Tíminn - 07.02.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.02.1981, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 7. febrúar 1981 .... Hrúöurkallar á öðuskel I örfirisey 1/11 1976 Horpudiskar. Annar með burstaorma á bakinu. J Ingólfur Daviðsson: Margt býr í fjörunni *. " ■ -............. • ' - Allir kannast viö brúnt þang- beltið meðfram endilöngum ströndunum, þar sem grýtt er eöa skerjdtt. Gefa þangtegund- ir, einkum bóluþang og skúfa- þang, brúna litinn. Sums staðar sjást ljdsari, mdgulleitir blettir, auöþekktir frá hinu þanginu á litnum, jafnvel talsvert álengd- ar. MóguUeita þangiö heitir kló- þangog er sums staðar mikiö af þvi. Bæði bóluþang (blööruþang) og skúfaþang eru flöt og kvisl- gxeinótt meö loftblöörum, sem sitja tvær og tvær, sin hvoru megin viö miötaug blaðsins. Smellur í ef þær eru sprengdar. Margar blöörur (bólur) eru jafnan á bóluþangi og sitja reglulega eins og fyrr var nefnt, en þær eru óreglulegar skipaöar á skúfaþangi, stærri og aflang- ar, vantar stundum með öllu. Skúfaþang er oft öllu stærra en bóluþang. A þangi, einkum skúfaþangi, sitja oft hvitir kalk- pípuormar, hópum saman og er þá þangið hvitdröfnótt á að lita (sjá mynd). Þessir litlu pipu- ormar sitja fastir á þanginu, en snikja þd ekki á þvi, heldur lifa á örsmáu svifi i sjónum. Kalk- pipan er hús ormanna. Hrúðurkallar, algengur á skerjum, búa lika i kalkhúsi, en eru krabbadýr, sumir næsta fagrir, þ.e. hús þeirra. Klóþangið, er fyrr var nefnt, hefur lika sinn áseta. Klóþang er öllu mjóslegnara en bóluþang og hefur blöörurnar i einni röð. Þær eru breiöari en greinin sem þær sitja á og mjög seigar. Klóþang veröur stundum 1 m á lengd eöa meir, enda veröur það oft um 10 ára gamalt. En hvað um ásetann? Hiö mógulleita klóþang er stundum likt og dimmrauö- skeggjaö. Orsökinersú.aöá þvi situr þá rauöleit, þráögreinótt þörungategund (polysiphana fastigata). Hún snikir ekki, en hefur þarna góða aöstööu. Köll- uö þangskegg. Brúnþörungar hafa blað- grænu og vinna kolefni úr loft- inu eins og grænar jurtir. Brúna litarefnið hjálpar þeim senni- lega við kolefnistökuna i „skuggasælum” sjónum. Hinn rauöi litur sölva og annarra rauöþörunga gegnir sama hlut- verki, en birtan minnkar vitan- lega þegar niöur i sjóinn kemur og takmarkar jurtagróöurinn, Péturskóngur þegar kemur niður á nokkurra metra e.t.v. svipuð og inn i all- þéttum skógi. Grænir þörungar: 1 tjörnum er oft mikiö um slý o.fl. grænþörunga, margir lifa og i sjó og rekur stundum á fjör- ur, t.d. hina fögru auðþekkjan- legu mariusvuntu, sem er skrúögræn og flöt, en þó hrokkin eða bylgjótt, svohún likist tals- vertsalatifjóttá litið, enda köll- uö sæsalat á Noröurlöndum. Mariusvuntavex i grunnum sjó, þar sem nokkuð hlé er viö miklu öldurdti, i vogum, við hafnir og stundum I gruggugum sjó auðugum af köfnunarefnis- og fosfórsamböndum. Hér er mynd af eir.ni meira en lófastórri, fundinni á fjöru viö Ægissiöu I Reykjavik. Alloft veröur hún 50x15 sm. Mariusvunta er vel æt, tekin úr hreinum sjó. I Skotlandi og viðar á vestur- ströndum Evrópu er hún etin sem salat, eða steikt með fleski. Annar flatur auöþekktur þörungur er hin purpurabrúna, gljáandi purpurahimna, oft i fellingum og teygjanleg. Hún er vel æt, likt og mariusvunta. Flestir þekkja söl.helstu mat- jurtina isjónum, og þykir mörg- um gott að tyggja þau hreinsuö, þurrkuö og pressuð. Oft er spurt um brúnleitu hár- kenndar þörungaflækjurnar sem iöulega rekur á fjörur. Sá þörungur heitir kerlingarhárog er sannnefni, þvi að flygsurnar likjast síöu hári eöa hárkollu. Þetta voru aðeins fáein dæmi Klóþang með þangskegg. Ægissiöufjara i Reykjavik 4/10 1980

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.