Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Markašurinn 
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						MARKAÐURINN 2. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR8
ÚTTEKT
V
ið spilum sókn en ekki vörn,? segir Karl 
Wernersson, stjórnarformaður Milestone, 
glaðbeittur þegar hann er spurður að því 
hvort félagið sé á flótta með fyrirtæki sín 
úr landi. Þegar ársuppgjör Milestone var 
kynnt í byrjun mars var upplýst að frá og með þessu 
ári yrðu öll fyrirtæki Milestone dótturfélög sænsku 
fjármálasamstæðunnar Invik, þar á meðal Sjóvá, 
Askar Capital og Avant, en Invik yrði eftir sem áður 
dótturfélag Milestone. Karl segir búið að marka 
stefnu til framtíðar þar sem unnið sé að straum-
línulögun fyrirtækjastarfsemi Milestone og sókn 
inn á norrænan fjármálamarkað. Tekin hefur verið 
ákvörðun um að skrá Invik í framhaldinu í sænsku 
Nasdaq OMX-kauphöllina.
Karl segir þær breytingar sem félagið gangi nú í 
gegnum og séu í vændum eiga sér nokkurn aðdrag-
anda. ?Segja má að sagan hefjist árið 2004 þegar 
við ákveðum að taka þátt í uppbyggingu fjármála-
markaðar hér á landi og tökum 
að kaupa hlutabréf í Íslands-
banka, sem síðar varð Glitnir. 
Þessi kaup voru gerð með því 
markmiði að við gætum haft 
áhrif á stefnu og framtíð bank-
ans. Í framhaldinu markaði ný 
stjórn bankans með fulltrúum 
Milestone þá stefnu að fara í 
útrás.? Útrás bankans var beint 
til Norðurlanda og segir Karl 
markmiðið hafa verið að byggja 
upp fjármálaþjónustu á Norður-
löndum. ?Eftir þessu skipulagi 
var mjög markvisst unnið, allt 
þar til við og félagar okkar selj-
um stærstan hlut okkar í bank-
anum á síðasta ári.? Hann segir 
Mile stone í raun hafa litið á 
Glitni sem nokkurs konar stökk-
pall yfir í norrænan fjármála-
markað, en eftir að fyrirtækið 
hafi selt megnið af hlut sínum 
í bankanum, hafi hlutverk Mile-
stone breyst. ?Við höfðum gert 
nokkrar góðar fjárfestingar og 
uppbygging gengið vel og við 
töldum mjög rökrétt framhald 
að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hafði 
verið og var fólgin í því að byggja upp norrænt félag 
í fjármálaþjónustu. Við tilkynnum enda kaupin á 
Invik um þremur vikum eftir að við seljum stærstan 
hlut okkar í Glitni.?
SMÆÐ MARKAÐAR HÉR SKIPTIR MÁLI
Í tilfærslum síðasta árs og áherslubreytingum segir 
Karl Milestone hafa færst frá því að vera fjárfest-
ingarfélag yfir í að vera fyrirtæki með rekstur á 
sviði fjármálaþjónustu. ?Kaupin á Invik voru hins 
vegar svo stór að efnahagsreikningur okkar tvöfald-
aðist í raun og hefur reynst töluverð vinna að sam-
þætta starfsemina og koma í það horf sem við vilj-
um sjá,? segir Karl og kveður mikinn samhljóm með 
starfsemi Invik og Milestone. Stoðirnar þrjár sem 
Invik standi á séu sérhæfð bankastarfsemi, eigna-
stýring og tryggingarekstur. 
?Þetta passar mjög vel við þá starfsemi sem Mile-
stone var aðallega í hér heima, rekstri tryggingafé-
lags og uppbyggingu sérhæfðs banka.? Jafnframt 
segir hann þá stefnu hafa verið markaða að við-
hafa svipaðar áherslur og þegar fjárfest var í Glitni, 
að gott gæti verið að tengjast einu eða fleiri fjár-
málafyrirtækjum á norræna markaðnum með það 
að markmiði að eiga samstarf og taka eftir atvik-
um þátt í að umbreyta slíkum félögum. ?Með það 
að markmiði keyptum við okkur upp í tíu prósenta 
hlut í Carnegie, sem er mjög þekkt sænskt fjármála-
þjónustufyrirtæki sem starfar á sviði eignastýring-
ar, einkabankaþjónustu, tryggingamiðlunar, fyrir-
tækjaráðgjafar og við verðbréfamiðlun. Tekjurnar 
sem Carnegie er með af sinni starfsemi ríma mjög 
vel við tekjuflæði Innvik og Milestone í dag. Við 
lítum á fjárfestinguna í Carnegie sem langtímafjár-
festingu enda höfum við tryggt okkur sautján pró-
senta hlut og forstjóri Invik er jafnframt stjórnar-
formaður Carnegie.? 
Þá ákvörðun að gera Invik að eignarhalds félagi 
fyrir alla starfsemi samstæðunnar segir Karl svo 
aftur tekna í framhaldi af þeirri ákvörðun að fara 
með félagið í skráningu á sænskum markaði. ?Tíma-
setningin hefur hins vegar ekki verið endanlega 
ákveðin og ræðst bæði af því hvernig gengur að 
byggja félagið upp og eins af aðstæðum á markaði. 
Við metum það í samstarfi við okkar ráðgjafa en 
stefnan hefur mjög ákveðið verið tekin á skráningu 
innan tveggja ára.?
Karl segir að ákvörðunin um skráningu í Svíþjóð 
hafi verið tekin á forsendum framtíðarvaxtar fé-
lagsins og stöðu þess í dag. ?Fyrir liggur að meiri-
GLAÐBEITTUR VIÐ MERKIÐ Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, horfir björtum augum fram á veginn. Hann segir eignarhlut 
félagsins í sænska fjármálafyrirtækinu Carnegie vera langtímafjárfestingu sem til greina komi að færa með hlutdeildaraðferð. MARKAÐURINN/GVA
Spila sókn en ekki vörn
Milestone hyggst færa allar íslenskar eigur félagsins undir sænska fjármálafyrirtækið Invik. Í viðtali við Óla Kristján 
Ármannsson segir Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone, búið að marka skýra stefnu til framtíðar með sókn 
inn á norrænan fjármálamarkað. Innan tveggja ára er stefnt að skráningu Invik í OMX Nordic Exchange-kauphöllina 
í Stokkhólmi. Þegar er hafinn undirbúningur að því að skerpa áherslur í rekstrinum, svo sem með sölu á lyfjastarf-
semi út úr samstæðu Milestone.
HELSTU FYRIRTÆKI 
SAMSTÆÐU MILESTONE
Fyrirtæki    Land
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Ísland 
Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. Ísland
SJ1 ehf. Ísland 
SJ2 ehf. Ísland
SJ-Fasteignir Ísland
Askar Capital hf. Ísland
Avant hf. Ísland
Racon Holdings AB Svíþjóð
Invik & Co AB Svíþjóð
Aktie-Ansvar AB Svíþjóð
Moderna Fonder AB Svíþjóð
Moderna Försäkringar Liv AB Svíþjóð
Moderna Försäkringar Sak AB Svíþjóð
Banque Invik S.A. Lúxemborg
Þáttur eignarhaldsfélag ehf. Ísland
L&H eignarhaldsfélag ehf. Ísland
Lyf og heilsa hf. Ísland
 Heimild: Ársreikningur Milestone 2007
Á síðasta ári var fyrsta starfsár 
fjárfestingarbankans Aska Capi-
tal, en Milestone á þar 82 pró-
senta hlut. Segja má að bankinn 
hafi byrjað í djúpu lauginni, enda 
yfirlýst markmið að fjárfesta í 
sérhæfðum fjármálaafurðum. Um 
mitt síðasta ár komu fram vanda-
mál tengd amerískum undirmáls-
lánum og varð bankinn fyrir áhrif-
um af þeim væringum.
Karl Wernersson, sem er ný-
kjörinn stjórnarformaður bank-
ans, er engu að síður ánægður 
með fyrstu skref bankans og segir 
að þótt hafi vissulega hafi komið 
fram hnökrar á fyrstu metrun-
um megi ekki gleymast á hvaða 
grunni bankinn hafi verið stofn-
aður. ?Þótt Askar Capital hafi 
verið nýr banki með nýtt starfs-
leyfi byggði hann á þremur starf-
andi fyrirtækjum. Sjóvá hafði 
rekið í nokkur ár bílalánastarf-
semi sem flutt var yfir til Aska og 
óx gríðarlega hratt á síðasta ári 
undir nýju nafni, Avant. Í öðru lagi 
rann þarna inn fasteignaráðgjafar-
fyrirtækið Aquila Venture Partn-
ers, og sú starfsemi hefur eflst 
mjög innan veggja Askar Capital 
með tilkomu nýrra stjórnenda og 
fjölgun starfsmanna. Í þriðja lagi 
rann þarna líka inn starfsemi fyr-
irtækisins Ráðgjöf og efnahags-
spár, en það félag var með skulda-
stýringu fyrir mörg fyrirtæki og 
ýmsa ráðgjöf á sviði gjaldeyris- og 
efnahagsmála,? segir Karl.
?Það má segja að reksturinn í 
fyrra hafi skilað hagnaði, nema 
að við lentum í því eins og marg-
ir aðrir að kaupa afurðir tengd-
ar undirmálslánum á bandarísk-
um fasteignamarkaði. Við, eins og 
allir aðrir, vorum þarna að binda 
laust fé í öruggri fjárfestingu með 
það að markmiði að setja inn í sjóð 
og svo hrundi það náttúrlega eins 
og allir vita og margir sem urðu 
fyrir gífur legum áföllum. Þetta 
voru hins vegar afurðir sem virt-
ustu matsfyrirtæki heim voru búin 
að fara í gegn um og segja að 
væru jafnöru
um skuldabré
ins. Spurninga
ASKAR CAPITAL
Efasemdir um matsfyrirtækin eru áleitnari en u
FRÁ OPNUN Í RÚMENÍU Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heldur tölu við opnun á skrifstofu Aska Capit
fyrrahaust.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24