Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						26  9. júlí 2008  MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Jónas Hallgrímsson 
hættir með lið Völsungs í 2. deild 
eftir fyrri umferðina. Í viðtali við 
Fótbolta.net í gær ásakar hann 
dómara í deildinni um að eyði-
leggja leiki hjá hans liði. Auk 
þess sakar hann KSÍ um að 
skemma fótbolta á Húsavík.
?Þeir 
eru bara 
hlæjandi 
og 
eyðileggja 
leikinn og 
eru bara 
stoltir af því,? 
sagði Jónas 
meðal annars um 
dómarana. ?Ég get 
ekki tekið þátt í 
svona vitleysu, þetta er 
orðið rotið og dómararnir hafa 
algjörlega stjórn á því hvernig 
leikirnir fara [...] Þessir menn fá 
borgað fyrir þetta, þeir hafa 
ekkert leyfi til að koma brosandi 
út af eftir að hafa hegðað sér eins 
og fífl.? Hann skýtur svo föstum 
skotum að KSÍ.
?Ég er búinn að lenda í KSÍ 
áður. Það er búið að hóta okkur 
áður að ef við höldum ekki kjafti 
þá skuli KSÍ sjá til þess að 
fótboltinn á Húsavík eigi sér ekki 
viðreisnar von,? sagði Jónas 
stórorður en leikmenn liðsins 
hafa einnig hótað að hætta. - hþh
Hættir vegna dómgæslu: 
Eyðileggja leiki 
stoltir og hlæja
>Hefur mikla trú á Aroni
Chris Coleman telur að landsliðsmaðurinn Aron Gunn-
arsson eigi eftir að fríska verulega upp á miðjuspilið hjá 
Coventry á næsta keppnistímabili. ?Ég þjálfaði 
Heiðar Helguson hjá Fulham og hann er einver 
mesti nagli sem ég hef séð inni á vellinum og 
Aron er harðjaxl líka. Hann er með sterka 
fætur, góða yfirferð og sendingargetu. Hann er 
með gríðarlegt keppnisskap og mikla áræðni 
og þó svo að hann sé aðeins 19 ára gamall 
og við ættum ef til vill ekki að búast við of 
miklu strax, þá er ég sannfærður um að 
hann á eftir að láta að sér kveða strax á 
komandi tímabili. Hann er þegar kominn í 
A-landslið Íslands og á aðeins eftir að verða 
betri,? sagði Coleman í nýlegu viðtali við 
Coventry Telegraph.  
Landsbankadeild kvenna
Keflavík-Þór/KA 0-5
0-1 Bojana Besic, 0-2 Rakel Hönnudóttir, 0-3 
Rakel Hönnudóttir, 0-4 Ivana Ivanovic, 0-5 Rakel 
Hönnudóttir. 
Stjarnan-Valur 0-5
0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (2.), 0-2 Katrín 
Jónsdóttir (33.), 0-3 Margrét Lára Viðarsdóttir 
(36.), 0-4 Margrét Lára Viðarsdóttir (40.), 0-5 
Dóra María Lárusdóttir (77.) 
Fylkir-HK/Víkingur 3-3
1-0 Lizzy Karoly (12.), 1-1 Þórhildur Stefánsdóttir
(13.), 1-2 Marina Nesic (24.), 1-3 Berglind 
Bjarnadóttir (37.), 2-3 Ruth Þórðardóttir (52.), 
3-3 Ruth Þórðardóttir (65.).
Breiðablik-Fjölnir 5-4
1-0 Fanndís Friðriksdóttir (4.), 2-0 Fanndís Frið-
riksdóttir (14.), 2-1 Helga Franklínsdóttir (23.), 3-1 
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (25.), 4-1 Erna Björk 
Sigurðardóttir (37.), 4-2 Elísa Ósk Viðarsdóttir 
(45.), 5-2 Harpa Þorsteinsdóttir (56.), 5-3 Kristin 
R. Hextall (68.), 5-4 Elísa Ósk Viðarsdóttir (74.).
KR-Afturelding 2-0
1-0 Hrefna Huld Jóhannesdóttir (36.), 2-0 Fjóla
Dröfn Friðriksdóttir (46.).
STAÐAN Í DEILDINNI
Valur 9 9 0 0 38-6 27
KR 9 8 0 1 27-6 24
Stjarnan 8 4 2 2 15-11 14
Breiðablik 9 4 1 4 21-17 13
Afturelding 9 3 2 4 5-8 11
Þór/KA 8 3 1 4 16-14 10
Keflavík 9 2 2 5 10-26 8
Fylkir 9 2 1 6 9-24 7
HK/Víkingur 9 1 3 5 10-0 6
Fjölnir 9 1 2 6 9-28 5
MARKAHÆSTAR
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 10
Hólmfríður Magnúsdóttir, KR  8
Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 8
Björk Gunnarsdóttir, Stjörnunni, 7
Rakel Hönnudóttir, Þór/KA 7
Dóra María Lárusdóttir, Val 6
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 6
ÚRSLIT
FÓTBOLTI KR-stúlkur kláruðu verk-
efnið og tóku þrjú stig gegn Aftur-
eldingu í gærkvöld og eru sem fyrr 
fast á hæla Valsstúlkna.
Það var jafnræði með liðunum 
fyrsta stundarfjórðunginn á KR-
vellinum þar sem nýliðar Aftureld-
ingar gáfu bikarmeisturum KR 
ekkert eftir.
KR-stúlkur fóru svo smátt og 
smátt að herða tök sín á leiknum og 
fyrsta markið lá í loftinu. Markið 
kom hins vegar ekki fyrr en á 36. 
mínútu eftir fáheyrð mistök í vörn 
Aftureldingar. Olga Færseth fékk 
boltann rétt utan vítateigs eftir að 
varnarmönnum Aftureldingar mis-
tókst að hreinsa frá markinu og 
markadrottningin var komin í 
ákjósanlegt skotfæri, en í stað þess 
að skora sjálf gaf hún á Hrefnu 
Huld Jóhannesdóttur sem skoraði 
auðveldlega á fjærstönginni. 
Staðan var 1-0 í hálfleik og það 
voru aðeins liðnar 25 sekúndur af 
seinni hálfleik þegar KR-stúlkur 
bættu öðru marki við. Katrín 
Ómarsdóttir átti þá glæsilega 
stungusendingu inn fyrir vörn 
Aftureldingar og Fjóla Dröfn 
Friðriksdóttir lagði boltann 
snyrtilega í markið.
Leikurinn datt örlítið niður eftir 
markið en bæði lið áttu þó sín 
marktækifæri. Katrín Ómarsdótt-
ir brenndi af sannkölluðu dauða-
færi þegar tuttugu mínútur lifðu 
leiks eftir góðan undirbúning frá 
Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur og 
stuttu síðar var mark dæmt af 
Fjólu Dröfn vegna rangstöðu.
Afturelding komst næst því að 
skora þegar Aldís Mjöll Helga-
dóttir átti skot af 30 metra færi 
sem fór í slána. En hvorugt liðið 
náði að skora á lokakaflanum og 
KR-stúlkur hirtu því stigin þrjú.
Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, 
var vitanlega ánægð með sigurinn 
í leikslok.
?Við vissum alveg að við 
þyrftum að hafa fyrir sigrinum og 
að við mættum ekki slaka á. 
Seinna markið var mikilvægt og 
tryggði okkur þetta en ég hefði 
alveg viljað sjá okkur fylgja því 
marki betur eftir. Annars var ég 
bara sátt með spilamennskuna 
svona heilt yfir,? sagði Helena. 
Gareth O?Sullivan, þjálfari Aft-
ureldingar, fannst stúlkurnar 
sínar komast ágætlega frá leikn-
um.
?Þetta var erfiður leikur en mér 
fannst við aðeins ná að stríða KR 
og ég er stoltur af stelpunum 
mínum fyrir að gefast aldrei upp,? 
sagði Gareth. 
  - óþ 
KR-stúlkur unnu baráttuglatt lið Aftureldingar 2-0 í Landsbankadeild kvenna á KR-vellinum í gærkvöld:
Nýliðarnir náðu að standa í KR-stúlkum
ÖFLUG Hólmfríður Magnúsdóttir hefur 
hér betur í baráttunni við varnarmann 
Aftureldinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Landsliðskonan Greta Mjöll Samúelsdóttir hjá Breiðabliki 
varð fyrir því óláni að meiðast illa á æfingu með Kópavogs-
liðinu um síðustu helgi en hún kvað atvikið hafa komið upp 
úr nánast engu.
?Ég var bara að rekja boltann á mikilli ferð og var að 
búa mig undir að senda fyrir markið með vinstri fæti, 
þegar eitthvað gaf sig í hægra hnénu og lærleggurinn 
fór eitthvert sem hann átti ekki að fara. Ég var 
nokkrar sekúndur að átta mig á því hvað hafði 
gerst og hélt bara um löppina þegar ég fann 
allt í einu gríðarlegan sársauka og stóð bara á 
orginu. Eftir það fór mig að svima og ég fann 
fyrir ógleði og mér var því komið beinustu leið upp 
á sjúkrahús þar sem ég fékk morfín og fór í röntgen 
til þess að fá úr því skorið hvort eitthvað væri brotið, 
en það var sem betur fer ekki raunin,? sagði Greta 
Mjöll sem hefur ekki enn almennilega fengið á 
hreint hvað amar að henni.
?Ég er í gifsi frá ökkla og upp að læri sem gerir 
það að verkum að ég get labbað en hnéið á mér er í fastri stöðu og 
hreyfist ekki úr stað. Ég fer til læknis í skoðun á föstudag og þá 
kemst það vonandi á hreint hversu alvarleg meiðslin eru. Þetta 
eru náttúrulega alltaf alvarleg meiðsli en það er mikill munur 
á því að verða frá í tvo mánuði eða eitt ár og ef til 
dæmis er um krossbandaslit að ræða gæti ég verið 
frá keppni í að minnsta kosti níu mánuði og allt upp í 
eitt ár. Þetta er líka leiðinlegur tími til þess að meiðast 
þar sem ég stefndi á að fara í háskóla til Bandaríkjanna 
eftir rúman mánuð og nú veit ég ekkert hvernig það á 
eftir að ganga fyrir sig,? sagði Greta Mjöll sem nálgast 
þetta leiðindaatvik þó á jákvæðum nótum.
?Ég held bara í vonina um að þetta sé ekki jafn 
alvarlegt og haldið var í fyrstu og hef reyndar verið 
tiltölulega heppin með meiðsli hingað til. En ef allt fer 
á versta veg þá tækla ég það bara þegar þar að kemur 
og set mér ný markmið. Þó að einhverjar dyr lokist, 
þá opnast aðrar í staðinn,? sagði Greta Mjöll ákveðin.   
GRETA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR, BREIÐABLIKI: MEIDDIST ILLA Á ÆFINGU OG VERÐUR FRÁ KEPPNI Í EINHVERN TÍMA
Þó að einhverjar dyr lokist, opnast aðrar í staðinn
FÓTBOLTI Sigurganga Valskvenna 
heldur áfram í Landsbankadeild 
kvenna en liðið vann sinn 18. deild-
arleik í röð þegar þær burstuðu 
Stjörnuna, 0-5, á gervigrasinu í 
Garðabæ í gær. Valur er því áfram 
með fullt hús á toppnum.
Valsstúlkur með Margréti Láru 
Viðarsdóttur í fararbroddi gerðu 
út um leik sinn við Stjörnuna í 
fyrri hálfleik. Margrét Lára skor-
aði fyrsta markið eftir aðeins 1 
mínútu og 20 sekúndur eftir lag-
legan einleik og eftir það var á 
brattann að sækja fyrir Stjörnu-
liðið sem hefur staðið sig vel í 
sumar. ?Við settum upp ákveðið 
leikplan og það var orðið ljóst eftir 
tvær mínútur að það gekk ekki 
upp,? sagði Þorkell Máni Péturs-
son, þjálfari Stjörnunnar. Margrét 
Lára lagði upp annað markið fyrir 
fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur 
eftir rúman hálftíma og skoraði 
síðan tvö falleg mörk sjálf með 
fjögurra mínútna millibili fyrir 
lok hálfleiksins. 
Dóra María Lárusdóttir innsigl-
aði síðan sigurinn í seinni hálfleik 
með flottu marki eftir fallega 
sendingu frá Katrínu fyrirliða inn 
fyrir vörnina. Katrín var ánægð 
með leikinn í leikslok.
Það heppnaðist allt
?Fyrri hálfleikurinn var mjög 
góður hjá okkur og spiluðum við 
ótrúlega vel. Það heppnaðist allt 
hjá okkur og við gerðum út um 
leikinn þá. Þetta datt svolítið niður 
í seinni hálfleik. Stjarnan er með 
mjög gott lið, þær eru líkamlega 
sterkar og við vissum að við 
þyrftum að mæta þeim þar. Við 
vorum búnar að undirbúa okkur 
vel fyrir þennan leik,? sagði Katr-
ín eftir leik.
Margrét Lára átti frábæran 
fyrri hálfleik og Stjörnuliðið réð 
þá ekkert við hana. ?Margrét er 
alveg klárlega ein af bestu knatt-
spyrnukonunum í heiminum. Það 
er stór munur á þessum liðum að 
annað liðið er með Margréti Láru 
en hitt ekki. Það má samt ekki taka 
það af öðrum stelpum í Valsliðinu 
að þær eru með rosalega gott lið,? 
sagði Þorkell Máni, þjálfari Stjörn-
unnar, um Margréti Láru og hún 
sjálf var líka sátt við sína frammi-
stöðu. 
Áttum allar skínandi leik
?Þetta var frábær leikur hjá okkur 
og ekki slæmt að vinna 5-0 sigur á 
sterku liði Stjörnunnar. Við áttum 
allar skínandi leik, sérstaklega í 
fyrri hálfleik og rúlluðum yfir 
þær. Ég held að ég sé að komast í 
mitt besta form aftur. Þetta er 
búinn að vera erfiður tími en ég er 
að vinna í mínum málum og mun 
hægt og sígandi koma sterkari og 
sterkari til leiks. Ég átti einn minn 
besta leik í sumar í dag og er mjög 
sátt með það,? sagði Margrét Lára 
sem fór útaf á 68. mínútu.
 ?Ég hef verið verri á gervigrasi 
og fann það í seinni hálfleik að ég 
var farin að stífna vel upp. Við 
tökum enga áhættu og ég er búin 
að læra það á þessum þrálátu  
meiðslum að það þýðir ekkert 
annað en að vera skynsamur,? 
sagði Margrét Lára.
Féllum bara á prófinu
Þorkell Máni, þjálfari Stjörnunn-
ar, var ekki ánægður með sínar 
stelpur í leikslok. ?Við föllum bara 
á prófinu, þetta er búið að vera 
voða fínt hjá okkur og ganga voða 
vel. En þegar kemur í svona stór-
leik þá erum stelpurnar búnar að 
gefa frá sér leikinn á fyrstu 45 
mínútunum. Við erum ekki að 
nálgast þessi lið,? sagði Þorkell 
Máni. ?Við fengum þetta próf núna 
og menn biðu eftir að sjá hvar við 
stæðum í þessari baráttu. Þetta er 
munurinn og við erum fimm mörk-
um frá Valsliðinu. Við þurfum að 
halda áfram að minnka muninn.?  
 ooj@frettabladid.is
Annað liðið var með Margréti Láru
Margrét Lára Viðarsdóttir kláraði Stjörnuna í fyrri hálfleik með þremur flottum mörkum og glæsilegri 
stoðsendingu. Hún segist öll vera að koma til eftir meiðsli og hún átti einn besta leik sinn í sumar í gær.
LÉTTUR DANS MEÐ BOLTANN Marrgét Lára Viðarsdóttir átti frábæran fyrri hálfleik í 
5-0 sigri Vals á Stjörnunni og átti þá þátt í öllu8m fjórum mörkum Valsliðsins. Hér er 
hún á fleygiferð með boltann í leiknum.  FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40