Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 74
Taktu þátt! Þú sendir SMS BT BTF á númerið 1900. Þú færð spurningu. Þú svarar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900. hver vinnur! 10. Aðalvinningur! FSC Amilo Pi Core2 Vista fartölva SMSLEIKURTak tu þátt! Geggjaðir aukavinningar! Vídeospilari, Sony myndavél, Panasonic tökuvél, Apple iPod Nano/blár, HP Photosmart, GSM símar, Bíómiðar fyrir 2 á THE INVISIBLE og LAST MIMZY,PSP tölvur,Gjafabréf á Tónlist.is,PS2 tölvur, Kippur af Gosi og enn meira af DVD, CD´s, tölvuleikjum og fleira *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Í nótt fer fram annar leikur- inn í úrslitum NBA-deildarinn- ar þegar San Antonio tekur á móti Cleveland. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Cleveland þarf að finna svör við sterkum varnarleik San Antonio og LeBron James þarf sömuleiðis að sýna sitt allra besta. Hann var ekki mjög áberandi í fyrsta leikn- um á fimmtudag. San Antonio getur komist í 2- 0 í kvöld en eftir leikinn í nótt fara næstu þrír fram á heimavelli Cleveland. Vinni síðarnefnda liðið í kvöld getur það því tryggt sér titilinn á heimavelli. Kemst San Ant- onio í 2-0? Valur og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvellinum í gær. Keflvíkingar léku glimrandi vel í fyrri hálfleik og skoruðu tvö mörk en þær breytingar sem Willum Þór Þórsson gerði á sínu liði í hálfleik skiluðu liðinu baráttu- stigi. Leikurinn byrjaði fjörlega en fyrsta markið kom strax á fimmtu mínútu. Baldur Sigurðsson fékk boltann inni á teignum og lagði hann fyrir Þórarin Kristjánsson sem var dauðafrír vinstra megin í teignum. Hann gaf sér nægan tíma og skaut en boltinn fór af Barry Smith og yfir Kjartan í markinu. Það var því smá heppnisstimpill á þessu marki. Valsmenn létu þetta ekki slá sig af laginu og sóttu nokkuð stíft. Ekki tókst þeim þó að skapa sér almennilegt færi og féllu ítrekað í rangstöðugildru Keflvíkinga. Næsta mark var aftur sam- vinna Þórarins og Brynjars. Barry Smith seldi sig illa á hægri kant- inum og Þórarinn komst auðveld- lega framhjá honum. Hann gaf háan bolta fyrir og þar var Baldur mættur og skallaði boltinn í fjær- hornið. Einkar laglegt mark. Nokkrum mínútum síðar áttu Keflvíkingar enn hættu- lega fyrirgjöf, í þetta sinn frá Marco Kotilainen, en Guðmundur Steinarsson skallaði beint í greip- ar Kjartans Sturlusonar. Valsmenn sóttu mikið í hálf- leiknum en þó skotin hafi verið nokkuð mörg voru þau ómarkviss og ógnuðu aldrei marki Keflvík- inga verulega. Willum Þór Þórsson, þjálf- ari Vals, gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik og endurskipu- lagði miðjuspilið. Það bar ágæt- an árangur og heimamenn voru talsvert betri í síðari hálfleik en þeim fyrri. Pálmi Rafn fékk ágætt skotfæri snemma hálfleiksins og Dennis Bo skallaði rétt yfir mark Keflavíkur eftir eina af fjölmörg- um hornspyrnum Vals. Valsmenn minnkuðu svo mun- inn á 68. mínútu er Helgi Sigurðs- son fékk stungusendingu inn fyrir vörn Keflavíkur. Hann skaut að marki en Ómar varði, hélt boltan- um ekki og varamaðurinn Hafþór Ægir skilaði boltanum í markið. Hinn varamaðurinn, Daníel Hjaltason, skoraði svo jöfnunar- markið skömmu fyrir leikslok. Hann fékk sendingu frá Dennis Bo og skallaði boltann laglega í markið. Keflvíkingar mótmæltu mjög því skömmu áður hafði Helgi Sigurðsson handleikið knöttinn en ekkert var dæmt. Eftir frábæran fyrri hálfleik virtist allur vindur vera úr Kefl- víkingum í þeim síðari. Innkoma varamannanna í hálfleik hjá Val breytti öllu og heimamenn höfðu verðskuldað stig upp úr krafsinu. „Við erum á heimavelli og mér fannst leikurinn bjóða upp á að við tækjum öll þrjú stigin,“ sagði Willum Þór eftir leik. „En úr því sem komið var get ég verið stoltur og hreykinn af mínu liði.“ Hann segir að það hafi verið slen yfir sínum mönnum í fyrri hálfleik. „Keflvíkingar beittu sínu hættulegu skyndisóknum og refsuðu okkur grimmilega. En í hálfleik ákváðum við að taka smá áhættu og opna leikinn. Við lögðum allt í sölurnar, fækkuðum í vörn og spiluðum á mörgum mönnum frammi. Strákarnir eiga því hrós skilið fyrir að ná að snúa þessum leik.“ Guðmundur Steinarsson, fyrir- liði Keflavíkur, var vitanlega ekki jafn sáttur í leikslok. Keflvíkingar mótmæltu mikið í leikslok vegna þess sem átti sér stað skömmu fyrir jöfnunarmarkið. „Ég held að það hafi allir séð að boltinn fór í höndina á Helga,“ sagði Guðmundur. „En það er alveg ljóst að það lið sem ætlar sér að vera í efri hluta deildarinnar má ekki missa 2-0 forystu niður í jafntefli. En það vill oft gerast þegar menn komast yfir að þeir gerast værukærir og ég held að það hafi orðið okkur að falli hér í dag.“ Þeir Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Daníel Hjaltason skiptu sköpum fyrir Valsmenn í gær. Þeir komu inn á í hálfleik og skoruðu sitt hvort markið eftir að Keflvíkingar komust tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Ísland vann í gær til gullverðlauna á Smáþjóðaleikun- um eftir afar skrautlegan lokaleik gegn Kýpverjum. Þegar ein og hálf mínúta var eftir misstu lang- flestir leikmenn Kýpur stjórn á skapi sínu og réðust á leikmenn Íslands sem og einn dómara leiks- ins. Eftirlitsdómari leiksins blés leikinn samstundis af og Íslandi var dæmdur 2-0 sigur. „Þetta var skrautlegt í meira lagi,“ sagði Sigurður Ingimundar- son landsliðsþjálfari eftir leik. „Ég hef séð ýmislegt en þetta var algjörlega fáranlegt. Þetta voru ekki slagsmál því þeir einfaldlega réðust á allt og alla. Mínir strákar vörðu sig og sína en höguðu sér allir eins og sannir íþróttamenn,“ sagði Sigurður. Ísland vann alla leiki sína á mót- inu en fyrir leikinn í gær höfðu Kýpverjar tapað fyrir Lúxem- borg. Það þýddi að þeir þurftu að vinna Ísland með að minnsta kosti fimmtán stiga mun til að hirða gullið. Leikurinn var jafn og spennandi en Kýpverjar náðu yfirhöndinni í síðari hálfleik. Mest var forysta þeirra tíu stig en Íslendingar söx- uðu á forskotið eftir því sem nær dró leikslokum. Þegar ein og hálf mínúta var eftir var munurinn sex stig og Ísland átti fjögur vítaköst. Þá trylltust leikmenn Kýpur með fyrrgreindum afleiðingum. „Við vorum að ná yfirhöndinni í leiknum og þeir fundu það,“ sagði Sigurður. „Þetta var miklu meira en að vera blóðheitur. Þetta eru algjörir villimenn og ekki nema einn eða tveir leikmenn þeirra sem tóku ekki þátt í þessu. Einn þeirra tók meira að segja myndar- lega sveiflu á dómarann. Þá var þetta auðvitað búið.“ Lætin byrjuðu snemma því strax á annarri mínútu varð Brent- on Birmingham fyrir olnbogaskoti og opnaðist myndarlegur skurður við annað augað. „Hann var saum- aður saman í hálfleik og spilaði allan síðari hálfleikinn. Hann stóð sig mjög vel.“ Sigurður segir að þrátt fyrir allt sé gullið sætt. „Ísland hefur ekki unnið á þessu móti síðan 1993 og þetta var gott fyrir strákana og framhald liðsins. En þótt nafnið gefi annað til kynna er þetta sterkt mót með mörgum sterkum leikmönnum. Við spiluðum best, unnum alla leikina og sigruðum sanngjarnt á mótinu.“ Kýpverjar réðust á allt og alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.