Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 1
Mikill fjöldi sumarhúsa og lóða undir sumarhús er nú til sölu hjá fasteignasölum. Framboð af eldri húsum virðist stöðugt, en meira af nýjum sumarbústöðum er í sölu nú en áður að mati fast- eignasala sem vel þekkir til. Tæp- lega 600 sumarbústaðir víða um land eru nú skráðir til sölu á fast- eignavef mbl.is. Miðað við eftirspurnina eins og hún er í dag er svo mikið til af skipulögðu svæði á Íslandi að „við eigum nóg til næstu þriggja alda, það vantar bara fólk,“ segir Sveinn Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Landssambands sumarhúsa- eigenda. Hann segir að ákveðins tryll- ings hafi gætt þegar athafnamenn hafi keypt upp jarðir og skipulagt sumarhúsabyggð, en sér virðist sá bransi erfiðari en einhverjir hafi talið í upphafi. „Það eru fjölmarg- ir byggingaraðilar sem hafa verið að kaupa lóðir, jafnvel í tugum talið. Þeir kaupa í þeim eina til- gangi að flytja inn einingahús [...] sem eru ódýr í framleiðslu og ætla sér að græða stórkostlega á þessu öllu saman,“ segir Sveinn. Mikið framboð á lóðum ætti að sögn Sveins að þýða lækkandi lóðaverð fyrir sumarhús, þó lækk- un virðist láta bíða eftir sér. Til séu dæmi um svæði þar sem reynt sé að halda uppsprengdu verði á lóðum, en það sé í sérstökum til- vikum á borð við sumarhúsabyggð í Dagverðarnesi í Borgarfirði, þar sem nýir eigendur hyggist græða því að leigusamningar séu að renna út, og setji allt að 40 millj- óna verðmiða á hektarann. Framboð af sumarhúsum og lóðum undir sumarhús hefur verið mikið undanfarið, segir Magnús Leópoldsson fasteignasali. Hann segir það tengjast því að fjárfest- ar kaupi land, skipuleggi lóðir og ætli svo að flytja inn einingahús, til dæmis frá Lettlandi. Magnús segist ekki hafa rann- sakað málið sérstaklega, en segir að það líti út fyrir að stór hluti af þessu landi eigi eftir að enda sem sumarbústaðalóðir, og að flutt verði inn hús á þær gangi sala eftir. Þetta kunni að skýra að fram- boð af nýjum sumarhúsum virðist ívið meira nú en það hafi verið, en framboð af eldri húsum hafi verið nokkuð stöðugt. Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... Minna tap | Flaga Group tapaði fyrir sem nemur ellefu milljónum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tapið er um þrisvar sinnum minna en á sama tíma í fyrra. Verðbólgukúfur fram undan | Bankarnir spá aukinni verðbólgu fram yfir áramót. Landsbankinn spáir hröðum bata þegar kemur fram á næsta ár, en Kaupþing og Glitnir telja hjöðnunina verða hægari. Bakkavör kaupir | Bakkavör hefur fest kaup á breska matvæla- fyrirtækinu Exotic Farm Produce. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Lincoln-skíri á Bretlandi og hjá því starfa 370 manns. Finnur floginn | Finnur Ingólfs- son, stjórnarformaður Icelandair, hefur selt alla eigin hluti í félag- inu. Karl Wernersson og Einar Sveinsson taka kjölfestu í félaginu í gegnum félagið Mátt. Mikill viðsnúningur | Orku- veita Reykjavíkur hagnaðist um 8,2 milljarða króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins sam- anborið við 4,8 milljarða króna tap á sama tímabil í fyrra. Góð skýrsla | Í nýrri skýrslu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland eru horfur íslenska hagkerfisins sagðar mjög góðar. Það búi meðal annars yfir opnum og sveigjanleg- um mörkuðum og traustu stofn- anakerfi og stjórnsýslu. Byr hagnast | Hagnaður Byrs sparisjóðs nam rúmum 4,3 millj- örðum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins samanborið við 698,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 521,7 prósenta aukning á milli ára. Metafkoma SPRON | SPRON var rekinn með 10,1 milljarðs króna hagnaði á fyrri hluta ársins, sem er tæplega fjórfalt meiri hagnað- ur en á sama tíma í fyrra. Þetta var metafkoma. Íslensk verðbréf hf. Allur hagnaður til hluthafa 12 Fasteignafélagið Stoðir Orðið stærst á Norðurlöndunum 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... F R É T T I R V I K U N N A R Erlend sérfræðiþekking Lykillinn að samkeppnis- hæfni Íslands 8-9 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Fimm stærstu sparisjóðir landsins, sem mynda stærstan hluta sparisjóðakerfisins, voru reknir með 22,3 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins, sem er ríflega fjórfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Samanlögð afkoma sparisjóðanna er nú þegar orðin meiri en allt árið 2006, þegar þeir högnuðust um 18,3 milljarða króna. Aðeins Spari- sjóðurinn í Keflavík er undir hagnaði alls síðasta árs. Hreinar rekstrartekjur sjóðanna námu alls 31 milljarði króna, sem var um þreföldun á milli ára, en til samanburðar voru þær um 32 milljarðar króna árið 2006. Þegar grannt er skoðað er afkoma þessara spari- sjóða borin uppi af fjárfestingum en ekki af ávinn- ingi af bankaþjónustu við einstaklinga og smærri fyrirtæki, þar sem styrkur sparisjóðanna hefur legið í gegnum tíðina. Sparisjóðirnir taka hagnað sinn fyrst og fremst í gegnum gengishækkanir hlutabréfa og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga í fjármálatengdri starfsemi. Þrír þessara sparisjóða, SPRON, Sparisjóður Mýrasýslu og SpKef, hafa verið meðal stærstu hluthafa í Existu, sem hækkaði um meira en helming á fyrri hluta ársins. Þá var af- koma hlutdeildarfélaga á borð við Icebank góð og sumir sparisjóðanna tóku drjúgar tekjur í gegnum eignarhluti í fjárfestingarbönkunum VBS, MP og Frjálsa og gengishækkanir í öðrum sparisjóðum. Aðrar rekstrartekjur en vaxta- og þóknanatekjur voru um 87 prósent af hreinum rekstrartekjum en um 74 prósent allt árið 2006. Grunnrekstur stóru sparisjóðanna virðist ekki standa undir rekstri þeirra. Þrettán prósent rekstrartekna voru hreinar vaxta- og þóknanatekjur og drógust hreinar vaxtatekjur alls saman um fimmtung á milli ára. Hreinar vaxtatekjur SPRON, SpKef og Sparisjóðs Kópavogs drógust þannig saman á milli ára. Hafa ber þó í huga að eignarhlutir í öðrum fjármálafyrirtækjum bera annars konar tekjur en vaxtatekjur. Ef losað væri um þessa hluti væri auðvitað hægt að skapa miklar vaxtatekjur. Ekki er loku fyrir það skotið að gengishagnaður haldi áfram að marka afkomu sparisjóða. Fyrirhuguð skráning Icebank í Kauphöll á næsta ári mun án nokkurs vafa leysa úr læðingi mikinn hagnað fyrir alla sparisjóði landsins. Reknir á gengishagn- aði sem aldrei fyrr Fjórir af fimm stærstu sparisjóðum landsins högnuðust meira á fyrri hluta ársins en allt árið 2006. Aðeins þrettán prósent rekstrartekna komu frá grunnstarfsemi. A F K O M A F I M M S TÆ R S T U S PA R I S J Ó Ð A N N A Hagn. 2007 Hagn. 2006 Hlutfall SPRON 10.129 2.627 11% SpKef 4.637 1.057 8% Byr 4.342 699 22% SPM 2.410 921 15% SPK 811 96 12% Alls 22.329 5.400 *Hlutfall grunntekna af hreinum rekstrartekjum Viðhorf Dana til íslenskra fjár- festa skána hægt og rólega að sögn Skarphéðins Berg Steinars- sonar, forstjóra Stoða. Skarphéð- inn telur þá ákvörðun þrjú hundr- uð danskra fjárfesta að taka bréf í Stoðum í skiptum fyrir hluti sína í Keops vera til marks um þessa viðhorfsbreytingu. „Fyrir skömmu hefði þótt óhugsandi að danskir fjárfestar ættu bréf í ís- lensku félagi sem enn er óskráð,“ sagði Skarphéðinn. Karsten Poulsen, framkvæmda- stjóri Keops, segist oft á tíðum hafa orðið forviða á neikvæðri umfjöllun um íslenska fjárfesta í Danmörku, enda hafi hann ekk- ert nema gott um Íslendingana að segja. „Ég held að ástæðan sé einfaldlega sú að Íslendingarnir eru snöggir að taka ákvarðanir, og fljótir að láta kné fylgja kviði. Nokkuð sem kannski tíðkast ekki hér í Danmörku.“ - jsk / sjá bls. 6 Þátttaka Dana merki um við- horfsbreytingu Ísland og Lettland eru þau lönd Evrópu sem verða verst úti vegna herts aðgengis að lánsfé á alþjóða- mörkuðum, í kjölfar bandarísku húsnæðislánakrísunnar. Þetta kom fram í skýrslu matsfyrirtækisins Standard and Poor´s. Fram kemur að ofþensla hafi verið í íslenska hagkerfinu undan- farin misseri; húsnæðismarkaður- inn hafi verið í hæstu hæðum og eftirspurn eftir lánsfé gríðarleg. Þá hafi íslensku bankarnir stundað skuldsettar yfirtökur í miklum mæli. Leiddar eru líkur að því að Seðlabankinn kunni að verða knúinn til að hækka stýri- vexti enn frekar, en þeir standa nú í 13,3 prósentum. Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir íslenskt efna- hagslíf vel í stakk búið til að takast á við óróleikaskeið eftir að hafa fengið ákveðna eldskírn í kjöl- far neikvæðrar umræðu í mars á síðasta ári. Mörg þeirra vanda- mála sem menn töldu tengjast íslensku efnahagslífi þá hafi verið leyst. „Bankarnir hafa varið sig gegn sveiflum á gengi krónunn- ar og ríkið stendur betur. Síðan verður að hafa í huga að banka- stofnanir hér eru lítið sem ekk- ert tengdar þeim óróa sem verið hefur á bandaríska húsnæðis- lánamarkaðnum. Í heildina litið stöndum við betur nú en áður en síðasta óróleikaskeið reið yfir.“- jsk Þrengir að Íslandi og Lettlandi S&P fjallar um hert aðgengi að lánsfé á alþjóðamörkuðum. Sérfræðingur Landsbankans telur íslenskt efnahagslíf vel í stakk búið til að takast á við óróleikaskeið. www.trackwell .com Flotaeftirlit – tækjanotkun og aksturslagsgreining FORÐASTÝRING G O T T F Ó LK Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar- sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjár- festingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar- heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is. CAD 4,2%* DKK 4,4%*Örugg ávöxtun í fleirri mynt sem flér hentar EUR 4,7%* GBP 6,5%*ISK14,4%* Markmið Peningabréfa er að ná hærri ávöxtun en millibankamarkaður og gjaldeyrisreikningar. Enginn munur er á kaup- og sölugengi. Peningabréf Landsbankans USD 5,4%* * Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. ágúst - 31. ágúst 2007. Ratan Hallgrímsson er tíu ára íslenskur strákur sem býr í Svíþjóð. Hann leikur eitt aðalhlut- verkanna í nýjum sænskum sjónvarpsþætti fyrir börn sem heitir Barda. Barda-þættirnir eru tólf allsnýir p ó und manns að sækja um og ég var einn af þeim sem fengu að vera með.“Ratan segir að það hafi verið mjög sérstakt að taka þátt í gerð sjónvarpsþáttar. „Við voru þ daga og þetta va Vika á Spáni13.200 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Huyndai Getz eða sambærilegur Bókaðu bílinn heima- og fáðu 500 Vildarpunkta frá ÍS L E N S K A / S IA .I S / H E R 3 69 19 0 9/ 07 G O T T F Ó LK Lausar lóðir á suðvesturhorninu Leikur í sænskum sjón- varpsþætti fyrir börn verk að vinnaMIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 Lausar byggingalóðirAlmenningi stendur til boða þónokkrar lóðir á suðvesturhorninu BLS. 4 Stór landsvæði skipu- lögð fyrir sumarhús Þær sumarhúsabyggðir sem þegar eru skipulagðar myndu duga landsmönnum næstu þrjár aldir. Óvenju mikið er af nýjum sumarhúsum segir fasteignasali. Talsvert er um að landeigendur skipuleggi byggð og flytji inn hús á lóðirnar. Afkoma fimm stærstu sparisjóða landsins er borin uppi af fjárfestingum, ekki ávinningi af bankaþjónustu. Sparisjóðirnir SPRON, BYR, Sparisjóðurinn í Keflavík, Sparisjóður Kópavogs og Spari- sjóður Mýrarsýslu mynda stærstan hluta sparisjóðakerfis- ins. Þeir voru reknir með 22,3 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi ársins, ríflega fjórfalt meiri hagnaði en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn stafar hins vegar fyrst og fremst af gengis- hækkunum hlutabréfa og afkomu hlutdeildarfélaga í fjármála- tengdri starfsemi. Hagnast á fjár- festingum Allt tiltækt slökkvilið var sent frá Akureyri í Vaðlaheið- ina í gærkvöld, þar sem sumarbú- staður stóð í ljósum logum. Tilkynning um eldinn barst skömmu eftir klukkan sjö og innan við klukkustund síðar var búið að ná tökum á eldinum. Þó logaði nokkra stund enn í þakinu. Að sögn varðstjóra slökkviliðs- ins á Akureyri er allt meira og minna brunnið innanstokks, þótt bústaðurinn standi enn. Eldsupp- tök eru ókunn og ekki liggur fyrir hvenær einhver var síðast í húsinu. Meira og minna allt brunnið inni Unglingspiltarnir tveir sem struku af meðferðarheim- ilinu Bergi í Aðaldal seint á sunnudagskvöld komu í leitirnar um áttaleytið í gærkvöldi. Drengirnir, sem eru fimmtán ára gamlir, fundust heilir á húfi, en þreyttir, í heimahúsi í Efra-Breiðholti. Þeir gistu á meðferðarheimilinu Stuðlum í nótt. Barnaverndaryfirvöld voru kvödd til og verður framhaldið ákveðið í samráði við þau. Bíllinn sem drengirnir eru grunaðir um að hafa stolið og ekið til Reykjavíkur var í gærkvöldi ófundinn, en málið er í rannsókn að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fundust heilir á húfi í Breiðholti Það eru fjölmargir byggingaraðilar sem hafa verið að kaupa lóðir, jafnvel í tugum talið. Skrifar bók um föður sinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.