Tíminn - 16.09.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.09.1981, Blaðsíða 8
8 * Miövikudagur 16. september 1981 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helqar-Timans: llluqi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir. Egill Helgason. Friðrik Indriöason. Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir. Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Otlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð- jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 85.00- Prentun: Blaðaprent h.f. á vettvangi dagsins Stjórnmála ástandid eftir Jón Kristjánsson, ritstjóra Austra Sextíu ára stríð Morgunblaðsins ■ Siðan danskættaðir kaupmenn flæmdu Vilhjálm Finsen frá Morgunblaðinu og ráku Þor- stein Gislason nokkru siðar, hefur stefna blaðsins verið óbreytt. í sextiu ár hefur það verið megin- markmið Morgunblaðsins að halda uppi haturs- áróðri gegn samvinnufélagsskapnum og reynt að stöðva framgang hans á allan hátt. í tilefni af þvi, að Sambandið hefur keypt meirihluta hlutabréfa i fiskiðjuveri á Vestfjörð- um hefur ritstjórn Morgunblaðsins eins og tryllst. Svo algerlega hefur Mbl. sleppt sér siðustu vik- urnar, að ekki hefur verið að finna neitt samræmi i málflutningi þess. Aðeins örfá dæmi skulu nefnd. Morgunblaðið segist vera andvigt taprekstri hjá útflutningsiðnaðinum og gera verði ráðstaf- anir til að koma i veg fyrir hann. Á sama tima krefst það, að Sambandið noti óskylda sjóði til þess að halda slikum taprekstri áfram. Morgunblaðið segist vera andvigt rikisrekstri og vaxandi þátttöku rikisins i atvinnurekstrinum. Á sama tima krefst það þess, að rikið fái hlutdeild i iðnaðarrekstri Sambandsins i samræmi við hin- ar almennu ráðstafanir, sem kunna að verða gerðar til að rétta hlut útflutningsiðnaðarins. Morgunblaðið segist vera fylgjandi samkeppni og andvigt höftum, en krefst þess svo, að dregið verði eins konar járntjald milli samvinnurekstr- ar og einkarekstrar til að hindra alla útfærslu á samvinnurekstrinum utan þessa járntjalds. Slikt járntjald væri alger haftastefna. Þannig mætti rekja þetta áfram. Það er engu likara en að ritstjórar Mbl. gangi af göflunum og sjái ekki mótsetningarnar i málflutningi sinum, þegar þeir eru að hamast gegn samvinnuhreyf- ingunni. Samvinnurekstur og einkarekstur hafa starfað hlið við hlið i meira en öld. Það var upphaflega reynt að tefla þeim fram sem miklum andstæð- um, einkum meðal einkaframtaksmanna. Að . miklu leyti er þeim áróðri nú hætt, þvi að þjóðin hefur lært, að hún getur hagnast af báðum þess- um rekstrarformum og samkeppni milli þeirra. Akureyri er ágætt dæmi um þetta. Akureyri er réttilega talin mesti samvinnubær á íslandi. En samvinnustarfið hefur ekki útrýmt einkarekstr- inum þar. Á Akureyri eru fjölmörg blómleg einkafyrirtæki, sem beint og óbeint hafa notið þess, að samvinnufélagsskapurinn hefur eflt at- vinnulifið og i framhaldi af þvi hafa skapast tæki- færi fyrir einkarekstur á ýmsum sviðum. Samvinnuhreyfingin hefur orðið mörgum dug- andi einkarekstrarmönnum mikilvæg stoð. Þess má t.d. minnast, að Ingvar Vilhjálmsson sem reist hefur eitt glæsilegasta fiskiðjuver landsins, átti góð skipti við þáverandi útflutningsdeild Sambandsins, þegar hann var að komast yfir fyrsta hjallann i fiskvinnslunni. Það eru nóg verkefni fyrir framtakssaman félagsrekstur og einkarekstur á íslandi. Félög og einstaklingar eiga að keppa að þvi að leysa þau i stað þess að láta nátttröll eins og Mbl. vera að rægja sig saman. Þ.Þ. ■ Fáum dylst að rólegt hefur verið á stjórnmálasviðinu i sumar, ef undan er skilið innan- flokksdeilur stjórnarandstöð- unnar, sem ekki er ætlunin að skýra hér, enda ekki á færi allra að botna i þvi stjórnmálastarfi sem þar fer fram. bað er ærið umhugsunarefni, hvernig komið er fyrir stjórnarandstöðunni á Is- landi núna, og hve óhæf hún er að rækja hlutverk sitt, en það er önnur saga. Þótt ymsir erfiðleikar séu framundan eru þó jákvæð teikn um árangur stjórnarstefnunnar i efnahagsmálum, og ástæða til þess aö ætla að meginmarkmið hennar i stjórn þeirra náist á þessu ári. Nú hefur náðst það mark, að raunvextir eru i land- inu, þar sem innlánsvextir hafa náð verðbólgustigi. Er þetta þýð- ingarmikið atriði fyrir framvind- una i efnahagsmálum. Ef ekkert óvænt gerist er útlit fyrir að það markmið náist að verðbólgan fari ekki fram yfir 40% á þessu ári og þrátt fyrir gengisbreytingu á dögunum kostar danska krónan og þýska markið jafnmikið nú og i byrjun árs, og er vart við þvi að búast að við náum betri árangri i' gengis- málum, en t.d. Þjóðverjar. Hagstæð gengisþróun dollarans hefur létt undir með útflutnings- aðilum sem flytja á Bandarikja- markað, en skuggahliðin á þess- ari þróun, eru erfiðleikar þeirra iðngreina sem selja til Vestur- Evrópu,og þeim erfiðleikum þarf að mæta. Nú riður á að fylgja þeim árangri eftirsem náðsthefur með enn frekari aðgerðum á næsta ári, þannig að verðbólgan haldi á- fram að lækka. Þótt að 40% verð- bólgustigið náist á þessu ári er verðbólganenn langt ofan við það sem viðunandi má teljast. Samvinnuhreyf- ingunni er treyst eftir Halldór Kristjánsson ■ Astæöa er til að hugleiða um- ræður þær sem fram fara i blöð- um vegna þess að sjávarafurða- deildS.I.S. kaupir aöhluta frysti- hús i SUgandafiröi. Það ereðlilegurhlutur aö skipti um menn. Þegar menn ná eftir- launaaldri og aldur og þreyta segir til sin er enginn hlutur eðli- legri en menn vilji losna úr um- fangsmiklu starfi eftir langan starfsdag. Og þá getur vel stað- ið svo á að ekki sé innan fjölskyld- unnar maður sem óskar að halda starfinu áfram. Hver sá sem eitt- hvað veit skil á fslenskri atvinnu- sögu þekkir til eigendaskipta fyr- irtækjaieinkarekstri.Hann hefur ekki alltaf veriö þægilegur eða sársaukalaus fyrir verkafólk á viðkomandi stöðum. Þeirsem nú eru að hætta á Suð- ureyri vilja skilja viðá þann hátt að framhaldið sé sem tryggast. Þess vegna snúa þeir sér til sam- vinnuhreyfingarinnar um að taka við og er jafnframt rætt um að eignarhlutur heima manna verði sem mestur. Hreppur og kaupfé- lag eiga hlut f f iskiðjunni og þeim stendur tilboða að auka sinn hlut. Svipaðst er eftir þátttöku heima- manna á annan hátt. Hér er þvi Ofið úr torfi og grjóti Kjarvalsstaðir. Asta ólafsdóttir Myndvefnaður. 5. - 20. scptember. ■ Laugardaginn 5. september opnaði Asa ólafsdóttir einkasýn- ingu ívesturgangi Kjarvalsstaöa, enAsa erannars bUsetti Sviþjóð, þar sem hún vinnur einvörðungu að myndvefnaði. Asa lauk námi frá Myndlista- og handiðaskóla íslands árið 1973 og kenndi siðan myndvefnað viö þann skóla i 3 ár. Hún stundaði siðan framhaldsnám i Svíþjóð og er nú kennari við Kursverksam- helens Konstskola Göteborgs Universitet. Úr torfi og grjóti Þeir sem nærri myndlist koma á einn eða annan hátt, vita að myndgerð er mis tfmafrek. Þaö er að segja hver mynd. Að visu má ekki alhæfa þetta um of. En maður vorkennir myndhöggvur- um, sem eru fyrst og fremst erf- iðismenn. Vinna eins og fangar i grjótburði, ellegar verkamenn i járnsmiöju, og maður ber virð- ingu fyrir elju þeirra og þreki, ekki sfður en listinni er þeir skapa. Nokkuð svipaða sögu er að segja um vefara, þá sem fást við myndvefnaö, þvi ómæld er sú vinna er fer jafnvel i hinar minnstu myndir. Þetta fólk saumar úr sér augun dag og nótt, eftir nokkurra vikna strit, veröur til ofurlftil mynd. Þaö er lfklega þess vegna sem . maöur ber svo mikla virðingu fyrir einkasýningum á mynd- vefnaði. Og þótt auðvitað séu slfk- ar sýningar misjafnar eins og aðrar myndlistarsýningar, þá eru þærsjaldgæfariog þvf dálitil upp- lyfting frá öðrum myndlistarsýn- ingum. Sem aö framan segir, þá er Asa ólafsdóttir nU búsett i Sviþjóð, þar sem hUn hefur vinnu og er i fullu starfi viö myndvefnað. Það lægi þvi beinast við að hún helgaði sig hinum skandinaviska skóla, eöa þá alþjóðlegri mynd- hefð. Það gerir hún ekki , þvi hennar myndir eru islenskar. Motifin islensk, úr torfi og grjóti, þótt einnig sé þarna að finna ab- straktsjónir, semeru mjög góðar, t.d. mynd nr. 2 (vona að ég fari rétt með), þar sem finlegt sam- spil lita og forma, verða að hug- ljúfu myndverki. Torfveggurinn, torfbærinn, fjöllin og túnin, eru höfuðinntakið i þessum verkum. Og nær hún furðu góðum árangri i að lesa fin- gerö form út Ur vegghleðslunni og einfóldun hennará umhverfinu er sannfærandi og frumleg i senn. Hér fara saman hæfileikar i teikningu og lit, og þótt hún velji sér realisma i vissum skiln- ingi,eru myndir hennar ekki að- eins lýsing á umhverfi, heldur fyrst og fremst myndlistarverk. Hannyrðir á íslandi 1 fyrra fögnuðum við islenskum vefara sem starfar i Paris, og bar meö sér yndislegar myndir, og þaö er sannarlega gaman að vita

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.