa JUlía Jdns-
dóttir frá Steinkirkju I Fnjóska-
dal.
Systkini afa er upp komust eru
Guömundur, sem er bilsettur á
Akureyri, Tryggvi, bóndi á Litla-
Hamri og Haraldur, bUsettur i
Reykjavik. Systir þeirra Anna
lézt ung frá mörgum börnum. Afi
varo bufræöingur frá Hvanneyri
áriö 1922 og stundaði slðan bú-
skapmeö bræðrum sinum og föö-
ur.
Þann 10. jUní 1927, kvæntist
hann ömmu okkar Hildi VigfUs-
dóttur Hjaltalin frá Brokey á
Breiðafirði. Þau stunduðu biískap
á Litla-Hamri tvö fyrstu hjUskap-
arár sín, en fluttu siðan til
Reykjavikur á fardögum 1930.
Þar vann afi við höfnina, þegar
emhverja vinnu var þar að fá, en
hún mun ekki hafa verið auðfeng-
in á þessum timum kreppu og at-
vinnuleysis. Hér I Reykjavlk
bjuggu þau aðeins I tvö ár, en
fluttust vestur I Stykkishólm árið
1932 með strandferðaskipinu Suð-
inni, sem þá var og hét.
1 Stykkishólmi bjuggu þau i 36
ár. Þar gengdi afi mörgum merk-
um og mikilvægum störfum. M.a.
varhann einn af upphafsmönnum
og stofnendum Ræktunarfélags
Stykkishólms, sem var stofnaö
árið 1933 og var verkstjóri félags-
ins og I stjórn þess um langt ára-
bil. Ariö 1934, gerðist hann frysti-
hússtjóri hjá Kaupfélagi Stykkis-
hólms og var það óslitið franr á
mitt ár 1946. Með frystihússtjóra-
starfinu varð hann þátttakandi I
að koma af staö atvinnubyltingu
hér á landi sem felst I tilkomu
hraðfrystiiðnaðarins, sem er ein
af lang þyðingarmestu atvinnu-
greinum I dag. 1 frystihUsstjdra-
tið afa var hafin framleiðsla á
hraöfrystum fiski til útflutnings I
frystihúsi Kaupfélags Stykkis-
hólms, en það var fyrsta frysti-
húsið við Breiðafiörð, sem hóf
sllka framleiðslu.
Afi var formaöur BUnaðarsam-
bands Dala og Snæfellsness frá
1944 og formaður Búnaðarsam-
bands Snæfellsness og Hnappa-
dalssýsiu frá 1946 til 1968. Hann
var og ráðunautur hjá Búnaðar-
sambandinu frá 1947 og einnig
formaður og framkvæmdastjdri
Ræktunarsambands Snæfellinga
frá stofnun þess 1947 til 1968, en
þá komst hann á eftirlaunaaldur
og þau amma fluttu til Reykja-
víkur til að geta eytt ævikvöldinu
inávist barna s.inna þriggja, sem
öll eru bUsetthér. Þau eru VigfUs,
löggiltur endurskoðandi, Oskar,
framkvæmdastjóri, . kvæntur
Unni Agnarsdóttur frá Akureyri
og Anna, skrifstofustUlka, en hUn
hefur bUiö með afa og ömmu síö-
an þau fluttu hingað og verið
þeim ómetanleg stoð.
Hér i Reykjavlk vann afi við
bókhald fyrir Landflutninga h.f.
meðan kraftar entust.
Eina beztu lýsingu af afa fund-
um viö I bókinni „Det moderna
Island" eftir rithöfundinn T.
Odhe, sem ferðaðist um Island
árið 1936. í framhaldi af spjalli
sinu um Ræktunarfélag Stykkis-
hólms segir hann. „Það er sann-
arlega gaman að heyra ræktun-
arstjórann Gunnar Jónatansson,
segja frá starfi félagsins. Gunnar
er maður sterklegur, sólbrenndur
og starfslegur. Hann vekur
traust hvers sem er. Augun eru
góðleg og gáfuleg og loga þa af
áhuga". Já, hann afi okkar var
eljumaður, fullur af starfsvilja.
Hann var ætið einlægur sam-
vinnumaður, fullur af framsókn-
arhug. En hann var hógvær og
fór sér að engu óðslega og kvart-
aði aldrei hvað sem á gekk.
Við systkinin höfum átt margar
góðar og dgleymanlegar stundir
með afa og ömmu og þar sem við
erum einu barnabörnin þeirra
höfum við ekki farið varhluta af
umhyggju þeirra og góðvild I okk-
ar garð.'Við kveðjum afa okkar
með söknuði og hjartans þökk
fyrir allt og biðjum gdöan Guð að
styrkja ömmu okkar I hennar
miklu sorg.
Gunnhildur og Agnar.
Hinn 18. þ.m. lést á heimili slnu
að Laugateigi 17 i Reykjavik
merkismaöurinn Gunnar Jtína-
tansson, fyrrv. ráðunautur I
Stykkishólmi og formaður B.s.
Snæfellinga tæplega 79 ára að
aldri.
Gunnar fæddist að Litla Hamri
i Ongulsstaðahreppi I Eyjafirði
12. jUlí 1901.
Hann var einn af sex börnum
hjónanna Jónatans Guðmunds-
sonar bónda á Litla Hamri og
Rósu Jdnsdóttur frá Steinkirkju.
Aðeins fjögur barna þeirra
komust til fullorðins ára.
Gunnar dx upp á Litla Hamri I
hópi systkina sinna og vandist
snemma mikilli vinnu. Þá var
ekki komin sU mikla tækni við bU-
störf, sem nUtimakynslóöin hefur
vanist.
Hann fór til náms að Hvanneyri
haustið 1920 og var þar tvo vetur
undir áhrifum Halldórs Vil-
hjálmssonar skólastjóra, hins
mikla eldhuga og áhugamanns
um framfarir i Islenskum land-
bUnaði. Gunnar var næmur og
mótaðist mikið af skoðunum
Halldórs og þeim brennandi
áhuga er hann bar i brjósu' um fé-
lagsmál og alhliða umbætur land-
bUnaðarins.
Að námi loknu fór Gunnar norð-
ur aftur og vann að bui föður sins
um skeið, en mdðir hans dó á
meöan hann var á Hvanneyri.
Þá var það sumarið 1926 að
norður I Eyjafjörð komu nokkrar
stulkur I kaupavinnu sem oftar. 1
þeim hópi var glæsileg kona Hild-
ur VigfUsdóttir Hjaltalin  frá
Brokey á Breiðafirði.
HUn reðist að Litla-Hamri.
Ekki leið á löngu að þau Gunnar
felldu hugi saman og giftu þau sig
vorið 1927 og hófu þá bUskap að
Litla-Hamri I sambýli við Guö-
mund brdður Gunnars.
Þar bjuggu þau I þrjU ár.
Heldur  var  þröngt  um  þau
þarna, þvi ekki var þa komin sU
mikla ræktun er síöar varð.
Það varð þvi' Ur að þau hættu
bUskapnum og fluttu til Reykja-
vikur vorið 1930 og vann Gunnar
verkamannavinnu þar rUmlega
tvöár.Eni'sept.l932fluttu þau til
Stykkishölms.
Þá var kaupfélag Stykkishólms
nýbúiö að reisa frystihUs, bæði til
að frysta kjöt og fisk.
Þar var verið að ryöja njíjar i
brautir I Urbótum atvinnumála i
miðri kreppunni, þegar Htið var
um f jármuni og mjög lltið um at-
vinnutækifæri vlöa i landinu.
Mönnum sem stjórnuðu kaup-
félaginu var mikið I mun að þessi
nýbreytni tækist vel. Gunnar var
ráðinn verkstjóri frystihUssins og
aðstoöarmaður kaupfélagsstjdr-
ans viö stjórn þess sem frystihUs-
stjdri.
Gunnar þekkti vel til sam-
vinnumála Ur Eyjafiröinum og
hafði mikla trU á að meö samtök-
um mætti margan vanda leysa.
Það var þvi vel valið að ráöa hann
I þetta starf.
Hann átti afar gott með aö um-
gangast fdlk. Hann var myndar-
legur að vallarsyn og höfðingleg-
ur og vakti traust hvers manns.
Hann lagöi sig fram um aö
leysa hvers manns vanda og gerði
gott Ur öllu broshýr og lipur.
FrystihUsið varö mikil lyfti-
stöng I atvinnulifi Stykkishdlms
og hjálpaði mikið um lausn at-
vinnuvandamála þar I kreppunni.
En Gunnar syndi uppruna sinn
,og félagshyggju á fleiri sviðum.
A fyrstu árum hans I Stykkis-
hólmi reyndi fólk I þéttbyiinu að
afla ser bUvara með þvi að
framleiða það sjálf t, en til þess að
það gæti tekist þurf ti að rækta tUn
og afla heyja handa bUfénu.
Þá gekkst Gunnar fyrir þvi á-
samt MagnUsi Friðrikssyni frð
Staðarfelii o.fl. áhugamönnum i
Stykkishdlmi að stofna Ræktun-
arfelag Stykkishólms.
Ræktunarfélagiö varð fjöl-
mennt i upphafi. Það fékk land til
ræktunar rétt ofan við plássiö I
mikilli forarmyri á milli klappar-
ása. Þarna var framkvæmd all-
mikil ræktun. Gunnar tdk að sér
formennsku félagsins og hafði
alla forystu um framkvæmdirn-
ar.
Félagsmenn söfnuðust saman i
mýrina og grófu skuröi með
skdflum, mannhæðadjUpa og var
það erfitt verk og seinunnið.
Mýrin var svo blaut, að skurð-
irnir vildu síga saman og þurfti
þvl að endurgrafa sumt af land-
inu aftur.
En með mikilli elju og dugnaöi
tókst að þurrka landið og rækta
þaö og bæta Ur brýnni þörf þorps-
ins i þessu efni.
Gunnar syndi mikla hæfileika
til félagslegrar forystu við þetta
verk, jafnframt dugnaði, elju og
þrautseigju.
Þetta leiddi til þess að þegar
aldur færöist yfir MagnUs Frið-
riksson frá Staöarfelli, er var for-
maður bunaðarsambands hér-
aðsins f nær 30 ár frá 1915 til 1944
aðhann hætti, þá var Gunnar kos-
inn formaður i stað MagnUsar.
Formennskuna hafði hann um
24 ára skeið. Jafnframt var hann
ráðunautur i 21 ár.
Um það leyti, sem Gunnar tók
við formennsku bUnaðarsam-
bandsins runnu upp nyir i!mar i
landbUnaðinum. Það voru nánast
byltingatimar.
Horfið var frá aldagoir.lum bu-
skaparháttum og vinnulagi. Haf-
in var stórfelld ræktun. uppbygg-
ing nýrra hUsa og vélar keyptar
til ræktunarframkvæmda og bU-
starfa.
Ræktunarsamband Snæfellinga
var stofhað 1946 og var Gunnar
jafnframt formaður þess og
framkvæmdastjóri.
Hann varð þvl forystuaflið i
þeim miklu breytingum er I hönd
fóru.
Þá nýttusthonum vel þeir eölis-
kostir er honum voru gefnir —
góðar gáfur, bjartsýni, þraut-
seigja og dugnaður. .
Hann hvatti menn til átaka og
leitaðist við að hjálpa hverjum
bónda svo sem honum var fært
með ráðum og dáð til að koma á-
fram umbótum.
Hann átti traust allra og var
sérlega synt um að koma til að-
stoðar þar sem þörf var á hverju
sinni.
Það voru lfka margir sem leit-
uðu til hans með vandamál sin.
Hann hafði sérstaka samUð
með þeim sem minna máttu sin
og leitaði allra leiða til að greiða
götu þeirra.
Ekki var þó svo að ekki kæmi
oft til ataka á fundum um þau
málefni er Gunnar fór með. En
hann var einstaklega laginn að
leiða fundina svo að menn urðu að
lokum sammála um Urlausnir.
Þar naut hann sinna gdðu skaps-
muna, rólyndis og glaðlyndis,
sem gerðiþað að verkum, að þó
menn væru i baráttuskapi, þá
urðu menn á eitt sáttir þegar
Gunnar rakti sitt viöhorf til mál-
anna.
Gunnar varö þvi vinsæll meðal
bænda á Snæfellsnesi. Og þegar
hann hætti störfum þar sumarið
1968 var hann kvaddur af fjöl-
mörgum bændum og hUsfreyjum
þeirra með söknuði og þakklæti
og var leystur Ut með gjöfum.
Ég held að Gunnar hafi verið
hamingjumaður Hann fékk sem
Framhald á bls.  19
Minning
Theódóra Oddsdóttir
F. 8. nóvember 1898.
D. 20. aprfl 1980.
Sunnudaginn 20. april siðastlið-
inn lést I sjUkrahUsi i Reykjavlk
Theodóra Oddsdóttir frá Brautar-
holti I Reykjavík, ekkja Þórarins
Duasonar, skipstjóra og lengi
hafnarstjóra á Siglufirði.
Theodóra Oddsdóttir fæddist I
Brautarholti 8. nóvember árið
1898, eöa rUmu ári fyrir nýja öld,
og voru foreldrar hennar hjónin
GuðrUn Arnaddttir og Oddur
Jónsson formaður, er þar bjuggu.
GuðrUn Arnadóttir ( 1859-1938)
var dóttir hjónanna Steinunnar
Þorkelsddttur (1828-1872) og Arna
Guðnasonar bónda I Guðnabæ I
Selvogi (1824-1866), en Arni var
sonur Guðna bónda og hrepp-
stjdra (1781-1858) er fyrstur
byggði Guðnabæ, eða árið 1826.
Oddur Jónsson, formaður (1857-
1902) I Brautarholti, var sonur
Jóns Utvegsbónda I Steinum,
Eyjólfssonar (1827-1868), en
móðir Odds var Sigrlður Odds-
dóttir (1831-1866), en hUn var
skaftfellsk að ætt.
Börn þeirra GuðrUnar Arna-
dóttur og Odds Jdnssonar urðu sjö
talsins, og er þetta er ritað, eru
aðeins tvö eftir á lifi, Sigurjón
Oddsson, fyrrum bóndi á RUts-
stöðum i HUnavatsnsýslu og
Guömundur R. Oddsson, forstjóri
Alþyðubrauögerðarinnar, báðir
ekkjumenn.
Um þetta fdlk má segja miklar
sögur, en eljuverk þess I söltum
storminum og um llfsbaráttuna,
er þá hafði vlglinuna innan við
borðbnlnina hjá heimilunum, en
læt þess þó aðeins getið, að bæði
faðir Theodóru og afi drukknuðu I
Faxaflóa, ungir menn. Faðir
hennar Oddur i Brautarholti I
fiskiróðri vestur á Sviöi árið 1902,
þá 45 ára gamall, en afi hennar
Jón á Steinum drukknaði árið
1868, þá aðeins fertugur að aldri.
Það eitt segir mikla sögu.
Gamli bærinn Brautarholt
stendur enn, þétt við hina miklu
starfsstöð BæjarUtgerðar
Reykjavikur viö Grandaveg.
Theddóra Oddsdóttir ólst upp
með foreldrum sinum, og þá
einkanlega mdður sinni, þar eð
faðir hennar drukknaði er hUn
var á fjórða ári, en tæplega 22
ára, eðanánar til tekið 6.ndv. 1920
giftist hUn ungum efnilegum sjd-
manni, (Benedikt) Þdrarni DUa-
syni, skipstjóra, f. I9.mai 1895.
Þórarinn  DUason  var  sonur
Benedikts DUasonar Utvegs-
manns (1862-1935) og Aldlsar
Jónsdóttur (1866-1935).
Þdrarinn DUason var fæddur á
Akureyri, 1 hUsi er stóð þar sem
nU eru höfuðstöðvar KEA. Hann
lauk meira fiskimannaprdfi frá
Sty r im an naskdlanum I
Reykjavik vorið 1917 og var
þekktur skipstjóri á sinni tfð, og
seinna sem hafnarstjóri á Siglu-
firði.
Þau Thedddra Oddsddttir og
Þórarinn DUason bjuggu fyrstu
búskapárar sin I Reykjavlk, og
þar fæddust börn þeirra, enma
ein stUlka er fæddist á Akureyri.
Börnin urðu fjögur, þrjar stulkur
og einn drengur, en þau eru:
Aldls DUa Þórarinsddttir, er
um skeið varbæjarfógetaritari á
Siglufirði, nU bUsett á Akranesi,
gift Baldri Eirikssyni, skrifstofu-
stjdra  Sementsverksmiðjunnar.
Asgeír Þorarinsson, sjdmaður i
Reykjavlk, ekkjumaður, en hann
átti Katrinu Valtysdóttur, er var
þýsk að ætt.
Brynja Þórarinsdóttir hUs-
freyja I Reykjavlk. Hennar
maður er Gunnar Bergsteins-
son, sjóliðsforingi, forstöðu-
maöur  Sjómælinga Islands.
Yngst er svo Asa Hafdls Þórar-
insddttir, Siglufirði, en maður
hennar er Óli Geir Þorgeirsson,
verslunarmaður þar.
Frá þeim hjónum Thedddru og
Þórarni DUasyni eru komnar
miklar ættir, ungt og glæsilegt
fdlk, er ber svip og dugnað sinna
ættmenna
Theóddra Oddsddttir var
ömmusystir min, en þd svo ung að
égheit lengi velaöhUn væri systir
mdður minnar, enda voru þær
samrýndar mjög, allt til nU er
leiðir skilja.
Þau Theóddra og Þórarinn
bjuggu fyrstu bUskaparár sln i
Reykjavik, slðast á Skdlavörðu-
stig 36. Þar var gott að koma og
stalumst við Pétur bróðir minn
þangað dspart, þrátt fyrir ströng
viðurlög heima fyrir, þvl nokkur
fjarlægð var milli heimilanna
a.m.k. fyrir óvita, þetta þykja
ef til vill ekki merkileg tlðindi en
segja eigi að siður dáiitla við-
mdtssögu af Skdlavörðustlgnum.
Og þvi heimili gæti ég lýst nUna,
alveg eins og þab var, er ég kom
þar fimm eða sex ára gamall.
Theoddra var barnelsk, gdð við
stráka, en llka hóflega ströng og
stif A sinni meiningu, sem hUn átti
kyn til.
Arið 1939, um vorið, var dálítil
röskun á högum, en þá fluttust
þau hjdn buferlum til Siglu-
fjarðar, er Þdrarinn tók bryggju-
formannsstöðu fyrir kunnan Ut-
gerðarmann og slðar við Hafnar-
stjdra- og hafsögumannsstarfi
þar. Fenginn að þvi starfi vegna
reynslu sinnar og þekkingar &
hagsmunum slldarUtgerðarinnar,
þa tæplega hálf fimmtugur ab
aldri. Þar stdð siðan heimili
þeirra f litlu hUsi i fjallsrdtinni,
allt til ársins 1976, er Þdrarinn
féll frá, en hann andabist 19.
ágUst það ár, eftir dálitla van-
heilsu. Þá flutti Theoddra suður,
enda flest börn hennar þangað
farin. Bjd hUn seinustu ár ævi
sinnar i hUsi Guðmundar R.
Oddssonar, brdður sins, að Oldu-
götu 50 i Reykjavlk, en þau voru
samrymd.
Ég koma oft á heimili þeirra
Þdrarins DUasonar og Thedddru
frænku minnar á Siglufirði, bæði
sem strákur I sildarslarki og
siðar eftir að ég kom & varðskip-
m, er oit Komu I Siglufjörö. Ég
held að ég hafi aldrei komið i
þann fjörð, án þess að leita þau
uppi, annað hvort i hafnarkontdr
Þórarins, ef viðdvöl var engin,
eða i yndislega hUsið I fjallsrdt-
inni, er ilmaði svo þekkilega af
þeim ilmi er leikur i hUsum, þar
sem 611 dhreinindi hafa verið
þerrub  burt.
Þar ftíkk maður kaffi. ástUðlegt
viðmdt og ströng viövörunarorð.
HUn taldi sig bera alveg sér-
staka dbyrgð á mér og minum og
þab til seinustu stundar.
Þab sama gilti um okkur syst-
kinin öll.
HUsið i fjallsrdtinni var ekki
stórt, enda byggt á þeim árum er
meira fdr fýrir sálinni en fer-
metrunum, samt er það nU svo
undarlega fyrirferöarmikið I
minningunni.
Hallddr Laxness segir á einum
stað, að það versta sem hægt sé
aðsegjaumnokkummann, séað
hann sé gdður maður
— Ekki þegar ég segi það,
svarar stUlkan I bdkinni. Sama
get ég sagt um þau hjdn, sem nU
eru ekki lengur ofan moldu,
Thedddru Oddsddttur og Þdrarin
Dúason.
Við söknum öll gdðra vina. Þau
hafa misst gdða moður, mdöir
mln sina bestu vinkonu og vib hin
mest af því er við þar áttum, an
þess að vita að það væri til.
NU er styrt annað.
Stýrðu a sdlina ;....,., sagði
Eggert Stefánsson sóngvari er
hann kvaddi Guðmun.; vin sinn á
Skallagrimi, þau orð vil eg gera
að minum við leiðarlok hjá þess-
um vinum minum er fylgdu mér
svo langa leið.
Thedddra Oddsddttir veröur
jarðsungin frá Fossvogskapellu i
Reykjavtk kl. 15.00 i dag.
Blessuð veri mining hennar.
Jónas  Guðmundsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20