Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 8
 Engar nýjar vísbend- ingar hafa komið fram um það hver myrti hermanninn Ashley Turner á varnarliðssvæðinu í ágúst 2005, og er líklegt að morðingja hennar verði aldrei refsað, að mati ofursta í bandaríska flug- hernum sem hefur yfir- umsjón með herréttar- höldum. Hin tvítuga Ashley Turner var myrt 14. ágúst 2005 í herstöðinni á Miðnesheiði. Hún fannst látin í líkamsræktarsal sem íbúar hússins hennar höfðu aðgang að, og hafði verið barin og stungin. Grunur féll strax á hermanninn Calvin Eugene Hill, sem bjó í sama íbúðarhúsnæði. Hann hafði stolið fé að andvirði um 175 þúsunda króna af reikningi Ashley Turner, og átti hún að bera vitni gegn honum nokkrum dögum síðar. Við rannsókn málsins fannst blóðdropi úr Ashley á skó hans og hann hafði ekki fjarvistarsönnun. Hill var ákærður fyrir morðið, en sýknaður við herréttarhöld nýverið. Hann játaði þó á sig ýmis smávægilegri brot, til dæmis þjófn- að. Hann var lækkaður í tign, dæmdur til erfiðisvinnu í þrjá mán- uði og til að greiða sekt. „Niðurstaðan kom ákæruvaldinu verulega á óvart,“ segir Scott Martin, ofursti í bandaríska flug- hernum, sem stýrir herréttarhöldum flughersins. „Hill var sá eini sem við höfðum grunaðan um morðið, og mér skilst að rannsakendur bandaríska flotans [sem fóru með rannsókn málsins] hafi engar vís- bendingar sem þeir ætli að fylgja eftir eins og staðan er í dag. Staðreyndin er sú að við hjá flug- hernum trúðum því að Hill væri morðinginn, en hann var sýknaður,“ segir Martin. Líklegt er að morðingja Ashley Turner verði aldrei refsað. „Ef ekki koma fram nýjar vísbendingar eða gögn sem benda til þess að einhver annar hafi framið morðið, er ólík- legt að málið leysist, og því líklegt að morðingjanum verði aldrei refs- að,“ segir Martin. „Flugherinn lét þann seka sleppa,“ segir Lawrence W. Turner, faðir Ashley. „Íslendingar ættu ekki að hleypa þessum manni aftur til landsins.“ Hann segir rannsakendur og sak- sóknara hafa fullvissað fjölskyldu Ashley um það allt fram að sýknu- dóminum að það væri formsatriði að fara í gegnum réttarhöldin, aug- ljóst væri að Hill væri sekur. Hann ætti dauðarefsingu yfir höfði sér, eða í það minnsta lífstíðardóm. Rannsóknin hafi ef til vill liðið fyrir þetta viðhorf. „Við könnuðum möguleikana á því að fara í einkamál, en við eigum ekki möguleika á því, þar sem ekki má rétta yfir manni tvisvar fyrir sömu sakir,“ segir Turner. Hann segir fjölskylduna skoða hvort hún geti krafið bandarísk stjórnvöld um skaðabætur. Turner gagnrýnir fyrrum yfir- völd á varnarsvæðinu harðlega fyrir að hafa látið dóttur sína og Hill búa í sama húsnæði, þrátt fyrir að til stæði að hún bæri vitni gegn honum, og að honum hafi verið skipað að halda sig fjarri Ashley. Flugherinn lét þann seka sleppa. Við hjá flughernum trúðum því að Hill væri morðinginn, en hann var sýknaður. Engum refsað fyrir morðið Bandarísk yfirvöld hyggjast ekki rannsaka morð á varnarsvæðinu frekar í kjölfar sýknudóms. Foreldr- ar fórnarlambsins eru viss um að morðingi hennar hafi verið sýknaður en geta ekki höfðað einkamál. Hvað heitir fyrrverandi KGB- maðurinn sem er grunaður um að hafa drepið Alexander Litvinenko í London í fyrra? Hvað heitir samgönguráð- herra? Hvað heita fræin sem fallið hafa líkt og snjór til jarðar í sumarveðrinu í Reykjavík síðustu daga? Gríptu augnablikið og lifðu núna Komdu við í næstu Vodafone verslun og nældu þér í gæðabolta. Almennt verð 1.990 kr. Þú færð bestu kjörin með því að vera með allt hjá okkur í Og1. Meistaradeildarboltar á aðeins 990 kr. fyrir Og1 viðskiptavini. Hittu í mark Alþjóðakjarnorku- málastofnunin í Vín segir að írönsk stjórnvöld hafi nú veitt kjarnorkueftirlitsmönnum á vegum Sameinuðu þjóðanna leyfi til þess að heimsækja í lok mán- aðarins kjarnorkuver til að ganga úr skugga um að kjarnorkuvinnsl- an þar sé ekki liður í smíði kjarn- orkuvopna. Samkomulag um þetta tókst á fundi íranskra embættismanna með fulltrúum Kjarnorkumála- stofnunarinnar nú í vikunni. Árum saman hefur stofnunin ekki átt nein ráð til að ganga úr skugga um hvort Íranar segi satt þegar þeir halda því fram að þeir hafi engin áform um smíði kjarn- orkuvopna. Kjarnorkuvinnslan sé eingöngu hugsuð í friðsamlegum tilgangi. Íranar hafa jafnan neit- að stofnuninni um aðgang að kjarnorkumannvirkjum sínum. Standi Íranar við þetta sam- komulag gætu Bandaríkjamenn átt erfiðara með að fá öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að sam- þykkja frekari refsiaðgerðir gegn Íran, jafnvel þótt Íranar neiti áfram að verða við kröfum um að hætta við eða fresta öllum kjarn- orkuáformum. Á fundi sínum nú í vikunni kom- ust Íranar og fulltrúar kjarnorku- eftirlitsins einnig að samkomu- lagi um það með hvaða hætti frekari ágreiningur milli þeirra skyldi leystur. Leyfa aðgang að kjarnakljúfi Neyðarstjórnin í Palestínu sagði af sér í gær og við tekur bráðabirgðastjórn sem situr í óákveðinn tíma. Forsætis- ráðherra verður áfram Salam Fayyad og ráðherraskipan stjórnarinnar verður að mestu óbreytt, þótt nokkrir nýir ráðherrar bætist í stjórnina. Neyðarstjórn- in, sem setið hefur í um það bil mánuð, tók við af ríkisstjórn Hamas og Fatah eftir að Hamas tók í sínar hendur öll völd á Gazasvæðinu. Í kjölfar þess lýsti Mahmoud Abbas forseti yfir neyðarástandi og hefur síðan stjórnað með tilskipunum. Neyðarástandinu var aflétt í gær og tók þá nýja bráðabirgða- stjórnin við völdum. Ráðherraskipan breytist lítið Franskur lögregluþjónn tók í gær upp byssu sína á lögreglustöð í úthverfi Parísar, skaut yfirmann sinn, tvö börn sín og síðan sjálfan sig. Harmleikurinn átti sér stað um hádegisbilið í gær á lögreglustöð í Malakoff, úthverfi Parísar. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en hann er sagður hafa notað sitt eigið skotvopn. Börnin tvö voru um það bil tíu ára gömul. Nafni lögreglumanns- ins er haldið leyndu. Skaut börnin sín, yfirmann og sjálfan sig Gott samræmi er milli verðmælinga ASÍ og Hagstofu Íslands, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá ASÍ. Segir sambandið ekkert hæft í fullyrð- ingum Samtaka verslunar og þjónustu sem hafa sagt verðmæl- ingar ASÍ óviðunandi og niður- stöður þeirra allt aðrar en niðurstöður Hagstofu Íslands. Segir í fréttatilkynningu ASÍ að samtökin harmi að Samtök verslunar og þjónustu velji þá leið að svara gagnrýni á verðþró- un með dylgjum og órökstuddum brigslyrðum í stað þess að svara efnislega. Vísa fullyrðing- um SVÞ á bug Lögregla handtók í fyrrakvöld mann sem var grunaður um ölvun við akstur. Reynt var að stöðva hann fyrir of hraðan akstur á Gullinbrú, þar sem hann mældist á 136 kíló- metra hraða. Maðurinn lét ekki segjast og veitti lögreglan honum því eftirför. Í eftirförinni mældist hraði hans enn meiri og gerðist hann einnig sekur um vítaverðan akstur í mikilli umferð. Var maðurinn loks stöðvaður á Miklubraut og sviptur öku- réttindum. Honum var sleppt síðar um kvöldið. Keyrði ölvaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.