Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						18 5. júlí 2008 LAUGARDAGUR
KÆRA DAGBÓK
Þráinn Bertelsson skrifar
SUNNUDAGUR, 29. JÚNÍ.  
Segir sá sem vitið hefur 
Nú ætla ég að vitna í mann sem 
óumdeilanlega hefur áunnið sér 
leyfi til að gefa góð ráð og ábend-
ingar á sviði fjármála. Maðurinn 
heitir Jón Ásgeir Jóhannesson og 
segir m.a. í viðtali við Morgun-
blaðið: ?Við erum í stórkostlegri 
tilvistarkreppu með þennan hand-
ónýta gjaldmiðil ? ekkert nema 
svartnætti framundan ? Eina 
raunverulega styrking krónunnar 
sem við getum náð fram, er sú að 
við lýsum því yfir að við ætlum að 
hætta með þennan gjaldmiði og 
undirbúa aðildarumsókn okkar að 
Evrópu sambandinu. Við ættum að 
lækka vexti strax og afnema verð-
trygging una ?? 
Varðandi Baugsmálið segir Jón að 
margir hafi verið þeim feðgum 
sammála um pólitíska rót þessa 
máls.  
Auðvitað er þetta mál er til-
komið eins og aðförin að Becket 
sáluga erkibiskupi í Kantaraborg: 
Reiður kóngur/einræðisherra 
fjandskapast við Baug/Becket. 
Skósveinar sem vilja koma sér vel 
við valdið leggja af stað í leiðang-
ur til að ganga milli bols og höfuðs 
á þeim sem pirrar valdhafann.  
Munurinn er sá að Baugur tók 
til varna en Becket ekki.  
Þess vegna er hausinn enn á 
Baugi. Hefur ekkert með 
lýðræði og réttlæti að gera, 
heldur bara snaggaraleg 
varnarviðbrögð.  
Jón Ásgeir segist 
ætla að koma í veg 
fyrir að svona mál 
endurtaki sig og 
glaður skal ég 
halda áfram gera 
allt sem ég get 
til að styðja 
hann í því, en 
hann verður þá 
að læra að 
passa sig á 
Flokknum þótt 
mannleg ónátt-
úra búi auðvitað 
víða.
Þetta hef ur 
verið döpur 
helgi. Hann 
Krummi, yngri 
sonur minn, er 
sorgbitinn. 
Góður vinur 
hans og félagi 
batt enda á 
líf sitt. Það 
er erfitt að kynnast sorginni og 
því hve lífið er veikur logi. 
MÁNUDAGUR, 30. JÚNÍ.
Ágætur bíll en ömurleg 
þjónusta
Það er ekki lítið á sig lagt við að 
selja fólki fokdýra bíla ? en þegar 
kemur að því að halda þessu drasli 
gangandi kemur annað hljóð í 
strokkinn.  
Allt í einu hætti hætti afturá-
bak-gírinn á gamla BMW-inum 
okkar að virka. Umboðið segir að 
það sé hægt að fá tíma á verkstæð-
inu eftir hálfan mánuð til að gá að 
afturábak-gírnum.  
Ef við gætum verið bíllaus í 
hálfan mánuð þyrftum við ekki 
að eiga bíl.
ÞRIÐJUDAGUR, 1. JÚLÍ.
Borgarlestin 
hans Björns, 
snilldarhug-
mynd
Andri sonarson-
ur okkar var 
að koma heim 
úr Ævintýra-
landinu á Klepp-
járnsreykjum og 
var ánægður með bæði dvölina 
og heimkomuna. Ég öfunda hann 
pínulítið af því að vera tíu ára og 
geta skroppið til Ævintýralands. 
Mitt ævintýraland í gamla daga 
var Vatnaskógur þótt allir yrðu 
bílveikir í rútunni sem flutti 
mann þangað.  
Það er ekki glóra í elds-
neytisverði lengur. Það er 
nokkuð ljóst að í borg eins 
og Stór-Reykjavík þarf 
fólk að komast á milli 
staða. Almenningssam-
göngur verða að vera 
alvöru valkostur, annars 
líta allir svo á að almenn-
ingssamgöngur séu bara 
handa geðfötluðum og 
fátækum. Á heimasíðu 
Björns Kristinssonar, 
verkfræðings hef ég 
verið að kynna mér 
snilldarhugmynd um 
Metró eða Borgarlest 
sem tengir saman hina 
ýmsu borgarhluta þannig 
að maður kemst leiðar sinnar 
hraðar en í einkabíl.  
Til að komast á M-stöðvarnar 
þarf að hafa hringakstur um 
nágrenni þeirra, annaðhvort með 
litlum strætisvögnum, skutlum 
sem ganga ótt og títt ellegar þá 
með sporvögnum.  
Borgarlesta-kerfi er langskyn-
samlegasta lausn sem ég hef nokk-
urn tímann séð á samgöngumálum 
höfuðborgarsvæðisins. Þetta 
eigum við allt að knýja áfram með 
íslensku rafmagni og stinga olíu-
peningunum í eigin vasa. 
Ég vil taka það skýrt fram að ég 
er alfarið á móti því að sletta máln-
ingu á hús. En úr því að menn 
þurftu endilega að grípa til ólög-
legra mótmælaaðgerða gegn ein-
hverjum embættismanni finnst 
mér að þeir hafi þó allavega valið 
að skeyta skapi sínu á réttum 
aðila.  
Af öllum þeim 
embættis-
mönnum sem 
ég hef þurft 
að reyna að 
eiga samskipti 
við um dagana 
hef ég dapurleg-
asta reynslu af 
Magnúsi Sædal, 
byggingafulltrúa 
Reykjavíkur.  
Þessari reynslu hef ég 
áður lýst; en þessi embætt-
ismaður setti kíkinn fyrir 
blinda augað og lét af einhverj-
um ástæðum byggingaraðila kom-
ast upp með að bæta sosum hálf-
um metra ofan á samþykktar 
teikningar af hótelinu sem nú 
stendur þar sem Hlaðvarpinn stóð 
áður.  
Af hverju þessi embættismaður 
vanrækti skyldu sína í þessu til-
viki og af hverju borgaryfirvöld, 
bæði vinstri- og hægri meirihluti, 
láta hann komast upp með það er 
og verður mér hulin ráðgáta. Því 
að það er ekki eins og ég hafi 
hylmt yfir þessu með honum.
Aumingjadómur eða spilling? 
Ég bara veit það ekki.  
Til að porra sig upp og dreifa 
huganum frá ákúrum vegna for-
ystu- og lánleysis þjóðarinnar brá 
forsætisráðherra undir sig betri 
fætinum og fór í dag í opinbera 
heim- sókn til Ríkis-
lögreglustjóra ? væntanlega til að 
sýna flokksbróður sínum stuðning 
og velþóknun ? og fékk að sjá flott-
asta einkennisbúning sem sést 
hefur á Íslandi síðan óperettusýn-
ingar duttu úr tísku.  
Ef Napóleon sem háði allar sínar 
orustur í gráum frakka úr ullar-
vaðmáli hefði haft jafngóða klæð-
skera og Ríkislögreglustjóri finnst 
mér ólíklegt að hann hefði tapað 
orustunni við Waterloo.  
Það getur verið að hérna á 
Íslandi séu heimóttar-
legustu valdsmenn 
norðan Alpafjalla 
en því getur eng-
inn neitað að þeir 
eru allra manna 
flottastir í tau-
inu.
MIÐVIKUDAGUR, 2. JÚLÍ.
Skíttu-á-þig-rökfræðin 
Björgvin G Sigurðsson, viðskipta-
ráðherra kemur fram með þá 
skynsamlegu yfirlýsingu að Sjálf-
stæðisflokkurinn verði að gera 
upp Evrópumálin fyrr en síðar og 
nú sé brýnna en nokkru sinni að 
undirbúa aðild að ESB.
Birgir Ármannsson, þingmaður 
Sjálfstæðisflokksins, segir ráð-
herrann ?varpa reyksprengjum? 
og undrast að hann ?efni til ófrið-
ar? í stjórnarsamstarfinu með 
þessum hætti.
Þetta er íslensk stjórnmálaum-
ræða í hnotskurn. Einhver stingur 
upp á að eitthvað sé gert og fær 
það svar að hann sé að efna til 
ófriðar og varpa reyksprengjum. 
Svona þrætubók hét á götumáli 
?skítt?-á-þig?-rökfræði þegar ég 
var að alast upp ? og var frekar 
til marks um barnslega trú á lík-
amlega yfirburði umfram andlega 
getu.
Stundum verð ég þreyttur á því 
þegar fábjánar tala til þjóðarinnar 
og þar með mín eins og við séum 
líka fábjánar ? jafnvel þótt þeir 
hafi álpast inn á þing.  
FIMMTUDAGUR, 3. JÚLÍ.  
Blind mannvonska lög-
regluríkisins
Í morgun sótti Krummi bílinn 
okkar á verkstæði B&L þar sem 
enga þjónustu var að fá fyrr en 
eftir dúk og disk og kom honum á 
verkstæði í neðanjarðarhagkerf-
inu.  
Ekki veit ég hvort þjóðhagsleg-
ur sparnaður verður af þessu, en 
hitt veit ég að ég hyggst aðeins 
eiga lágmarks viðskipti við B&L í 
framtíðinni.  
Jónas Kristjánsson segir í dag 
á jonas.is: ?Paul Ramses er ætt-
aður frá Kenía ? var í gærmorg-
un tekinn fastur af lögreglunni 
og skyldi flytjast nauðugur úr 
landi í morgun. Enginn getur 
gefið skýringar á geggjun 
íslenzka kerfisins. Sýnir blinda 
mannvonzku lögregluríkisins, 
sem Björn Bjarnason og Harald-
ur Johannessen eru að byggja 
upp hér á landi. Auk skálkanna 
tveggja ber Ingibjörg Sólrún 
Gísladóttir einnig ábyrgð á 
glæpnum.? ?Skítt?-á-þig?-rök-
fræði handa byrjendum.  
?Skítt?-á-þig?-rökfræði 
handa byrjendum
Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um Metró í Reykjavík, málningarslettur, ?skítt?-á-þig?-rökfræð-
ina, Baug og Becket og bent á umhugsunarverða málverkasýningu.
SAMSETT MYND
SAMSETT MYND
SAMSETT MYND
MÁLS & MENNINGAR
LAUGAVEGI 18
        
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70