Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						LAUGARDAGUR 5. júlí 2008 43
FÓTBOLTI Marel Jóhann Baldvins-
son og Magnús Páll Gunnarsson 
eiga gull- (Marel) og bronsskó 
(Magnús) eftir síðustu tímabil sín 
með Breiðabliki en þessir marka-
kóngar eru líklega búnir að týna 
skotskónum ef marka má marka-
þurrð þeirra á þessu tímabili. 
Hvorugur þeirra hefur náð að 
skora í fyrstu níu umferðunum í 
Landsbankadeild karla og það þarf 
að fara langt inn á undirbúnings-
tímabil til þess að grafa upp síð-
asta mark þeirra félaga.
Kórinn, 7. mars 2008. Þetta er 
kannski ekki eftirminnilegur stað-
ur eða stund fyrir marga nema þá 
kannski Marel Jóhann Baldvins-
son, framherja Breiðabliks í 
Landsbankadeild karla. Þarna 
skoraði kappinn nefnilega sitt 
síðasta mark fyrir Breiðablik. 
Markið skoraði hann gegn 1. 
deildarliði Selfossi í upphafi 
deildabikarleiks liðanna. 
Marel skoraði þá með 
góðum skalla eftir fyr-
irgjöf frá Arnóri 
Sveini Aðalsteins-
syni. Síðan þá eru 
liðnir rétt tæpir 
fjórir mánuðir. 
Marel er nú búinn 
að spila 10 leiki og í 
samtals 759 mínútur 
án þess að finna net-
möskvana á nýjan 
leik. 
Marel skoraði 11 
mörk í 13 leikjum 
þegar hann lék síðast í 
Landsbankadeildinni 
sumarið 2006. Marel 
skoraði þá í þremur síð-
ustu leikjum sínum, þar 
af tvö mörk í þeim síð-
asta. Hann fór síðan út til 
Molde í Noregi þar sem 
hann skoraði 7 mörk í 24 leikjum í 
A- og B-deild áður en hann kom 
aftur heim í Smárann í vetur. 
Kollegi hans í framherjasveit 
Breiðabliks, Magnús Páll Gunn-
arsson, hefur þurft að bíða enn 
lengur en Marel því hann skoraði 
síðast í 5-1 stórsigri á Grindavík í 
deildabikarleik liðanna í Reykja-
neshöllinni 23. febrúar. 
Magnús Páll hefur verið meira 
eða minna varamaður í allt sumar 
og hefur því leikið mun minna en 
Marel. Nú eru samt liðnar 450 
mínútur síðan að hann 
skoraði en líkt og 
hjá Marel var það bakvörðurinn 
Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem 
lagði upp markið fyrir hann. 
Magnús Páll fékk bronsskóinn í 
fyrra fyrir að skora 7 mörk í 17 
leikjum en hann fékk auk þess eitt 
sjálfsmark skráð á sig og var því 
með átta mörk hjá KSÍ. 
Þessir tveir markakóngar hafa 
nú leikið samanlagt í 1.163 mínút-
ur án þess að skora mark. Sem 
betur fer fyrir Blika hafa þó ellefu 
aðrir leikmenn liðsins náð að skora 
á þessum fjórum mánuðum og þar 
á meðal eru miðvörðurinn Srdjan 
Gasic, bakvörðurinn Árni Krist-
inn Gunnarsson og nýlið-
inn Haukur Baldvinsson 
sem skoraði eftir aðeins 
14 mínútur í sínum 
fyrsta leik.
Næsti leikur 
Blika er gegn 
Fylki á útivelli á 
mánudags-
kvöldið og þá 
verður gaman að 
sjá hvort skot-
skórnir verði 
komnir í leit-
irnar.
 - óój
Blikarnir Marel Baldvinsson og Magnús Gunnarsson búnir að týna skotskónum:
Hafa ekki skorað í 1.163 mínútur
BEÐIÐ FYRIR MARKI Marel 
Jóhann Baldvinsson hefur 
verið að komast í betra 
form upp á síðkastið en 
gengur samt ekkert betur 
að nýta dauðafærin. Hér 
til hægri er Magnús Páll 
Gunnarsson með upp-
skeru síðasta sumars.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Dregið var í 8 liða 
úrslitum VISA-bikars karla í gær. 
Stórleikur 8 liða úrslita er 
klárlega viðureign bikarmeistara-
bana Keflavíkur, sem sló FH út úr 
16-liða úrslitunum, og Breiðabliks 
sem sló Íslandsmeistara Vals út.
KR og Grindavík mætast í 
öðrum Landsbankadeildarslag og 
fer leikurinn fram á KR-vellinum.
Fyrstudeildarlið Hauka úr 
Hafnarfirði kom á óvart í 16 liða 
úrslitunum á dögunum þegar það 
sló Landsbankadeildarlið HK út 
úr keppninni. Þetta er reyndar 
annað árið í röð sem Haukar 
komast í 8 liða úrslit VISA-
bikarsins og á leið sinni þangað í 
fyrra lá Landsbankadeildarlið 
Framara í valnum. Haukar mæta 
nú Fylki og fer leikurinn fram að 
Ásvöllum. 
Annað 1. deilarlið var í 
pottinum í gær, Víkingur Reykja-
vík, sem fær það verðuga 
verkefni að leika gegn bikar-
spútnikliði síðasta sumars, Fjölni, 
á Fjölnisvelli. 
Leikirnir fara fram fimmtudag-
inn 24. júlí og hefjast kl. 19:15. - óþ
8 liða úrslit VISA-bikars karla:
Keflvíkingar og 
Blikar mætast  
EFTIRVÆNTING Sonur Ólafs Kristjáns-
sonar, þjálfara Breiðabliks, dró mótherja 
Kópavogsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
HANDBOLTI Í gær var dregið í riðla 
í Meistaradeild Evrópu í hand-
bolta. Haukar voru með í 
drættinum en þeir eiga eftir að 
spila við Cyprus College í 
undankeppninni. Vinni þeir 
háskólaliðið í tveimur leikjum í 
byrjun september verða þeir í F-
riðli með ungversku meisturun-
um í Veszprem, Zaporoshje frá 
Úkraínu og stórliði Flensburg frá 
Þýskalandi. Með Flensburg leikur 
landsliðsmaðurinn Alexander 
Petersson.
Alfreð Gíslason og lærisveinar 
hans í Kiel eru með Barcelona í 
riðli og Snorri Steinn Guðjónsson 
og Ásgeir Örn Hallgrímsson 
mæta Ólafi Stefánssyni og 
félögum hans í Ciudad Real með 
GOG. Arnór Atlason mætir meðal 
annars Hamburg frá Þýskalandi 
með FCK. - hþh
Haukar í Evrópukeppninni: 
Yrðu með 
Flensburg í riðli
HAUKAR Verða í mjög erfiðum riðli 
komist þeir í gegnum undankeppnina.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
             - lífið er leikur
www.motormax.is
Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400
Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 
Mótormax Akureyri - Sími 460-6060
Lífið er leikur
Mesta úrval landsins af fjór
hjólum 
Leiktæki og ferðahjól,- þú fi nnur fjórhjólið hjá Mót
ormax
Sea-Doo hraðbátar og sæþot
ur 
Magnaður kraftur og glæsileg hönnun. 
Einnig margar gerðir af bátum og utanborðsmót
orum.
Mótormax er á kafi í vatnasportinu! 
FRJÁLSAR FH er með forystu eftir 
fyrri keppnisdaginn í Bikarkeppni 
FRÍ sem fram fer í Kópavogi. FH 
hefur orðið meistari fjórtán ár í 
röð en fimm lið taka þátt að þessu 
sinni.
Gauti Ásbjörnsson (UMSS) vann 
stangarstökkið með stökki upp á 
4,40 metra, Sveinn Elías Elíasson 
(Ármann/Fjölni) stökk einnig 4,40 
í annarri tilraun líkt og Gauti en 
hann felldi 4 metra í tvígang og 
því vann Gauti. Jón Arnar Magn-
ússon (FH) stökk 4,20 metra.
Íslandsmethafinn Pétur Guð-
mundsson varð annar í kúluvarpi, 
um fimm metrum frá gömlu meti 
sínu upp á 21,26 metra. Óðinn 
Björn Þorsteinsson sá við honum 
og kastaði 17,69 metra.
Sveinn Elías vann 100 metra 
hlaupið á 10,92 sekúndum og sveit 
Ármanns/Fjölnis vann 4*100 metra 
boðhlaupið. Það sama gerði FH 
hjá stelpunum.
Ásdísi Hjálmsdóttur (Ármanni/
Fjölni) tókst ekki að bæta Íslands-
met sitt í spjótkasti eins og hún 
ætlaði sér. Hún kastaði best 56,50 
og vann örugglega en metið er 
57,10 metrar. Hún vann einnig 
kúluvarpið með 12,98 metra kasti.
Silja Úlfarsdóttir úr FH vann 
þrjár greinar, 100 metra hlaupið á 
12,32 sekúndum, 400 metra hlaup-
ið á 56,82 sekúndum og 400 metra 
grindahlaup á 59,91 sekúndum. 
Jóhanna Ingadóttir (ÍR) vann þrí-
stökkið með 11,90 metra stökki.
Keppni heldur áfram í dag og 
lýkur mótinu seinni partinn. - hþh
43. bikarmót Íslands í frjálsum íþróttum hófst í Kópavogi í gær: 
Góð stefna FH á 15. titilinn í röð
SVEINN ELÍAS Fer hér fremstur í flokki í 
100 metra hlaupinu.
FLJÓT Silja Úlfarsdóttir var hlutskörp í 
hlaupunum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÚRSLITIN Í GÆR: 
Karlaflokkur:
Kúluvarp (7,26kg.): Óðinn Þorsteinss. (FH)
Langstökk: Kristinn Torfason (FH)
Spjótkast: Jón Ásgrímsson (FH)
Stangarstökk: Gauti Ásbjörnsson (HSÞ) 
100m hl.: Sveinn E. Elíasson (Árm./Fjö)
4*100m boðhlaup: Ármann/Fjölnir
400m hlaup: Björgvin Víkingsson (FH)
400m grindahl.: Björgvin Víkingss. (FH)
1500m hlaup: Kári S. Karlsson (Brei.)
3000m hindrunarhlaup: Stefán Guð-
mundsson (Breiðablik) 
Kvennaflokkur:
Hástökk: Berglind Ó. Kristjánsd. (HSÞ)
Kúluvarp (4 kg.): Ásdís Hjálms. (Árm./Fjö) 
Spjótkast: Ásdís Hjálmsd. (Árm./Fjö)
Þrístökk: Jóhanna Ingadóttir (ÍR)
100m hlaup: Silja Úlfarsdóttir (FH)
4*100m boðhlaup: FH
400m hlaup: Silja Úlfarsdóttir (FH
400m grindahlaup: Silja Úlfarsd. (FH)
1500m hl.: Arndís Hafþórsd. (Árm./Fjö)
NÁLÆGT METINU Ásdís 
Hjálmsdóttir kastar hér spjóti 
sínu yfir 56 metra í gær. Hún 
var stutt frá Íslandsmeti sínu í 
greininni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STAÐAN EFTIR FYRRI DAG: 
FH: 44,5 stig
ÍR: 40 stig
Breiðablik: 32,5 stig
Ármann/Fjölnir: 29 stig
HSÞ: 26 stig
UMSS 13 stig

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70