Tíminn - 02.12.1981, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.12.1981, Blaðsíða 13
■ Keppendurnir sem taka þátt i Noröurlandamóti unglinga i sundi sem byrjar i Danmörku á föstudag- inn ásamt þjáifara sinum, f.v. Axel Alfreösson þjálfari, Guörún Fema Agústsdóttir, Arni Sigurösson og Eövarö Þ. Eövarösson meö þeim fer einnig Guöfinnur Ólafsson formaöur SSÍ. Timamynd Ella. 7 með 12 rétta ■ i 14. ieikviku Getrauna komu fram 7 raöir með 12 réttum og var vinningshlutinn kr. 18.460.00 en 49 raðir voru með 11 rétta og vinn- ingur fyrir hverja röö kr. 1.291.00. Svo furöulega vildi til, aö einn þátttakandi var með 12 rétta á tveimur seölum og varö heildar- vinningur hans þess vegna kr. 47.248.00. ■ ■ ___ Guðni Þ. Olversson varaformaður KKI: „Dýrt að fá dóm ara að norðan” — segir Guðni ■ í 262. tbl. 71. og 7. árg. Dag- blaösins og Visis, þann 26. nóv. sl. mátti lesa þriggja dálka fyrir- sögn á fþróttasiöu „Höröur settur út i kuldann”.Þar veltir blaða- maður því fyrir sér hvernig þaö megi vera að Hörður Tuiinius millirikjadómari i körfuknattleik sé settur út i horn og fái ekki aö dæma neina alvöru körfubolta- leiki, aöeins annarrar deildar leiki á Akureyri og þaö örfáa. Daginn eftir þann 27. nóv. birtist siðan skammargrein á iþrótta- siöu Timans um sama efni undir fyrirsögninni (einnig þriggja dálka) „Þykir Höröur ekki hæf- ur?” undirrituö af GK Akureyri. Vegna þesSara skrifa sá ég mig tilneyddan aö stinga niður penna og leiörétta misskilning i greinum þessum og hreinar rangfærslur i Timagrein GK. Nú er þar til máls að taka, að nefndur Hörður tók að sér niður- röðun dómara á leiki i Islands- mótinu fram að áramótum. Setti hann sjálfan sig sem dómara á leiki einnar helgar. Af ýmsum á- stæðum var ekki hægt að nota niðurröðun Harðar og varð þvi að gera aðra, m.a. vegna þess að leikjaröö breyttist. Var Hörður á- fram settur á leiki einnar helgar og skyldi hann dæma 4 leiki. Dæmdi hann þrjá þessara leikja en fékk Jón Otta Ólafsson til þess að dæma þann fjórða. Fyrir að dæma þessa 3 leiki fékk Hörður greiddar 1500 kr. frá liöunum, þ.e. kr. 500 fyrir hvern leik fyrir utan venjulegan dóm- arakostnað. Skyldi greiðsla þessi borga dvalarkostnað Harðar á Hótel Esju sem var, samkvæmt upplýsingum hótelsins, kr.1100. Á þessu sést að það er dýrt fyrir fé- lög á SV-horninu að fá dómara norðan úr landi og borga fyrir það óþarfa kostnað og það vilja þau ekki, þegar hægt er að fá dómara úr næsta nágrenni. Þetta m.a. er ástæðan fyrir þvi að Hörður dæm- ir ekki fleiri leiki en raun ber vitni hér syðra. Hitt er svo annað mál að við hjá KKl litum ekki á ann- arra deiída leiki sem neina piast- ik leiki sem þurfi siður hæfa dóm- ara en aðrir leikir. Við getum heldur ekkert að þvi gert þótt ekkert úrvals eða fyrstudeildar lið sé norðan heiða nú sem stend- ur. Þess vegna fara að sjálfsögðu ekki fram leikir I þessum deildum á Akureyri þar sem Hörður dæm- ir aðallega. Hæfni Harðar sem dómara hef- ur aldrei verið til umræðu hjá KKÍ i sumar eða haust og þvi var hún ekki lögð til grundvallar þegar raðað var á leikina i vetur. Það eru þvi hreinar rangfærslur hjá GK þegar hann heldur þvi fram að vanhæfni Harðar sé þarna um að kenna eða illgirni forráðamanna KKl. Engum þeirra hefur dottið i hug að hrekkja Hörð eða traðka á honum á nokkurn hátt. Abyrgur blaöamaður eins og GK á að vera og vill láta mark á sér ætti að kynna sér málin írá báðum hliðum áður en hann tekur afstöðu til þeirra og kynnir hana þjóðinni. Aö lokum vil ég svo benda á það, aö engin dómaranefnd er nú starfandi. Þess vegna er það bara timaeyðsla hjá GK að skamma hana. Þvi miður hafa dómarar ekki fengist til að starfa i nefnd þessari og kannski þess vegna eru dómaramálin ekki i betra lagi en raun ber vitni. Guöni Þ. ölversson, varaform.KKl 1X2 1X2 1X2 14. leikvika — leikir 28. nóv. 1981 Vinningsröð: 11X — 1X2 — X21 — 1X1 1. vinningur: 12 réttir — kr. 18.460.00 15878 16478 29471(4/11) 29472(4/11) 28762(4/11) 33052(4/11) 69561(6/11) 71133(6/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 1.291.00 471 8044 14459 19022 24903 39471 67820 + 2002 + 11) 10567 16028 20972 36719 43670 30254(2/ 3444 13536 18988 24786 37073 65064 Kærufrestur er til 21. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs- mönnum og á skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæö- ir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um mafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI. REYKJA- VÍK Þrjú á NM í sundi — Guðrún Fema, Eðvarð Eðvarðsson og Árni Sigurðsson keppa á NIVI í sundi ■ „Þau eiga öll möguleika á þvi aökomast á verðlaunapall” sagði Axel Alfreðsson þjálfari unglingalandsliðsins i sundi i samtali við Timann i gær. I morgun héldu þau Guðrún Fema Agústsdóttir Ægi, Eðvarð Þ. Eðvarðsson Njarðvik og Arni Sigurðsson IBV til Danmerkur þar sem þau taka þátt i Norður- landamótinu i sundi sem haldið verður um næstu helgi. Guðrún Fema keppir i 100 og 200m bringusundi og 200m fjórsundi Arni Sigurðsson keppir i sömu greinum og Eðvarð keppir i 100 og 200 m baksundi ásamt 200m fjór- sundi. Bæöi Eðvarð og Guörún Fema hafa áður keppt i landsliö- inu í sundi en þetta er i fyrsta sinn sem Arni keppir i landsliði en Arni er einn af okkar efnilegustu sundmönnum i dag. Mótið hefst á föstudaginn og byrja islensku keppendurnir þá strax að keppa. Guðrún keppir i 200m bringu- sundi, Eðvarð i 200m baksundi og Arni i lOOm bringusundi. Farar- stjóri i þessari ferð verður for- maður Sundsambandsins Guð- finnur ólafsson. röp-. Þróttur með fullt hús — stiga í 1. deild-karla í blaki - ÍS með forystu f 1. deild kvenna ■ Tveir leikir fóru fram i 1. deild Islandsmótsins i blaki i fyrra- kvöld og áttust þar við lið Stúdenta og Þróttur karla og kvennaliö. Fyrri leikurinn var á milli kvennaliðanna og þar sigr- aði lið Stúdenta með miklum yfir- burðum 3-0. Hrinurnar fóru þann- ig 15-10, 15-6 og 15-7. 1S hefur for- ystuna i 1. deild kvenna er tveim- ur stigum á undan Breiöablik sem er i öðru sæti. Strax á eftir þessum leik léku sömu félög i 1. deild karla og lauk þeim leik með sigri Þróttar, sem hefndu fyrir tap stúlknanna og sigruðu 3-2. Þessi sigur var ekki átakalaus fyrir Þróttara. Þeir sigruðu i fyrstu hrinunni með miklum yfirburðum 15-3 og önnur hrinan var frekar jöfn en Þróttur var sterkari undir lokin og tryggði sér sigur 15-13. Þróttarar ætluðu sér siðan að gera út um leikinn i þriðju hrinunni. Þeir byrjuðu af krafti og komust nokk- ur stig yfir en fóru þá að slappa af. IS menn gengu á lagið og tókst þeim aö skora ellefu stig i röð og sigruðu 15-12. 1 fjórðu hrinunni var aðeins um eitt lið að ræða á vellinum þ.e. IS og þeir sigruöu 15-2 Fimmta og jafnframt úrslita hrinan varmjög jöfnen Þróttarar voru sterkari á endasprettinum og sigruðu 15-12. Staðan i 1. deild karla er nú þessi: 1S..............7 6 4 20:7 12 Þróttur..........4 4 0 12:5 8 Vikingur.........6 2 4 12:13 4 UMFL.............5 2 3 6:12 4 UMSE.............6065:18 0 röp-. Butterfly og STI Borðtennisvörur Spaðar verð frá kr. 83-958.— Borðtennisgúmmí 3 þykktir Borðtennisskór stærðir 36-45 Borðtennisnet og uppistöður Lím og hulstur Borð og tenniskúlur Eigum nú Carbon spaðann frá Butfrríly verð kr. 958.— Póstsendum Sími 12024

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.