Tíminn - 27.05.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.05.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. mai, 1981 land bú naðarsp jall smiða fyrir okkur húsgögn. Allt eins gæti þö verið að einhverjir þeirra séu i flóttamannahópnum héðan að heiman og smiði nú sænsk eða dönsk sófasett fyrir okkur. En þau hljóta þó að vera miklu fallegri og betri en þau er þeir smiða hér heima, eða hvað? Ekki er úr vegi að íjúka þessu' spjalli með sögu er húsgagna- smiður einn sagði undirritaðri nýlega. Sá var nýlega á ferð i heimsborginni London og leit þar að sjálfsögðu i kringum sig i hús- gagnaverslunum. I eina slika kom hann, hvar eingöngu voru seld itölsk húsgögn. En ekki varð hann litið hissa blessaður þegar kaupmaðurinn sagði honum að nánast allir sinir viðskiptavinir væru útlendingar. Englendingar hugsuðu nefnilega um atvinnu- sjónarmiðin og létu þau ráða miklu við val á húsgögnum sin- um. Þessi saga er ekki seld dýrar. en hún var keypt. En mættum við Islendingar samt ekki nokkuð af henni læra? —HEI ■ „Húsgögn kaupum við nefni- lega flest og látum okkur þá hafa það að gleyma atvinnusjónarmið- um og blessuðum þjóðarhagnum vegna unaðarins sem það veitir að sitja i sænskum sófa eða svifa inn i draumalandið i dönsku rúmi”. Eg held að Ágústa viti betur eftir Halldór Kristjánsson ■ Agústa Þorkelsdóttir á Refstaö birtirræðu eftir sig i Timanum 30. april. Þar fer hún óvirðingarorð- um um stefnuskrá stjórnmála- flokka. I þvi sambandi talar hún um „orðaflaum án ábyrgðar”, „fjálgleg orð og loforðaskrum sfem aldrei stendur til að framkvæma”. Þetta er vanhugsað fleipur. Að visu má finna þess dæmi að eitt- hvað i slikum samþykktum sé haft til skrauts eða auglýsinga. En það er ekki aðalatriði. Stefnuskrár flokka eru sam- þykktar á flokksþingum þar sem saman eru komnir kjörnir fulltrúar flokksmanna viðsvegar um land. Þingflokkarnir eiga að vinna samkvæmt þessum stefnu- skrám og eru þvi bundnir af þeim. Litum svo nokkra áratugi til baka. Berum saman þjóðfélagið nú og þá. Tryggingalöggjöfin öll varð til i stefnuskrám stjórn- málaflokkanna. Sama má segja um samgöngukerfi það sem við búum við nU og fjölda margt annað. Það er ekki svo að skilja að hugmyndimar hafi allar fæðst innan stjórnmálaflokkanna. Þær koma viðsvegar að. Hugsjóna- menn vinna þeim fylgi. Svo tekur einhver stjórnmálaflokkur þær upp og samþykkir stefnuskrá i samræmi við það. Hér skiptir ekki máli hvort það er einn flokk- ur eða fleiri samtimis. Það er nokkuð sama hvar við berum niður. Við getum nefnt fiskveiðilögsögu. Hún breyttist ekki af sjálfu sér úr þremur sjó- milum i 200. Það kostaði baráttu. Útfærslan varð fyrst i stefnuskrám stjórnmálaflokka. Það er staðreynd. Þannig gerast nú hlutimir. Auðvitað hefur þurft að biða eftirþessu öllu saman. Þannig er lifið. Við biðum lika eftir upphlöðnum vegum og varanlegu slitlagi. Þetta er i stefnuskrám stjórnmálaflokka. Samkvæmt þvi er ætlast til að það komi. Og það er að koma. Fleira ætti ekki að þurfa að telja. Þó get ég ekki látið vera að minnast á þá byggðastefnu sem mestu breytti i atvinnumálum þjóðarinnar siðasta áratug. Hún kom heð ýmsum hætti i stefnu- skrár stjórnmálaflokka. Það var leiðin til að gera hana að veru- leika. AgUsta hlýtur að muna þetta ef hUn gefur sér tima til að hugsa. HUn er ekki flón. // En af hverju hefur þá eng- inn skammast neitt, og lítið verið skrifað um atvinnu- sjónarmiðin—nema smávegis af smiðunum sjálf um — þegar fluttirerutil landsins stó ar og sófasett fyrir u.þ.b. eitt togaraverð á ári?". Ttmamynd: Róbert sin þó betur i ýmsu öðru en batik. Katrin sækir föng sin viða, eða myndefnin. Og tiltölulega litlar breytingar hafa orðið siðan sein- ast, eða i Bogasalnum 1974. Ég hygg að hún þurfi endilega að hrista af sér minjagripabiæinn og sauðalitinn, og reyna að hugsa al- þjóðlega i sinni list, þrátt fyrir margar áhugaverðar myndir. Jónas Guð- mundsson rit- höfundur skrifar um myndlist. Bændaskólinn að Hólum I Hjaltadal Menntun bænda og starfsréttindi ■ Siðastliðna tvo vetur var efnt til námskeiða I almennum búfræðum við Bændaskólann á Hólum. Námskeiðin stóðu i þrjár vikur hvert og var nám- ið miðað við að vera sem hag- nýtast i almennum búskap. Þótt engar sérstakar kröfur væru gerðar til þátttakenda um undirbúning og aldur, þá var hér i raun um fullorðins- fræðslu að ræða. Undirritaður hafði um ára- bil stundað almenna búnaðar- skólakennslu áður en hann kenndi á þessum námskeiðum og það var óneitanlega lær- dómsrikt að bera þetta tvennt saman. Meginmunurinn var sá, að námskeiðin voru mun markvissari. Þátttakendur á námskeiðunum höfðu án efa mun meira gagn af þeim mið- að við timalengd heldur en nemendur i aimennu búfræði- námi hafa. Ástæðan er aug- ljós. A námskeiðunum réðu ferðinni fullorðnir menn, sem höfðu reynslu af búskap auk þeirrar reynslu sem menn öðl- ast með aldrinum. Þetta af- sannar á engan hátt gildi al- mennrar búfræðimenntunar einsog hún er rekin núna, þar sem yfirgnæfandi flestir nem- endur eru á bilinu 16 - 19 ára. Augljóst er, að þau ungmenni, sem hug hafa á að stunda bú- skap eða mennta sig frekar i búfræðum, geta ekki varið tima sinum betur á þessum árum en að ganga i bænda- skóla. Nauðsyn á simenntun i landbúnaði Margoft hefur verið á það bent, að i 1000 ár bjó þjóðin i landi sinu og lifði af landbún- aði, sem breyttist litið kynslóð fram af kynslóð. Siðustu hálfa öld hefur hins vegar rikt sam- fellt byltingarástand i islensk- um landbúnaði. Af þvi leiðir að simenntun eða fullorðins- fræðsla bænda er timabær. Námskeiðin á Hólum studdu þá hugmynd. Aberandi var að ánægðastir með námskeiðin voru þeir þatttakendur, sem mesta reynslu höfðu fyrir, og gátu best borið saman eigin búskaparaðferðir við reynslu annarra, bæði leiðbeinenda og ekki siður félaganna á við- komandi námskeiði. Skilyrði fyrir að fá að hefja búskap Eins og kunnugt er, er nú svo komið að takmarka þarf framleiðslu á hefðbundnum búvörum hér á landi, þ.e. af- urðum sauðfjár og nautgripa. Það á án efa sinn þátt i þvi, að sú hugmynd gerist nú æ áleitnari, hvort krefjast eigi þess að menn uppfylli einhver skilyrði til að fá að hefja bú- skap, rétt eins og krafist er að menn hafi réttindi i flestum starfsgreinum. Fram að þessu hefur það ekki verið og hafa bændur og samtök þeirra ekki sótt um það. Þegar krafist er réttinda af mönnum til starfa, ) kemur trúlega flestum fyrst i huga, að þá sé beðið um, að menn sýni prófvottorö, og i landbúnaði þá að sjálfsögðu búfræðipróf. Læra að leita að ráð- um til úrbóta Það getur hins vegar haft nokkurt óréttlæti i för með sér að krefja þá sem vilja hefja búskap um búfræðipróf og ekkert annað. Maður sem al- inn er upp i sveit og er alvanur bústörfum er að jafnaði færari um að búa en hinn, sem alinn er upp i kaupstað, þótt hann hafi lokið búfræðiprófi. Þetta kemur þó ekki i veg fyrir að krefjast megi að menn upp- fylli ákveðin skilyrði til að fá að hefja búskap. Þau skilyrði þarf hins vegar að móta og þar kemur vissulega til greina sem umhugsunarvert atriði að menn sæktu stutt námskeið i búfræði og kynntust þar, auk mikilvægustu atriða i búfjár- rækt og jarðrækt, stjórnkerfi landbúnaöarins, búnaðarlög- gjöf, og væri megintilgangur slikra námskeiða að gera mönnum grein fyrir, hvar upplýsingar er að hafa um þau vandamál, sem upp koma i búskapnum. Nýting gæða landsins Þegar hafist verður handa um að setja reglur um þaö, hvaða skilyrði á að setja mönnum fyrir að fá að hefja búskap, þá er eðlilegt að byrja á að spyrja: Hverja er verið að vernda gegn hverju? Áður er komið fram, að vernda þarf þjóðfélagið sjálft, og þar með bændur, fyrir þeim byrðum sem offramleiðslan veldur. 1 öðru lagi þarf að gæta þess, að hin endurnýjanlegu frumverð- mæti landsins nýtist. Með þeim er átt við úthagagróður- inn, sem vex um allt land. Skynsamleg nýting hans er undirstaða landbúnaðar hér á landi. Búseta i sveitum er misjafnlega á vegi stödd. Þau byggðarlög eru til þar sem eft- irsókn er eftir öllu jarðnæði, sem losnar, og byggð er traust. Annars staðar er byggð ótraust, án þess að landgæði séu áberandi lakari en þar, sem byggð er traust. Ef slik byggðarlög leggjast i eyði, nýtast illa eða ekki þau frumverðmæti, sem þar eru, og við allir hinir, sem ,-,rök- um” hvern annan, lifum af. Það þurfa þeir lika að hafa i huga, sem setja reglur um skilyrði fyrir menn um að fá leyfi til að hefja búskap. Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.