Tíminn - 18.02.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.02.1981, Blaðsíða 9
skýrslur vegna tjóna og bættist sifellt nýtt við. „Eftir þrjátiu og fimm ára starf i' lögreglunni man ég ekki eftir annarri eins nótt og kvaöningar sem hingaö bárust af allra handa tilefni hafa skipt hundruöum. Hér hef ég tvo sima á boröinu og þeir þögnuöu aldrei allt kvöldiö og nöttina. Ég tel að veöriö 1973 hafi hvergi nærri komist i likingu viö þetta.” Þetta sagði Sveinbjörn Bjarna- son, aöalvarðstjóri hjá lögregl- unni i Reykjavik, þegar við rædd- um viö hann i gær. „Hér i Reykjavikur borg var algjört neyöarástand,” sagöi Sveinbjörn, „og mikil mildi aö ekki skyldu veröa stórslys. Hér var geysilegt fjölmenni af hjálparsveitum og aukalið lög- reglumanna var kvatt lit, auk þess sem margir sjálfboöaliöar lögöu dckur lið, sem viö færum þakkir fyrir. Þessir menn lögöu sig oft i lifshættu vegna foks á járnplötum. Mönnum var úthlut- að hjálmum eins og i striði og veitti ekki af þvi járn fauk á höfuö eins lögreglumannanna. Viö vor- um i stanslausum flutningum á fólki bæði vegna starfsliös á sjúkrahúsum og vegna fólks sem var i nauðum statt og notuöum viö oft rútu lögreglunnar við það starf. Verst var ástandið i Breiö- holti og bilar fuku þar margir um koll og hverjir á aðra sem kunn- ugt er, en sams konar skaöar uröu einnig i gamla bænum, t.d. fór bill á hliðina viö Skaftahliö. Rúöubrot skiptu hundruðum”. 1 Reykjavik uröu hvaö mestu skaðarnir á gróöurhúsinu Blóma- val, sem stórskemmdist, þak fauk af fjölbýlishúsi i Árbæ og af Fæðingardeild Landspitalans, en þaö feyktist niöur á Barónsstig og mildi aö ekki varö þar stórslys. 1 Kópavogi var ástandiö einna ógurlegast á bifreiöastæöupum viö Engihjalla nr. 19, 17, 5 og 1, en myndir þaðan má sjá i blaöinu i dag. Lögreglan kvaddi út tvö- falda vakt lögregluliös og hjálparsveit skáta kallaði út alla sem til náöist i hennar rööum. 1 Hafnarfiröi var svipaö ástand, mikiö fok á þakjárni og uppslættir hrundu af húsum. Stórskaöi varö er þakið fauk af svinabúinu i Krýsuvfk og á Vifilsstöðum varö stórtjön vegna þakjárns sem fauk af hUsum og stórskemmdi bila i grenndinni. Húsiöaö Stórahjalla 9og bilarnir sem skemmdust. (Timamynd Róbert) Tveir bílar skemmdust í eldsvoöa AM —Sjaldan er ein báran stök. 1 ofviörinu i fyrrakvöld kl. 22.23 var slökkviliðið kvatt að Stórahjalla 9 i Kópavogi en þar hafði eldur komið upp i bilskúr. Voru tveir bílar i skúrnum og eyðilagðist amk. annar þeirra, sem var nær alveg nýr. Slökkviliðið fór á vettvang með þrjá bila og tókst að ráða niður- lögum eldsins á hálftima. Mun ekki hafa miklu mátt muna að eldurinn kæmisti ibúðina fyrir of- an en nokkur reykur komst þar upp i gegn um leiðslur sem lágu um bilskúrinn frá ibúðinni. Vindmæli á Þyrli í Hval- firði sló út við 120 hnúta AM — t fyrrakvöld mældist mesti meðalvindhraði i Reykjavik, sem mælst hefur en hann varð 77 hnút- ar (55.6 metrar á sek.) og I vind- hviðu komst hann upp í 102 hnúta, að sögn Braga Jónssonar, veður- fræðings, i gær. Þrivegis heíur mælst i Reykja- vik 72 hnúta meðalhraði (37.1 metri á sek.) en það var 29. októ- ber 1948, 13. janúar 1952 og 24. september 1973.1 vindhviðu hefur mestur vindur mælst 109 hnútar (56.1 metri á sek.) i janúar 1942. A Stórhöfða mældist mest i hviöu i fyrrakvöld 117 hnútar kl. 19.57 og kl. 21 115 hnútar. Við jarðstöðina Skyggni sýndi vindmælir mest 108 hnúta i hviðu og vindmælir á Skrauthólum á Kjalarnesi sýndi mest 102 hnúta i hviðu. Mest mældist þó á Þyrli i Hvalfirði i hviðu en honum sló i hámark i eitt skipti 120 hnúta og i annað skipti fór hann i 118 hnúta. Var þetta á milli kl. 20 og 21 um kvöldið. Lægðin sem þessu veðri olli kom sunnan úr hafi, fór geyst og dýpkaði hratt. Gekk hún upp á milli Islands og Grænlands og sagði Bragi þetta i mörgu minna á veðrið 1973. Mun áhrifa þessar- ar lægðar gæta til fimmtudags. Loftvog féll i Reykjavik um 17 millibör á þrem klst. 17-21. Metið er þó frá Dalatanga árið 1949 er loftvogféll um 26millibör og steig aftur um 33 millibör á þrem tim- um. Er þess að sögn Braga getið i ýmsum fræðiritum erlendum. Fjórar línur Landsvirkjunar úti um hrið: Gerðu fimm árangurs- lausar viðgerðatil- raunir á tveimur tímum AM — „Vandræðin byrjuöu þegar upp úr kl. 19.30 i fyrra- kvöld, er truflanir byrjuðu á Hvalfjarðarlinunni, en um kl. 20.30 fóru truflanir að koma fram f Reykjavik,” sagði Ingólfur óskarsson, rekstrar- stjóri Landsvirkjunar, þegar við ræddum við hann i gær. Um svipað leyti duttu Búr- fellslínur út og sagöi Ingólfur aö fimm sinnum heföi veriö reynt aö fara út til aö koma lagi á Búrfellslinu II á timabilinu kl. 20.15-22.15, en án árangurs. Var þá ákveðið aö biöa átekta, en loks upp úr miönætti tókst aö mæla út bilunina og var spenna sett á að nýju kl. 01.34. Fékk þá ISAL straum aftur, en Reykja- vik kl. 02.30. Hafði þá gufuafl- stööin viðElliöaár veriö gang- sett. Voru fjórar linur úti á tima- bili, tvær frá Sogi og tvær frá Búrfelli, (en önnur þeirra tengdist raunar Soginu). Reyndust engar bilanir hafa orðið á linunum, heldur sló þeim út i veðurofsanum, þar sem þær eru ekki ætlaðar fyrir meiri vindhraöa en 80 hnúta. Skemmdir urðu á Elliðaárlinu er járnplötur fuku á hana, svo hún trosnaöi. Tókst að gera viö hana um kl. 16 i gær og binda þar með endi á rafmagns- skömmtun i Reykjavik, sem sett var á vegna viögeröarinnar frá kl. 13. tión víða um land rúður viðar um kaupstaðinn, auk þess sem plötur fuku hér og þar af húsum. Bátar slitnuðu upp i höfn- inni iofsanum, en tjón hlaust ekki af. Selfoss Skemmdir virðast ekki hafa orðið verulegar á Selfossi, en þar sem annarsstaðar var mikið um að járn fyki af húsum og uppslátt- ur við hús kaupfélagsins fauk og er ónýtur. Þá hafði frést af mikl- um skemmdum á gróðurhúsum i Laugarási og á Flúðum, einkum i gróðrarstöðinni á Áslandi hjá Guðmundi Sigurðssyni. Ekki hafði frést um tiltakanlegt tjón á Eyrarbakka, Þorlákshöfn og Stokkseyri. Akranes A Akranesi varð geysilegt tjón, þegar grjótfylling fór framan af hafnargarðinum á 60 metra kafla. A Akranesi var ástandið annars svipað þvi og gerðist i Reykjavik, — bilar voru á ferð og flugi undan rokinu, járn losnaði af húsum og rúður fóru i mask fyrir vindi eða flugi lausagripa. Þar hafði björgunarsveit SVFl og slökkvi- liðið nóg að starfa þessa eítir- minnilegu nótt. Borgarnes I Borgarnesi var vitað að mikl- ar skemmdir höfðu orðið viðs i nærliggjandi sveitum, þótt engin heildarmynd væri enn fengin af tjóninu i gærkvöldi. 1 bænum fauk þakið nær alveg af Bifreiða-og trésmiðju KB, að nokkru leyti af fleiri húsum. Verst var veðrið frá þvium kl. 8.30 til kl. 1 um nóttina. Stykkishólmur 1 Stykkishólmi fauk útgerðar og geymsluhús Sigurðar Ágústsson- ar af grunni að mestu, en það er á annað hundrað fermetrar. Lenti húsið á næsta húsi sem er verslunarhúsið Hólmskjör. Enn fauk þak af iþróttastúku við iþróttavöllinn i heilu lagi og liðaðist sundur. isafjörður Veðrið kom misjafnlega niður á Vestfjörðum og á Patreksfirði og Tálknafirði höfðu engar skemmd- ir orðið enda varð veður þar ekki svo svæsið. Á Isafirði var sæmilegt veður fram til kl. 3 i fyrrinótt, en þá reið það yfir af miklum ofsa. Þar slitnaði 12 tonna bátur, Gunnar Sigurðsson, frá bryggju og sökk. I Æðey slitnaði upp trilla og rak á land. Enn varð það óhapp á ísa- firði að stór vöruflutningabill frá flutningaþjónustu Bjarna Þórðarsonar fór á hliðina þar sem hann stóð á bifreiðastæði. Þá fauk járn af einu húsi i Hnifsdal. Fjöldi staura i rafmagnslinunni til Vestfjarða brotnaði i óverðinu. Hvammstangi Viða riorðanlands er að sjá sem menn hafi sloppið vel við veðrið til dæmis voru ekki frengir af neinum alvarlegum skemmdum á Akureyri, þótt járn losnaði þar að litlu leyti af fjórum húsum að sögn lögreglu. Á Þórshöfn var ekki heldur um neinn skaða að ræða og veðrið ekki verra en al- gengt er á vetrum. A Hvammstanga náði veðrið hins vegar miklum krafti og þar flettist járn af vesturhlið húss sparisjóðsins. Járnflugið olli þó engum skemmdum, þar sem þaö mun að mestu hafa hafnað i árgili i grenndinni. Þá fauk nokkuð járn af heilsugæslustöðinni og nokkur gróðurhús i eigu einstaklinga urðu illa úti. Þá urðu verulegar skemmdir i sveitinni i grennd Hvammstanga en ekki er nánar kunnugt um þær. Rafmagnslaust var i þorpinu kl. 18 i gærkvöldi og hafði þá verið rafmagnslaust i 20 klst. Sauðárkrókur A Sauðárkróki var vél frá Arnarflugi i gær og lá við að hún fyki i rokinu sem mældust 100 hnútar á vellinum. Tókst að forða að hún fyki með þvi að binda hana við fjóra stóra vörubila meðan hvassast var. 15 farþegar sem með vélinni komu lentu i miklum erfiðleikum með að komast til byggða þvi billinn fór út af vegin- um hjá Hafsteinsstöðum og sat þar i tvo klukkutima. Tjón varð i bæ og héraði en hluti af þaki fór hjá Fiskiðjunni einnig hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga, hjá Mjólkursamlaginu og frysti- húsinu Skildi. Þak fauk alveg af á bænum Fosshóli i Sæmundarhliö enaöhluta á fjölda annarra bæja. Þá uröu skemmdir á tveimur bát- um i höfninni, Tý, 38 lestir og Stakkafelli 42lestir. I gærmorgun Sums staðar vitlaust veður, — aðeins gjóla annars staðar varkomiðglórulaustél og rok um 12 vindstig enn á Sauðarkróki. Austfirðir Misjafnt var hvernig óveðrið kom niöurá Austfjörðum. A Nes- kaupstaö, Höfn i Hornafiröi og á Seyöisfiröi varö veöur aldrei mjög slæmt en talsvert tjón varð hins vegar á Vopnafirði en þar fauk þaf af einu ibúðarhúsi og nokkrar plötur af öðrum. Þá var vitað um tjón af foki i sveitinni i grenndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.