Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						Óttast er að bankar og fjármála­
fyrirtæki í Evrópu verði fyrir 
skelli á næstu tíu dögum en þá 
falla allt að 70 milljarða punda 
skuldabréf á gjalddaga, jafnvirði 
níu þúsund milljarða króna. Svo 
gæti farið að bankarnir þyrftu 
í versta falli að reiða fram háar 
fjárhæðir takist þeim ekki að 
endurfjármagna eldri lán. 
Greinendur segja það vel 
geta hent að bankar og fjármála­
fyrirtæki sjái sér nauðugan kost­
inn að punga út upphæðinni allri 
eða hluta hennar þar sem fagfjár­
festar á borð við lífeyrissjóði séu 
tregari til að kaupa 
skuldabréf banka nú 
en áður og vilji bíða 
þess að lygni á fjármálamarkaði. 
Breska ríkisútvarpið segir 
banka og fjármálafyrirtæki 
í Evrópu hafa upp á síðkastið 
safnað í varasjóði til að eiga fyrir 
greiðslu lána sem þessara. 
Staðan er talsvert erfiðari á 
lánamarkaði nú en áður og hafði 
breska blaðið Sunday Times eftir 
ónafngreindum heimildamanni 
um helgina að ástandið á fjár­
málamarkaði hefði ekki verið 
verra í tuttugu ár.  - jab
Bankar búa sig 
undir skuldadaga
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Countrywide Financial, eitt stærsta fasteignalána­
fyrirtæki Bandaríkjanna, íhugar að segja upp allt 
að tólf þúsund starfsmönnum í hagræðingarskyni 
á næstu þremur mánuðum. Þetta jafngildir því að 
fimmtungi starfsmanna verði sagt upp. Fjármála­
skýrendur segja þetta fyrstu stóru uppsagnahrin­
una og telja líkur á að allt upp undir 100 smærri fast­
eignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum muni segja upp 
allt að 100 þúsund starfsmönnum á næstu mánuðum, 
að sögn fréttaveitu Bloomberg.
Hagur fasteignalánafyrirtækja á borð við Country­
wide hefur versnað mjög á árinu, ekki síst eftir 
að vanskil jukust á vordögum hjá lántökum fyrir­
tækisins með litla greiðslugetu, sem alla jafna fengu 
ekki hefðbundin húsnæðislán. Svo illa hafa van­
skilin farið með Countrywide að fjárfestingarbank­
inn Merrill Lynch sagði fyrirtækið ramba á barmi 
gjaldþrots seint í ágúst. Vanskil í þessum lánaflokki 
ollu niðursveiflu á fjármálamörkuðum víða um heim 
um miðjan síðasta mánuð en það hefur aftur leitt til 
þess að aðgengi að lánsfé er takmarkað og endur­
fjármögnun fjármálafyrirtækja getur orðið erfið­
ari en ella. 
Angelo Mozilo, forstjóri Countrywide, sagði í innan­
hússbréfi sem hann sendi starfsmönnum fyrirtækis­
ins í sl. viku að þrengingarnar nú væru þær verstu 
sem hann hefði séð á fasteignamarkaði vestanhafs 
um árabil. Þá beindi hann orðum sínum til banda­
ríska seðlabankans og sagði uppsagnir verða færri 
bötnuðu aðstæður á fjármálamörkuðum, svo sem 
með lækkun stýrivaxta.
Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa frá miðju ári 
þrýst á seðlabankann að lækka vexti til að bæta úr 
stöðunni. Bankinn hefur hins vegar staðið fast á sínu, 
að til slíkra ráða grípi hann ekki fyrr en draga taki 
úr verðbólgu í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta telja 
fjármálaskýrendur í Bandaríkjunum yfirgnæfandi 
líkur á að seðlabankinn lækki stýrivexti á vaxta­
ákvörðunarfundi sínum í næstu viku til að koma í veg 
fyrir að há ávöxtunarkrafa berist út í verðlag. Gerist 
það er hætt við að neytendur haldi að sér höndum og 
dragi úr einkaneyslu, sem aftur getur leitt til minni 
hagvaxtar í Bandaríkjunum á seinni hluta árs. 
Countrywide hefur gert ýmislegt til að bæta stöð­
una. Meðal annars hefur það breytt útlánastefnu 
sinni og nýtt sér 11,5 milljarða dala lánaheimild. Þá 
seldi fyrirtækið hlut til Bank of America fyrir tvo 
milljarða dala. Önnur fyrirtæki sem starfa í svip­
uðum útlánageira og Countrywide hafa á sama tíma 
orðið gjaldþrota síðan á vordögum en önnur berjast 
við að rétta úr kútnum. 
Countrywide hefur dregið seglin mikið saman 
vegna stöðunnar sem upp er komin og gera stjórn­
endur fyrirtækisins ráð fyrir því að útlán muni drag­
ast saman um allt að 25 prósent á næsta ári.
Unnið að nýsmíði Forstjóri stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna segist sjaldan hafa séð það svartara á húsnæðismarkaði 
vestan hafs en nú. Markaðurinn/aFP
Uppsagnir hjá Countrywide
Staðan á bandaríska fasteignalánamarkaðnum hefur ekki 
verið verri um árabil. Reiknað er með að harðna muni í ári.
 12. september 2007 mIÐVIKUDAGUr4 MARKAÐURINN
f r É t t i r
FL Group hefur gert óformlegt 
yfirtökutilboð í alla hluti breska 
leikjafyrirtækisins Inspired 
Gaming Group. Tilboð FL Group 
hljóðar upp á 385 pens á hlut, 
en samkvæmt því er markaðs­
virði félagsins um 35,5 milljarð­
ar króna. 
Samkvæmt tilkynningu frá FL 
Group er allsendis óvíst að form­
legt yfirtökutilboð verði lagt 
fram. Hjá FL Group var enginn 
fáanlegur til viðtals, enda kveða 
yfirtökureglur skýrt á um þag­
mælsku í tilfellum sem þessum.
Inspired Gaming Group er skráð á 
AIM­markaðinn í Lundúnum, sem 
er markaður sérsniðinn smærri 
og millistórum fyrirtækjum. 
FL Group á nú þegar 18,9 pró­
senta hlut í félaginu, en FL Group 
keypti tíu prósenta hlut á 240,5 
pens á hlut í maí síðastliðnum. 
Inspired Gaming Group selur 
leikjavélar og hugbúnað fyrir af­
þreyingar­ og leikjamarkaðinn.
Gengi bréfa í Inspired Gaming 
Group stóð í tæpum 370 pensum 
á AIM­markaðnum um hádegis­
bil í gær og hafði hækkað um 
tæplega hálft prósent það sem af 
var degi. Samkvæmt því gengi er 
markaðsvirði félagsins um 33,8 
milljarðar króna. - jsk
FL vill leikjafyrirtæki
Markaðsvirði Inspired Gaming Group er rúmir 
35 milljarðar króna samkvæmt tilboði FL Group.
Hannes smárason forstjóri fL 
GroUp Yfirtökutilboð FL Group í inspired 
Gaming Group hljóðar upp á 385 pens á 
hlut. Gengi bréfa í félaginu stóð í tæpum 
375 pensum um hádegisbil í gær.
 FréttaBLaðið/Hari
Forystumenn fjölda verslunar­
fyrirtækja, sem mörg hver eiga 
í samkeppni, ætla að samein­
ast um markmið til hagsbóta 
fyrir neytendur, starfsfólk sitt 
og þjóðina alla. Yfirlýsing um 
þetta verður undirrituð í lok 
morgunverðarfundar Samtaka 
verslunar og þjónustu sem 
fram fer á Nordica milli 
klukkan átta og tíu í 
fyrramálið.
Á fundinum verður 
meðal annars fjall­
að um hvað verslunin í 
löndunum í kringum okkur geri 
í hollustumálum. Guðlaugur Þór 
Þórðarson heilbrigðisráðherra 
flytur ávarp og Sigurður Jóns­
son, framkvæmdastjóri SVÞ, 
flytur erindið ?Betri lífshættir 
? ábyrgð verslunarinnar.? 
 - óká
súkkULaði Dökkt 
súkkulaði er sagt heilsu-
samlegt í hófi. Á morgun 
skrifa stærstu verslanir lands-
ins undir yfirlýsingu þar sem lagst 
er á árar með þeim sem stuðla vilja 
að auknu heilbrigði þjóðarinnar.
Keppinautar saman 
um almannahag
Nafni Greiðslumiðlunar ? VISA 
Íslands hefur verið breytt í Valitor 
ásamt því sem ráðist hefur verið 
í áherslu­ og skipulagsbreytingar 
hjá fyrirtækinu. Ástæða breyt­
inganna er sögð vera vaxandi 
starfsemi utan landsteinanna og 
aukin breidd í þjónustu fyrir­
tækisins.
Höskuldur H. Ólafsson, for­
stjóri Valitor, segir verið að 
styrkja stoðir fyrirtækisins í 
flóknara samkeppnisumhverfi. 
?Samkeppni hefur farið vaxandi 
hér heima. Við erum bara hluti 
af þessum heimi þar sem landa­
mæri eru ótt að hverfa. 
Til skamms tíma var 
það þannig að korta­
fyrirtækin voru land­
fræðilega afmörkuð, 
en það hefur breyst og 
í því sjáum við tæki­
færi,? segir Höskuldur 
og kveður fyrirtækið 
undanfarið hafa verið 
að byggja upp viðskipti 
með samningum við 
kaupmenn erlendis. 
?Það hefur gengið ágætlega og 
er orðið um tíu prósent af okkar 
kortaveltu. En þetta hyggjumst 
við margfalda á 
næstu misserum.? 
Aukinheldur segir 
Höskuldur ?Greiðslu­
miðlun? hafa verið 
erfitt nafn að nota á 
erlendum tungum og 
því tilefni þar til endur­
nýjunar. ?Við erum 
að búa okkur undir 
að vera viðræðuhæf­
ari. Þá verður líka 
tengingin við VISA 
lausari því við erum að vinna 
líka með önnur kortafyrirtæki.? 
 - óká
HöskULdUr H. 
óLafsson
Greiðslumiðlun verður Valitor
Tíundi hluti starfseminnar er í útlöndum og stefnt á frekari útrás.
EINA VIÐSKIPTABLAÐIÐ SEM ÞÚ ÞARFT
Með Fréttablaðinu alla miðvikudaga Í hádeginu kl 12:12 á Stöð 2 Markaðurinn á Vísi alla daga
VIÐSKIPTAFRÉTTIR
ALLA DAGA VIKUNNAR

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16