Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 248. Tölublaš - Blaš 2 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						16
Sunnudagur 1. nóvember 1981
I. kafli
Talið aldrei viðdkunnuga
IUm solarlagsbil á heitu vorkvöldi voru
tveir menn á ferli viö Patríarkatjarnir.
Annar þeirra var á aö giska fertugur,
klæddur gráleitum sumarfötum, lágvax-
inn, dökkhærður, striöalinn, sköllóttur og
hélt á vönduöum hatti I annarri hendinni.
'Svört hornspangargleraugu af yfirnáttúru-
legri stæro skreyttu snyrtilega rakað andlit
hans. Hinn var herðabreiður og ungur, með
úfið, rauöleitt hár og köflótta húfu sem
hann haföi ýtt aftur á hnakka. Hann var
klæddurkúrekaskyrtu,kryppluöum hvltum
buxum og svörtum inniskdm.
Sá fyrrnefndi var enginn annar en
Mikhail Alexandrovits Berlioz, ritstjóri
bo'kmenntatimarits og stjórnarformaour
eins stærsta rithöfundafélagsins I Moskvu
sem þekkt var undir skammstöfuninni
MASSOLIT. Hinn ungi fylgdarmaður hans
varskáldiö Ivan Nikolajevits Ponirjof, sem
skrifaöi undir dulnefninu Bésdomni.
Þegar rithöfundarnir komu inn á breið-
götuna i skugga nyutsprunginna linditrjáa
héldu þeirsemleiðld aðskrautlega máluð-
um söluturni sem bar áletrunina „Bjór og
svaladrykkir".
Nú er réttað geta þess fyrsta sem undrun
vakti þetta skelfilega maikvöld. Hvorki i
nágrenni söluturnsins né á allri breiðgöt-
unni serii lá samhliða Malaja-Bronnaja
var lifandi mannveru að sjá. A þessari
stundu, þegar ekki virtist mögulegt að
draga andann lengur og sólin steypti sér
niður i þurri hitamóðu einhversstaöar
handan Sadovja-hringbrautarinnar var
enginn & gangi undir linditrjánum, enginn
sat þar á bekk, breiðgatan var auð.
-Sódavatnsglas, takk fyrir sagöi Berlioz.
-Það er ekki til, svaraði konan I söluturn-
inum afundin.
-Er.til bjór? spuröi Berlioz hásum rómi.
—Hann kemur seinna íkvöld, svaraði kon-
an.
Hvað er þá til? spurði Berlioz.
— Aprlkósusafi en hann er volgur, sagði
konan.
-Jæja látið harin koma, látið hann koma...
Aprikósusafanum fylgdi rlkuleg, gul
froða, og lof tið ilmaði eins og á hárgreiðslu-
stofu. Þegar rithöfundarnir höfðu drukkið
byrjuðu þeir strax að hiksta, borguðu fyrir
sig og settust á bekk, sneru andlitunum að
tjörninni og bökunum i' Bronnaja-götu.
Þá geröist undarlegt atvik, sem snerti
aðeins Berlioz. Hann hætti skyndilega að
hUcsta, hjarta hans sltí hart og hrapaði eitt
andartak,ensnerisiðan afturá sinnstað og
hafði þá stungist i það bitlaus nál og sat
föst. Auk þess varð Berlikoz gripinn á-
stæðulausum ótta sem vai" svo sterkur að
honum var skapi næst að hlaupa burt frá
Patriarkatjörnum án þess að lita um öxl.
Berlioz horfði dapurlega I kringum sig og
skildi ekki hvað haföi vakið honum ugg.
Hann fölnaöi, þurrkaði sér um ennið með
vasaklút og hugsaði: „Hvað er að mér?
Þetta hefur aldrei komið fyrir áður. Dyntir
i hjartanu... Ég er lítkeyrður... Liklega
kominn timi tilað gefa skit i allt og fara til
Kíslovodsk, I heitu bööin..."
Einmittþá þéttist heitt loftið fyrir fram-
an hann og óf úr sjálfu sér gegnsæjan
mann.stórfurðulegan i Utliti. A smáu höfði
hans sat knapahúfa og hann var klæddur
stuttum, köflóttum jakka, sem einnig var
ofinn úr lofti... Maðurinn var rUmlega
tveggja metra hár, axlarýr og ótrúlega
horaður, en andlitssvipurinn — takið eftir
— háðslegur.
Berlioz hafði lifað li'fi sinu þannig, að
hann var ekki vanur óvenjulegum viðburð-
um. Hann fölnaði enn meira, rak upp stór
augu og hugsaði i uppnámi: ,,Þetta getur
ekki veriö!"
Enþetta var, þvimiður, og langigegnsæi
maðurinn sveiflaöisttil og frá frammi fyrir
honum án þess að snerta jöröina.
Skelfingin yfirþyrmdi Berlioz og hann
lokaði augunum. Þegar hann opnaði þau
aftur sá hann að þessu var lokið, hillingarn-
ar gufaðar upp, sá köflotti horfinn og nálin
stokkin Ur hjartanu.
—Fjandinn sjálfur! hrópaði ritstjórinn, —
veistu það, Ivan, það lá við ég fengi slag
vegna hitans rétti'þessu! Ég fann meira að
segja fyrir einhverju sem Uktist ofskynj-
un...Hann reyndiað brosa, en óttinn gáraði
enn augu hans og hendur hans skulfu.
Smám saman róaðist hann þtí, veifaði
vasaklUtnum og sagði sæmilega hress I
bragði: Jæja þá..., og hélt áfram ræöunni
sem aprfkósusafinn hafði rofið.
Seinna kom I ljós að ræðan hafði fjallaö
um JesU Krist. Éannig var mál með vexti,
að ritstjtírinn hafði pantað hjá skáldinu
langt og andkristilegt kvæöi fyrir næsta
hefti timaritsins. Ivan Nikolajevits hafði
ort kvæðið, og það meira að segja á mjög
skömmum tima, en þvi miður var ritstjór-
inn alls ekki ánægður með það. Be'sdomni
hafði dregið upp m jög dökka mynd áf aðal-
persónunni þ.e.a.s. Jesú en engu að slð-
ur var það álitritstjóransað yrkja þyrfti allt
kvæðið upp á nýtt. Og níi var ritstjórinn að
flytja skáldinu einskonar fyrirlestur um
Jesú, I þeim tilgangi að leiða þvi fyrir sjónir
Ihverju grundvallarmistök þess væru fólg-
in.
Það er ekki gott að segja hvað það var
sem olli þvl að Ivani Nikolajevits brást
bogalistin: hvort það var óbeisluð skáld-
gáfa hans eða fullkomin vanþekking á yrk-
isefninu. En hvernig sem á þvi stóð varð
Jesu i meðförum hans að lifandi manni.
Þetta var Jesiís sem hafði einhverntima
verið til, þótthann væri að visu gæddur öll-
um hugsanlegum neikvæðum eiginleikum.
Berlioz vildi hinsvegar sýna skáldinu.
fram á, að aðalatriðið væri ekki hvernig
Jesils hefði verið, hvort hann hefði verið
góður eða vondur, heldur hitt, aö þessi Jes-
ús hefði hreinlega aldrei verið til sem ein-
staklingur og að allar sögurnar um hann
væru ómerkilegur uppspuni, tísköp venju-
leg goðsögn.
Vert er að geta þess, að ritstjórinn var
maður viölesinn og vitnaði í ræðu sinni af
mikilli kunnáttu I forna sagnfræðinga á
borð við hinn mikla Filon frá Alexandriu og
hinngagnmenntaðiJósef Flavius, sem ekki
hefðu minnst á tilvist JesU svo mikið sem
einu orði. Af staögtíðri þekkingu sinni miðl-
aði Mikhail Alexandrovits skáldinu þeim
upplýsingum, að textinn i fimmtandu bók
fertugasta og fjórða kafla hinna þekktu
Annála Tacitusar þar sem segir frá aftöku
JesU, hann væri ekki annað en fölsuð viðbót
frá seinni timum.
Skáldinu   voru   þetta   allt ,    »
fréttir og það hlustaði af athygli á Mikhail
Alexandrovits, staröi á hann fránum græn-
um augum, hikstaði öðru hverju og for-
mælti um leið apri'kósusafanum.
— Þau austræn trUarbrögð eru ekki til,
sagði Berlioz, þarsem ospjölluð meyja fæð-
ir ekki af sér guð. Kristnir menn voru ekki
að uppgötva neitt nýtt þegar þeir sköpuðu
þennan JesU sinn á nákvæmlega sama
hátt: mann sem I raun og veru var aldrei
tíl. Þetta er það sem leggja ber höfuð-
áherslu á...
Há tenórrödd Berliozar hljtímaði í mann-
auðum trjágöngunum og þvi lengra sem
Mikhail Alexandrovits hætti sér inn I frum-
skóga þá sem aðeins hámenntaðir menn
geta hætt sér inn i' án þess að hálsbrotna,
þvlmeira fékk skáldiö i sinn hlut af hollum
f róðleik um Osiris hinn egypska, son himins
og jaröar, um Þammus, guð Fönikiu-
manna, um MardUk, og jafnvel um hinn
grimma en litt þekkta guð Vitzli-Putzli,
sem naut á sfnum tima mikillar virðingar
meðal Azteka I Mexico. Einmitt á þvl
augnabliki, þegar Mikhail Alexandrovits
var að segja skáldinu söguna af þvi, þegar
Aztekarhnoðuðu Ur deigi styttu af Huitzilo-
pochtli, einmitt þá birtist fyrsti maðurinn I
trjágöngunum.
Seinna, þegarþað var frómtfrá sagt orð-
ið of seint, söínuðu ýmsar stofnanir saman
upplýsingum um Utlit þessa manns.
Samanburðuráþeimhlýturað vekja furðu.
Þannig var lýsingin á einUm stað t.d. I þá
veru, að maður þessi væri lágvaxinn, gull-
tennturog haltur á hægra fæti. Annarsstað-
ar var sagt, að hann væri gifurlega hávax-
inn, platlnutenntur og haltur á vinstra fæti.
i í þriðju skýrslunni stóð stutt og laggott, að
maðurinnhefðiengin sérstök einkenni. Það
verður að viðurkennast, að engin þessara
lýsinga fær staðist.
I fyrsta lagi var maðurinn alls ekkert halt
ur, og hann var hvorki lágvaxinn né gifur-
lega hávaxinn, heldur einfaldlega hávax-
inn. Hvað tönnunum viðkemur, voru þær
klæddar platinuhUð vinstra megin i munni
hans, en gullhUÖ hægra megin. Hann var
klædduf dýrum.gráum fötum og Utlendum
skóm I sama lit. Gráa alpahUfu bar hann á
höfði, og hafði dregið hana niður að eyra, að
spjátrunga hætti, og ihandarkrikanum bar
hann göngustaf með svörtum hnúö i llki
hundshauss. Hann leit Ut f yrir að vera rUm-
lega fertugur. Skakkur tilmunnsins. Nauð-
rakaöur. Dökkhærður. Hægra augað svart,
það vinstra af einhver jum ástæðum grænt.
Svartbrýndur, og önnur augabrUnin hærri
en hin. 1 einu orði sagt: Utlendingur.
Þegar Utlendingurinn gekk framhjá
bekknum sem ritstjórinn og skáldið sátu á,
gauthann augunum til þeirra, nam staðar
og settist á næsta bekk, ekki steinsnar frá
kunningjunum.
„Þjóðverji", hugsaði Berlioz. „Englend-
ingur", hugsaði Bésdomni, „að honum
skuli ekki vera heitt meö þessa hanska".
Otlendingurinn virti fyrir sér háreistar
byggingarnar, sem mynduðu ferhyrning
umhverfis tjörnina. Augljdst var, að hann
leit nU þennan stað i fyrsta sinn og hafði
áhuga á honum. Augu hans staðnæmdust
við efri hæðir hUsanna, þar sem gluggarnir
endurspegluðu skært og brotakennt skin
þeirrar sólar, sem var nU að setjast i síð-
asta sinn i Hfi Mikhails Alexandrovits. Slð-
an leituðu augu hans niður eftir hæðunum,
þar sem gluggarnir voru að fyllast kvöíd-
hUmi. Hann brostilitillega að hugsun sinni,
plrðiaugun, lagði hendurnar á stafhnUðinn
og hökuna á handarbökin.
— Ivansagði Berlioz, þú hefur skrifað
góða háðsiysingu á fæðingu JesU, sonar
Guðs.En mergurinn málsinser sá, að áður
hafði komið iheiminn heil hersing af guðs-
sonum, einsog t.d. Adonis hinn fönlski, Attfs
hinn fryglski og Miþra hinn persneski. 1
stuttu máli sagt, þá fæddist i raun og veru
enginn þeirra, og heldur ekki JesUs, og I
staðinn fyrir að íysa fæðingunni eða t.d.
komu vitringanna hefðir þU átt að lýsa fár-
ánlegum sögusögnum um þessa atburði.
Annars er svo að sjá á frásögn þinni að
hann hafi fæðst I raun'og veru!
Þegar hér var komið gerði Bésdomni til-
raun til að stöðva hikstann sem hrjáði
hann. Hann hélt niðri I sér andanum, en
hikstinn ágerðist einungis við það og varð
enn sársaukafyllri. Einmitt á þessu augna-
bliki gerði Berlioz hlé á ræðu sinni, þvl að
Utlendingurinn stdð skyndilega á fætur og
gekk til rithöfundanna. Þeir siðarnefndu
horfðu undarlega á hann.
— Afsakið, sagði ókunni maðurinn með
erlendumhreimenán þessað afbaka orðin,
að ég skuli leyfa mér, án þess að þekkja
ykkur... en umræðuefni ykkar er svo
áhugavert að...
Hann tók kurteislega ofan hUfuna, og vin-
irnir áttu einskis annars Urkosti en að
standa upp og hneigja sig.
„Nei, liklega er hann Frakki...", hugsaði
Berlioz.
„Pólverji", hugsaði Bésdomni.
Rétt er að skjóta þvi hér að, að skáldinu
þótti Utlendingurinn ógeðfelldur strax I
upphafi samtals þeirra, en Berlioz leist
nokkuð vel á hann, eöa værikannski réttara
að segja að honum hefði fundist hann
áhugaverður.
— Leyfist mér að setjast? spurði utlend-
ingurinn kurteislega, og þegar kunningj-
arnir færðu sig ósjálfrátt hvor frá öðrum
smeygði hann sér fimlega I sætið á milli
þeirra og blandaði sér umsvifalaust I sam-
ræðurnar. — Hafi ég heyrt rétt, sögðuö þér
að JesUs hefði aldrei verið til, eða var það
ekki? spurði hann og leit á Berlioz sinu
græna vinstra auga.
—Yður misheyrðist ekki, svaraði Berlioz
hæversklega, ég sagði einmitt það.
—Enáhugavert! hrópaðiUtlendingurinn.
„Hvern fjandann vill maðurinn?" hugs-
sem ég hef geysilegan áhuga á, sem ferða-'
maður, sagði furðufuglinn Utlendi og lyfti
vísifingri, margræður á svip.
Þessar mikilvægu uppiysingar virtust I
raun og sannleika hafa haft áhrif á ferða-
manninn, þvi að hann horfði nU hræddur á
hUsiní kring, einsog hann byggist við að sjá
þar guðleysingja I hverjum glugga.
„Nei, ekki er hann Englendingur", hugs-
aði Bérlioz. Bésdomni' hugsaði: „Hvar
skyldi hann hafa lært svona góða rUss-
nesku, mér er spurn?" og gretti sig enn.
— En leyfið mér að spyrja, sagði gestur-
inn eftir óttablandna umhugsun, hvernig
ber þá að tUlka sannanir fyrir tilvist Guðs,
sem eru fimm talsins, einsog þér vitið?
— Þvi miður! sagði Berlioz i meðaumk-
unartóni, engin þessara sannana fær stað-
ist,oglangtersiðan mannkynið lagði þær á
hilluna. Þér verðið þó að viðurkenna, að á
skynsemisplaninu getur ekki verið Um að
ræða neina sönnun fyrir tilvist Guðs.
— Bravó, hrópaði Utlendingurinn, bravó!
Þérorðiðþessa hugsun nákvæmlega einsog
ImmanUel, sá órólegi öldungur. En það
skrýtna var, að þegar hann hafði rifið niður
allar þessar fimm sannanir bjó hann til þá
sjöttu, einsog til að striða sjálfum sér.
— Sönnun Kants, sagði hálærður ritstjór-
inn og brosti Htillega, — er ekki heldur
sannfærandi. Hvað sagði ekki Schiller: að
röksemdirKants á þessu sviði væru aðeins
fyrir þræla! Og Strauss hló nú bara að þess-
ari sönnun.
Meðan Berlioz talaði hugsaði hann með
sjálfum sér: „Hver I ösköpunum skyldi
þetta annars vera? Og hversvegna talar
hann rUssnesku svona vel?"
— Það ætti nU bara að taka þennan Kant
MEISTARINN OG
MARGARÍTA
— Kafli úr skáldsögu Mkhafls Búlgakofs,
sem kemur út í næstu viku
¦ Hér birtist fyrsti kafli bókarinnar Meistarinn og Margarlta eftir Mikhafl Búlgakof sem
Mál og menninggefur út i næstu viku. Meistarinn og Margarita er löngu viðurkennd sem
ein af mestu bókum nútimans og auk þess bráðskemmtileg og spennandi aflestrar. Það er
Ingibjörg Ha'raidsdóttirsem þýtt hefurbókina en Arni Bergmann skrifar formála og segir
þar m.a.: „Búlgakof segir I þessu verki plslarsöguna upp á nýtt. Hlutskipti Jesúa og PHa-
tusar I minni þjóðanna læturhannsérverða vlsbendinguá von um réttlæti. En Dómur Sög-
unnar nægir honum ekki. Réttlætiskrafan kemur I veg fyrir að BUlgakof geti verið hlýðinn
lærisveinn Jesúa, hún spyr um endurgjald, refsinbu. Þess vegna þarf höfundur á Woland
að lialda og púkum hans, á þvi illa afli sem gjörir gott, svo höfð sé með þversögn lir Faust
Goethes. Það hefur svo sem gerst áöur i bókmenntum að Satan, Mefistó, Faland rybjast
inn I llf manna. En hér freista djöflarnir þeirra manna sem eru þegar sekir og refsa þeim
—svo illa er komið heimi Búlgakofs að andskotinn er velkominn framkvæmdastjóri rétt-
lætisins, sem flettir ofan af leigupennum, mútuþegum, rógberum og forréttindahyski..."
Og slðar:
„Til aðbrúa það gil sem verður milli vonar og herfilegra tiðinda sfðustu æviára BUlga-
kofs verður þessi undarlega og margslungna skáldsaga til, rik af háði, fyndni, beiskju og
dapurleika, full af heillandi þverstæbum vanmáttar og óskhyggju, sköpunarvilja og rétt-
lætisþarfa,"
Greininnifylgir kunn mynd af einum áranum I slagtogi við Wolandskratta.
aði Bésdomni og gretti sig.
— Ogjeruð þe'r sammála viðmælanda
yðar? spurði Utlendingurinn og sneri sér til
hægri, að Bésdomni.
— Hundrað prósent! staðfesti skáldið,
sem hafði unun af að tjá sig d viðhafnar-
mikinn og tölfræðilegan máta.
—  Stórkostlegt! hrópaði hinn óboðni
sessunautur.Hann leitflóttalega i kringum
sig og lækkaði röddina: Afsakið hvað ég er
uppáþrengjandi, en mér skildist að þið
tryðuð heldur ekki á Giro?
Hann setti upp óttasvip og fiytti sér aö
bæta við: — Ég lofa að segja engum frá
þvi!
— Nei, við trUum ekki á Guö, svaraöi
Berlioz og brostilitið eitt aö ótta þessa er-
lenda ferðamanns, en það er alveg óhætt að
tála frjálslega um það.
Otlendingurinn hallaði séraftur á bak og
spurði með i'skrandi forvitni i röddinni:
— Eruð þið — guðleysingjar?
— Já, við erum guðleysingjar, svaraði
Berliozbrosandi en Bésdomni hugsaði reið-
ur: „Sá ætlaði að hanka okkur Utlendings-
fiffið!"
— Endásamlegt! hrópaði útlendingurinn
furðulegi. Hann hristi höfuðið og leit til
skiptis á rithöfundana tvo.
— I okkar landi er enginn hissa á guð'-
leysi, sagði Berlioz, kurteis einsog sendi-
ráðsstarfsmaður, flestir IbUar landsins eru
fyrir löngu og á meövitaðan hátt hættir að
trda ævintýrunum um guö.
1 þessum svifum gerði útlendingurinn dá-
litið undarlegt: Hann stóð á fætur og tók I
höndina á furðu slegnum ritstjóranum um
leið og hann sagði:
— Leyfið mér að þakka yður af öllu
hjarta!
— Fyrir hvað eruð þér að þakka honum?
spurði Bésdomni og drap tittlinga.
—  Fyrir afar mikilvægar upplysingar
ogsenda hann norðurá Solovki isvona þrjU
ár, fyrir þessa sönnun hans, sagði ivan
Nikolajevits allt I einu.
— lvan! hvislaði ritstjdrinn vandræða-
lega.
En þessi uppástunga, að senda Kant til
Solovki, kom UUendingnum alls ekki á ó-
vart, og það sem meira var: Hann hreifst af
henni.
— Einmitt, einmitt! æptihann og glampi
kom i grænt vinstra auga hans, sem sneri
að Berlioz, það er einmitt rétti staðurinn
fyrirhann! Ég sagðihonum það sjálfur við
morgunverðarboröiðeinu sinni: Prófessor,
sagði ég, hvað sem þér segið er eitthvað
bogið við þessar hugdettur yðar. Það getur
verið að þær séu gáfulegar, en þær eru
skratti óskiljanlegar. Yður verður stritt
meö þeim.
Berlioz glenntiupp augun. ,,Við morgun-
verðarborðið hjá Kant? Hvaðer maðurinn
að þrugla?" hugsaði hann.
— En, Utlendingurinn hélt áfram og lét
ekki undrun Berlioz á sig fá, en sneri sér að
skáldinu.það erekkihægt að senda hann til
Solovki, vegna þess að hann hefur rUm
hundrað ár dvalist á stað sem er I mun
meiri f jarlægð héðan en Solovki, og þaðan
er alls ekki hægt að ná honum, ég get full-
vissað yður um það.
— Það var leitt, sagði skáldiö ósvifna.
— Mér þykir það llka leitt, samsinnti ó-
kunni maðurinn með glampa i auga og hélt
áfram: Enég hef áhyggjur af einu. Ef Guð
er ekki til, hver er það þá sem stjdrnar lffi
mannsins og yfirleitt öllu hér á jörðu?
— Maðurinn sjálfur stjómar, flýtti Bés-
domni'sér aö svara reiðilegaþessarispurn-
ingu, sem óneitanlega virtist Ut I hött.
— Afsakið, sagði ókunni maðurinn blíð-
lega, en til þess aö stjórna er nauösynlegt
aðhafaihöndunum áætlun.a.m.k. eitthvað
fram I tfmann. Leyfið mér þvi að spyrja:
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28