Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 26
[ ] Sarah Jessica Parker frum- sýndi ekki kjól frá Ninu Ricci eins og hún hafði ætlað sér. Mikið fár var í kringum frum- sýningu kvikmyndarinnar Beðmál í borginni og voru kjólar leikkvennanna þar ekki undan- skildir. Hönnuðir börðust um að fá að klæða konurnar fyrir stóra kvöldið og valdi Sarah Jessica Parker Ninu Ricci í verkið. Sarah komst hins vegar að því nokkru eftir frumsýninguna að hún var ekki fyrst til að klæðast kjólnum opinberlega og varð „fyrir miklum vonbrigðum“ með uppgötvunina. Það var stuðpían Lauren Santo Domingo sem hafði klæðst kjólnum í fylgd yfirhönn- uðar Ninu Ricci á rauða dreglin- um nokkru áður. Sarah var óánægð með að hafa ekki verið látin vita af þessu en talsmenn Ninu Ricci sögðust ekki hafa talið Lauren nógu mikla stjörnu til að það skipti máli. - mþþ Rifist yfir kjólnum Lauren Santo Domingo var í kjólnum áður en Sarah klæddist honum. Sarah Jessica Parker vissi ekki betur en hún væri bæði að frumsýna kjól og mynd á frumsýningarkvöldi Sex and the City. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Sólgleraugu eru fylgihlutur sem flestir nota til varnar sólargeislunum eða bara upp á stílinn. Flott sólgleraugu geta gert mikið fyrir útlitið. Erlendir ferðamenn eru ekki aðeins spenntir fyrir íslenskri náttúru. Ullarvörurnar okkar eru einnig mjög vinsælar og mikið er keypt af þeim. Verslanir sem sérhæfa sig í fatnaði og öðrum varningi fyrir ferðamenn eru margar. Margt er að finna í þess- um búðum og úrvalið oft alveg ótrúlegt. Hinn íslenski lopafatnaður er virkilega fjölbreyttur enda vinsæll bæði hjá erlendum ferðamönnum og okkur hinum. klara@frettabladid.is Smart í lopa Frá íslenska fyrirtækinu Varma voru að koma girnilegar peysu- kápur með belti. Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn hafa sýnt þeim mikinn áhuga. Þær fást í nokkrum litum og þessi kostar 12.370 krónur hjá Thorvaldsens Bazar en allur ágóði verslunarinnar rennur til góðgerðamála. Þessi fallega ullarpeysa frá Sirri fæst í Viking- búðinni og kostar 12.980 krónur. Bolero-peysurnar frá Varma eru nýjar og hafa runnið út eins og heitar lummur. Hjá Thorvaldsens Bazar fást þær í nokkrum litum og kosta 3.980 krónur. Fyrirtækið Sirri hefur hannað margar flíkur sem eru afar vinsælar hjá bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Þessi ullarkjóll er engin undantekning. Hann fæst í Víking-búð- inni í Hafnarstræti og kostar 15.990 krónur. Þessi jakkapeysa frá Sirri hefur verið mjög vinsæl meðal ferðamanna undanfarið. Hún fæst í Víking-búðinni í Hafnarstræti og kostar 24.900 krónur. Þessi svarti jakki úr soðinni ull frá Icelandic Design sló í gegn hjá ferðamönnum í fyrra og er enn mjög vinsæll. Hann fæst í rauðu og svörtu og kostar 23.900 krónur. Einnig er hægt að fá vesti í sama stíl, í grænu og svörtu, og kosta þau 18.900 krónur. Þessar flíkur fást í Ramma- gerðinni í Hafnarstræti. Mörkinni 6, s. 588 5518 ú ts a la vera Laugavegi 49 ÷40% vera ÷50% krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.