Tíminn - 17.12.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.12.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. desember 1980 3 Súrálsverð hækkar í hafi að meðaltali um 5440% Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra telur skýringar Alusuisse á hækkunum ekki trúverðugar AB — ..Aðstoðarforstjóri Alu- suisse kom hingað til lands og flutti okkur skýringar sínar munnlega, án nokkurra skrif- legra gagna. Við fyrstu sýn virð- ast mér þessar skýringar ekki trúverðugar”, sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra á blaðamannafundi sem hann boð- aði til i gær og kynnti þar niður- stöður athugunar á verðlagningu á siíráli til tslenska álfélagsins hf., sem staðið hefur frá því i júni sl. Niðurstaða þessara athugana ersií að innflutningsverð á siíráli til Islands er miklu hærra en eðli- legt má telja miðað við útflutn- ingsverð frá Astralfu. Þegar bor- in eru saman sambærileg verð, fob-verð i báðum tilvikum, kemur i ljós, að á timabilinu janúar 1974 til júni 1980 hefur súrálsverð hækkað i hafi sem nemurað með- altali um 54,1%, eða samtals 47,5 milljónum dollara á verðlagi hvers árs. Það má geta þess til samanburðar að heildargreiðslur ISAL fyrir raforku voru 31,5 mill- jónir dollara á sama timabili. Súrál er einn megin kostnaðar- liðurviðálbræðslu og hefur mikil áhrif á arðsemi hennar. Þar sem ISAL er undanþegið islenskum skattalögum en greiðir fram- leiðslugjald, sem er takmarkað við 55% nettóhagnað bræðslunnar og sem skal ekki vera lægra en 35% af nettóhagnaði, hefur verð- lagning súráls bein áhrif á það framleiðslugjald, sem fyrirtæk- inu er skylt að greiða til islenska rikisins. Hér gæti þvf verið um milljarða tekjutap fyrir rikissjóð að ræða. A grundvelli upplýsinga þeirra sem aflað var i athugun þessari var hægt að bera saman fob-verð- segir Ragnar Halldórsson forstjóri ISAL um fréttatilkynningu iðnaðarráðuneytis AB - ,,Þetta er greinilega pólitisk árás á ÍSAL. Þessi meðaltals hækkun sem kemur fram i þess- ari skýrslu er á engan hátt grun- samleg, þvi lagðar hafa verið fram upplýsingar frá Alusuisse sem sýndu fram á hvað gangverð á súráli er á milli óskyldra fyrir- tækja, og það var ekkert frá- brugðið þvi sem við borgum.” sagði Ragnar Halldórsson for- stjóri ÍSAL i viðtali við Timann i gærkveldi. Ragnar sagði jafnframt að i skýringunum frá Alusuisse hefði komið fram hvernig á þessum mismun stæði. Hann sagði að hann væri tilkominn vegna samn- inga við stjórnvöld i Ástraliu um að byggja upp áliðnað i þvi landi. Astralir væru ekki nema 14 milljóna þjóð, en væru þrátt fyrir það orðnir stærstu súrálútflytj- endur i heimi. Það hefði náttúr- lega aldrei orðið nema vegna þess að rikið þar samdi um ákveðna fyrirgreiðslu við fyrirtækin sem byggðu upp þennan iðnað. Það væri þvi bæði með fullri vitneskiu ástralskra yfirvalda og sam- kvæmt samningum við þá, að þetta útflutningsverð væri gefið upp. Ragnar sagði að þeim hjá Alusuisse hefði ekki borist skjöl iðnaðarráðuneytisins fyrr en sl. fimmtudag og svara hefði verið krafist fyrir hádegi á föstudag. Þvi hefði maður frá fyrirtækinu verið sendur hingað strax á föstu- dag til þess að skýra mál fyrir- tækisins, en hann hefði tafist um einn sólarhring i Luxemburg vegna þoku. Aðspurður að þvi hvort sam- staða væri i sjórn ÍSAL um þessa túlkun Ragnars á málinu, svaraði Ragnar þvi til að hann vissi það ekki, þar sem enginn stjórnar- fundur hefði verið haldinn um mál þetta. „Ég er þess fullviss að Alusuisse hefur á undanförnum árum ekki hlunnfarið islenska rikið á nokkurn hátt, og að fyrir- tækið hefur ekki haft i frammi svik og pretti.” sagði Ragnar að lokum. Tómas Árnason, um fréttatilkynningu iönaöarráöherra: „Vil engan dóm fella nú strax” AB — „Það sem ég vil um málið segja er einkum tvennt,” sagði Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, þegar blaðið sneri sér tii hans og spurði hann álits á frétta- tilkynningu iðnaðarráðherra. „ 1 fyrsta lagi er það spurningin um málsmeðferð, hvernig fara skuli með svona mál, en þegar þungar sakir eru á einhvern aðila bornar. verður hann að fá tæki- færi til þess að skýra sin mál.” „1 öðru lagi”, sagði Tómas Arnason, „tel ég að loks þá er báðir aðilar hafa skýrt sin sjónar- mið, sé kominn timi til að fella dóm. Eg vil þvi engan dóm fella um þetta enn, ég þekki það ekki nægilega til þess en Alusuisse á auðvitað að standa við sina samn- ir.ga að fullu”. mæti hvers einstaks súrálfarms til Islands, eins og það er skráð i útflutningshöfn i Astraliu við það fob-verðmæti, sem tilgreint er i islenskum aðflutningsskýrslum. Mismunurinn á þessum tveimur stærðum er verðhækkun farmsins i hafi, hækkun sem ekki verður skýrð með flutningskostnaði, þar sem borin eru saman sams konar verð og án flutningskostnaðar i báðum tilvikum. Niðurstöður þessa samanburð- ar hafa verið bornar undir hið al- þjóðlega endurskoðunarfyrir- tæki, Coopers & Lybrand i Lond- on, og hefur það staöfest gildi þeirra heimilda, sem útreikning- ar iðnaðarráðuneytisins byggja á, og einnig að tölur þær sem not- aðar eru, séu i samræmi viö heimildi'rnar. Jafnframt staðfesti endurskoðunarfvrirtækið reikn- • * Framhald á bls. 19. Frá opnun sýningarinnar á Kjarvalsstöðum i gær. Sigurður Harðarson, formaður Skipulagsnefndar, er i ræðustól, og opnar sýninguna formlega. • Sýning á Kjarvalsstöðum: Ný tíllaga að skipu- lagi Grjótaþorps — tillögurnar sem ekki mátti sýna þar sýndar í Ásmundarsal Kás — t gær var opnuð á Kjar- valsstöðum sýning á nýrri til- lögu að skipulagi Grjótaþorps, svo almenningur og hagsmuna- aðilar geti kynnt sér hana. Verður sýningin opin næsta hálfan mánuðinn. Auk þess mun Borgarskipulag Reykjavikur gangast fyrir þvi, að haldnir verði fræðslufundir ogerindi um skipulagsmál á meðan á sýning- unni stendur. Dagskrá fund- anna verður kynnl siðar, en þó er þegar vitað að Iljörleifur Stefánsson, annar höfundur skipulagstillögunnar, mun flytja fyrirlestur um skipulags- tillögur að Grjótaþorpi, og Nanna Hermannsson, borgar- minjavörður, mun flytja fyrir- lestur um sögu húsanna i Grjótaþorpinu. Þegar Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar, opnaði sýninguna á Kjarvals- stöðum formlega i gær, sagði hann, að þetta væri fyrsta til- lagan að skipulagi Grjótaþorps- ins sem unnin hefði verið hér á landi og fæli i sér vernd húsanna þar. Sagði Sigurður, aö nú væri kominn timi til að samþykkja skipulag að Grjótaþorpinu þessu mesta vandræðabarni i skipulagssögu Reykjavikur- borgar. Upphaflega hafði Borgar- skipulag Reykjavikur ákveðið að sýna með nýju skipulagstil- lögunni gamlar skipulagstillög- ur að svæðinu, auk nýrra til- lagna sem nemendur i arkitetur hafa samið. Stjórn Kjarvals- staða lagði hins vegar blátt bann við þvi að aðrar tillögur en sjálf skipulagstiliagan nýja yrði sýnd á Kjarvalsstöðum. lstað þess hefur verið ákveðið að sýna tillögurnar, sem ekki hlutu náð fyrir augum stjórnar Kjarvalsstaða i Ásmundarsal, og verður sú sýning opin á sama tima og sýningin á Kjarvals- stöðum. VKKll MhwI* í^íí SMH ( AUSilUAÍ.íi ' 'i Llkan af fyrirhuguðu skipulagi Grjótaþorpsins. Hjá þvf standa m.a. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Þóra Kristjánsdóttir, listráðunautur á Kjarvalsstöðum, og Gestur Ólafsson, forstöðumaður Skipulags- stofu höfuðborgarsvæðisins. Tfmamyndir: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.