Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 171. Tölublaš - Blaš 2 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						. f.   —, .1.
Sunnudaguf 2. águst 1981
'*• *",
£3
*•?*«•?¦•
- VIÐTÖKUR FOLKS OG VIÐBRÖGÐ HANS
magni upp i hreinan viðbjóð.
„Rab" brigslar Kjarval einnig
um óþjóðlegheit i „Jónsmessu-
nótt", ekki er f jarri lagi að marg-
ir landar hans hafi hugsaö á þá
lund.
t dómi i Timanum i október 1919
segir: „Sumir halda aö Kjarval
geti ekki málað hversdagslegar
og raunverulegar myndir."
Margir hafa talið að Kjarval væri
ekki raunverulegur málari. Hann
málaoi ekki ljósmyndir, hvers-
dagsleikinn var vlðs fjarri i verk-
um hans. Fólk hefur vart veriö
meðtækilegt fyrir „fantasium"
og þvi ekki viö þvi að búast að
Kjarval kæmist inn á gafl hjá ts-
lendingum i fyrstu atrennu. Ef
litið er á viðtökur sem nýjunga-
málarar fengu erlendis mátti.
Kjarval vera sæll meö sin fyrstu
ár á málarabrautinni. 1863 var
t.d. haldin i Paris „útskúfaðra-
sýningin", þar tóku þátt meist-
arar á borð við Pissaro, Whistler,
Fantin-Latour, Cézanne og
Manet.
Styrkir og italíuför
20. januar til 2. febrUar 1920 hélt
Kjarval málverkasýningu i sal
Antons Hansens við Köbmager-
götu i Kaupmannahöfn. Dönsku
blöðin fóru lofsamlegum orðum
um sýninguna, 'brot Ur þeim birt-
ust i islenskum blöðum, tslend-
ingum til uppfræðslu um ágæti
meistarans. G.S. sagði i Tim-
anum: „Mun það gleöja alla að
Kjarval hefur fengið svo glæsi-
lega dóma um list sina, og er það
heiður fyrir islensku þjóðina að
eiga slikan mann."
Hvort sem það hefur verið orð-
um G.S. að þakka ellegar skyn-
semiráðamanna, þá fékk Kjarval
listamannastyrk i febrUar 1920.
Þetta var 2000 króna feröastyrk-
ur, hæsta upphæö sem málurum
og myndsmiðum var veitt það
árið. Rikharöur Jónsson fékk
sömu upphæö. Kjarval hélt til
Rómar til að kynnast nýjum
stefnum og sjónarmiðum.
Einar Benediktsson reit svo um
Italiuförina: „Ferðin til ttaliu
hefur aflaö honum míklu meiri
framfara, heldur en gerst hefir
um aðra listamenn vora, vegna
þess að hann mun hafa unnið
langbest að þvi að ná sjálfstæði
gegnum alla erfiðleika, áöur en
hann fór suður og einmitt þegar
hann dvaldi þar, vildi svo til að
hann var á þeim aldri, er breyt-
ingar verða einatt miklar I hug-
um og Hfsskoðunum manna."
Einar talaði siöan um að orðið
hefðu stefnuhvörf I list Kjarvals.
Þó virðast ekki allir hafa fellt sig
við þau hvörf því þegar nöfn
styrkþega listamannastyrksins
voru birt fyrir áriö 1921 var nafn
hans ekki að finna þar á meöal.
Eins og nærri má geta voru vel-
unnarar meistarans ekki alveg
sáttir við þennan gang mála.
Ekki var Kjarval þó alveg á
vonarvöl þvi 1921 var stofnað
styrktarfélagið Pictor. Það lagði
Kjarval til ákveðna fjárhæð
reglulega i þrjú ár. Ráðamenn
sáu einnig að sér að ári, Kjarval
fékk listamannastyrk 1922, einnig
seldihann æ fleiri málverk, menn
voru farnir að meðtaka list hans.
„Sveinsbréf á nýrri leið..."
Sumarið 1921 var haldin list-
sýning að tilhlutan Listvinafé-
lagsins og var Kjarval meðal
þátttakenda. 1 umsögnum um
þessa sýningu kvað við nokkurn
annan tón en áður hafði gert.
Einar Ben. sagði m.a. I Morgun-
blaðinu: „1 myndum Kjarvals er
mikið gleðiefni að sjá gagngerða
breytingu eða réttara sagt þró-
un.... i áttina til meiri löghlýöni
og lotningar fyrir visindum list-
arinnar." tumsögninni kom fram
að tvær stefnur toguðust á um
listamanninn en „myndin af konu
hans... er eins og sveinsbréf hans
á nýrri leið til mikilla verka, sem
þessum frumgáfaða og starf-
sterka málara vorum er ætlað að
ganga til mikilla áhrifa á list-
mennt íslendinga."
Ekki virðist þessi breyting hafa
verið Kjarval i óhag þvi á einka-
sýningu sem hann hélt i október
1921 seldust nær allar myndir
hans, „X" i Timanum fannst það
„furðulegt, þegar litið er á fjár-
málaástæður manna."
I dómum blaðanna kom I ljós að
fólk var almennt orðið sammála
um að Kjarval væri mikill lista-
maður og að gagnrýnisröddum
hafi fækkað. Vlsir: „Hann hefir
veriö sistarfandi leitandi lista-
maður. Engin sýningin hefir
verið annarri Hk.... En þó hefir
jafnan verið um hann deilt... Nú
ber enginn lengur á móti þvi að
Kjarval er meistari." Morgun-
blaðið: „....allir viðurkenna það
nU, að I Kjarval eigum við ein-
kennilegan listamann meö mikl-
um hæfileíkum." I Mogga er þvi
ennfremur spáð að sýning hans
verði „vafalaust vel sótt af list-
vinum bæjarins". Sem var og
raunin. Myndir hans voru farnar
að seljast og fólk farið aö streyma
á sýningar hans. Hvort það var
vegna þess að fólk hafi verið farið
að venjast honum eða vegna
breytinga sem list hans tók I
ttalluförinni skal osagt látið.
Vafalaust eru fleiri skýringar til-
tækar.
Kjarval sjálfur 1922
En hvað sagði Kjarval sjálfur
um list sina og viðbrögð fólks við
henni á þessum árum. Gluggum i
viðtal við hann I Morgunblaðinu
23. april 1922:
„Ég kom á þeim tima Ut I heim-
inn sem „reaktiónin" — mótstað-
an, byrjaði gegn hinum klasslsku
skólum og stefnunum gömlu. Ég
var opinn fyrir öllu og tilbUinn til
aðlæra af hverju sem var án þess
þó að gera mér fyllilega grein
fyrir hvernig hollast myndi að
byrja. Ahrifin sreymdu yfir mig
sem foss marglitra geisla og
fannst mér ég vera klettur sem
eyddist og molnaði er flóðið dundi
sem sterkast. Var þá eins og
kletturinn ætti innra ljós sem
mundi slokkna ef ekki fjaraði
áhrifunum.
Þannig var um mig er ég byrj-
aði að frama mig I listum. Sjálf-
um hefir mér verið borið á brUn
að ég væri sjaldan sjálfum méi
Hkur og sundurleitur i verkum
minum og er þetta ekki að ósekju,
þvi svo er fljótt á aö lita fyrir
þann sem heimsækir mig og sér
það sem ég hefi gert, að ég muni
ekki við eina f jölina felldur. Ég er
þess fullvitandi og reyni ekki að
skýla þessu, þvi þá færu landar
minir þess á mis, að sjá hvernig
unglingurinn hefur unniö meðan
hann var að skoða heiminn, sem
honum var ókunnugur, nema i
munnmælum og kynjasögum.
Mér varð brátt ljóst, að gömlu
skólarnir — akademiin — voru
ekki eins og ég bjóst viö. Það var
kominn doði I listarandann, sem
átti að rikja þar og ágætis list-
menjar frá fornum tímum, sem
skólarnir áttu nóg af, stóðu og
biðu eftir góðum kennurum, sem
áttu að opna augu lærisveinanna
fyrir þvl góða, sem er gert —
undirstöðunni undir það sem þU
og ég eigum að byggja á. Ég
kynntistlistamönnum af öllu tagi,
góðum og vondum: ég mætti
nýjum stefnum, sem fóru hliöar-
götur viö hina æöri skóla....
Höfuðsmennirnir voru óhræddir
við dóma, þvi að þeir vissu að
æösti dómur er seinastur, sem
mannveran ræöur ekki viö. Þeir
höfðu dauðann fyrir baktjald, en
horfðu inn I ljósið, sem var fullt af
undarlegum formum og sundur-
leitum litum. Og þeir smiðuðu
myndir og hluti, sem þeir halda
að heyri framtlðinni til, — ....Einn
af þessum mönnum var ég. Þaö
bjargaði uppruna mlnum, aö ég
fyllti flokk þessara manna — en
ég var kominn utan til þess að
læra og sjá, og ég ákvað að ganga
i gegnum þann gamla skóla til
þess að finna það sem átti að vera
þar. Og oft vann ég sem hver
annar erfiðismaður ellefu stund-
ir á dag við að teikna og mála. Og
ég fann smám saman það sem ég
hálfvitandi leitaði að — að læra og
kunna — ég lærði að velja og
hafna. Þá varð mér smám saman
ljóst, að ég þurfti að skilja samtlð
mina, til þess að geta dæmt um
nýtt og gamalt i listum. Ég vissi,
að tsland átti enga fortið I
málaralist og ábyrgðartilfinning-
in vaknaði, er fylgir einstaklingi
hverjum. Ég vildi vita deili á þvi
sem var og er og sökkti mér þvi
niður á allar stefnur og byggði
yfir hugmyndir mlnar og fann
nýjar stefnur. Ég Iæröí að hugsa
sjálfstætt i listheimi minum: væri
ég viðvaningslegur stundum, var
það bara þjóðerni mitt."
Viðvaningslegar    viðtökur
Kjarval segir þarna að hafi
hann verið viövaningslegur
stundum hafi það bara verið þjóð-
erni hans. Sama mætti e.t.v.
segja um þær viötökur sem lista-
maðurinn fékk hér, aö þær hafi
verið viðvaningslegar og að það
hafi bara verið þjóöernið. tsland
átti enga fortið I málaralist en
langa fortið I þjóðlegum bóR-
menntum, og þvi erfitt fyrir
bókaþjððina að meðtaka hina
nýju stefnu sem Kjarval bar inn I
landið I upphafi.
I april 1922 hélt Kjarval yfirlits-
sýningu frá siöustu 10 starfsár-
unum í húsi Egils Jacobsen kaup-
manns. 1 dómi um hana komst
Ragnar Asgeirsson m.a. svo að
orði i Morgunblaöinu: „Um
engan islenskan málara mun
deilt jafn mikið og um Kjarval.
Það er von að svo sé þar sem ts-
lendingar hafa aldrei dýrkað aðra
list en orðsins I riti og ræöu og
skortir þar af leiðandi tilfinnan-
lega greind til að kunna að meta
list i litum og dráttum. Stara þvi
margir sem tröll á heiörikju
þegar eitthvaö nýtt ber fyrir
auga... Einn segir öðrum frá, og
vitleysan gengur mann frá manni
og myndast við það „skoðun al-
mennings".
Vill oft fara á þá leið I stórbæj-
unum, þar sem fjöldinn er Htt
vanur að hugsa sjálfstæðar hugs-
anir. Og heimskinginn fordæmir
það sem hann ekki skilur.... Það
þarf krafta til þess að sigrast á
mótstöðu fjöldans og skilnings-
leysi, en það hefur Kjarval gert."
A sýningunni 1922 voru nokkrar
myndir I kUbiskum stil. Um þær
sagði M.J. i VIsi af talsverðu um-
burðarlyndi: „Það er varla von
aö menn kunni strax að meta þær.
Menn eru svo vanir að spyrja
hvað þetta og þetta sé.... En i
raun réttri er þessi spurning, af
hverju myndin sé æfinlega auka-
atriði, frá listarinnar sjónarmiöi,
hversu skýr sem myndin er."
//...auk þess sem  hún er
mjög lík"
Næst var það að frétta af Kjar-
val að hann hélt sýningu i húsi
Listvinafélagsins um mánaða-
mótin nóv.-des. 1923. Þar voru
myndir af ýmsu tagi en mesta
athygli vöktu myndirnar af fjór-
um fyrrverandi bankastjórum
Landsbankans. Ekki voru blöðin
sammála að öllu leyti um ágæti
þessara mynda. Visir og Tfminn
voru sama sinnis um að mynd-
irnar af Lárusi Sveinbjörnssyni,
Tryggva Gunnarssyni og Birni
Sigurðssyni heföu tekist vel, en
Timinn sagði að myndin af Birni
Kristjánssyni heföi tekist miöur:
„titlit mannsins hefir freistað
málarans til að nota I óhófi suma
höfuðliti regnbogans." Visir sagði
aftur á móti að myndin af Birni
Kristjánssyni væri „...afbragðs
„frisk" og full af veruleika og lifi,
auk þess sem hún er mjög Hk."
Þarna sést enn að menn voru
ekki alveg á eitt sáttir um list
meistarans. Engu að siður var
þessi sýning vel sótt og þröngt var
á þingi i sölum Listvinafélags-
hUssins þá daga sem Kjarval
sýndi þar. Tlminn skrifaði:
„Margir komu af þvi þeir vilja
alltaf sjá, hversu þessum ein-
kennilega málara farnast." Enn
var talað um Kjarval sem ein-
kennilegan mann en aðsóknin
bendir til þess aö list hans hafi
verið að vinna sér sess og hann
farinn að vekja meiri athygli en
áður.
önáttúruleg og óskiljanleg
málverk
Þótt Kjarval ætti eftir að mála
lengi eftir þetta voru menn ekki
alltaf sammála um ágæti listar
hans og sem smádæmi má taka
skrif Jóns Sigurðssonar i Ystafelli
i april-juni hefti Iðunnar 1928 en
þar sagði m.a.: ...„Nýjasta mál-
verk eftir Kjarval eru ónáttUru-
leg og óskiljanleg öllum almenn-
ingi."
Unnendur listar Kjarvals voru
fljótir að svara fyrir sig og „Nafn
á Krossgötum" svaraði Jóni m.a.
á eftirfarandi hátt I VIsi: „Ég
sem þekki Jóhannes S. Kjarval og
myndir hans, get sagt Jóni á
Ystafelli þaö, að mjög mikill hluti
almennings skilur bæöi eldri og
nýjustu Kjarvalsmyndir, og er
mér þvi ljúft að lýsa ósanninda-
manni Jóni á Ystafelli svo frá
þessu, og vekja eftirtekt hans á
þvi, aö hann séprédikari, sem vill
leiða fólkið burt frá Kjarvals-
myndum. Jón á Ystafelli slær á
ólistræna strengi slna sem hann
vill að fólkið trúi á."
Þessi togstreita milli fylgis-
manna Kjarvals og hinna sem
meðtóku hann ekki, var til staðar
alla hans tið og er jafnvel enn, þó
hUn sé hverfandi litil I dag. Mest
var hún liklega á fyrstu árunum
eftir að hann lauk námi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32