Tíminn - 14.03.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.03.1981, Blaðsíða 5
5 Laugardagur 14. mars 1981 Listaonurnar við verk sin, Guðrún Svava (t.v.) og Þorbjörg Höskuldsdóttir. (Tlmamynd: G.E.) Tvær listakonur sýna að Kjarvalsstöðum — Manuela Wiesler leikur við opnun sýningarinnar BSt— Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir opna myndlistarsýningu að Kjarvalsstöðum laugardaginn 14. mars kl. 15. Báðar sýna þær mál- verk og teikningar. Sýning Guðrúnar Svövu er tiv- skipt, annars vegar myndraðir með oliumálverkum á striga og teikningum, hins vegar sýnir hún stök málverk. Guðrún Svava stundaði nám I Myndlistarskólan- um i Reykjavik og siðar við Stroganov-akademiuna i Moskvu. Þetta er önnur einkasýning Guð- rúnar Svövu. Þorbjörg sýnir oliumálverk og teikningar af ýmsum stærðum Þorbjörg stundaði nám i Mynd- listaskólanum i Reykjavik og við Akademiuna i Kaupmannahöfn. Hún hefur haldið 2 einkasýningar og tekið þátt i mörgum sam- sýningum bæði hér heima og erlendis. Við opnun sýningarinnar mun Manúela Wiesler leika á flautu. Sýningin verður opin daglega kl. 14-22 dagana 14. — 22. mars. Nú stendur yfir: Sólrisuháttð á ísafirði AB — Nú stendur yfir hin árlega Sólrisuhátið á isafirði, sem Listafélag Menntaskólans á tsa- firði gengst fyrir. Stendur hátið- in i eina viku, eða 8. til 15. mars. Dagskráin er að venju fjöi- breytt, og býöur hátiöin bæöi upp á menningarlega skemmt- un og kynningu. Hér á eftir verður greint frá nokkrum atriðum á Sólrisuhátið. Fyrst er að geta þess að M.l. fékk Alþýðuleikhúsið i heim- sókn, og sýndi það „Pældi’ði” i gær og i fyrradag. Eins og getið var um i Timan- um i gær fór Háskólakórinn vestur á firði, gagngert til þess að syngja á Sólrisuhátið og á fleiri stöðum. Tónleikar kórsins á Sólrisuhátið eru i dag kl.17 i Alþýðuhúsinu á ísafirði. Efnis- skrá tónleikanna einkennist af islenskum verkum. Þá fer fram kynning á skóla- starfsemi M.t. i tengslum við Sólrisuhátið. Menntaskólahúsið veröur i dag frá 10.30 til kl.15.00 opnað almenningi og verða þar kynntir nokkrir þættir úr skóla- lifinu. A sama tima verður samfelld dagskrá á bókasafni skólans, þar sem nokkrir nemendur munu ganga i hlutverk kennara og leitast við að kenna gestum nokkuð af þvi, sem þeir hafa verið að læra undanfariö. Á bókasafni tsafjarðar verður i dag opnuð grafiksýning Jó- hönnu Bogadóttur, og er sýning þessi einnig i tengslum við Sól- risuhátið. Jóhanna mun sýna nýjar myndir, allar unnar á sið- asta og þessu ári. Jóhanna verö- ' ur viðstödd opnun sýningarinn- ar ef veður leyfir. Annað kvöld verður kvöld- skemmtun i Alþýðuhúsinu og hefst hún kl.21. Hljómsveitin „Þeyr” mun leika, og 8 manna söngflokkur frá tsafirði ætlar að syngja fyrir gesti nokkur lög úr Meyjarskemmunni eftir Schu- bert. Þetta verður skemmtun fyrir alla aldurshópa. Umsjónarfélag einhverfra barna: Heldur á morgun köku- og blóma- basar að HallveigarstÖðum Opnar basarinn kl. 14.00 ■ Umsjónarfélag einhverfra barna var stofnað árið 1977. Eitt af aðalmarkmiðum féiagsins hefur verið stofnun meðferðar- heiinilis fyrir einhverf (geð- veik) börn. Þau þurfa flest ævi- langa meðferð, sem foreldrar einir geta ekki veitt. Rikið hefur nú fest kaup á húseigninni Trönuhólum I og verður þar starfrækt meðferð- arheimili fyrir einhverf börn, fyrsta sinnar tegundar á land- inu. Umsjónarfélag einhverfra barna er að hluta til ábyrgt fyrir lokaframkvæmdum við heimil- ið. Félagið aflar fjár með ýmsu móti i þessu skyni og meðal annars fengið viðurkenningu skattyfirvalda á skattfrelsi framlaga til heimilsjóðs félags- ins. Giróreikningur félagsins er nr. 41480-8. Margir hafa stutt félagið með framlögum, bæði einstaklingar og hópar, nú siðast hefur Kven- félagið Hringurinn heitið riku- legum stuðningi viö félagið. Fé- lagskonur hafa alltaf haft það á stefnuskrá sinni að hlú að veik- um börnum, eins og Barna- spitali Hringsins og Geðdeild Barnaspítala Hringsins bera vott um. Sunnudaginn 15. mars heldur Umsjónarfélag einhverfra barna köku- og blómabasar. A- góðinn rennur til meðferðar- heimilisins. Basarinn hefst kl.14.00 að Hallveigarstöðum við Túngötu. Þeir sem leggja leið sina þangað á sunnudaginn munu vafalaust freistast af gómsætum kökum og efnilegum pottablómum. Tónleikar Dagnýjar Björgvinsdóttur Sunnudaginn 15. mars, kl. 3 síð- degis verða burtfararprófstón- leikar i sal Tóniistarskólans i Reykjavík. Dagný Björgvins- dóttir tekur burtfararpróf i pianó- leik frá skólanum og verða verk cftirtaiinna höfunda á efnis- skránni: J.S. Bach, Schubert, Chopin og Sjostakovitsj. Dagný er nemandi Margrétar Eiriksdóttur og mun hún einnig ljúka pianó- kennaraprófi frá Tónlistarskói- anum i vor. öllum er heimiil að- gangur meðan húsrúm leyfir. BARNABOKA- DAGAR Guðni Kolbeinsson kynnir börnunum bækurnar um Herramennina i dag kl. 3 i Baðstofu Bókhlöðunnar. Bókhlöðunnar Laugavegi 39 Þúsundir barnabóka á mjög góðu verði <t> 4> i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.