Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 84
52 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson >Plata vikunnar Sigur Rós - Hvarf/Heim ★★★★ „Hvarf/Heim er tvöföld plata með nýjum útgáfum af nokkrum gömlum lögum og órafmögnuðum tónleika- upptökum. Sérstaklega vel unninn pakki sem er skyldueign fyrir aðdá- endur sveitarinnar.“ TJ > Í SPILARANUM Bonnie „Prince” Billy - Ask Forgiveness Ungdomskulen - Cry Baby Hundur í óskilum - Snýr aftur Les Savy Fav - Let‘s Stay Friends Hjaltalín - Sleepdrunk Seasons HJALTALÍNBONNIE “PRINCE“ BILLY Nú eru aðeins rúmar fjórar vikur eftir af árinu og margir tónlistaráhugamenn farnir að líta til baka og huga að ára- mótauppgjörunum. Þegar íslenska tónlistarárið 2007 er skoðað stendur upp úr hversu mikið hefur komið út af góðum íslenskum plötum á árinu, hvað þær koma úr ólíkum áttum og hvað útgáfa þeirra dreifðist jafnt yfir árið. 2007 jarðar 2006 auðveldlega. 2006 var kallað ár nýliðanna, en 2007 hefur þetta allt, bæði mjög sterkar frumsmíðar og frábærar plötur með listamönn- um sem hafa verið lengi að. Árið hófst með mjög sérstakri plötu Ólafar Arnalds, Við og við. Ein af frumsmíðum ársins, en þæru voru fleiri framúr- skarandi. Plata Seabear, The Ghost That Carried Us Away, kom um vorið og seinna á árinu fengum við fyrstu plötur Valgeirs Sigurðssonar, Bloodgroup, Benny Crespo‘s Gang og Jakobínarínu. Allt plötur sem eru langt yfir meðallagi. Stóru nöfnin voru heldur ekkert að klikka. Gus Gus færði okkur hina fínu Forever og Björk skilaði Voltu á vordögum. Ekki hennar besta plata, en góð samt. Megas sendi frá sér tvær eðalplötur, Frágang og Hold er mold. Mikið breytt múm gaf út hina margslungnu Go Go Smear The Poison Ivy og Páll Óskar sveik ekki með sinni fyrstu alvöruplötu í langan tíma, Allt fyrir ástina. Mugison toppaði svo allt með sprengjunni Mugiboogie. Eins og sjá má á ofantöldu var fjölbreytnin umtalsverð. Á árinu komu líka nokkrar traustar rokkplötur sem rétt er að geta; önnur plata Jan Mayen, So Much Better Than Your Normal Life, er hörku- plata og það sama er hægt að segja um plötur Skáta og I Adapt. Það hefur verið mikið talað um nýja tíma og kynslóðaskipti í íslensku poppi á árinu og vissulega eru hræringar og ný nöfn að koma upp með nýja sýn og nýjar hugmyndir. Það var augljóst á Airwaves- hátíðinni. Flestar þessara ungu sveita hafa enn ekki sent frá sér plötu, en forvígismenn þessarar hreyfingar og helstu hugmyndasmiðir, Sprengjuhöllin, eiga heiðurinn af einni af skemmtilegustu plötum ársins, Tímunum okkar. Við bíðum spennt eftir 2008... Það er augljóst á þessari upptalningu hér að ofan, sem nota bene er ekki tæmandi, að það verður erfiðara en oft áður að velja plötur ársins í ár. En það eru að sjálfsögðu erfiðleikar sem við gleðjumst yfir... 2007 – Annus Mirabilis MEGAS Kóngar „shoegazing“- rokksins, My Bloody Valent- ine, hyggja á endurkomu og ein langþráðasta plata rokk- sögunnar lítur væntanlega dagsins ljós á næsta ári. Steinþór Helgi Arnsteins- son leit yfir feril sveitar- innar goðsagnakenndu. Fáar sveitir, ef einhverjar, hafa haft eins mikil áhrif á tónlist undan farna tvo áratugi eins og My Bloody Valentine (MBV). Um þá staðreynd deila fáir. Hljóðheimur sveitarinnar var byltingar kenndur og öll nálgun að tónlistarsköpun- inni var undraverð, sem setti sveitina á stall með ekki ómerkari brautryðjendum en til dæmis The Velvet Underground og Sonic Youth. Fyrst og fremst var það hin ótrúlega gítarlagskipting MBV sem vakti athygli. Gítar ofan á gítar ofan á gítar sem höfðu verið brenglaðir ýmist eða breytt og mynduðu ógurlega ómmikil til- brigði, markaði MBV sérstöðu og margir hafa síðan apað eftir. Hálf milljón punda til einskis Sveitin snerist aðallega í kringum einn mann, Kevin Shields, séní með yfirgengilega full- komnunaráráttu. Fyrsta platan, Isn’t Anything, leit dags- ins ljós árið 1988 en það var meistara- verkið Loveless, sem tók tvö ár í framleiðslu og kom út árið 1991, sem gerði MBV að þeirri goðsögn sem sveitin er í dag. Síðan þá hefur hins vegar að mestu ríkt þögn kringum MBV en sveitin fór frá hinu mikilsvirta plötufyrirtæki Creation árið 1992 og flutti sig yfir til plötu risans Island. Fljótlega komu upp sögu- sagnir um að nýtt meistaraverk væri í burðarliðnum og víst var að Shields hafði langdvölum unnið að nýju efni. En ekkert heyrðist og fljótlega gáfu margir upp vonina. Svo virtist sem fullkomnunar- árátta Shields hefði einfaldlega orðið sveitinni að bana. Seinna útskýrði Shields að Island hefði látið sveitina fara eftir að hún hafði eytt um hálfri milljón punda í upptök- ur. Loksins, loksins Upp úr 2000 virtist umræð- an um að ný MBV-plata væri loks á leiðinni áger- ast á ný. Shields hafði unnið með ýmsum sveit- um undan- gengin ár, meðal annars Dinosaur Jr. og Primal Scream, auk þess að endurhljóðblanda lög fyrir hell- ing af sveitum og sjá um tónlist í kvikmyndinni Lost in Trans- lation. Þögnin var hins vegar loks rofin í viðtali við Magnet í byrjun þessa árs. Shields fullyrti að 100 pró- senta líkur væru á að sveitin myndi koma saman aftur og gera nýja plötu, nú, ,,nema ef meðlimir sveitarinnar myndu deyja eða eitthvað“. Menn tóku þessum fréttum með nokkrum fyrirvara en eftir að sveitin staðfesti í byrjun mánaðarins nokkra tón- leika sem hún myndi halda á næsta ári þóttust menn vissir um að endurkoma MBV yrði stað- reynd innan tíðar. Nýtt efni í bland við gamalt Nýlega hafði Shields þetta að segja um nýju plötuna. ,,[Nýja platan] mun verða þessi 96/97-hálf- kláraða-plata kláruð og síðan safn af dóti sem við gerðum á undan því milli 1993 og 94, og síðan smávegis af nýju efni.“ Fyrst leit út fyrir að platan kæmi út á þessu ári en nýtt efni mun þó ekki líta dagsins ljós fyrr en snemma á næsta ári. Billboard birti síðan í vikunni viðtal við umboðsmann sveitar- innar, Vinita Joshi, þar sem fullyrt var að platan kæmi eingöngu út á netinu, ekki ósvipað og In Rain- bows með Radiohead. Joshi dró hins vegar fréttirnar fljótt til baka og fullyrti að MBV myndi aldrei eingöngu gefa út plötu á netinu. Joshi bætti hins vegar við að nýja platan yrði mjög líkleg gefin út af sveitinni sjálfri. Svo er bara að bíða og sjá en á meðan stendur gjörvöll tónlistarpressan á önd- inni, svo ekki sé talað um unn endur sveitarinnar. Blóðug goðsögn snýr aftur MY BLOODY VALENTINE Kóngar shoegaze-rokksins hyggja á endurkomu á næsta ári. LOVELESS Meistaraverkið Loveless kom út árið 1991. Hinn tvítugi Haraldur Leví Gunn- arsson, trommari Lödu Sport, hefur stofnað útgáfufyrirtækið Record Records. „Ég hef verið að vinna í plötubúð í nokkur ár og mig langar að gefa út tónlist líka. Ég veit hvað útgáfufyrirtæki geta verið mikil svín og ég ætla að gera betur. Ég ætla ekki að ræna ungum flytjend- um og gera samning við þá í fleiri, fleiri ár,“ segir Haraldur Leví, sem er engu að síður sáttur við samning Lödu Sport við Geimstein. „Geim- steinn er eitt af heiðarlegu fyrirtækjunum.“ Ekki leggja margir tónlistarmenn í að stofna útgáfufyrirtæki, hvað þá jafn ungir að árum og Haraldur. „Það er dýrt að komast af stað á meðan maður á engan pening. Það er erfitt að vera svona ungur og stofna fyrirtæki en ég ætla að láta það ganga einhvern veginn.“ Þrátt fyrir að margir séu farnir að gefa sjálfir út plöturnar sínar segir Haraldur að dreifingin sé flóknara mál. „Það gera sér ekki allir grein fyrir því að búðirnar eltast ekki við þessa minnstu aðila. Það er allt í lagi að gefa út sjálfur en annað mál að dreifa sjálfur.“ - fb Tvítugur plötuútgefandi HARALDUR LEVÍ GUNNARSSON Har- aldur Leví rekur nú eigið útgáfufyrir- tæki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Radiohead, sem gaf fyrir skömmu út plötuna In Rainbows, hefur boðað komu sína á Hróarskelduhátíðina í Danmörku næsta sumar. Var sveitin einmitt efst á blaði í skoðanakönnun sem gerð var á heimasíðu hátíðarinnar um þá flytjendur sem helst ætti að fá fyrir næstu hátíð. Þetta eru þriðju tónleikarnir sem Radiohead hefur boðað árið 2008 því hún mun einnig spila á tveimur þýskum tónlistar- hátíðum. Sveitin spilaði síðast á Hróarskeldu árið 1997 um svipað leyti og meistarastykkið OK Computer kom út. Þess má geta að útgáfa Radiohead á Bjarkarlag- inu Unravel er komin á netið í endur- hljóðblönduðu formi. Sveitin flutti lagið fyrir skömmu í beinni útsendingu á netinu. Hafði söngvarinn Thom Yorke áður lýst því yfir í viðtali að Unravel af plötunni Homogenic væri eitt af uppáhaldslögunum sínum. Það var Richard Jankovich, forsprakki hljómsveitarinnar Burnside Project, sem endurhljóð- blandaði lagið undir nafninu Pocket. Rödd Yorke fær að njóta sín vel í laginu sem hefur yfir sér sveimkenndan og fagran blæ. Spila á Hróarskeldu THOM YORKE Thom Yorke og félagar verða á Hróarskeldu á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.