Tíminn - 15.09.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.09.1981, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 15. september 1981 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helqar-Timans: llluqi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð- jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla )5, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjaldá mánuði: kr. 85.00-Prentun: Blaðaprent h.f. Mívmm Um daginn og veginn eftir Kristján Jóhannesson frá Klambraseli mannvirki vígt um helgina ■ Eitt mesta mannvirki islenskrar vegagerðar var vigt um helgina i bliðskaparveðri — brúin yfir Borgarfjörð. Það var vel við hæfi að Halldóri E. Sigurðssyni, fyrrverandi samgönguráðherra, skyldi falinn sá heiður að vigja brúna formlega, þvi hann hefur allra stjórnmálamanna mest barist fyrir þvi að Borgarfjarðarbrúin yrði að veruleika. Það var þegar árið 1958 að Halldór flutti ásamt nokkrum öðrum þingmönnum tillögu til þings- ályktunar um rannsóknir vegna byggingar brúar yfir Borgarfjörð. Og það var i tið hans sem sam- gönguráðherra að fjármagni var veitt til fram- kvæmdanna sjálfra, þrátt fyrir mikla andstöðu úr ýmsum áttum. Það á vafalaust við um Borgarfjarðarbrúna ! eins og svo mörg önnur stórvirki, 'að þótt skamm- sýnir menn hafi lagst gegn byggingu hennar i öndverðu, þá muni flestir eða allir telja þetta mannvirki sjálfsagt nú þegar þvi er lokið. í þessum efnum sem öðrum sannast það að allir vilja Lilju kveðið hafa. Þess vegna er full ástæða til þess að gera sér grein fyrir þvi, hverjum þetta mannvirki er fyrst og fremst að þakka. 1 ræðu sinni við vigsluathöfnina sagði Halldór f E. Sigurðsson, að ákvörðunin um byggingu þessa ’ mannvirkis hafi miðast við ,,að bæta samgöngur ibúa Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands, innanhéraðs og við höfuðborgina. Einnig er mannvirki þetta veigamikill hlekkur i þeirri keðju, sem hringvegur landsins er. Þegar haft er i huga að 23 ár eru frá þvi að þingsályktunartillagan um brúna var samþykkt á Alþingi, og þann tima allan hefur þurft til að koma brúarbyggingunni i framkvæmd, er ljóst að málið var ekki auðunnið. Hitt verður þó að hafa i • huga að hvort tveggja kom til, að augljóst var að undirbúningstimi yrði langur, þar sem i fyrsta sinn átti að brúa fjörð, og að meta átti aðrar vegaleiðir i samanburði við brúargerðina. Bið er réttlætanleg ef menn missa aldrei sjón á tak- markinu uns þvi er náð.” Eins og Steingrimur Hermannsson, samgöngu- ráðherra, sagði við vigslu brúarinnar um helgina, er hér um að ræða eitt viðamesta verk- efni, sem Vegagerð rikisins hefur tekist á við, og hún hefur unnið verk sitt með þeim hætti, sem sýnir að Vegagerðin er fær um að leysa öll þau stórvirki, sem framundan eru i vegagerð hér á landi. Um leið og landsmenn allir fagna þessu merka mannvirki færa þeir öllum þeim, sem lagt hafa hönd að verki við gerð Borgarfjarðarbrúar, þakklæti fyrir frábæra frammistöðu. —E.S.J. ■ Alþingi tslendinga, 1980-81 er ral lokiö fyrir nokkru. Taliö er af þeim, sem til þekkja aö aldrei hafi veriö eins margir málaflokk- ar til umfjöllunar, eins og á þessu þingi. Undanfarna áratugi hefur of litil viröing veriö borin fyrir Alþingi af almenningi i landinu, — þessari æöstu stofnun þjdöar- innar. A sama tima var talaö um, aö hversu góö mál sem stjórnar- andstæöingar flyttu á þingi, þá væru þau felld af stjórnarliöinu. Sem betur fer, held ég, aö þetta sé aö breytast til batnaöar, enda þarf svo aö vera. Alþingismenn veröa ávallt aö hafa fyrst og fremst i huga, hvaö Islandi og islensku þjóöinni er fyrir bestu. baö veröur aö ráöa geröum þeirra, en ekki flokks- eöa eiginhagsmunir. Á siöasta degi Alþingis var meöal annars fjallaö um, hvort lögleiöa ætti bilbeltanotkun. Ekki eru allir samþykkir þvi, aö þaö skuli gert. Afgreiösla málsins varö þó sú, aö fyrirskipa bilbelta- notkun frá 1. október næst komandi — en þö á ekki, i bili, aö taka hart á mönnum, þótt van- rækt sé aö nota þau... Mín skoöun ersií,aö réttsé aö lögleiöa notkun biibelta, þvi aö þá megi hiklaust vænta, aö umferöaslysum fækki. Þaö er hræöilegt aö sjá og vita ungt fólk örkumla aumingja ævi- langt. Þaö er of seint aö byrgja brunninn, þegarbamiö er dottiö ofan I hann. Þaö veröur aö finna öllhugsanleg Urræöi, til aö fækka umferöaslysum. Svo viröist, eftir fréttum áþessu ári, aö vaxandi á- keyrsla sé á hjólreiöamenn, — þannig, aö bilstjórar keyra fram úr öörum bil, oft meö óleyfilegum hraöa, meö þeim afleiöingum, aö aka á hjólreiöamenn, sem oft eru óvanirunglingar...Þaöveröur aö taka hart á umferöarlögbrotum, eins og raunar öllum lögbrotum. En umferöarbrot eru hættulegri enönnur lögbrot, þvi aö þar er oft um lif og dauöa aö tefla bæöi á mönnumogskepnum. Þess vegna veröur fyrsta afbrot aö greiöast meö hárri sekt og ökuleyfissvipt- ingu um tima. Enginn bilstjóri ætti aö gera sig sekan um aö aka undir áhrifum á- fengis. Þó kann aö vera rétt aö svipta hann ekki ökuleyfi, nema um tima, viö fyrsta brot. En viö annaö brot ætti skilyröislaust aö svipta alla bilstjóra ökuleyfi ævi- langt. ökumenn sem ættu vístað missa ökuleyfi ævilangt, mundu ekki setjastundir stýri ölvaöir, — og þá mundi bilslysum vissulega fækka, þvi aö enginn bilstjóri vill missa ökuleyfi ævilangt. Þaö er tilgangslaust með öllu aögéfa útreglugeröir og lög.sem fyrirsjáanlegt er aö verði brotin... Ég minnistf sambandi viö þetta, aö fyrir nokkrum árum varð maður uppvisaö smygli á áfengi, og var sektaöur fyrir. En hann sagöi: „Þetta gerir mér ekkert. Ég margvinn þaö upp siöar.” ... Hegning fyrir lögbrot veröur aö vera þaö mikil, aö enginn hætti á að brjóta lög og reglugerðir, eöa geti hagnast á þvi. Veröbólga hefur þjáð okkur Islendinga um skeiö. Hún er, þvi miður, tilbúin að nokkru leyti heima fyrir. Allir stjórnmála- flokkar og ríkisstjórnir hafa magnað veröbólguna, með þvi aö láta allt, eöa alltof mikiö, eftir dekurbömum þjóöarinnar undan- farna ára tugi. Og „sjaldan launa kálfar ofeldi.” Veröbólguna veröur að sigra. Hún er eitt mesta þjóöarböl okk- ar. Og til þess þarf aðeins vilja, eins og forsætisráöherrann okicar sagöi réttilega um áramótin siöustu. Og ég held, aö núna vilji mikill meiri hluti þjóöarinnar ekkert frekar, en aö veröbólgan verði yfirbuguö. Stjórnmálamenn okkar veröa því að taka saman höndum um, hvar I flokki sem þeir eru, að sigrast á henni. Þaö sæmir ekki þeirri kynslóö sem nú rikir, aö velta skuldum þjóöar- innaryfir á unga og óborna, þó að hún hafi óneitanlega margt vel gert fyrir framtiöina. Islendingar hafa unnið stóra sigra fyrr og geta enn, ef þeir aðeins standa saman. Má þar minna á sjálfstæöisbaráttuna, handritin og landhelgina I 200 milur. Viö eigum gott land, fagurt land, stórt land, — auðug fiski- miö, afl i fossum og auð i jöröu, þar sem jarðvarminn er, og aö mestu ómengað gróöurland. Já, „þetta land á ærinn auö, ef menn kunna aö nota hann,” eins og skáldið segir réttilega. Viö veröum aö treysta fiski- fræöingum, reyndum sjómönnum og stjórnvöldum, til aö vernda fiskistofnana fyrir ofveiði. Og ég held, að það megi treysta land- græöslunni, bændum og umráða- mönnum landsins, ásamt stjórn- völdum, til aö ofnýta ekki landiö. Forfeöur okkar beittu landið miskunnarlaust i höröum árum, og skógana hjuggu þeir i húsavið, til eldiviöar og kolageröar, og i höröum árum voru greinar og börkur skorin af trjánum og gefin búfénu. Fyrir það hafa forfeður okkar veriö dæmdir hart af okk- ur, sem nú lifum i allsnægtum og óhófi. Þaö á aö fyrirgefa þeim þetta, þeir vissu ekki hverjar af- íeiðingar þessayröu. Og þeirgátu raunar ekki annaö, þvi aö meö þessum aðgeröum voru þeir aö bjarga fólki sinu og fénaöi... En þjóðin hefur lært af forfeðrunum svo sem vera ber. Kjarvalsstaðir með fullt hús SEPTEM ’81 Listsýning aö K jarvalsstööum. Kristján Daviösson, Þorvaldur Skúlason, Valtýr Pétursson, Guömunda Andrésdóttir, Jóhatines Jóhannesson, Karl Kvaran og Sigurjón Ólafsson. ■ Vetrarstarfið, ef svo má oröa þaö, hefst nú aö Kjarvalsstööum meö fullu húsi af myndum, og portiö er lika notaö, þannig aö segja má aö þaö sé sól inni og sól úti þar, þessa dagana. Anna ólafsdóttir er með mynd- vef.naö á vesturgangi og i af- drepi, sem er fyrir list I miöálmu. *Hallsteinn Sigurösson, mynd- höggvari er á vesturgangi og i portinu, en I Austursal er veriö aö koma fyrir sýningu á myndum Kjarvals og fleiri frægra lista- manna, sem nú eru látnir. Ber þar liklega hæst myndir, er Kjar- val málaði á vinnustofu sina i Austurstræti fyrir meira en hálfri öld, en þær myndir hafa nú verið teknar ofan, eöa myndarööin, og var veggfóöur þetta sent til Dan- merkur, þar sem þaö hlaut viö- gerö og var fært upp i nýjan striga og undirlag. Hvert rúm er þviskipaö á Kjarvalsstöðum eins og á herspi'tala og húsiö brúsar af list.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.