Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						8
Föstudagur 12. febrúar 1982.
»$1$flf
Utgefandi: Framsoknarf lokkúrinn
Framkvæmdastióri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig-
urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson,Elias Snæland Jóns-
son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Mtgnússon.
Umsjonarmaður Hclgar-Tímans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes
BragadoMir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason,
Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kiistin
Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun:
Gunnar Trausti Guobjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjon
Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardbttir, Maria Anna Þorsteins-
dóttir.
Ritstjórn, skrifsío'fur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjivik. Simi:
84300. Aualvsinqasii'ii: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð I lausasölu
6.00. Askriftarqjald á mánuöi: kr. 100.00— Prentun: Blaoaprent hf.
menningarmál
Fækkun í
Straumsvík
¦ Nýlega var skýrt frá þvi i fjölmiðlum, að unnið
væri að ýmsum tæknibreytingum i álverinu i
Straumsvik. Markmiðið með þeim er að gera
reksturinn hagkvæmari og ódýrari. Talið er, að
hægt verði að íækka starfsmönnum um 100, þegar
þessar breytingar eru komnar til framkvæmda.
Svipaðir atburðir eru að gerast á sviði stóriðj-
unnar viðs vegar um heim. Tölvuvæðingin svo-
nefnda á mestan þátt i þessu, en fleiri tækni-
breytingar beina þróuninni i þessa átt. Þetta er
ein af helztu orsökum atvinnuleysisins i stóru
iðnaðarrikjunum.
Svipuð þróun á sér nú stað i stóriðjunni og i
landbúnaði og sjávarútvegi undanfarna áratugi
og heldur þar raunar áfram enn.
Þetta er engan veginn bundið við stóriðjuna
eina, heldur gerist ekkert siður á sviði hinna
minni iðnaðarfyrirtækja. Hér á landi er t.d. að
finna fleiri dæmi þess, að starfsmönnum hjá til-
teknum fyrirtækjum hafi fækkað verulega eða
staðið i stað, þótt framleiðslan hafi margfaldazt.
Vélar hafa leyst mannshöndina af hólmi.
Vafalaust mun þetta gerast i enn rikari mæli i
náinni framtið.
Það er þvi ákaflega hæpið að treysta þvi, að
iðnaðurinn eða nánar tiltekið framleiðslu-
iðnaðurinn geti að verulegu magni tekið við þvi
vinnuafli, sem bætist hér við á næstu áratugum.
Nýr framleiðsluiðnaður mun að visu bætast við,
en vafasamt er að hann geri betur en að bæta i
skörðin vegna starfsmannafækkunar, sem verð-
ur hjá hinum eldri fyrirtækjum af völdum tækni-
væðingarinnar.
Þettá leiðir hugann aðþvi að mun betur þarf að
sinna óðrum atvinnugreinum en þeim þremur,
sem nú er lögð á mest áherzla, þ.e. landbúnaði,
sjávarUtvegi og framleiðsluiðnaði, þótt áfram
verði að treysta rekstrarskilyrði þeirra eftir
megni. Vafasamt er þó, að þeir skapi miklu fleiri
atvinnutækifæri.
Sennilega biða möguleikarnir fyrir ný atvinnu-
tækifæri mest á sviði hins svonefnda þjónustu-
iðnaðar, eins og samgangna, ferðamannaþjón-
ustu, listsköpunar, veitingastarfsemi o.s.frv.
Vaxandi þörf verður fyrir allt þetta, m.a. vegna
þess, að vinnutiminn mun styttast og tryggja
verður fólki aðstöðu til að notfæra sér tómstund-
imar á sem fjölbreyttastan hátt.
Samgöngurnar geta sennilega átt mun rikari
þátt i þvi að fjölga atvinnufyrirtækjum íslend-
inga en þegar er orðið. Það er t.d. ánægjulegt til
þess að vita, að islenzk skipafélög annast sigling-
ar i vaxandi mæli á erlendum vettvangi, jafn-
hliða þvi sem þau fullnægja enn betur þörfum Is-
lendinga sjálfra. Það er lika mikilvægt, að is-
lenzk flugfélög annast fólksflutninga milli heims-
álfa og vöruflutninga erlendis.
Um þessi málefni þarf að hugsa meira og
undirbúa aðgerðir á viðari grundvelli en nú er
gert. Annars getur mistekizt að finna hinni upp-
vaxandi kynslóð næg verkefni.
Þ.Þ.
Múrrista á
Kjarvalsstöðum
Kjarvalsstaðir
Gunnsteinn Gislason
Múrrista, veggmyndir.
20 myndir.
fi. febr.-22. febr. 1982
Vesturgangur.
Múrsmiði
¦ Maður veröur þess óneitan-
lega var, aö myndlist okkar er að
verða fjölbreyttari. Ungir fram-
sæknir myndlistarmenn velja
gjarna sérgreinar i listum, i stað
þess að frelsa heiminn i venjulegu
málverki i oliu, eða vatnslitum,
eða með hefðbundinni gerðhögg-
mynda.
Um þetta má nefna allmörg
dæmi. Við eigum orðið nokkra
flinka grafíklistamenn, vefara og
leirkerasmiði. Enn aðrir vinna i
gler.Um miirsmiði hefur þó ekki
verið mikið, þótt einstaka mynd-
listarmaður hafi reynt fyrir sér
með mosaik, og gjört myndir.
Og nú höfum við fengið enn eina
sérgreinina, en það er múrrista.
MUrrista er ævaforn aðferð til
að búa til listaverk, og er til i
ymsum hlibstæðum. Sgrafitto
(Sgraffito) er gömul aðferð t0 að
skreyta húsveggi, og var þekkt á
ftaliu á 15. öld og var snemma i
brúki iSviss.á vissum stööum, og
hefur verið um aldir. Þessi aðferð
er ýmist notuð ásamt málverki,
eða ein sér, og á vorum dögum
einnig i smærri myndverk,
færanleg. Þá er aðferðin einnig
notuð i gerð leirmuna. Gunn-
steinn Gislason lýsir aðferðinni
með svofelldum orðum i sýn-
ingarskrá (sjá einnig mynd):
„Nafnið sgraffito er komið af
italska orðinu sgraffiare sem
þýðir rista. Fyrr á timum var
þessi veggmyndatækni notuð
samhliða al fresco myndum sem
hluti af byggingalistinni. Munur-
inn á fresco og sgraffito myndum
felst i þvi að i stað þess að mála
múrinn er skafið i blauta steyp-
una til að fá myndina fram.
Uppistaðan i miírristu er fin-
mulinn hvitur marmari, kalk og
steinlitir. Veggurinn sem skreyta
á er lagður virneti og rappaður.
Að þvi loknu eru lituð múrlög
dregin hvert yfir annað eftir þvi
hve margir litir eiga að vera i
myndinni. Siðasta lagið er yfir-
leitt hvitt.
Að þessu loknu er vinnuteikning
fest á múrinn og framkölluð i
blauta steypuna. Myndin er siðan
skorin til með beittum hnif og litir
og form skafin fram. Þegar allur
raki er horfinn úr steypunni má
verja hana með blöndu af hreinu
bývaxi og parafinvaxi sem brætt
er inn i múrinn."
Og mi hefur Gunnsteinn borið
þessa list með sér hingað, þótt
eigi sé hún með öllu óþekkt hér,
eða vissar greinar hennar.
Gunnsteinn Gíslason
Gunnsteinn Gfslason hefur að
baki langt nám i myndlist og
mikla reynslu. Hann er fæddur
árið 1946 og stundaði nám við
Myndlista- og Handiöaskóla ís-
lands 1963-1967 i kennaradeild og
frjálsri myndlist. Innritaðist i
Edinburgh College of Art 1967 og
lagöi stund a veggmyndagerð og
glerhönnun. Kennarar hans voru
John W.C. Lawrie og Helen N.
Turner. 1968 var Gunnsteini boðið
(einum nemanda skólans) aö
taka þátt i samsýningu skoskra
höggmyndalistamanna i Banda-
rikjunum. Vorið 1969 lauk hann
D.A. (Edin.) pröfiog hélt sýningu
viö skólann og var prófverkefnið
kirkjuskreyting, unnin i sgraffito.
Setti upp vinnustofu i Reykja-
vik 1969 og hóf einnig kennslu við
Vogaskóla það haust. Veturinn
1971 kenndi Gunnsteinn námsönn
i veggskreytingu við Myndlista-
og handiðaskólann.
Haustið 1972 hóf Gunnsteinn
nám i kennslugreinum mynd-
mennta við Konstfackskolan Tl i
Stokkhólmi og lauk þaðan pröfi
1975. Þáum haustið varhann ráð-
inn kennari og deildarstjöri við
/. Virbinding, II. Gróft rapp. III. Lituö múrlög (sidasta Ijóst).
Gunnsteinn Gíslason a' sýningu sinni
(TímamyndGE)
myndlistadeild Fjölbrautaskól-
ans i' Breiðholti og stundakennari
i kennslufræðum við Myndlista-
og handiðaskólann.
Hann byrjaði að sýna myndir
árið 1967 ásamsýningum, en sýn-
ingin á Kjarvalsstööum mun vera
fyrsta einkasýning hans.
Múrverkið
Það er gaman að skoða mUr-
verk Gunnsteins Gislasonar, og
það má hverjum manni vera
ljóst, að þarna er á ferðinni agað-
ur og vandvirkur myndlistar-
maður. Liklegt má telja að hann
eigi eftir að vinna verk i þessu
landi, vegna þess að áhugi fyrir
veggskreytingum — úti og inni —
er meiri núna hér á landi, en oft
áður.
A sýningunni eru 20 myndir.
Flestar smáar, ef miðað er við þá
stærö, sem slikar myndir ná á
réttum stöðum, t.d. sem vegglist
á salarkynnum, eða á húsum.
Ekki getur Gunnsteinn þó talist
timamótamaður i öðrum skiln-
ingi, en þeim aðhann kemur með
nýtt efni. úrvinnsla forma og
myndbygging er vönduð, en að
öðru leyti þekkt og sú hin sama og
iðkuö hefur verið lengi. A hinn
bóginn eru myndirnar allar i há-
um gæðaflokki, hvað útfærsluna
snertir. Mikinn skáldskap greinir
maður ekki, en hinn ljúfi tónn,
sem listamaðurinn hefur tileink-
að sér, fellur i geð. Sérlega
skemmtilegt verk þótti mér
(kringlótt) mynd, sem Reykja-
vikurborg hefur nú eignast. Þar
opnast veggurinn, ef svo má
segja.
Það er ekki alltaf jafn auðvelt
að ráða efni abstraktmynda af
nöfnum þeirra, fremur en að
fylgja söguþræði spilaðra tón-
verka. Aftur á móti fer maður
stundum nærri um hugarheim
myndlistarmanna við að lesa
myndanöfnin. Myndheiti Gunn-
steins eru t.d. Vor, Stormur, Upp-
haf dags, Vorfugl I, Þriliða, Dag-
draumur.Leysingar, Austanregn
og Huldukona.
Það eref til vill miskunnarlaust
að segja i blöðum, að sérstök þörf
séfyrir ákveðna listamenn í land-
inu, umfram einhverja aðra. En
þótt ég vildi nú ekki alveg fallast
áað hafa öll hUs með múrristum,
þá fæ ég ekki annað séð en þarna
sé konrinn fram heppilegur mað-
urfyrirbyggingalistokkar. Tilað
auðga hana og fegra.
Mulningur Gunnsteins Gisla-
sonar mun vera marmari. Gam-
an væri að vita, hvort islensk
steinefni eru nothæf i svona
myndir?
Islenskt grjót erfagurt, en vont
grjót, svona byggingafræðilega,
þvi veðrun er mikil hér á landi.
Þaðer ástæða tilað hvetja sem
flesta til þess að koma að Kjar-
valsstöðum og sjá þessar myndir.
	'Í3k
	j£~m
Jónas	#E^ ifl3
Guðmundsson	l^riUB^
skrifar      um	- ¦¦   IP^
myndlist.	^"

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28