Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 2008 15 Alexandra Diljá Guðlaugs- dóttir er ein þeirra sem iðka wicca og hefur gert það í tvö ár. Áhuginn kviknaði fyrst fyrir sex árum, þegar hún var þrettán ára gömul. „Wicca er náttúru- og fjölgyðis- trú og við trúum á heilagleikann sem er bæði Guðinn og Gyðjan. Þau búa í öllu og náttúran er því heilög. Maður á því að vera með- vitaður um umhverfið og hvernig maður kemur fram við fólk. Þessi lífsspeki höfðaði strax til mín.“ Kristni og wicca Alexandra segir að fólk mæti oft miklu skilningsleysi þegar það játar fyrir fjölskyldunni hverrar trúar það sé og á það sérstaklega við þegar fjölskyldan er mjög trúuð. Sem betur fer hafi það ekki verið tilfellið með sig. „Þetta er skiljanlegt. Kristin trú bannar galdra og skurðgoðadýrkun og þar með wicca. Þegar foreldrar komast að því að barnið er wicca verður fólk skelfingu lostið og vill bjarga barninu. Það heldur að barnið sé gengið djöflinum á vald en það gæti ekki verið fjær sanni.“ Wicca ekki skráð trúfélag Fjöldi wicca-iðkenda á Íslandi er óviss en sumir vilja meina að þeir séu milli tvö og þrjú hundr- uð. Ástæða óvissunar er ekki síst að wicca er ekki skráð trúfélag. Nokkuð margir wicca-iðkend- ur eru innan Ásatrúarfélagsins og er ástæðan fyrir því að það er eina heiðna trúfélagið sem wicca-iðkendur geta skráð sig í og þeir vilji styrkja þetta sam- félag. „Ég get gengið þar inn og sagt: Ég er wicca og það er sam- þykkt. Ég sé ekki alveg fyrir sömu viðbrögð hjá Krossinum!“ Alexandra segir að margt sé líkt með ásatrúnni og wicca. Í kristni þurfi til dæmis að biðja um fyrirgefningu en í wicca væri það kjánalegt að biðja Gyðjuna eða Guðinn að fyrirgefa sér. „Maður ber ábyrgð á sínum eigin gjörðum í wicca og ásatrú. Það er því undir manni sjálfum komið að fyrirgefa.“ Ekki má skaða fremja Galdrar eru ekki hluti af wicca heldur viðbót og þá stunda ekki allir wicca-iðkendur. „Sjálf hef ég ekki gert það hingað til,“ segir Alexandra. Wicca-iðkendur segja að galdra eigi að nota til góðs. Ein- hverjir hljóta samt að nota þá til ills? „Auðvitað eru einstaklingar inni á milli sem gera það en wicca- samfélagið lítur á þá sem svikara við trúna því það brýtur aðalreglu wicca sem er þessi: Það má ekki skaða fremja.“ Að lokum, hvert á fólk að snúa sér ef það hefur áhuga á að kynna sér wicca? „Þá er best að kíkja á síðuna mína, Wicca á Íslandi, wicca iceland.freeforums.org. Í gegnum hana má svo senda mér póst.“ - seg Wicca en ekki djöfladýrkandi ■ Talið er að alls um 800.000 manns iðki wicca. ■ Wicca fór að breiðast út í núver- andi mynd upp úr 1954 en þá gaf stofnandi trúarinnar, Gerald Gardner, út bókina Witchcraft Today. ■ Innan wicca eru margar stefnur, til dæmis gardnerísk, alexandrísk, norræn og úrvals. ■ Galdrar eru viðbót en ekki hluti af wicca. ■ Ákveðin verkfæri eru mikilvæg: sproti, bikar, rýtingur, tákn með fimm arma stjörnu innan hrings, pottur, reykelsisstandur, reykelsi og kerti. ■ Wicca trúir á hið heilaga og það skiptist í guðinn og gyðjuna sem búa í öllum hlutum. ■ Guðinn er táknaður með sólinni en gyðjan með tunglinu. ■ Þungamiðja wicca er trúin á karma: Það sem þú gerir, gott eða illt, kemur til þín þrefalt til baka. ■ Algengt er að wicca-iðkendur trúi á endurfæðingu. ■ Wicca hefur ekkert með djöfla- dýrkun að gera. WICCA Í HNOTSKURN ALEXANDRA DILJÁ GUÐLAUGSDÓTTIR Gyðjan fær meiri athygli en guðinn, sennilega vegna þess að flestir wicca-iðkendur eru konur. KERTIN ERU MIKILVÆG Við tilbeiðslu á Guðinn og Gyðjuna, svo og þegar galdrar eru stundaðir er mikilvægt að hafa réttu tækin sér til aðstoðar. Áhersla er meðal annars lögð á kerti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.