Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 23. desember 1980 Grjótaþorp um 1900 séð frá Hólavelli. Að skipuleggja án þess að skipuleggj a; Grjótaþorp 1980 sýnt á Kjarvalsstöðum Aðalstræti 6, en þarna stendur nú Morgunblaðshöllin. Indæl verk- stæði hurfu, umdeilt hús reis f staðinn. Nokkuð hefur verið ritað og rætt um skipu- lagssýningu þá er nú hefur verið komið fyrir á Kjarvalsstöðum. Þar sem kynnt er Skipu- lagstillaga að Grjóta- þorpi 1980, en ný tillaga að skipulagi Grjóta- þorps var lögð fyrir borgaryfirvöld i sumár og borgarráð sam- þykkti þá að skipulags- tillagan yrði kynnt al- menningi og hags- munaaðilum og leitað yrði eftir viðbrögðum, áður en lengra verður haldið. Grjótaþorp fyrst skipu- lagt 1925 Ibréfi sem dreift er á sýning- unni segir m.a. á þessa leið: „Margar skipulagstillögur hafa verið geröar aö Grjóta- þorpi á seinustu áratugum. Þá fyrstu geröi Guöjón Samúels- son, húsameistari rikisins, árið Í925, og töldu menn þá réttast aö gera ráð fyrir þvi að öll húsin sem voru i Grjótaþorpi yröu rif- inog ný, samfelld randbygging, kæmi I þeirra staö. Siöan hefur hver skipulagstillagan rekið aöra og hefur þeim öllum veriö þaö sammerkt aö þarhefur ver- iö gert ráö fyrir algerri endur- nýjun byggöarinnar. t janúar 1975 lá fyrir skipu- lagstillaga þar sem sjá mátti i fyrsta sinn merki þess aö mat manna á gildi gamalla húsa var tekiö aö breytast. Þar var aö visu aöeins gerö ráö fyrir þvi aö fjögur gömlu húsanna yröu varöveitt og i' almennri umræöu sem tillagan kom af staö kom greinilega fram vilji til aö geng- iöyröimun lengra i átt til varö- veislu húsanna. Skipulagstillag- an var lögö til hliöar og borgar- minjaveröi var faliö aö gera it- arlega könnun á sögu og ástandi húsanna, sem leiddi til þeirrar niöurstööu, aö mest allt Grjóta- þorp bæri aö varöveita vegna menningarsögulegs gildis þess. Skipulagsnefnd samþykkti svo i april 1979 aö gerö skyldi skipulagstillaga um verndun og endurnýjun Grjótaþorps I nú- verandi mynd.” Höfundur aö þeirri tillögu, er sýnd er aö Kjarvalsstööum, er Hjörleifur Stefánsson, arkitekt. Aö sjálfsögöu hafa fleiri manns unniö viö tillöguna undir hans forystu, en auk þess var viö aö styðjast ýmis gögn, bæði húsa- rannsóknir, málaferli út af lóð- um og almenn viðhorf. Að siita alU úr sam- hengi Þaö er ef til vill skiljanlegt aö skipulagshöfundur taki mið af þeirri leiösögn skipulagsnefnd- ar, aö stefna beri aö varöveislu þessa hverfis aö mestu í þeirri mynd sem þaö er nú, eöa aö tryggja ,,aö framtiöarsvipmót þorpsins falli aö yfirbragöi gömlu húsanna”eins og skrifaö stendur, og þetta er siöan leyst meö þvi aö „skipuleggja ekk- ert” heldur „úthluta” þess i staö nokkrum lóöum undir ein- hverja óskilgreinda kofa, sem hýst geta 50 fjölskyldur, eöa svo, i einhverju Lególandi. Viröist aö sú fornminjafölsun, sem nú er viöa ástunduö i nafni húsageröarlistar, eigi aö sitja I fyrirrúmi I Grjótaþorpinu, þvi ekki veröur betur séö en aö meiningin sé aö reisa þarna nokkra 220 volta sögualdarbæi i þeirri trú aö „gamla góöa Grjótaþorpiö” muni þá brúsa af lifi, meö litla garöa, þvott á snúrum, og mikiö veröur þá pissaö og gengiö, þvi vitaskuld hafa menn ekki ráö á aö eiga bila, eftir aö hafa keypt sér lóöir á dýrasta svæöi borgarlandsins undir kofa og smáhús.(Enda ekki gert ráö fyrir bflskúrum i hverfinu). Ég hygg aö meginógæfa þessa skipulags (ef þaö er á annaö borö skipulag aö skipuleggja ekkert) sé sú, aö höfundur slltur Grjótaþorpiö úr samhengi viö næsta nágrenni. Austurstræti er aö hluta tíl göngugata, og mun ánefaeigaeftiraö veröa þaö iæ rikara mæli. Endastöö þessarar göngugötu, er nær frá Lækjar- torgi aö Morgunblaöshúsinu, er Hallærisplaniö svonefnda. Þaöer yndislegt plan. Heilleg umgjörö, ef Morgunblaöshúsiö er frátaliö. Þaö var mikil ógæfa aö þaö skyldi reist, en þá veröur einnig aö hafa i huga, aö aörar forsendurvoruþá.Mennsáu þvi miöur ekki notalegheitin sem fólgin voru i járnsmiöju Sigurö- ar heitins Jónssonar er keypti eigur Þóröar Dómsstjóra á þessum staö og byggöi ofaná og gjöröi smiöahús og eldsmiöju. Hjá honum læröu margir járn- smlöi, þar á meöal Bjarnhéöinn Jónsson, er stofnaöi þarna smiöju, er siöan varö upphafiö aö vélsmiöjunni Héöni, sem er (aö þvi er ég best veit) einn aöaleigandi Morgunblaöshúss- ins. Jónas Guömundsson SKIPULAGSMÁL I minni tlö var þarna klæö- skerabúö og á sólrlkum dögum fór fólkið út meö saumaskapinn i dálltiö port. Tenging við miðbæinn Ég hygg aö ráölegra heföi verið aö tengja Grjótaþorpiö frekar aö Hallærisplaninu og miöbæjardauöanum, eöa meö öörum oröum hinum almenna borgara sem á heima i öörum bæjarhlutum, aö þaö heföi veriö skynsamlegra en aö hugsa sér þarna aukna ibúöabyggö i gamla stil. Ekki er þarna gjörö minnsta tilraun til þess að nýta hinn dýr- mæta halla landsins, og vantrú- in á að unnt sé aö byggja nýtt við gamalt skln allsstaöar i gegn. Hvergi er heldur, aö séö veröur, reynt aö taka tillit til fjárhagshagsmuna einstakl- inga, er þarna eiga lóöir. 1 nágrannalöndum okkar hef- ur þó viha tekist aö byggja upp indælt sambýli nýrra húsa, ný- tisku húsa er falla eölilega og áreynslulaust viö miöaldir i húsageröarlist. Vil ég þessu tíl sönnunar nefna ýmsa franska og þýska bæi eins og t.d. Strassbourg, Nurnberg, Munchen og Stutt- gart. Engum datt þar i hug að fara i einhverja kofagerð handa 50 fjölskyldum eöa svo, heldur var byggt og svæöin notuö til hinsýtrasta, tíl aö móta götullf og lifandi miöbæ, sem ekki deyr, þegar sjúkrasamlagiö, pósthúsiö og bankarnir loka. Nei, þessi tíllaga er einskis nýt. Þaö er ekki hægt aö reka fjölskyldupólitik á þessum staö, meö þeim hætti sem ráð er fyrir gjört. Maður sér t.d. i anda hvernigþaö muni vera aö halda uppi löggæslu i svona hverfi miöað viö óbreyttar aöstasður. Nei, viö eigum aö nýta þetta land mun betur og frumlegar, en þama er gjört. óttinn viö það nýja er þarna svo yfirþyrmandi, aö engu tali tekur. Þarna er unnt (t.d. I Glasgowportinu) að reisa bilastæöi, eöa grafa þau inn) og unnt væri aö reisa þar fjölbýlishús ásamt verslunar- húsum. Þaö má gjöra göngu- skörö inn Iþetta hverfi, með þvi aö tengja þaö gönguleiöum Austurstrætis og Hafnarstrætis. Viö eigum ekki aö búa þarna til einhvern gerviheim, heldur horfast I augu viö raunveruleik- ann og getu mannsins til þess aö byggja og nýta óbyggö svæöi. Þaö var skiljanlegt meöan handverkfæri voru einu jarð- vinnslutækin, að húsin hjúfruöu sig hvert aö ööru i brekkum og fylgdu landinu í einu og öllu. Ný tækni gjörir þaö mögulegt aö grafa sig inn i land, þannig aö ekki er nauösynlegt aö reisa há- hýsi ein til landnýtíngar. Það er þvi unnt aö byggja mikið i Grjótaþorpi, án þess aö skaöa þaö, en sú forsenda er þarna er gefin, nær engri átt. Aðalstræti ersjávargata Ingólfs Arnarson- ar. Viö sjáum enn möstur skip- anna, er fljóta fyrir landi, og svo veröur aö vera áfram. Aö byggja „tanngarö” i Aöalstræti, eöa á öörum stöðum þarna, nær auövitaö engri átt, en verslanir, veitingahús og samkomustaöi má grafa þarna inn og gömul hús mega standa áfram, en i nýju samhengi. Ég treysti ung- um arkitektum vel til þess aö teikna falleg ný hús, sem tengja gamalt viö nýtt, 'þannig að viö veröi unaö, og miðbærinn gamli fái aukið gildi sem slíkur, eftir bankati'ma. Leysa þarf umferðarmál og fleira, en fyrst og fremst þarf skipulag að markast af metn- aöi, áræði og kjarki, en ekki af dundi meö legokubba I þeirri trú aöunntséaö búa til fomminjar. Þessu skipulagi þarf ekki aö hafna, þaö hafnar sér sjálft. Aö lokum er þess aö geta, aö ég er fyllilega sammála stjórn Kjarvalsstaöa, eða þeim Guö- rúnu Helgadóttur, Daviö Odds- syni og Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, aö þessa tillögu varö aö sýna sér, eöa þá, öörum kosti aö aug- lýsa og opna Kjarvalsstaði öll- um, er hugmyndir hafa um þetta hverfi. Aö láta einstaka menn þrengja sér þarna inn meö sérsjónarmiö, heföi ekki haft neinn tilgang, en ég ætla aö koma I Asmundarsal, þegar þar aö kemur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.