Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 1
Mánudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 36% 77% 2% Hringdu í tré er ekki ævintýrabók fyrir börn, heldur átak á vegum Reykjavíkurborgar til styrktar skógrækt. „Hugmyndin vaknaði þegar Reykjavíkurborg fór meðvitað að stíga grænni skref til að sporna við gróðurhúsaloftegundum á höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisvernd er orðin mun stærri þáttur í starfi borgarinnar og Hringdu í tré er eitt slíkt skref “ s i Álfheiður Eymarsdóttir þjóborg reikning hringjandans. Fjármagnið rennur síðan óskert til Skógræktarfélags Reykjavíkur sem gróð- ursetur tré fyrir ágóðann.„Fjarskiptasamningur Vodafone við Reykjavíkur- borg sem undirritaður var í vor varð til þess að Vodafone gaf borginni þetta númer,“ segir Álfheiður. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone h i tréð og gróðurs t Verið velkomin Rýmingarsala10 til 50% afsláttur af öllumvörum í búðinni, nýjum og eldri Ótrúlegt úrval af fallegum gjafavörum Útsalan hefst í dag Heilsaðu iPhone. Hann er loksins kominn. iPhone síminn frá Apple er til sýnis í verslun Farsímalagersins Laugavegi 178. Síminn er ekki kominn í sölu strax en áhugasamir geta skráð sig á biðlista á farsimalagerinn.isFyrstir koma – fyrstir sjá! póstlist Heilsaðu iPhone „Það sá ekkert á manninum þegar ég tók hann upp í en svo fór blóðið að fossa úr honum í stríðum straumum,“ sagði Eiríkur Eiðsson sendibíl- stjóri í samtali við Fréttablaðið. Eiríkur kom að vettvangi í gær þar sem 35 ára karlmaður hafði verið skotinn í brjóstið með riffli á Sæbraut í Reykjavík. Hann ók með hann að Laugardalslauginni þar sem hringt var á sjúkrabíl. „Þegar ég leit upp og sá árásar- manninn hlaða riffilinn fyrir framan bílinn áttaði ég mig á því hvað hafði gerst. Hann ætlaði greinilega að ganga frá okkur. Ég gaf í skíthræddur, og var alveg sama þótt ég hefði keyrt yfir hann í leiðinni.“ Sá sem varð fyrir árásinni var úrskurðaður látinn á bráðadeild Landspítalans laust fyrir klukkan 13.00. Árásarmaðurinn, sem var 38 ára karlmaður, ók til Þingvalla eftir ódæðið og svipti sig lífi með skotvopni. Ástæða árásarinnar var að hinn myrti hafði nýverið tekið upp samband við fyrrverandi eigin- konu árásarmannsins. Að sögn lögreglu telst málið upplýst. Lögreglu barst tilkynning klukkan 11.42 um að maður hefði orðið fyrir árás á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrar- brautar og lægi særður við sundlaugarnar í Laugardal. Lög- regla fékk strax upplýsingar um að um skotárás væri að ræða og að hinn særði væri með skotsár vinstra megin í brjóstholi. Hinn særði hafði flúið undan árásarmanni sínum með því að fara inn í sendibifreið sem átti leið hjá. Eiríkur, ökumaður henn- ar, ók með hinn særða á brott og tilkynnti lögreglu um atburðinn þar sem hann hafði stöðvað bíl sinn við sundlaugarnar. Aðstæður á vettvangi árás- arinnar benda til þess að hinn myrti hafi verið að skipta um hjólbarða á bifreið sinni þegar árásarmanninn bar að. Árásar- maðurinn skaut einu skoti úr 22 kalibera riffli í brjósthol manns- ins og hleypti ekki af fleiri skot- um. Strax eftir að kennsl höfðu verið borin á hinn myrta beindist grunur að ákveðnum manni og var hafin leit að honum. Leitin hafði ekki borið árangur þegar tilkynnt var um látinn mann í bif- reið í Hrafnagjá á Þingvöllum um klukkan 13.00. Reyndist það vera árásarmaðurinn, sem hafði svipt sig lífi með morðvopninu. Hann skildi eftir bréf, stílað til lög- reglu, sem staðfesti tengsl á milli málanna tveggja. Á blaðamannafundi lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær kom fram í máli Harðar Jóhannessonar aðstoðarlögreglu- stjóra að engar upplýsingar lægju fyrir um fyrri samskipti mann- anna. Hvorugur þeirra hafði komið við sögu lögreglu áður. Engin ástæða er talin til að ætla að mennirnir hafi neytt áfengis eða fíkniefna. Hörður sagði að mörgum spurn- ingum væri ósvarað um málsat- vik og þeim yrði jafnvel aldrei svarað. Lögregla hafnar með öllu að tjá sig um persónulega hagi mannanna eða fjölskyldna þeirra, enda þjóni það engum tilgangi við rannsóknina. Horfði á morðingjann hlaða riffilinn aftur og forðaði sér Karlmaður lést eftir skotárás á Sæbraut í gær. Eiríkur Eiðsson sendibílstjóri tók fórnarlambið upp í bíl sinn og flúði af vettvangi þegar hann sá árásarmanninn hlaða riffilinn aftur. Ástæða ódæðisins var að sá myrti hafði nýverið tekið upp samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins. Hann svipti sig lífi á Þingvöllum. Talað við trén í símann Semur metsöludjass Situr fyrir í Elle og Marie Claire Það sá ekkert á mannin- um þegar ég tók hann upp í en svo fór blóðið að fossa úr honum í stríðum straumum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.