Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						12  5. júlí 2008  LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís 
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: 
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. 
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í 
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
V
iðbrögð við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um heild-
arafla næsta fiskveiðiárs eru um margt athyglisverð. 
Eftir eðli máls er þessi ákvörðun einhver sú veiga-
mesta sem á herðum stjórnvalda hvílir. Af sjálfu leið-
ir að um hana spinnast umræður og deilur á hverju 
ári. Þar blandast saman sjónarmið um viðhald fiskistofna, hags-
muni og pólitík.
Staða þorskstofnsins, sem er burðarásinn í verðmætasköpun 
sjávarútvegsins, er með þeim hætti að heildaraflaákvörðun nú 
var óvenju erfið. Í því ljósi er einkar athyglivert að meta við-
brögð útvegsmanna, sjómanna, stjórnmálamanna og vísinda-
manna. Eins og jafnan áður hafa allir látið til sín taka svo sem 
vænta mátti. Það sem vekur athygli er hitt að um ákvörðunina 
ríkir í raun og veru meiri samhljómur en endranær. Ástæða er 
til að gefa því gaum með því að sú var tíð að þetta var átaka-
mesta ákvörðunin á vettvangi stjórnmálanna.
Ráðherrann hefur nokkuð frjálsar hendur við ákvörðun sína. 
Eigi að síður er hann bundinn af því að tillögur Hafrannsókna-
stofnunar liggi fyrir. Ákvörðunin er í góðu samræmi við tillögur 
vísindamanna stofnunarinnar þó að þeim sé ekki fylgt út í ystu 
æsar. Að því virtu kemur ekki á óvart að gagnrýni er óveruleg 
úr röðum vísindamanna.
Andmælin eru meiri frá sjómönnum og útvegsmönnum. Áður 
fyrr var ríkara traust í sjávarútveginum gagnvart ráðgjöf vís-
indamanna. Segja má að á þeim tíma hafi afstaða atvinnugrein-
arinnar í heild verið ábyrgari. Ekki verður þó sagt að veruleg-
ur þungi búi að baki þeirri gagnrýni sem kemur frá einstökum 
hagsmunahópum í sjávarútveginum.
Það skýrist af því að gagnrýnin ræðst af ólíkum hagsmunum 
einstakra hópa í atvinnugreininni. Það sem einn gagnrýnir lofar 
annar. Fyrir þær sakir verða andmæli sjávarútvegsins í heild 
tiltölulega léttvæg frá málefnalegum sjónarhóli.
Hitt er svo annað mál að ekki er óeðlilegt, þegar horft er til 
takmarkaðra aflaheimilda og ríkjandi efnahagsástands, að svart-
sýni gæti í atvinnugreininni. En þar á móti verður að líta til þess 
að lækkun á gengi krónunnar hefur óneitanlega jákvæð áhrif 
fyrir útflutningsgreinar. Hún styrkir stöðu þeirra sem skapa 
verðmæti og veikir stöðu hinna sem eyða þeim. 
Umsagnir stjórnmálamanna um ákvörðun sjávarútvegsráð-
herranns sýna býsna breiða pólitíska samstöðu um þau grund-
vallarsjónarmið sem að baki henni búa. Ríkisstjórnarflokkarnir 
tveir hafa óvenju stóran meirihluta sem sameiginlega axlar pól-
itíska ábyrgð á ákvörðuninni. Ugglaust má þó finna þar innan 
dyra einstakar raddir sem leynt eða ljóst mæla á annan veg.
Formaður Vinstri græns hefur fjallað með mjög ábyrgum 
hætti um þessi efni. Hann horfir augljóslega á viðfangsefnið 
út frá grundvallarreglunni um sjálfbæra nýtingu. Formaður 
Framsóknarflokksins lítur hins vegar framhjá þessari alþjóð-
lega viður kenndu varúðarreglu um nýtingu náttúruauðlinda 
og heimtar meiri veiði. Þegar flokkurinn var næststærstur á 
Alþingi hefði slík afstaða, hvað sem málefnalegum sjónarmiðum 
líður, verið þung fyrir hvaða ríkisstjórn sem er. Nú þegar hann 
er næstminnstur verður hún hjáróma.
Þegar horft er yfir sviðið með þessum hætti fer ekki milli 
mála að þessi mikilvæga ákvörðun er átakaminni að þessu sinni 
en oftast nær áður. Það er merki um framför.
Umræður um heildaraflaákvörðunina
Minni átök
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
UMRÆÐAN 
Ögmundur Jónasson skrifar um Drop-
laugarstaði 
G
óðir lesendur. Hafið þið heyrt skýringar 
Guðlaugs Þórs heilbrigðisráðherra og 
einkavæðingarhópsins, sem hann starfar 
fyrir, á því hvers vegna þurfi að bjóða út 
rekstur dvalarheimilis fyrir aldraða að Drop-
laugarstöðum? 
Tvennt hefur verið nefnt. Í fyrsta lagi er 
okkur sagt að Droplaugarstaðir hafi verið 
reknir með halla. Þann halla verði að rétta af og að 
þar sé einkavæðing allra meina bót. Í öðru lagi er 
bent á kosti samlegðarinnar. Með því að reka Drop-
laugarstaði í samkrulli við stærri aðila, eins og hluta-
félagið Sóltún, megi ná kostnaði niður. 
En bíðum við. Þegar Sóltún var sett á laggirnar 
bauðst sjálfseignarstofnunin Hrafnista til þess að 
taka verkið að sér með sömu rökum. Kvaðst geta nýtt 
samlegðaráhrif stærðarinnar, meðal annars í rekstri 
mötuneytis og þvotta. Nei, á það mátti fjármálaráðu-
neytið, sem þá stýrði einkavæðingunni, ekki heyra 
minnst. Sóltún átti að verða sjálfstæð rekstrareining, 
var sagt, og fráleitt að skekkja markaðsstöð-
una með einhverju samlegðarfyrirkomulagi!
Þá passaði að tala á þennan veg. Nú passar 
að segja hið gagnstæða. 
Og svo er það hallinn! Hvers vegna halda 
menn að það sé halli á rekstri Droplaugar-
staða? Vegna þess að þar sé sólundað fé; laun 
starfsfólksins séu of há? Vegna þess að Drop-
laugarstaðir sé illa rekin stofnun? Ekkert af 
þessu stenst skoðun. 
Ástæðan fyrri ?hallanum?  er sú að stofn-
unin fær ekki nægilegt fé til að reksturinn 
gangi upp. Launakostnaður stofnana á borð 
við Droplaugarstaði er á bilinu 70-80% af rekstrar-
kostnaði. Þetta er hlutfallið enda þótt laun starfs-
fólksins séu lág. Alltof lág. Ætlast einkavæðingar-
fólkið í heilbrigðisráðuneytinu til þess að þessi laun 
verði lækkuð? Er ætlunin að fækka starfsfólkinu? 
Auka enn álagið á þá sem eftir eru? Eða eru þetta 
bara óábyrgir gasprarar sem leita allra ráða til að 
réttlæta einkavinavæðingu heilbrigðiskerfisins? 
Einkavæðingu í þágu sín og sinna. Ég hallast að því.
Höfundur er alþingismaður.
?Rökin? gegn Droplaugarstöðum
ÖGMUNDUR 
JÓNASSON 
Nýir hornsteinar 
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 
frá því í fyrra eru klásúlur um málefni 
innflytjenda og frumkvæði í utanrík-
ismálum. Um hið fyrra segir: ?Unnin 
verði heildstæð framkvæmdaáætlun í 
málefnum innflytjenda sem hafi það 
markmið að betur verði tekið á móti 
erlendu fólki sem flyst til landsins og 
því auðveldað að verða virkir þátttak-
endur í íslensku samfélagi og rækta 
menningu sína.? Um frumkvæði í 
utanríkismálum segir: ?Mannrétt-
indi, aukin þróunarsamvinna og 
áhersla á friðsamlega úrlausn 
deilumála verða nýir hornstein-
ar í íslenskri utanríkisstefnu.? 
Hvernig ætli Keníamannin-
um Paul Ramses þyki hafa 
ræst úr þessum yfirlýs-
ingum? 
Viðskiptin ofar öllu
Um frumkvæði í utanríkismálum segir 
enn fremur. ?Að öðru leyti byggist 
stefna ríkisstjórnarinnar í utanríkis-
málum á þeim gildum sem legið hafa 
til grundvallar samvinnu vestrænna 
lýðræðisríkja, norrænu samstarfi og 
viðleitni þjóða heims til að 
auka frelsi í alþjóðlegum við-
skiptum.? Kannski væri 
staða Pauls Ram-
ses önnur 
ef það 
hefði verið 
eitthvað á 
honum að 
græða. 
Margt í mörgu
Einar K. Guðfinnsson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, 
skrifaði greinar í Fréttablaðinu og 
Morgunblaðinu í gær, þar sem hann 
skýrir snöfurmannlega álitamál um 
aflaákvörðun næsta fiskveiðiárs. 
Inntak greinarinnar í Fréttablaðinu var 
á þá leið að það sé margt í mörgu; 
aflaákvörðun sé margslungið mál og 
að mörgu að hyggja. Í Morgunblaðinu 
bendir Einar hins vegar á að skiptar 
skoðanir séu um aflaákvörðunina en 
menn verði að láta skynsemina ráða. 
Kannski lætur sjávarútvegsráðherra 
kné fylgja kviði og skrifar þriðju 
greinina þar sem hann reifar þau 
sjónarmið að best sé að anda með 
nefinu og stíga varlega til jarðar í 
þessum efnum.
 bergsteinn@frettabladid.is
S
amband formanna stjórnar-
flokkanna minnir á hjóna-
band. Í upphafi þótti ráðahagur-
inn skrýtinn en fólk vandist 
honum fljótt. Þó er efinn enn 
bakvið eyrað. Ekki síst vegna 
þess að aðra hverja viku er 
okkur sagt að ?sambandið sé 
gott? og hafi ?aldrei verið betra?. 
Ef eitthvað er virkilega gott er 
yfirleitt ekki þörf á því að taka 
það fram. 
En gott og vel. Við treystum 
því að samband Geirs og Sollu sé 
gott. Hér er um mjög nýmóðins 
hjónaband að ræða. Hún er mikið 
fjarri heimilinu og þá yfirleitt 
erlendis, en hann aftur meira 
heima við, sér um heimilið og 
borgar reikningana á meðan 
frúin flýgur frá Amman til 
Drammen, hittir fólk og skálar, 
og hringir svo kannski heim 
þegar hún er komin upp á 
hótelherbergi rétt um miðnættið. 
Hér er líklega komin skýringin 
á því hvers vegna Geir er alltaf 
svona pirraður. Eins og við 
þekkjum, við sem höfum setið 
heilu og hálfu vikurnar yfir búi 
og börnum á meðan konan sinnir 
karríernum, reynir slík nývera 
nokkuð á hið forna karleðli. 
Þegar þriðja útlandasímtalinu í 
röð lýkur með orðunum ?heyrðu, 
það er verið að skála núna, verð 
að hætta, heyrumst,? upplifum 
við það sem sérfræðingar nefna 
Pre-Industrial Pride Anxiety; í 
karlmanninum gýs upp aldagam-
alt stolt, sem leynist þarna enn, í 
myrkviðum eðlisins, sem var 
hannað fyrir allt aðra mannteg-
und: Karlmanninn eins og hann 
var fyrir iðnvæðingu: Þegar 
hann var húsbóndi á sínu heimili 
og hafði þá skyldu eina að vera 
flottur. 
Geir er undarlega pirraður for-
sætisráðherra. Honum virðist 
ekki líða vel í starfi. Hann 
hreytir ónotum í fjölmiðlafólk, 
neitar að svara spurningum, og 
er alltaf í hálfgerðri vörn. Verst 
er þó að hann virðist ekki elska 
vandamál eins og allir góðir 
pólitíkusar hljóta að gera. Það er 
eins og honum leiðist að stjórna. 
Afleiðingin er sú að okkur 
finnst ekki vera neinn húsbóndi á 
stjórnarheimilinu, heldur aðeins 
ellefu ráðsmenn og -konur. Hið 
séríslenska ráðherraræði hefur 
náð nýjum hæðum. Nú er jafnvel 
ekki lengur nauðsynlegt að 
ráðherrar séu sammála hverjir 
öðrum í stórvægum aðgerðum. 
Allt er í góðu, svo lengi sem 
menn sinna sínu. Hver herra 
ræður sínum málaflokki og verk 
hans koma stjórninni lítið við. 
Áður hafði ráðherraræðið gengið 
að þinginu dauðu en nú stefnir í 
að fyrirbærið ?ríkisstjórn? verði 
álíka úrelt. Ráðherrastjórn skal 
það vera.
Þegar forsætisráðherra var 
spurður um hópuppsagnir 
ljósmæðra (stórt vandamál, eða 
hvað?) vísaði hann á ?fagráð-
herrana? sem málið heyrði 
undir. (Stundum gengur þetta 
jafnvel svo langt að fagráðherr-
ann vísar síðan á undirstofnun 
sína, eins og dómsmálaráðherra 
gerði í gær í máli keníska 
flóttamannsins.)
Geir virðist vera meira fyrir 
pirringinn sem plagar hinn 
húsfasta húsbónda en verk-
stjóravaldið sem hann á þó enn 
að hafa.
Jóhanna Sigurðardóttir 
stendur í gígantískum endurbót-
um á velferðarkerfinu sem við 
munum ekki skilja fyrr en við 
þurfum virkilega á því að halda. 
Þórunn Sveinbjarnardóttir er 
með stór plön í landsskipulags-
málum sem við eigum eftir að 
sjá kollega hennar samþykkja. 
Ingibjörg Sólrún er sögð vinna 
þrekvirki í nútímavæðingu 
utanríkisráðuneytisins sem er 
þó eftir sem áður fremur 
lokaður heimur. Einar Guðfinns-
son heldur óbreyttum fram-
sóknar kúrs í landbúnaðarmálum 
án þess að aðrir ráðherrar fái að 
gert. Kristján Möller heldur 
óbreyttum framsóknarkúrs í 
samgöngumálum án þess að 
aðrir ráðherrar fái að gert. 
Þorgerður Katrín virðist klippa 
á sjö borða á dag og borða 
standandi í öll mál, en við sem 
erum hvorki í skóla né hestum 
vitum kannski ekki alveg hvað 
hún er að gera. Hins vegar 
vitum við alltaf hvað bloggarinn 
Össur er að gera, en þau 
verkefni eru öll annaðhvort í 
órafjarlægð frá Íslandi eða 
óræðri framtíð. Björn Bjarnason 
fær óáreittur að sinna sínum 
sérstæðu áhugamálum; Securit-
as-væðingu Íslands, framhaldi 
Jónastríða (nú er Ólafsson 
næstur) og brottvísunum 
pólitískra flóttamanna. Björgvin 
G. Sigurðsson afnemur stimpil-
gjöld af málaflokkum sínum. 
Árni Mathiesen hefur nóg að 
gera við að uppfæra allt sitt 
mikla ríkisbókhald í hvert sinn 
sem krónan fellur. Enginn veit 
hins vegar hvað Guðlaugur Þór 
er að gera, sem er kannski gott 
en kannski dáldið ?scary?.
En muna lesendur eftir því að 
einhver þessara ráðherra (fyrir 
utan BGS) hafi nýverið tjáð sig 
um málin sem brenna á ÖLLUM 
landsmönnum, óháð einstökum 
málaflokkum? Nei? Og þegar 
húsbóndinn lætur pirringinn 
svara öllum erfiðustu spurning-
unum er staðan á stjórnarbæn-
um þessi: Ráðskonur og ráðs-
menn á fullu, hver í sínu horni, 
en enginn að hugsa fyrir 
komandi vetri sem þó er farinn 
að fella fé um hásumar. 
Ráðherrastjórn 
HALLGRÍMUR HELGASON
Í DAG | Ríkisstjórnleysi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70