Fréttablaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN eruleg umskipti hafa orðið á starf- semi Milestone á árinu. Félagið, sem er í eigu bræðranna Karls og Stein- gríms Wernerssona, hefur farið úr því að vera eitt umsvifamesta fjár- festingarfélagið á innlendum hlutabréfamark- aði í byrjun ársins í það að vera norrænt fjár- málaþjónustufyrirtæki með skýra stefnu eftir yfirtöku á sænska fjármálafyrirtækinu Invik & Co. AB á dögunum. „Það er undirliggjandi rekstur sem mun skapa tekjur og verðmæti í framtíðinni frek- ar en einstakar fjárfestingar. Á þessu er gríð- arlegur munur,“ segir Karl um breytinguna á félaginu. Eftir stendur félag sem er með um níutíu prósent heildareigna sinna innan fjármálatengdrar starfsemi, dreift eignasafn þar sem yfir sextíu prósent heild- areigna liggja erlendis og fjöl- breytta starfsemi sem byggist að langmestu á tryggingarekstri, eignastýringu og bankastarfsemi í gegnum Sjóvá, Invik og Askar Capital. „Í stað þess að reiða sig á eignar- hluti sem lúta duttlungum mark- aðarins þá liggur verðmætasköp- un Milestone í rekstrartengdum einingum. Við eigum að geta skil- að mjög ásættanlegri arðsemi út frá þeim strúktúr sem byggður hefur verið upp og markmiðið er að hagnast árlega um 20-30 millj- arða króna fyrir skatta miðað við að helstu forsendur haldi.“ MARGFÖLDUN HAGNAÐAR Til þess að átta sig á þeirri breyt- ingu sem hefur orðið á félaginu á árinu er ágætt að rifja upp fyrri hluta ársins. Milestone hagnaðist um 27,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem var fjórtánföldun hagnaðar á milli ára. Til samanburðar er þetta meiri hagnaður en Glitnir, Lands- bankinn og Straumur-Burðarás skiluðu. Arðsemi eigin fjár var um 160 prósent ársgrundvelli, en stjórnendur félagsins álíta þó að varla megi búast aftur við slíkum arðsemistölum. En hvernig fara menn að því að skila 100-200 prósenta arðsemi ár eftir ár? Karl bendir á að þótt eiginfjárhlutfall samstæðunnar sé 19,2 prósent, verði að líta á styrk efnahagsreikningsins í heild. „Reikn- ingurinn byggi á trygginga- og fjármálafyrir- tækjum sem tekst að nýta eigið fé á móti eign- um með hagstæðari hætti en til að mynda í fjárfestingarfélögum. Skuldir félagsins eru að stórum hluta gagnvart viðskiptavinum í gegn- um vátryggingaskuld dótturfélaga en aðeins þriðjungur reiknast sem vaxtaberandi lang- tímaskuldir í bókum félagsins. Góður árangur í fjárfestingum á eigin fé og sjóðum samstæð- unnar hefur skilað sér í margfalt sterkara bak- landi þegar kemur að þjónustu gagnvart við- skiptavinum. Þetta ásamt mörgu öðru hefur orðið til þess að við höfum náð gríðarlegum ár- angri með okkar eigið fé.“ Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, segir að árangur á fyrri hluta ársins skýrist ekki einvörðungu af hlutabréfastöðum meðal annars í Glitni. Rekstur annarra eininga hafi einnig gengið afbragðsvel, til dæmis skilaði Sjóvá góðum hagnaði. „Í þessu sambandi er rétt að benda á talsverðan innleystan hagn- að á tímabilinu meðal annars með sölu á þrettán prósenta hlut í Glitni, sem losaði um 54 milljarða og sölu á ellefu prósenta hlut í bresku verslanakeðjunni Iceland fyrir tæp- lega 6 milljarða.“ Karl bendir á að góð ávöxtun af lykileignum á undanförnum árum hafi lagt grunn að öfl- ugri fjárhagsstöðu Milestone og nýjum land- vinningum. Milestone hafði verið um þriggja ára skeið einn af leiðandi hluthöfum í Glitni og lagt sitt af mörkum varðandi stefnubreytingu og vöxt bankans erlendis í gegnum stjórnar- setu í bankanum. Félagið á enn ásamt tengd- um aðilum um sjö prósenta hlut í Glitni. Þá átti Milestone, sem einn af stærstu hluthöf- unum, sinn þátt í ævintýralegum vexti Acta- vis sem nýverið var yfirtekið af Novator. „Það var ákveðið skref að fara út úr Actavis. Við vorum búnir að fylgja eftir öllum meiriháttar breytingum sem þar hafa orðið á tæpum ára- tug,“ segir Karl. INVIK SMELLPASSAR Milestone ætlar að afskrá Invik úr sænsku kauphöllinni á komandi dögum og lýkur þá formlega yfirtökuferli sem hafði staðið frá því í lok apríl. Karl segir að í gegnum aðkomu sína að Glitni og Askar Capital hafi forsvars- menn Milestone verið farnir að líta til Norður- landa eftir tækifærum sem gætu gert félaginu kleyft að bjóða upp á fjölbreyttari fjármála- þjónustu. Þegar tækifæri bauðst tók félagið síðan þátt í lokuðu söluferli á Invik. „Þegar við förum út úr Glitni má þá segja að við höldum sömu stefnu. Það mætti halda að þetta hefði verið stór breyting hjá okkur en þetta var einfaldlega eðlilegt framhald af því sem við vorum að gera í Glitni,“ segir hann og bætir við: „Sú staða sem kom upp í Glitni hjálpaði okkur við straumlínulaga okkar starfsemi, ein- falda hana og einbeita okkur frekar að því að byggja upp okkar fyrirtæki jafnframt því að losa um meiriháttar stöðu í skráðu fjármála- fyrirtæki.“ Karl er hæstánægður með kaupin og telur að mikil samsvörun sé með Invik og Miles- tone: „Invik fellur mjög vel að okkar stefnu- mótun. Starfsemi þess byggist að mörgu leyti á sama viðskiptamódeli og við störfum eftir, það er að flétta saman tryggingar, eignastýr- ingu og bankastarfsemi upp að vissu marki. Bæði félögin reka líf- og skaðatryggingastarf- semi og hluta af fjárfestingabankastarfsemi.“ Guðmundur segir að Invik verði rekið áfram óbreytt innan samstæðunnar en þó verði nýtt- ir þeir augljósu samlegðarmöguleikar sem eru fyrir hendi í ýmiss konar eignastýringu, sjóðastýringu og fjárfestingarbankastarfsemi. Þegar kemur að tryggingastarfseminni býst hann við að hún verði rekin áfram undir sjálf- stæðum vörumerkjum Sjóvár, Moderna líf- trygginga og Moderna skaðatrygginga. „Það eru klárlega tækifæri í vöruþróun á milli þessara systurfélaga þannig að það sem hefur gefið góða raun hér heima verður reynt úti og öfugt. Gagnvart viðskiptavinum tryggingafé- laganna, til að mynda Sjóvár, er ljóst að fram- boð á vörum og þjónustu mun taka mið af því sem gengur og gerist á Norðurlöndum.“ HRAÐUR VÖXTUR Undir merkjum Invik eru Modern skaðatrygg- ingar, sem einbeita sér að smærri fyrirtækj- um og einstaklingum, og Modern lífrygg- ingar. Þá rekur fyrirtækið bankastarfsemi í Lúxemborg með sérhæfingu á eignastýringu, greiðslukortaþjónustu sem og sjóðastýringar- fyrirtækið Invik Funds. Invik hefur vaxið gríðarlega hratt á undan- förnum árum og tæplega fjórfaldaðist rekstr- arhagnaður félagsins á milli áranna 2004 og 2006. Vöxturinn hefur einkum komið fram á sviði líftrygginga og sjóðastarfsemi. Þannig var mesta innflæði í alla sjóði í Svíþjóð inn í Invik Funds á fyrri hluta ársins en félag- ið rekur einn stærsta vogunarsjóð Svíþjóð- ar. „Viðskiptamódel Invik hefur reynst far- sælt í Svíþjóð og sjáum við fyrir okkur að það verði einfaldlega tekið til annarra landa sem eru þá augljóslega Noregur og jafnvel Finn- land og Danmörk,“ segir Karl. „Nú er verk- efnið að samþætta starfsemina í samstæðunni, undirbúa frekari vöxt og blása til áframhald- andi sóknar.“ TRYGGINGAREKSTUR VERÐUR AÐ STANDA UNDIR SÉR Tvær af stærstu eignum í samstæðu Miles- tone, Sjóvá og Askar Capital, eru skráðar á upphaflegu verði en hagnaður á Sjóvá á síð- ustu tveimur árum hefur nánast skilað kaup- verðinu til baka. Þetta gamalgróna trygging- arfélag skilaði góðum tölum á fyrri árshelm- ingi eða 6,3 milljörðum króna sem var svipuð niðurstaða og í fyrra. Sem fyrr er það fjárfest- ingarstarfsemi, en ekki vátryggingastarfsemi, sem ber uppi afkomu Sjóvár. „Við erum ófeim- in að tala um það að það verði að vera heil- brigður rekstur á bak við tryggingingafélögin. Þó svo að vel hafi gengið í fjárfestingarstarf- seminni með fjárfestingum í traustum eignum og áhættudreifingu þá er það ekki grunnrekst- ur tryggingafélaga,“ segir Karl. Hann tekur það þó fram að markvisst og gott starf stjórn- enda og starfsfólks félagsins á síðustu árum hafi skilað bættum árangri í tryggingarekstr- inum. Tekist hefur að lækka rekstrarkostnað félagsins sem og tjónakostnað, en tjónahlutfall í bílatryggingum er enn of hátt sem skilar sér í því að félagið er að tapa á tryggingarekstri. Guðmundur bendir á að samsett hlutfall tjóna- og rekstrarkostnaðar í Sjóvár-samstæð- unni var 105,9 prósent á fyrri árshelmingi þessa árs en 128 prósent þegar Milestone tók við félaginu árið 2005. Þetta hlutfall er þó enn of hátt; til samanburðar nam hlutfallið 89 pró- sentum hjá Invik í fyrra sem er það sem gengur 15. ÁGÚST 2007 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T Exista Glitnir Kaupþing Landsbankinn Milestone Straumur-Burðarás 250% 200% 150% 100% 50% 0% 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Exista Glitnir Kaupþing Landsbankinn Milestone Straumur-Burðarás A R Ð S E M I E I G I N F J Á R H A G N A Ð U R S T Æ R S T U F J Á R M Á L A F Y R I R T Æ K J A N N A 2005 2006 2007 (hálfsársuppgjör) 2005 2006 2007 (á ársgrundvelli) Milljarðar króna Milestone horfir til næstu áfanga Milestone hefur farið úr því að vera fjárfestingarfélag í það að vera eitt stærsta óskráða fjármálafyrir- tæki Norðurlanda. Eignir félagsins hafa tvöfaldast á árinu og meirihluti þeirra liggur nú erlendis. Eggert Þór Aðalsteinsson fór yfir breytingarnar með þeim Karli Wernerssyni, stjórnarformanni Milestone, og Guðmundi Ólasyni forstjóra og ræddi við þá um uppbyggingu félagsins og framtíðaráform. N O K K R I R Á F A N G A R Í S Ö G U M I L E S T O N E 1999 Werner Rasmusson selur apótekið sitt til Lyfja og heilsu og Karl Wernersson tekur við stjórnarformennsku í félaginu. Hefst mikill vöxtur lyfjaverslanakeðjunnar. Milestone átti 18 prósent í Lyfjum og heilsu auk hlutabréfa í lyfjafyrirtækinu Delta. 2002 Delta og Pharmaco sameinast í félag sem síðar verður Actavis. 2003 Milestone eignast nær allt hlutafé í Lyfjum og heilsu. 2004 Félagið byrjar að kaupa hlutabréf í Íslandsbanka (Glitni). Hagnaður félagsins var 975 milljónir. 2005 Milestone kaupir 66,6 prósent hlutafjár í Sjóvá af Íslandsbanka fyrir 17,5 milljarða. Hagnaður félagsins var 14,7 milljarðar á árinu. 2006 Milestone verður snemma árs stærsti hlut- hafinn í Glitni þegar það eignast ríflega fimmtungshlut. Félagið kaupir eftirstöðvar hlutafjár í Sjóvá fyrir 9,5 milljarða. Milestone stofnar Askar Capital og verður þar ráðandi hluthafi. Hagnaður félagsins var 21,4 milljarð- ar í árslok. 2007 Félagið selur 13 prósenta hlut í Glitni fyrir 54 milljarða króna og lýkur við 70 milljarða króna yfirtöku á Invik. Milestone selur öll hlutabréf sín í Actavis til Novators. Hagnaður á fyrri hluta ársins 27,2 milljarðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.