Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 21. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G 1985 Invik stofnað í kjölfar uppskiptingar á starfsemi iðnþróunarfélagsins AB Kinnevik. 1987-1997 Invik skráð í Kauphöllina í Stokkhólmi. Eignarhald verður dreifðara. 2004 Invik hið fyrra og Kinnevik renna saman aftur í júlímánuði. Í ágúst verður til nýtt Invik sem dótturfélag Kinnevik og þá með Moderna-tryggingastarfsemina innanborðs. 2005 Eigendur hlutafjár Kinnevik eignast alla hluti í Invik. 2006 Glitnir kaupir Fischer Partners af Invik. 2007 Milestone leggur fram kauptilboð í alla hluti Invik með milligöngu dótturfélagsins Racon Holding í Svíþjóð. Í júlí átti Milestone 98 prósent hlutafjár í félaginu og lauk yfirtökunni í ágúst. 2008 Dótturfélög Milestone á Íslandi færð undir Invik og unnið að undirbúningi að skráningu félagsins í Nasdaq/ OMX-kauphöllina í Stokkhólmi. Fyrirhugað að breyta nafni Invik og taka upp heitið Moderna á móðurfélagið. 2009 Skráning fyrirhuguð á markað á fyrri helmingi ársins. I N V I K F R Á ´ 8 5 Fjárhagurinn Hagnaður félagsins nemur rúmum 1,1 milljarði sænskra króna, eða rúmum fjórtán milljörðum íslenskra króna. Tekjur jukust um fjögur prósent milli ára, námu 535 milljónum sænskra króna á fjórð- ungnum (tæplega 6,7 milljörðum króna). Heildareignir námu í lok mars tæplega 33,5 milljörðum sænskra króna, eða tæplega 417 milljörðum íslenskra króna. Umfang eignastýringar Invik í lok fjórð- ungsins nemur 34,5 milljörðum sænskra króna (tæplega 430 milljörðum króna). I N V I K Á F Y R S T A F J Ó R Ð U N G I 2 0 0 8 A nders Fällman for- stjóri sænska fjár- málaþjónustufélags- ins Invik hafði lítil kynni haft af Íslandi eða Íslendingum áður en Mile- stone lauk við yfirtöku félags- ins síðasta haust. „Ég hafði aldrei komið hing- að þegar Milestone keypti sig inn í Invik. Ég var hins vegar forstjóri þegar félagið var í til- boðsferli. Tilboð voru opnuð 26. apríl í fyrra og ljóst að Mile- stone átti hæsta boð. Þetta var á fimmtudegi og á mánudags- morgni var ég kominn í flug- vél á leið til Reykjavíkur,“ segir Anders, en hann kom hingað nýverið til fundarhalds í tengsl- um við yfirtöku Invik á íslensk- um eigum Milestone. Í sinni fyrstu heimsókn til landsins í fyrravor fundaði for- stjóri Invik með forsvarsmönn- um Milestone og þeir ræddu stefnu félagsins og hlutverk. „Ég hringdi svo í konuna mína og sagði henni að ég teldi næsta skref þurfa að vera að við kæmum hingað með fjölskyld- una í leyfi, því ég yrði að kynn- ast landinu áður en ég tæki ákvörðun um næstu skref.“ Nokkrum vikum síðar var And- ers Fällman kominn hingað með fjölskylduna í ferðalag. „Og skemmst er frá því að segja að við kunnum afar vel við bæði þjóð og land, en það var í raun hluti af ferlinu við að ákveða að halda áfram hjá félaginu. Síðan hef ég komið hingað ótal sinn- um og kann mjög vel við mig.“ Anders segist, vegna þess að hann vinni, jú, fyrir íslenska eigendur þótt félagið sé sænskt, líta að hluta á sjálfan sig sem nokkurs konar sendiherra í Sví- þjóð, en þar er hann mikils metinn í fjármálalífi landsins. Til dæmis var Anders nýverið endurkjörinn stjórnarformað- ur sænska fjármálaþjónustu- fyrirtækisins Carnegie. Þar átti Milestone tíu prósenta hlut þegar Anders var fyrst kjör- inn stjórnarformaður en hefur nú aukið hlut sinn í sautján prósent. „Þegar fólk slúðrar og telur sig vita allt um hvert stefnir á Íslandi, kemur fyrir að ég ræski mig og bendi á að ef til vill væri betra að kynna sér staðreyndir.“ Hann segist telja að Ísland hafi orðið allveru- lega fyrir barðinu á lausafjár- kreppunni sem gengið hefur yfir fjármálakerfi heimsins, en núna finnst honum eins og held- ur birti til. „Þetta heyri ég líka hjá norrænum fjárfestingar- bönkum í Lundúnum. Í vetur voru þeir mjög svartsýnir fyrir hönd landsins en núna eru þeir fremur afslappaðir,“ segir hann og bendir á að gengi krónunn- ar hafi enda jafnað sig aðeins. „Þrengingarnar eru kannski ekki alveg að baki, en ástand- ið hefur heldur batnað. Eigum við ekki bara að segja að það sé vor í lofti?“ Anders segist ekki vilja blanda sér í stjórnmálaum- ræðu hér um hvert skuli stefna í Evrópumálum. Hann kveðst hins vegar hafa verði fylgj- andi bæði inngöngu Svíþjóð- ar í Evrópusambandið og tals- maður þess að landið tæki upp evru. „En ég er svo sem ekki sér fróður um stöðu Íslands og veit að þið njótið samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þegar hins vegar kemur að um- ræðu um gjaldmiðla þá veit ég frá Svíþjóð að þar hafa reglu- lega verið gerðar árásir á gjald- miðilinn og þó erum við með mun stærra hagkerfi en Ís- land. Á slíkum stundum er ekki verra að hafa bakland í stærra myntbandalagi, svo mikið get ég sagt,“ segir forstjóri Invik og kveðst því þeirrar skoðunar að til lengri tíma litið ætti Sví- þjóð að taka upp evru. „Kannski á það líka við um Ísland, ég veit það ekki.“ Á næstu vikum kynnir sænska fjármálaþjónustu fyrir- tækið Invik nýtt nafn. Breyt- ingin er hluti af skipulagsbreyt- ingum hjá félaginu, sem skrá á á markað í Svíþjóð á fyrri hluta næsta árs í kjölfar hlutafjárút- boðs. Invik er í eigu íslenska félagsins Milestone, en um síð- ustu áramót færðust bæði Sjóvá og Askar Capital undir Invik. Um þessar mundir er unnið hörðum höndum að „straum- línulögun“ starfsemi Invik, sem nú hefur innanborðs fjár- málaþjónustufyrirtæki þau sem áður heyrðu undir Mile- stone hér heima. Samþættingin og skerptar áherslur í rekstrin- um eru svo undanfari þess að félagið verði skráð í Nasdaq OMX-kauphöllina sænsku á fyrri hluta næsta árs. Þá hugleiðir stjórn Invik að breyta nafni félagsins. „Ætli breytingin gangi ekki í gegn innan mánaðar eða svo,“ segir Anders og bætir við að þótt breytingarnar séu ekki fast- negldar sé líklegt að Invik taki yfir nafn Moderna, en undir því heiti rekur félagið trygg- ingastarfsemi víða á Norður- löndum. ANDERS FÄLLMAN FORSTJÓRI INVIK Ekki er loku fyrir það skotið, að mati forstjóra sænska fjármálaþjónustufyrirtækisins Invik, að sama kunni að eiga við um Ísland og Svíþjóð, að löndunum myndi farnast betur í myntsamstarfi Evrópuþjóða. MARKAÐURINN/VALLI Óopinber sendiherra landsins í Svíþjóð Anders Fällman, forstjóri sænska fjármálaþjónustufyrirtækisins Invik, kom með fjölskylduna hingað í leyfi síðasta sumar áður en hann gerði upp við sig hvort hann vildi starfa áfram hjá félaginu eftir yfirtöku Milestone á því. Óli Kristján Ármannsson ræddi við Anders og komst að því að hann hefur tekið upp hanskann fyrir íslenskt fjármálalíf og efnahagsumhverfi þegar honum hefur þótt halla ótæpilega á landið í umræðum utan landsteinanna. Invik er á leið á markað í Svíþjóð á fyrri hluta næsta árs, en undir félagið hafa verið færðar íslenskar eigur Milestone. S T I K L A Ð Á S T Ó R U Í S Ö G U M I L E S T O N E Í ár fer allnokkurt púður starfsemi Milestone í endur- skipulagningu þegar eignir félagsins fara undir sænska fjármálaþjónustufyrirtækið Invik. Hluti endurskipu- lagningarinnar er sala á ýmsum fasteignaverkefnum og hlutum í óskráðum félögum sem ekki eru í fjármálastarfsemi. Hér er á eftir stiklað á stóru í sögu Milestone: 1999 Werner Rasmusson selur apótekið sitt til Lyfja og heilsu og Karl Wernersson tekur við stjórnarformennsku í félaginu. Hefst mikill vöxtur lyfjaverslanakeðjunnar. Milestone átti átján prósent í Lyfjum og heilsu auk hluta- bréfa í lyfjafyrirtækinu Delta. 2002 Delta og Pharmaco sameinast í félag sem síðar verður Actavis. 2003 Milestone eignast nær allt hlutafé í Lyfjum og heilsu. 2004 Félagið byrjar að kaupa hlutabréf í Íslandsbanka (Glitni). Hagnaður félagsins var 975 milljónir. 2005 Milestone kaupir 66,6 prósent hlutafjár í Sjóvá af Íslandsbanka fyrir 17,5 milljarða. Hagnaður félagsins var 14,7 milljarðar á árinu. 2006 Milestone verður snemma árs stærsti hlut- hafinn í Glitni þegar það eignast ríflega fimmtungshlut. Félagið kaupir eftirstöðvar hlutafjár í Sjóvá fyrir 9,5 milljarða. Milestone stofnar Aska Capital og verður þar ráðandi hluthafi. Hagnaður félagsins var 21,4 millj- arðar í árslok. 2007 Félagið selur 13 prósenta hlut í Glitni fyrir 54 milljarða króna og lýkur við 70 milljarða króna yfirtöku á Invik. Milestone selur öll hlutabréf sín í Actavis til Novators. Hagnaður ársins 21,3 milljarðar króna. 2008 Allar íslenskar eigur Milestone færðar undir sænska fjármálaþjónustufyrirtækið Invik. Þar á meðal eru Askar Capital, Avant og Sjóvá. Starfsemi í lyfjageira er seld frá félaginu sem liður í straumlínulögun starfsemi Invik í fjár- málaþjónustu áður en félagið verður skráð í sænsku kauphöllina á næsta ári. Í BRÚNNI HJÁ MILESTONE Karl Wernersson er stjórnarformaður Milestone og Guðmundur Ólason forstjóri félagsins. Þeir segja aukna áherslu á upp- byggingu félagsins utan landsteinanna rökrétt skref. MARKAÐURINN/VALLI PAGEPRO 1400W Litur: Nei Afköst: 16 bls/mín Tengi: USB Stýrikerfi : Windows Tilboðsverð: 13.900 kr. PAGEPRO 1350E Litur: Nei Afköst: 20 bls/mín Tengi: USB, Parallel, Ethernet Stýrikerfi : Windows, Dos, Mac, Linux Tilboðsverð: 29.900 kr. MAGICOLOR 2500W Litur: Já Afköst: 20 bls/mín í svart-hvítu, 5 bls/mín í lit Tengi: USB Stýrikerfi : Windows Tilboðsverð: 39.900 kr. MAGICOLOR 2530DL Litur: Já Afköst: 20 bls/mín í svart-hvítu, 5 bls/mín í lit Tengi: USB, Ethernet Stýrikerfi : Windows, Mac, Linux Tilboðsverð: 48.900 kr. NÁKVÆMIR MEÐ EINDÆMUM KJARAN EHF. · SÍÐUMÚLA 12-14 · 108 REYKJAVIK · S: 510-5520 · WWW.KJARAN.IS · KJARAN@KJARAN.IS Leysiprentararnir frá Konica Minolta eru dugmiklir, hagkvæmir í rekstri og prenta í frábærum gæðum. Þeir sinna daglegum prentverkefnum skrifstofunnar með stakri prýði og ættu að vera fyrirmynd annarra á skrifstofunni – þeir sýna alltaf lit og leysa verkefnin af mikilli nákvæmni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.