Tíminn - 10.12.1981, Blaðsíða 12
12
Mikill ágangur fréttamanna, innlendra og erlendra, viö sjúkrahúsiö á Isafiröi. En þeim var meinuö
innganga I húsiö.
■ Allsstaöar sem Rita Eddom fór haföi hún I fylgd meö sér menn frá
The Sun sem vöröu hana ágangifrá blaöamönnum annarra blaöa.
■ Sun-menn slá skjaldborg um Ritu Eddom til aö koma I veg fyrir aö
Ijósmyndarar frá öörum blööum nái mynd af henni.
Mikið fjölmiðlastríð i kringum Harry Eddom:
Blaðamenn The Sun læstu
frú Eddom inni á salerni!
■ Mikiö var um aö vera hjá
breskum fjölmiölum eftir aö
björgun stýrimannsins af Ross
Cleveland fréttist til Bretlands.
Breska stórblaöiö The Sun keypti
einkarétt á frásögn Eddoms af
mannraunum og mikla athygli
vakti þegar blaöiö bauö konu
lians.bróöur og foreldrum til tsa-
fjaröar til aö heimsækja Eddom
þar sem hann lá á sjdkrahúsinu.
A m iðvikudeginum, öörum degi
sjúkrahússlegunnar, varö Eddom
að taka á móti tuttugu blaöa-
mönnum, löndum sinum sem
voru komnir langan veg til þess
eins aö ná af honum tali. Yfirleitt
haföi Eddom ekki miklu viö sögu
sina aö bæta, en hinir erlendu
blaöamenn fengu þó að ýmsu
leyti fyllrimynd af hinni einstöku
björgun. Eddom sagöi þeim með-
al annars að hann heföi, aö
mestu, verið meö hugann hjá
konu sinni og ungu bami meðan
hann rak fyrir veöri og vindum i
gúmmibátnum og eins meðan
hann beiö undir vegg hvita húss-
ins i botni Seyðisfjarðar.
Starfsmenn The Sun
slógu skjaldborg um
frúna
Þaö varð uppi fótur og fit á
Keflavikurflugvelli þegar eigin-
kona Eddoms og foreldrar stigu
út úr þotu Flugfélags Islands.
Fjöldi ljósmyndara og sjónvarps-
manna stóðu tilbúnir við vélar
sinar til aö taka mynd af eigin-
konunni og margir blaöamenn
reyndu aö ná tali af henni... En
þaö var ekki hlaupiö aö þvi.
Fjöldi starfsmannaThe Sun, sem
bauð henni hingaö til lands, sló
skjaldborg um frúna og sáu til
þess að enginn gat náö af henni
tali eöa tekiö af henni myndir. t
tollafgreiöslunni reyndu tugir
blaöamanna aö taka af henni
myndir, eða aö fá hana til aö
segja, þótt ekki væri nema eina
setningu. En mennirnir frá The
Sun geröu hvaö þeir gátu til aö
koma i veg fyrir ásetning blaöa-
mannanna.
Atgangurinn var svo haröur að
stólar ultu og aörir farþegar sem
komu með vélinni hrifust inni
hringiðuna og áttu fullt i fangi
meö aö missa ekki ótoliskoöaöar
pjönkur sinar. Tollveröir og ann-
að starfsfólk flugstöövarinnar
fylgdust furðu lostiö með hama-
ganginum.
Aö lokum tókst Sun mönnum aö
koma frúnni inn á kvennasalerni
og þar skákuöu þeir öörum blaða-
mönnum. A meöan var reynt aö
ná tali af foreldrum Eddoms og
bróöur, en ávallt komu menn frá
The Sun aövífandi og sögðu aö
fólkið heföi ekkert viö blaöamenn
að segja.
Björn heitinn Pálsson, flug-
maöur, beiö i farþegaafgreiösl-
unni, en búiö var aö biöja hann aö
flytja fnlna til tsafjaröar frá
Keflavikurflugvelli. Hún var drif-
in út i leigubilsem ók meö hana
eftir krókaleiöum út af vellinum
og i átt til Reykjavikur. Björn
flaug á eftir. Þegar til Reykjavik-
ur kom fékk hann aö vita aö ekk-
ertyröi úr flugi til Isaf jaröar fyrr
en morguninn eftir.
Þegar blaöamenn reyndu aö ná
taliaffrúnni komst það aldrei svo
langt aö hún svaraöi með jái eöa
neii. Sifellt var gripiö fram i fyrir
henni og sögöu „verndarar”
hennar aö hún heföi ekkert aö
segja, nema hvað hún væri þvi ó-
sköp fegin að maöur hennar heföi
verið heimtur úr helju.
Meö hópnum sem kom til að
heimsækja Eddom komu sjö
blaðamenn og ljósmyndarar frá
The Sun, einn blaöamaður frá
The Sun var þegar kominn til
landsins og var kominn vestur á
Isaf jörð...
A miövikudeginum fjölmenntu
breskir blaöa- og sjónvarpsmenn
til ísafjarðar. Þrir starfsmenn
breska sjónvarpsins BBC náöu
sjónvarpsmynd af Harry Eddom,
þar sem hann lá á sjúkrahúsinu á
tsafiröi. Höfðu þeir farið þess á
leit við sjónvarpsstöðina aö fá
leigða þotu í Bretlandi til að
sækja filmuna til Isafjaröar, en
þaö reyndist ekki mögulegt. At-
huguöu þeir hvort Flugfélag ts-
lands gæti leigt þeim Fokker Fri-
endship-vél til Glasgow. En um
siðir komu þeir mynd sinni i
leiguþotu frá British United Air-
ways.semkom með blaöamenn á
Keflavikurflugvöll, sem siöar
fóru meö þremur flugvélum frá
Birni Pálssyni til tsafjaröar.
Þessir blaöamenn voru frá The
Sun Daily Express og Daily Mirr-
orsvo eitthvaö sé nefnt, alls voru
blaðamennimir á annan tug.
Flestir þeirra höföu nokkurra
daga viödvöl á tsafiröi.
Óhætt er að fullyröa aö velflest-
ar fréttastofnanir á Bretlandseyj-
um hafi sent hingaö fréttamenn.
Allavega komu hingað nokkrar
leiguflugvélar sem næstum ein-
göngu fhittu fréttamenn og auk
þess komu margir með venjulegu
áædunarflugi.
A þessum tima var aöeins til
einn myndsendir i landinu, i
Landsimahúsinu, handa öllum
þessum hópi fréttamanna. Erfiö-
lega gekk þeim þvi aö koma
myndunum Ur landi, vegna þess
hve snúningasamt var að senda
myndirnar suöur frá tsafiröi.
Þeir dóu ekki ráöalausir hjá
Daily Express, heldur sendu
hingaö til lands tvo menn meö
sérstakan myndsendi sem komiö
var fyrir á tsafirði.
Endurfundirnir
á ísafirði
Um hádegi á fimmtudeginum
gekk frú Rita Eddom inn til
manns sins þar sem hann lá á
sjúkrahúsinu á tsafirði og lokaði
á eftir sér. Enginn var til frá-
sagnar um þennan fund þeirra
hjóna. Eftir fimm minútur gengu
foreldrar Eddoms inn i herbergið
ásamt bróöur hans, en á hæla
þeim fóru blaöaljósmyndari og
tveir blaðamenn frá breska blað-
inu The Sun.
Þetta voru miklir fagnaðar-
fundir hjá fjölskyldunni eins og
vænta mátti. Frú Ritu Eddom
haföi vöknaö um augu. Ekki svo
aö skilja að hún gréti. Þvert á
móti. Hún brosti. Harry Eddom
hafði sest upp i rúminu. Hann
brostiiika. Þegar faðir hansgekk
inn sagöi hann ósköp venjulega
eins og hann væri aö hitta hann
eftireins dags fjarveru: „Hvern-
ig liður þér sonur?” Harry svar-
aði með áherslu: „Mér llður
hreint ágætlega.” Móðir Harrys
tók utan um son sinn og sagði:
„It’sgood tosee you, ourHarry.”
Þannig voru kveöjurnar sem
allir vildu verða vitni aö. Þær
voru i sjálfu sér einfaldar og ekki
tiöindamiklar. Samt sem áöur
hefði fulltrúar milljóna breskra
blaöalesenda viljaö gefa mikiö
fyrir aö fá aö heyra þær. Blaða-
mennirnir stóðu fyrir utan
sjúkrahúsiö og kröfðust inngöngu
með ýmsum hætti meðan fjöl-
skyldan skiptist á hlýlegum orð-
um inni á sjúkrastofunni.
Eddom kveður
tsafjörð
Harry Eddom hvaddi tsafjörð,
eftir aö hafa legið þar á sjúkra-
húsinu i' tiu daga. 1 viðtali sem
Timinn tók viö Úlf Gunnarsson,
sjúkrahússlækni á tsafiröi, kom
fram aö Eddom náði sér alveg
eftir hrakningarnar. úlfur sagði
aö sér heföi likað vel við þennan
breska stýrimann, „þetta væri á-
gætispiltur”,semekki hefði búist
við öllum þessum látum í sam-
bandi við björgun sina. Hélthann
að Eddom hefði likaö miöur allur
þessi ágangur fréttamanna.
Mikill ótti og reiði greip um sig i bresku útgerðarbæjunum
vegna hinna tiðu skipstapa við Island:
„Þeim er alveg sama hvort þú kemur
til baka lifandi eða ekki”
■ Togarinn Ross Cleveland
frá Hull fórst meö allri áhöfn,
aö þvi er talið var, aö kvöldi
sunnudagsins 4. febrúar 1968.
Um svipað leyti strandaöi
annar breskur togari Notts
County á Snæfjallaströnd. Var
lengi tvisýnt hvort takast
mætti aö bjarga áhöfninni, en
daginn eftir bjargaöi varö-
skipið Óðinn 18 af 19 skipverj-
um, en einn fórst. Skipið eyði-
lagöist I fjörunni.
Ofsaveöur var þegar skip-
unum hlekktist á og héldu 22
breskir togarar sjó á þessum
slóðum. Áttu áhafnir þeirra
fulit i fangi með að halda þeim
ofansjávar og stóöu sjómenn-
irnir viö aö berja is sem hlóö-
ust á skipin.
Ross Cleveland var staddur
um 3 sjómilur út af Arnarnesi
þegar hann sökk. Bresku tog-
ararnir sem þarna voru, voru i
stööugu talstöðvarsambandi
sin á milli. Togarinn Kingston
Alamandine var rétt hjá Ross
Cleveland þegar hann sökk.
Skipstjórinn á Ross Cleveland,
Phil Gay, haföi beöiö skip-
stjórann á Kingston Alaman-
dine aö halda sig i námunda
viö skipiö, þar sem isinn hlóöst
á þaö jafnt og þétt og þvi var
skipstjórinn hræddur um aö
þvi hvolfdi.
Veörahamurinn var rosa-
legur, blindhrið og stórsjór.
Rétt fyrir miðnætti heyrðist
siðast til Ross Cleveland. A
sama augnabliki sáu skipverj-
ar á Kingston Alamandine að
ljós togarans hurfu samtimis
þvi sem hann hvarf af ratsjár-
skerminum. A þvi leikur eng-
inn vafi aö það var isfargið
sem hvolfdi skipinu skyndi-
lega. Létu breskir togarar
loftskeytastööina á lsafiröi
vita hvernig komið var, en
ekkert var hægt aö aðhaíast
þá um nóttina vegna veöurofs-
ans. Arla morguninn eftir
hófst leit og gengu þá björgun-
arsveitir á fjörur. Hjálpar-
sveit úr Súöavik gekk Súða-
vikurhliö og lann þar lik eins
skipverja, toghlera, netadræs-
ur og brot úr lifbát.
Þriðji togarinn á
skömmum tima
Ross Cleveland var þriöji
breski togarinn sem fórst við
tsland á skömmum tima og
eins og viö var að búast vöktu
þessi sjóslys mikla skelfingu i
Bretlandi, þó sérstaklega i út-
gerðarbæjunum við Humber-
fljótiö. 1 Hull brást fólk reitt
við þegar fréttir af skipstöp-
unum bárust. Konur flykktust
niður á bryggjur og létu þar i
ljós harm sinn og reiði. Ein
kvennanna hrópaöi til sjó-
manns sem var aö fara um
borð i togara sem var að fara
á lslandsmiö: ,,Þú veist ekki
hvað þeir gera þér. Þeim er
alveg sama hvort þú kemur tii
baka lifandi eöa ekki.” „Þeir”
voru auðvitaö breskir togara-
eigendur.