Tíminn - 02.08.1981, Page 22
22
Sunnudagur 2. ágúst 1981
KJARVAL 1918-1923
■ Kjarval er nánast
stofnun nú i dag. Kjarvals-
staðir/ Kjarvalshús/ Kjar-
valsmyndir á veggjum
allra sem einhvers mega
sín. Eins og flestir
nýjungagjarnir listamenn
átti Kjarval þó á brattann
að sækja í upphafi, hann
leitaði sér að formi við
hæfi og islendingar sem
voru lítt uppaldir í iysti-
semdum augans tóku hon-
um heldur fálega í fyrstu.
Hér er stiklað á stóru i
samantekt um viðbrögð
fólks við Kjarval sem Egg-
ert Þór Bernharðsson
sagnf ræðinemi vann við
Háskóla islands. Greinin
birtist í heild sinni i //Sögn-
um", ágætu timariti sagn-
fræðinema, auk þess sem
þar er tæmandi heimilda-
skrá. Eftirfarandi er út-
dráttur og endursögn úr
grein Eggerts „Kjarval
1918-1923."
1 dag eru verk Kjarvals yfirleitt
dáö og flestir tslendingar stoltir
af meistaranum, en fyrstu ár
hans á Islandi eftir aö formlegu
listnámi hans lauk var sliku ekki
til aö dreifa. Hér er leitast við að
varpa örlitlu ljósi á viötökur sem
Kjarval hlaut á þessum árum,
þ.e. frá 1918 til ársloka 1923. Aðal-
heimildir eru dagblöö frá þessum
tima, einkum listdómar um sýn-
ingar Kjarvals, greinar um hann,
ummæli og viötöl.
Menn hafa löngum verið ósam-
mála um Kjarval og á þaö jafnt
við um list hans og jafn einfaldan
hlut og fæðingardag hans og ár.
Sumir segja hann fæddan 1882,
aörir 5. mai 1886, en flestir telja
að hann sé borinn árið 1885, þó er
umdeilt hvenær ársins. Likast til
er réttast aö taka undir skoöun
Björns Th. Björnssonar, sem
telur Kjarval fæddan 15. október
1885, einkum vegna þess að sú
dagsetning er færð inn i
ministerialbók Meöallandsþinga,
þar var Kjarval fæddur, aö
Efri-Ey.
Sem drengur hneigðist Kjarval
fljótt aö teikningu. í viðtali áriö
1935 hélt hann sig hafa veriö á átt-
unda árinu þegar hann byrjaði
fyrst aö teikna. Siöar eignaöist
hann litastokk, þá tóku myndir
hans á sig allt annaö yfirbragö.
En hvað varö um þessi bernsku-
brek hans. Kjarval svaraöi þvi
sjálfur i viötali viö Mbl. 1935:
„Fólkiö var alltaf aö fara til
Ameriku þá. Og þaö vildi hafa
þessar myndir með sér. Og ég
veit ekkert hvaö af þeim varð. Ég
gaf þeim myndirnar.”
„eðlisgáfan og
lærdómsleysið"
Ariö 1901, 16 ára unglingur,
kom Kjarvaí til Reykjavikur — aö
visu hét hann bara Jóhannes
Sveinsson þá, Kjarvalsnafnbótina
tók hann ekki fyrr en 1911. Hann
var löngum til sjós á skútu, þén-
aöi peninga sem Kjarval segist
hafa málaö út úr höndunum á sér
aftur. I Reykjavik fengust þó
oliulitir, þaö var ekki svo lítill
kostur aö geta málaö meö oliu.
A milli vertiöa reyndi Kjarval
aö draga að sér þau föng sem
voru tiltæk i málaralistinni. I
ágústmánuöi 1908 héit hann sina
fyrstu málverkasýningu i Gúttó.
Lögrétta birti stutta umsögn um
sýninguna þ. 19. ágúst. Þar sagði
aö tvennt væri einkum áberandi
— „eölisgáfan og lærdómsleys-
ið”, og i lokin var spurt: „Hvað
verður nú tslandi úr þessu lista-
mannsefni?”
Einhverjar dyr opnuöust fyrir
iistamannsefninu. Ungmennafé-
lag Reykjavikur, stofnaö 1906, tók
hann upp á arma sina, geröi vonir
hans að sinum. Ungu mennirnir I
félaginu vildu koma honum til
náms, stóðu m.a. fyrir happ ■-
drætti i þvi skyni. Einnig gengu
fjórtán ungmennafélagar i
bankaábyrgð fyrir hann.
Eftir aðra málverkasýningu
sina á Seyöisfirði 1911 steig Kjar-
val á skipsfjöl og hélt til London.
Hann segir svo frá: „Aldrei hefi
ég málað eins mikiö eins og sið-
asta mánuöinn sem ég var hérna
áöur en ég sigldi. Ég haföi litinn
litakassa, sem var rétt eins og
leikfang. En ég málaöi allan dag-
inn, alla daga. Ekkert veit ég
hvað orðiö hefir af öllum þeim
myndum.”
1 London fékk Kjarval ekki inni
i The Royal Academy of Arts.
Engu að siöur læröi hann sitt-
hvað, hans skóli voru listasöfn
stórborgarinnar. Margar myndir
hans upp frá þessu bera merki
áhrifa frá enska málaranum J.W.
Turner.
Kjarval dvaldist aðeins einn
vetur i London, sumarið 1912 hélt
hann til Kaupmannahafnar og hóf
nám viö Konunglegu akademi-
una, tók þaöan lokapróf 1918. I
Akademiunni læröi Kjarval ýmis-
legt, en æöi oft sniögekk hann
gamalgrónar og rikjandi venjur.
Hann sýndi fljótt hversu sjálf-
stæöur hann var i list sinni.
Skjöldur eða plata?
1 ágúst 1913 hélt Kjarval mál-
verkasýningu I Iönskólanum. Af
þvi tilefni skrifaöi Einar Bene-
diktsson skáld m.a. I tsafold:
„J.K. er ennþá ófullger lista-
maöur i teikning. En þaö sem
hann hefir gert nú þegar meö lit-
unum, sýnir aö hann hefir óal-
genga gáfu til þess sem hann
hefir lagt fyrir sig. Hugsjónir
hans eru háar og viöar: þær eru
taumlausar og varla hans eigiö
viðfangsefni sumar hverjar. J.K.
á eflaust þá frumlegustu gáfu og
bestu hæfileika til aö veröa list-
málari sem komiö hefir fram hér
siðan Siguröur Guömundsson var
uppi.”
Enn hélt Kjarval sýningu i
október 1914 og þá i Vina-
minni i Reykjavik. Hann fær
lofsamleg ummæli i Lögréttu, þó
viröist sýningin ekki hafa vakið
mikla athygli ef marka má blöö-
in. Sýnu meiri athygli vakti
„frelsisskjöldur” sem Kjarval
var beðinn aö teikna 1918.
Skjöldurinn var eins konar arf-
taki minningarskjals Benedikts
Gröndal og var geröur i tilefni ný-
fengis fullveldis. Þetta var vegg-
skjöldur og átti aö seljast viöa um
Noröurlönd.
Rikharöur Jónsson myndskeri
sagöi svo um skjöldinn: „Vegg-
skjöldur þessi er stórhreinlegur
mjög, jafnt að gerö sem hugsun,
og vel igrunduö innsigli þessara
timamóta”. (Visir 1. des. 1918).
Ekki voru þó allir á sama máli
og Rikharöur um ágæti skjaldar-
ins. „Argus” skrifaöi I Visi 13.
des.: „Ég hefi verið aö biöa eftir
að einhver segöi hreinskilnislega
sannleikann um plötuna, sem
hann Kjarval hefur búiö til i
minningu hins nýfengna full-
veldis... 1 minum augum er plat-
an listamanninum Kjarval til
skammar. öllum sem einhverja
ögn hafa af listfengni og
feguröartilfinningu, hlýtur að
þykja platan bæöi ljót og klunna-
leg.”
„Argus” talar um skjöldinn
sem plötu og undirstrikar þannig
vankanta hans. Þrátt fyrir að
skjöldurinn hljóti aö hafa vakið
talsveröa eftirtekt, kannski ekki
sist vegna blaðaskrifa, skilst
manni á Morgunblaöinu 19. mai
1919 aö Kjarval sé flestum lokuð
bók:
„En hvar stendur hann nú? Um
þaö vita Islendingar yfirleitt
fremur litiö. Margir hafa gleymt
honum og fáir veitt honum
athygli eöa sýnt honum ræktar-
semi. Hann hefir barist áfram og
haft stuöning fárra. En hann hefir
sigraö samt.”
oþjóðlegur listamaður?
Greinin i Morgunblaöinu er
afar lofsamleg, þar er lagt út af
list Kjarvals — „Hann er frum-
legur meö afbrigöum og lita-
skáld, en ekki myndavél.” Og
einnig vitnaö i jákvæö og nokkuö
upphafin ummæli úr Berlinske
Tidende i Kaupmannahöfn.
En kunni islenska þjóöin aö
meta þennan sérstæöa lista-
mann? Var hann ekki of háfleyg-
ur fyrir fólk sem var alið á sjálf-
stæöisbaráttunni og þjóöiegum
bókmenntum. Var ekki óþjóðlegt
aö láta imyndunarafliö ráöa ferð-
inni, aö mála nærmyndir af
hrauni og moldarbörðum, aö
skapa forynjur og ferllki, að
semja „gátur” meö litum og blý-
anti?
1 maimánuði 1919 opnaöi Kjar-
val málverkasýningu i húsi
KFUM og sýndi þar um 20 mynd-
ir. Þetta var fyrsta sýning hans
hér heima eftir aö hann lauk
formlegu listnámi.
Þegar sýningin haföi staöiö i
tvo daga voru 6-7 myndir seldar.
Þaö má telja viöunandi viötökur i
ljósi þess aö Kjarval viröist hafa
verið mátulega þekktur meöal al-
mennings. Þó er liklegt aö þaö
hafi einkum veriö vinir og
styrktarmenn sem ruku til og
keyptu myndir listamannsins
unga. Þaö má ætla aö alþýöu
manna hafi þótt list hans „ein-
kennileg” eins og oft vill verða
um list nýjungamanna. Grein
eftir Rikharö Jónsson i Timanum
7. júni 1919 bendir eindregið til
þess aö Kjarval hafi ekki notið al-
þýöuhylli. Rikharður tekur i raun
upp hanskann fyrir Kjarval:
„Mér virðist enginn vafi leika á
þvi, að Kjarval er aö veröa einn
af fremstu listamönnum Islands,
a.m.k. hvaö snertir meðferö lita.
Sum af verkum Kjarvals og ann-
arra nútimamálara eru þannig,
aö þau virðast ekki jafn auöskilin
eins og t.d. venjulegar landslags-
myndir. — Um slfk verk segja
sumir menn, aö þannig megi ekki
búa til listaverk. En þar kennir
þröngsýni allmikillar.... Vel sé
Kjarval fyrir þaö sem hann hefir
þegar gert, og vel sé hverjum
þeim, sem reynir aö skilja áöur
en hann kveður upp hina höröu
dóma yfir þeim, sem skapa nýja
fegurö i heiminum.”
„Líkur íslensku fjalli á
baksvipinn"
Ekki veröur þó séö aö fólk hafi
mælt þvi i mót að verk Kjarvals
væru list, altént ekki opinberlega.
Ýmislegt bendir þó til þess að
sýningin hafi ekki gert alltof
mikla lukku og aö aösóknin hafi
ekki veriö mikil. I grein i Mbl. 31.
mai 1919 segir m.a. um myndir
Kjarvals: ,,Ég sá þær ekki til
nokkurrar hlitar fyrr en ég kom
að skoöa þær I þriöja sinn. Þá
fyrst fór ég óhræddur út frá
þeim.”
Það hefur án efa veriö óalgengt
og nýjung fyrir fólk aö þurfa að
fara mörgum sinnum á sömu sýn-
inguna til þess aö reyna aö höndla
málverk á heföbundinn hátt. Eftir
þessa sýningu Kjarvals 1919 má
álykta aö viötökurnar hafi verið
mjög á þann veg aö hann hafi
verið álitinn einkennilegur lista-
maður og torskilinn i meira lagi. 1
dagblööum var þó alltaf reynt aö
halda uppi málstaö hans. Þar
sjást orö eins og „ævintýralegur,
tröllslegur, stórfenglegur, ein-
kennilegur, undrageimur, hátiö-
leiki.” Menn skynjuöu aö þarna
var eitthvaö nýtt á feröinni, en
kunnu ekki alveg aö bregöast viö
þvi.
Þaö voru ekki bara myndirnar
heldur einnig listamaöurinn sjálf-
ur sem var talinn einkennilegur.
Lýsing sem birtist i Timanum
sumarið 1919 sýnir vel þann
dularhjúp sem umlukti meistar-
ann i augum almennings: „Jó-
hannes er mikill vexti, þvi nær 3
álnir á hæö, og fornmannlegur i
útliti. Likur islensku fjalli á bak-
svipinn. Hann er fölur i andliti,
nokkuð stórskorinn, hárið mikiö,
dökkt, ekki hrokkið. Hann er
oftast nokkuð þungbúinn og hugs-
andi, röddin djúp og skýr.”
„Skógarhöll. Það er lausn-
in."
1 september 1919 var opnuð
fyrsta islenska listsýningin á veg-
um Listvinafélagsins. Þar sýndu
fjölmargir listamenn, þeirra á
meðal Kjarval. 7. september voru
nokkrar myndir seldar, en engin
þeirra eftir Kjarval. Þaö segir
nokkuð um hve lengi fólk var að
taka við sér þegar hann var ann-
ars vegar, áður en yfir lauk seld-
ust þó nokkrar mynda hans. Rikið
keypti mynd sem mesta athygli
vakti á sýningunni „Skógarhöll”
eftir Kjarval. „Rab” segir um
„Skógarhöllina” i Visi 13.
september: „Fyrst leiddist mér
að horfa á alla þessa sivölu
stofna. En eitthvaö seiðmagn hélt
mér föstum. Skógarhöll. Það er
lausnin. Það er ekki skógur
heldur skógarhöll.”
En ekki var „Rab” jafn ánægð-
ur meö myndina „Jónsmessu-
nótt”, einnig eftir Kjarval: „Ég
kann ekki að meta þessa hrygg-
brotnu og sliguðu húöarjálka.
Þeir vekja hjá mér viðbjóö og
andstyggö á þessum skripalátum
og Jónsmessustemmningin fer út
um þúfur. Þaö getur vel veriö aö
Danir, sem þekkja Jónsmessu-
nótt á Dyrehavsbakken með
hrossabrestum og „cymbrahýli”
geti metið þetta, en varla Islend-
ingar. Islensk Jónsmessunótt er
kyrröin sjálf og hin rólegasta
tign”.
Þaö lýsir vel fjölhæfni Kjarvals
aö ólikar myndir hans virkuöu
mjög misjafnlega á sömu mann-
eskju, allt frá dásamlegu seiö-