Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						8  5. júlí 2008  LAUGARDAGUR
NOREGUR, AP Talsmenn norsku her-
gagnasmiðjunnar Kongsberg 
Gruppen ASA upplýstu í gær að 
fyrirtækið hefði landað samningi 
við Lockheed Martin í Bandaríkj-
unum um að smíða íhluti í orrustu-
þotuna F-35 Joint Strike Fighter. 
Umfang samningsins nemur um 
einum milljarði norskra króna, 
andvirði rúmlega 15 milljarða 
íslenskra króna. 
Framleiðendur F-35-þotunnar 
og hinnar sænsku JAS Gripen 
keppast nú um að fá samning við 
norska ríkið um endurnýjun 
orrustuþotuflota norska flughers-
ins fyrir sem svarar um 1.000 
milljörðum íslenskra króna. Þriðji 
keppinauturinn, framleiðendur 
hinnar evrópsku Eurofighter Typ-
hoon, hættu við þátttöku í útboðinu 
í vor, að sögn vegna þess að hann 
taldi útboðsferlið allt miða að því 
að hin bandaríska F-35 yrði keypt. 
Norsk stjórnvöld hafa sagt að 
það muni hafa mikið að segja um 
það hvaða valkostur verður ofan á 
hve mikil verkefni norsk fyrir-
tæki fá í tengslum við orrustu-
þotukaupin. Talsmenn Kongsberg 
segja að verði F-35-þotan keypt 
geti hinn nýgerði samningur vaxið 
í allt að sex milljarða norskra 
króna, 93 milljarða íslenskra. 
Samningurinn væri þó óháður því 
hvort F-35 verði valin eða ekki. 
Ákvörðun um þotukaupin verð-
ur jafnvel tekin fyrir lok þessa 
árs, annars á því næsta.  - aa
Norska hergagnasmiðjan Kongsberg gerir íhlutasamning við Lockheed Martin: 
Keppnin harðnar um þotukaup
F-35 Samið um norska íhlutasmíði. 
NORDICPHOTOS/AFP
FÉLAGMÁL ?Þetta er mjög slæmt mál. Leigan hefur 
verið að hækka í samræmi við vísitöluna, svo kemur 
þetta reiðarslag ofan á það,? segir Björg Magnúsdóttir 
formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. 
Stjórn Félagsstofnunar stúdenta ákvað nýlega að 
hækka leigu á stúdentagörðum um 5,25 prósent. Hækk-
anir á stúdentaíbúðunum taka gildi í ágúst og septemb-
er.
Að sögn Bjargar er ástæðan rakin til þverrandi 
stuðnings Reykjavíkurborgar við Félagsstofnun 
stúdenta en samkvæmt ályktun Stúdentaráðs hefur sá 
stuðningur dregist saman um því sem nemur 24 millj-
ónum. 
Að sögn Jórunnar Frímannsdóttur formanns Vel-
ferðarráðs Reykjavíkurborgar var þessi ákvörðun 
tekin í tíð fyrri meirihluta Samfylkingar, Vinstri 
grænna og Frjálslynda flokksins.
?Hundrað daga meirihlutinn ákvað að styrkurinn 
yrði föst upphæð á hverja íbúð, 500 krónur á mánuði. 
Við ákváðum að breyta því ekki,? segir Jórunn.
Björg segist hafa farið á fund Jórunnar og óskað 
eftir endurskoðun á því að skera niður fasteignagjöld-
in. ?Það var ekki orðið við þeirri beiðni. Mér finnst 
verið að sauma mjög harkalega að stúdentum,? segir 
Björg. - vsp
Félagsstofnun stúdenta hækkar leigu á stúdentagörðum um 5,25 prósent:
Kemur ofan á vísitöluhækkun
BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR Formaður Stúdentaráðs Háskóla 
Íslands er ósáttur við hækkun leigu á stúdentagörðum. 
NEYTENDUR Mjólkursamsalan 
hefur sett á markað ávaxtaríkt, 
sykurskert skyr sem er kallað 
Krakkaskyr. Í Krakkaskyrinu er 
þriðjungi minna af viðbættum 
hvítum sykri og ávaxtasykri en í 
sambærilegum vörum, að því er 
segir í tilkynningu frá Mjólkur-
samsölunni. Krakkaskyrið 
inniheldur engin sætuefni. 
Hægt er að fá Krakkaskyr í 
fjórum bragðtegundum. Í 
bragðbættu tegundunum er 
þrisvar sinnum meira af ávöxtum 
en í sambærilegum vörum og eru 
ávextirnir maukaðir. Sykurinni-
hald Krakkaskyrsins er misjafnt 
eftir bragðtegundum. - ghs
Mjólkursamsalan:
Nýtt skyr með 
minni sykri
FRAKKLAND, AP Fyrrum gíslinn 
Ingrid Betancourt er komin til 
Frakklands. Nicolas Sarkozy 
Frakklandsforseti og eiginkona 
hans Carla Bruni tóku á móti henni 
á herflugvelli við París síðdegis í 
gær. ?Ég græt af gleði,? sagði 
Betancourt á þessari tilfinninga-
þrungnu stundu. 
Betancourt og fjórtán öðrum 
gíslum var á miðvikudag bjargað 
úr höndum kólumbísku uppreisn-
arhreyfingarinnar FARC. Betan-
court, sem ólst upp í París og er 
franskur og kólumbískur ríkis-
borgari, var rænt árið 2002 þegar 
hún att kappi við Alvaro Uribe í 
forsetakosningum í Kólumbíu.
   - gh
Betancourt lent í Frakklandi:
Grætur af gleði
FAGNAÐARFUNDIR Nicolas Sarkozy og 
Ingrid Betancourt heilsast á Villacou-
blay-herflugvellinum við París í gær. 
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMFÉLAGSMÁL Samtökin 
Almannaheill hafa formlega 
verið stofnuð. 
Markmið 
samtakanna er 
að vinna að 
sameiginlegum 
hagsmunamál-
um almanna-
heillasamtaka 
og sjálfseignar-
stofnana sem 
starfa í 
almannaþágu 
og bæta starfsumhverfi þeirra.
?Helstu áhersluverkefni 
samtakanna eru að einfalda og 
bæta skattaumhverfi félaganna, 
setja heildarlög um réttarstöðu 
og rekstrarumhverfi þeirra og 
kynna starfsemi þeirra og 
mikilvægi fyrir almenningi og 
stjórnvöldum,? segir Guðrún 
Agnarsdóttir, formaður nýju 
samtakanna.  - ges
Setja lög og bæta skattamál:
Ný samtök um 
almannaheill 
GUÐRÚN 
AGNARSDÓTTIR
VINNUMARKAÐUR Skurðlæknafélag 
Íslands hefur samið við samn-
inganefnd ríkisins um 20.300 
króna hækkun launa, 3,3 pró-
senta hækkun á yfirvinnu og 50 
prósenta hækkun á greiðslu til 
styrktar- og sjúkrasjóðs. 
Samningurinn gildir frá 1. júní 
og rennur út 30. apríl á næsta 
ári.
Tryggvi Stefánsson, formaður 
samninganefndar skurðlækna, 
segir að skurðlæknar meti 
stöðuna svo að samninga-
umhverfið sé erfitt. Kröfugerðin 
byggi á sérstöðu skurðlækna og 
miði að miklum breytingum á 
kjörum þeirra. Ástandið nú sé 
ekki hentugt til að fara út í svo 
miklar breytingar. - ghs
Skurðlæknafélagið:
Samdi um 
20.300 krónur
Með hass um borð í Herjólfi
Áttatíu grömm af efni sem talið er 
hass fundust í farangri ungs manns 
við komu Herjólfs til Vestmannaeyja í 
fyrrakvöld. Maðurinn var handtekinn 
og játaði brot sitt við yfirheyrslur. 
Hann hefur áður komið við sögu 
lögreglu vegna fíkniefnabrota.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Óska eftir að kaupa enskt 
Lingafon námskeið
Óska eftir að kaupa enskt Lingafon námskeið útgefi ð
árið 1977 eða síðar. Útgáfuár bóka er skráð áberandi 
fremst í bókum. Upplýsingar í síma 865 7013
Björgvin Ómar Ólafsson
Auglýsingasími
? Mest lesið
1 Hvaða stjórnmálamaður var 
nýlega frelsaður frá kólumbísku 
uppreisnarhreyfingunni FARC?
2 Hver leikur ofurhetjuna Han-
cock í samnefndri kvikmynd?
3 Hvaða stjórnmálamaður 
vakti nýverið athygli fyrir að 
skrifa grein um mögulega 
úrsögn Íslands úr EES?
SJÁ SÍÐU 46
Byggt segir upp 30
Verktakafyrirtækið Byggt á Suð-
urnesjum hefur sagt upp þrjátíu 
starfsmönnum sem að meirihluta til 
eru erlendir, að sögn RÚV. Ekki náðist 
í Hjalta Guðjónsson, forsvarsmann 
Byggt í gær.
VINNUMARKAÐUR
EFNAHAGSMÁL ?Við teljum að tíma-
setningin hafi verið óheppileg í 
ljósi markmiða og aðgerða Seðla-
bankans í baráttunni við verð-
bólguna. Aðgerðir á borð við 
hækkun lána Íbúðalánasjóðs og 
breytingu á veðrými stefna í aðra 
átt. Þær voru því ekki hjálplegar í 
þessu tilliti,? segir Petya Koeva, 
formaður sendinefndar Alþjóða 
gjaldeyrissjóðsins.
Sendinefndin hefur verið hér á 
landi undanfarinn hálfan mánuð 
og rætt við fulltrúa stjórnvalda og 
atvinnulífs um stöðu efnahags-
mála hér á landi og horfur. Niður-
stöður sendinefndarinnar voru 
kynntar á blaðamannafundi í gær.
Petya Koeva segir að þótt útlitið 
sé ekki bjart í augnablikinu, séu 
horfurnar í íslenskum efnahag til 
lengri tíma öfundsverðar. Tekjur á 
mann séu með því mesta sem ger-
ist, ójöfnuður sé lítill og markaðir 
opnir og sveigjanlegir.
Hún býst við að verulega hægi á 
í efnahagslífinu. Það dragi úr 
neyslu samfara minna aðgengi 
fólks að lánum, fasteignaverð 
lækki, efnahagur einkafyrirtækja 
dragist saman og kaupmáttur 
minnki. Opinberar framkvæmdir 
og álverstengdar framkvæmdir 
vegi ekki nema að hluta á móti 
minnkandi fjárfestingu annars 
staðar. 
?Seðlabankinn ætti áfram að 
halda fast við stefnu sína um að ná 
verðbólgunni niður,? segir Petya. 
?Umbætur á Íbúðalánasjóði eru 
hins vegar gríðarlega mikilvægar 
til þess að auka skilvirkni pen-
ingastefnunnar,? segir Petya og á 
þar við að skilið verði á milli 
almennra lána sjóðsins og félags-
legra. 
Hún segir að fasteignamarkað-
urinn hér hafi ofhitnað og aðlögun 
sé brýn. Aðgerð ríkisstjórnarinn-
ar hafi hægt á þeirri þróun.
?Enn fremur þurfa bæði stjórn-
völd og sveitarstjórnir að hægja á 
fyrirhugðum fjárfestingum og 
standast þrýsting um að auka 
útgjöld, bæði hvað varðar laun og 
bætur.?
Petya var spurð hvort íslenska 
krónan væri heppilegur gjaldmið-
ill. Hún svaraði því til að peninga-
málaumhverfi hér væri gott og að 
mikilvægt væri að innanlands 
væru stjórntæki til að hafa áhrif á 
þróun mála. 
?Við fögnum viðleitni stjórn-
valda til að auka gjaldeyrisforða 
Seðlabankans. Það eykur traustið 
út á við. Ríkisstjórnin þarf sjálf að 
ákveða hvort gjaldeyrisforðinn 
verður styrktur frekar. Lánsheim-
ild stjórnarinnar er frekara skref 
í þessa átt.? ingimar@markadurinn.is
Ríkisstjórnin vinnur 
gegn Seðlabankanum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að breytingar á lánum Íbúðalánasjóðs vinni 
gegn Seðlabankanum í baráttu við verðbólgu. Aðgerðirnar fresti verðlækkun á 
húsnæðismarkaði. Sjóðurinn vill að hið opinbera dragi saman seglin.
FORMAÐUR SENDINEFNDAR ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐSINS Petya Koeva telur að 
breytingar á lánum Íbúðalánasjóðs hafi verið gerðar á óheppilegum tíma og vinni 
gegn baráttu Seðlabankans við verðbólguna.  FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
VEISTU SVARIÐ?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70