Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						2  5. júlí 2008  LAUGARDAGUR
DÓMSMÁL Ákæra fyrir stórfelld skattsvik og bók-
haldsbrot hefur verið gefin út á hendur Jóni 
Ólafssyni, fyrrverandi eiganda Norðurljósa, þar á 
meðal Stöðvar 2, Skífunnar og fleiri fyrirtækja. Þrír 
aðrir fyrrum starfsmenn Norðurljósa og undirfyrir-
tækja þeirra eru ákærðir með Jóni fyrir eigin 
skattsvik og brot framin í rekstri fyrirtækjanna.
Efnahagsbrotadeild Ríkis lögreglu stjóra hefur 
rannsakað málið í sex ár. Ákæran verður þingfest 
16. júlí.
Jóni er gefið að sök að hafa á tímabilinu 1999 til 
2002 vanrækt að telja upp til skatts um 350 milljónir 
af eigin launatekjum, fjármagnstekjur upp á um tvo 
milljarða og eignir upp á tæpar þrjú hundruð 
milljónir. Þannig hafi hann komist hjá því að greiða 
rúma 361 milljón króna í skatt.
Jón er jafnframt ákærður, ásamt öðrum, fyrir 
brot í rekstri þriggja fyrirtækja sem hann stýrði 
sem stjórnarformaður, Norður ljósa, Skífunnar og 
Íslenska útvarpsfélagsins.
Hreggviður Jónsson, fyrr ver andi framkvæmda-
stjóri Norður ljósa, er ákærður fyrir að svíkja rúmar 
24 milljónir undan skatti af eigin launum. Honum er 
meðal annars gefið að sök að hafa kallað tekjur 
endurmenntunargjöld sem í raun voru persónuleg 
útgjöld. Hann er jafnframt ákærður ásamt Jóni 
fyrir meiriháttar skattalaga brot í störfum sínum 
fyrir Norðurljós.
Ragnar Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri 
Skífunnar, er ákærður fyrir að hafa svikið tæpar 
fimm milljónir undan skatti af eigin launum og auk 
þess fyrir skattalagabrot í rekstri Skífunnar í félagi 
við Jón.
Þá er Símon Ásgeir Gunnarsson, fyrrverandi 
endurskoðandi Íslenska útvarpsfélagsins, ákærður, 
líkt og Hreggviður og Jón, fyrir brot gegn skattalög-
um í rekstri þess fyrirtækis. stigur@frettabladid.is
Arnþór, er embættiskerfið 
blint á kosti þína?
?Já, næstum því alblint.?
Hinn blindi Arnþór Helgason sótti um 
stöðu mannréttindastjóra Reykjavíkur, en 
var ekki boðaður í viðtal vegna starfsins. 
Hann segir vinnubrögð embættiskerf-
is Reykjavíkurborgar forkastanleg og 
ófagleg.
SAFARÍKAR
KJÚKLINGABRINGUR
869kr/pk.
ÓTRÚLEGT
VERÐ!
900g
Jón ákærður fyrir 
stórfelld skattsvik
Saksóknari efnahagsbrota hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Ólafssyni fyrir að 
svíkja rúmar 360 milljónir króna undan skatti. Þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn 
Norðurljósa og undirfyrirtækja eru ákærðir. Rannsókn málsins hefur tekið sex ár.
Jón Ólafsson er staddur erlendis og hafði ekki séð 
ákæruna þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. 
Hann vill ekki tjá sig um efnisatriði ákærunnar að svo 
stöddu en fagnar því að biðin eftir henni sé loks á 
enda.
?Nú fer þessu loksins að ljúka. Núna fæ ég tækifæri 
til þess að hreinsa mannorð mitt,? segir hann.
Jón gagnrýnir hversu langan tíma rannsóknin hefur 
tekið. ?Það er skýrt mannréttindabrot að ég fjölskylda 
mín skulum hafa þurft að sitja undir þessu í allan 
þennan tíma.?
Hann segir málið hafa rýrnað mjög frá því sem lagt 
var upp með í upphafi rannsóknar.
?NÚ FER ÞESSU LOKS AÐ LJÚKA?
Sigurður G. Guðjónsson, annar lögmanna Jóns, segir 
málið snúast um ágreining um skattalög. ?Stærstu tölurn-
ar í þessu snúast um ágreining um það hvort þetta eru 
persónulegar tekjur Jóns eða hvort hann hefur rétt til að 
taka þær inn í gegnum fyrirtæki,? segir Sigurður.
Hann segir að eftir eigi að fara yfir það hvort Jón muni 
hafna öllum ákæruatriðunum. ?Það er búið að takast á 
við skattayfirvöld um fjölmörg þessara atriða og greiða þá 
skatta sem á hafa verið lagðir með álögum. Hins vegar er 
ekki þar með sagt að Jón hafi sætt sig við þær niðurstöð-
ur.?
Hann segir að refsimálið snúist nær eingöngu um atriði 
sem skráð eru í bókhaldi. Allt sé það uppi á yfirborðinu.
ÁGREININGUR UM SKATTALÖG
LÖGREGLUMÁL Maður sem hand tek-
inn var í fyrradag grunaður um að 
hafa stolið felgum undan bíl Páls 
Stefánssonar ljósmyndara 
reyndist hafa fengið felgurnar hjá 
öðrum manni, sem nú er grunaður 
um þjófnaðinn. 
Á heimili þess manns fannst 
umtalsvert magn af öðru þýfi, 
meðal annars tölvum og mynda -
vélum. Farið hefur verið fram á 
gæsluvarðhald yfir meintum þjófi.
Nokkuð hefur verið um þjófnaði 
á felgum og hjólbörðum undan 
bílum upp á síðkastið og rannsak-
ar lögregla hvort málin tengist.  - sh
Farið fram á gæsluvarðhald:
Mikið þýfi hjá 
felguþjófnum
JÓN ÓLAFSSON Jón segir 
það mannréttindabrot 
að þurfa að sæta rann-
sókn svo árum skipti. 
Hann tjáir sig ekki um 
efnisatriði ákærunnar 
að svo stöddu.
FRÉT
T
ABL
AÐIÐ / 
V
A
LLI
Abramovitsj hættur
Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, 
hefur leyst auðjöfurinn Roman 
Abramovitsj, eiganda Chelsea-knatt-
spyrnufélagsins, frá embætti héraðs-
stjóra í Tsjúkotka, austlægasta og einu 
minnst þróaða héraði Rússlands. Kvað 
Abramovitsj sjálfur hafa óskað eftir 
að hætta. Hann hefur fest mikið fé úr 
eigin sjóðum í innviðum Tsjúkotka. 
RÚSSLAND
HEILBRIGÐISMÁL Læknavaktin á 
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 
verður að loka 
vegna fjár-
skorts. Sigríður 
Snæbjörnsdótt-
ir, forstöðumað-
ur stofnunar-
innar, segir 
fjárveitingar 
mjög lágar í 
samanburði við 
aðrar stofnanir, 
Heilbrigðis-
stofnunin fái 
um 50 til 75 
prósent af því sem aðrar stofnan-
ir fái. ?Við berum okkur saman 
við heilbrigðisstofnanir um allt 
land. Til dæmis á Ísafirði, 
Selfossi og Akranesi.?
Frá og með 10. júní var 
hraðmóttöku heilsugæslunnar 
lokað og stefnt er á að loka 
læknavaktinni þann 16. júlí. 
?Vegna þess hve illa sett heilsu-
gæslan er verður þeim sem þurfa 
á hefðbundinni þjónustu lækna-
vaktar að halda vísað til Reykja-
víkur,? segir Sigríður.   - hþj
Lokun á Suðurnesjum:
Sjúkum vísað 
til Reykjavíkur
SIGRÍÐUR SNÆ-
BJÖRNSDÓTTIR
VIÐSKIPTI Þinglýstum kaupsamn-
ingum um fasteignir hefur fækkað 
um 80 prósent frá því í fyrra. Þetta 
kemur fram á vef Fasteignamats 
ríkisins. 
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga 
á höfuðborgarsvæðinu í júní var 
208 og nam heildarvelta 7,4 
milljörðum króna. Í júní á síðasta 
ári voru kaupsamningar 1.037 og 
var heildarveltan 28,8 milljarðar.  
Kaupsamningum fækkaði um 
tæp átján prósent frá því í maí og 
fram í júní en heildarveltan var sú 
sama í báðum mánuðum. 
Meðalupphæð kaupsamninga í  
júní í fyrra var 27,8 milljónir en í 
júní í ár er hún 35,5 milljónir 
króna.  - hþj
80 prósenta samdráttur:
Kaupsamning-
um fækkar enn
FISKVEIÐAR Verstu úthafskarfa-
vertíð skipa HB Granda frá 
upphafi er nýlokið. Skipin veiddu 
um 3.200 tonn en á vertíðinni í 
fyrra veiddust 5.770 tonn. 
Birkir Hrannar Birkisson, 
rekstrarstjóri togarafélagsins, 
segir að erfitt hafi verið að komast 
að torfunni. ?Það varð aldrei nein 
veiði, torfan gekk ekki inn eins og í 
fyrra nema að litlu leyti.? 
Sökum hækkunar á olíuverði var 
ekki hægt að leita eins mikið að 
fiski og áður. ?Þetta þýðir að 
sjálfsögðu eitthvert fjárhagstjón 
en sem betur fer erum við það 
kvótasterkir að við höfum getað 
sett skipin í önnur verkefni.? - hþj
Lítið fiskað af úthafskarfa:
Versta vertíðin 
hjá HB Granda
SLYS Ekið var á átta ára dreng við 
gangbraut á Fjallkonuvegi í 
Grafarvogi laust eftir hádegi í gær.
Drengurinn var fluttur á 
slysadeild með hraði en meiðsl 
hans voru ekki talin alvarleg að 
sögn lögreglu. Þó var grunur um að 
hann hefði hlotið heilahristing og 
lítilsháttar blæðing var úr eyra.
 Ökumaðurinn hafði stöðvað 
bifreið sína við gangbraut en varð  
ekki drengsins var þegar hann ók 
af stað að nýju. Drengurinn varð 
því fyrir bílnum sem ekið var á 
litlum hraða þegar slysið varð.  - ht
Umferðarslys í Grafarvogi:
Ekið á átta ára 
dreng á hjóli
FÓLK Óprúttnir aðilar stálu í gær 
iPod-tónlistarspilara af Ásdísi 
Jennu Ástráðsdóttur sem er fjöl-
fötluð og bundin við hjólastól sem 
hún þarf að keyra með hökunni. 
Þetta er annar iPodinn sem stolið 
er af henni á árinu auk þess sem 
stolið var af henni síma fyrir 
nokkrum árum.
?Það er ekki hægt að leggjast 
lægra en að stela af manneskju 
sem getur enga björg sér veitt,? 
segir Ástráður B. Hreiðarsson, 
faðir Ásdísar. ?Það er ömurlegt að 
vita að til sé fólk sem er svo sam-
viskulaust að það geti gert svona.? 
?Mér þótti vænt um þennan iPod 
bæði af því að hann var gjöf frá 
bróður mínum en aðallega af því 
ég var byrjuð að heyra aftur,? 
segir Jenna sem er mjög heyrnar-
skert en eignaðist í janúar sér-
stakt heyrnartæki sem hægt er að 
tengja við svona spilara. Það var 
mikið áfall þegar fyrri spilaranum 
var stolið í febrúar en þjófnaður-
inn í gær var þó sárastur. 
?Ég skil ekki að báðum iPodun-
um mínum hafi verið stolið strax 
og ég fékk þá. Ég er svo fötluð að 
ég get ekkert gert til að verja mig. 
Afhverju er ekki hægt að láta mig 
í friði??
Ástráður hvetur hinn seka til að 
sína iðrun og skila spilaranum, en 
nafn Ásdísar og símanúmer er 
grafið aftan á hann. ?Annars er 
verðið ekkert stórmál. Aðalatriðið 
er að einhver fái sig til að gera 
svona lagað.? - ges
Öðrum iPod-spilara ársins var stolið af Ásdísi Jennu sem er mikið fötluð:
Fjölfötluð stúlka ítrekað rænd 
ÁSDÍS JENNA ÁSTRÁÐSDÓTTIR Tveim 
iPod-spilurum hefur verið stolið frá 
henni. Þann síðari fékk hún að gjöf frá 
bróður sínum.
DÓMSMÁL Lífeyrissjóðnum Gildi 
var óheimilt að draga frá örorku-
lífeyri Margrétar Ingibjargar 
Marelsdóttur þann örorkulífeyri 
og tekjutryggingu er hún fær frá 
Tryggingastofnun ríkisins. 
Þetta kom fram í dómi sem 
kveðinn var upp í gær í prófmáli 
Öryrkjabandalags Íslands fyrir 
hönd Margrétar gegn sjóðnum. 
Verði dómnum ekki áfrýjað ber 
sjóðnum, og sömuleiðis öðrum 
lífeyrissjóðum sem drógu sam-
bærilegar upphæðir frá  örorku-
lífeyrisþegum, að leiðrétta þær 
greiðslur. Alls voru sextán 
þúsund einstaklingar sem fengu 
skerðingu eða niðurfellingu á 
rétti sínum.
Þetta felur þó ekki í sér að 
bannað sé að breyta samþykktum 
lífeyrisþega héðan í frá þar sem 
dómurinn miðast við atburði sem 
gerst hafa en ekki það sem síðar 
kann að gerast.
Baldur Guðlaugsson ráðuneyt-
isstjóri og undirmenn hans voru 
samkvæmt dómnum vanhæfir til 
þess að staðfesta breytingar á 
samþykktum lífeyrissjóðanna 
vegna setu í stjórn Söfnunarsjóðs 
lífeyrisréttinda að mati dómsins.
Lífeyrissjóðnum Gildi ber að 
greiða Margréti sjö hundruð þús-
und krónur í málskostnað. - ges
Dómur féll í prófmáli Öryrkjabandalagsins gegn lífeyrissjóðnum Gildi í gær:
Öryrkjar sigra lífeyrissjóðina
BALDUR GUÐLAUGSSON Ráðuneytis-
stjórinn og undirmenn hans voru 
vanhæfir að mati dómsins.
 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPURNING DAGSINS

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70