Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						HAUS
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR  7. MAÍ 2008
ÚTTEKT
Það hefur ekki verið stefna 
stærstu eigenda í Icelandair 
Group að selja frá sér stóran 
eignarhlut í fyrirtækinu. Stefna 
Máttar ehf. og Nausts ehf., sem 
eru þau félög sem ég sit fyrir í 
stjórn Icelandair Group og fara 
með hátt í fjörutíu prósenta 
eignarhlut í félaginu, er óbreytt 
hvað þetta varðar, við erum ekki 
að leita að kaupanda að okkar 
hlut,? segir Gunnlaugur M. Sig-
mundsson, fyrrverandi alþingis-
maður og forstjóri Kögunar, sem 
nú hefur tekið við sem stjórnar-
formaður Icelandair.
Eigendur að Fjárfestingar-
félaginu Mætti ehf. eru annars 
vegar Milestone og hins vegar 
félögin Hrómundur og Hafsilfur 
sem eru í eigu bræðranna Einars 
og Benedikts Sveinssona, auk 
þess sem Gunnlaugur á sjálf-
ur lítinn hlut í félaginu. Naust 
er til helminga í eigu Máttar og 
BNT (eiganda N1), en Máttur á 
um þrjátíu prósenta hlut í BNT 
og bræðurnir eiga jafnframt að 
auki um helmingshlut í því fé-
lagi, svo unnt er að halda því 
fram að þessir hlutir í Icelandair 
séu mjög tengdir.
?Nýverið var í fréttum að aðrir 
stórir hluthafar væru að bjóða 
hlutabréf sín til sölu erlendis, 
en mér vitanlega er sú frétt ekki 
rétt. Hitt er svo annað mál að 
það væri hagur að því fyrir alla 
að fá fleiri öfluga fjárfesta að fé-
laginu, til dæmis lífeyrissjóði,? 
bætir Gunnlaugur við og bendir 
á að miðað við gengi félagsins á 
markaði núna ættu kaup á hluta-
fé í félaginu að vera góður fjár-
festingarkostur.
Stjórnarformaðurinn segist 
ekki treysta sér til að dæma um 
hve líklegt það sé að erlendir 
aðilar eignist umtalsverðan hlut 
í Icelandair eða allt hlutafé fé-
lagsins á næstu árum. ?Fyrir 
liggur að stór erlendur aðili lýsti 
áhuga á því síðastliðinn vetur 
að kaupa félagið allt en hlut-
hafar sem réðu yfir því magni 
atkvæða sem sóst var eftir sáu 
sér þá ekki hag í að selja sín 
hlutabréf. Sú afstaða er óbreytt, 
að minnsta kosti hvað varðar þá 
hluthafa sem ég fer með umboð 
fyrir. Á hitt ber þó jafnframt að 
líta að hlutabréf í fyrirtæki sem 
skráð er á markað ganga kaup-
um og sölum og ómögulegt er að 
segja fyrir um hvernig einstakir 
hluthafar bregðast við í framtíð-
inni ef hagstæð kauptilboð ber-
ast,? segir hann, en samkvæmt 
heimildum Markaðarins er þar 
vísað til áhuga forsvarsmanna 
SAS á aðkomu að rekstri Ice-
landair fyrir um ári síðan.
Gunnlaugur segir að stjórn 
Icelandair hafi á bak við sig 
mjög sterkan eignarhlut í félag-
inu og í hugum stjórnarmanna 
ríki engin óvissa um eignarhald 
félagsins. ?Eigendahópar þeir 
sem standa að vali á einstökum 
stjórnarmönnum eru óháðir hver 
öðrum en samt sem áður hefur 
reynslan verið sú að stjórn fé-
lagsins er afar samstíga í verk-
um sínum, svo samstíga að ég 
hygg að fátítt sé með stjórnir fé-
laga með jafn ólíkan eigendabak-
grunn. Ég sé því engin vanda-
mál tengd eigendahópi félagsins 
né að eignarhald félagsins sé að 
veikja það í samkeppni við önnur 
félög. Það sem mest veikir félag-
ið bæði í samkeppni og á mark-
aði er ef einstakir starfshópar 
innan félagsins hóta að trufla 
starfsemi þess, eins og því miður 
hefur gerst á liðnum vetri. Slíkar 
uppákomur valda usla meðal við-
skiptavina félagsins og vantrú 
markaðarins á félaginu. Hótanir 
um rekstrarstöðvun eða rekstr-
artruflanir geta valdið skaða í 
markaðssetningu félagsins sem 
mörg ár tekur að lagfæra,? bætir 
hann við.
Gunnlaugur segir að í sjálfu 
sér hafi ekki margt komið sér á 
óvart í rekstri Icelandair. ?Mér 
hefur hins vegar komið mjög á 
óvart hversu margir hafa skoð-
un á fyrirtækinu og eru ósparir 
á að láta mann heyra þá skoðun. 
Það er ljóst að Icelandair skip-
ar stóran sess í þjóðarsálinni og 
þjóðin gerir miklar kröfur til 
þess að félagið haldi áfram að 
þjóna samgöngumálum þjóðar-
innar jafn myndarlega og gert 
hefur verið áratugum saman. Sú 
mikla ferðatíðni sem Íslending-
ar eiga völ á frá Íslandi til Evr-
ópu og Bandaríkjanna er langt 
í frá sjálfgefin fyrir svona lít-
inn markað eins og Ísland er. 
Áframhald þeirrar miklu þjón-
ustu sem Icelandair er að veita 
Íslendingum byggist á því að 
áfram verði hægt að halda uppi 
arðbæru flugi milli Evrópu og 
Bandaríkjanna með viðkomu á 
Íslandi. Ef sá flugrekstur hætt-
ir að vera arðbær er sjálfgefið 
að ekki verður haldið út lengi; 
til þess hefur félagið enga burði, 
né er vilji til þess meðal hlut-
hafa að standa í rekstri sem ekki 
skilar viðunandi afkomu. Oft 
virðist gleymast að á leiðinni 
yfir Atlantshafið á Icelandair í 
harðri samkeppni við risastór 
erlend flugfélög og Icelandair 
á ekki möguleika í þeirri sam-
keppni nema geta boðið sam-
keppnishæft verð og góða og ör-
ugga þjónustu. Eldsneytiskostn-
aður er nú í hæstu hæðum og 
stærra hlutfall af tekjum félags-
ins en verið hefur áður. Við slík-
ar aðstæður er róðurinn þungur 
og því þurfa allir sem vilja hag 
félagsins sem mestan að leggjast 
á árarnar saman ef við eigum að 
geta haldið úti jafn öflugri starf-
semi og verið hefur.?
Flugið verður að vera arðbært
Gunnlaugur M. Sigmundsson, stjórnarformaður Icelandair
il lengri tíma
ð breytingarnar er nálægt þremur millj-
Björn Ingi Hrafnsson fór með fyrsta fluginu 
ytinga á eignarhaldi að undanförnu.
GUNNLAUGUR M. SIGMUNDSSON
FRÁ MÓTTÖKUATHÖFN eftir fyrsta flugið frá Keflavík til 
Toronto í Kanada sl. föstudag. Utanríkisráðherra var heiðursgestur 
í flugferðinni og er hér ásamt stjórnendum Icelandair og áhöfn-
inni við komuna.
SÆTIN heita eftir frægum sögupersónum úr Íslandssögunni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16