Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						30 9. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR
1
67 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2345
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT 2. brýna, 6. í röð, 8. mæli-
eining, 9. stækkaði, 11. samtök, 12. 
ofan á brauð, 14. stoðvirki, 16. í röð, 
17. fugl, 18. ennþá, 20. til dæmis, 21. 
snöggur.
LÓÐRÉTT 1. þjaka, 3. í röð, 4. veið-
arfæri, 5. siða, 7. fíkinn, 10. ílát, 13. 
gljúfur, 15. listastefna, 16. húðpoki, 
19. átt.
LAUSN
LÁ RÉ TT : 2 . ydda, 6. rs, 8. erg, 9. jók , 
11 . aa, 12 . álegg, 14 . grind, 16 . hi, 17 . 
lóa, 18 . enn, 20 . td, 21 . snar . 
LÓ Ð R É T T : 1. hrjá, 3. de, 4. dr agnót, 
5. ag a, 7. sólginn, 10 . ke r , 13 . gil, 15 . 
dada, 16 . hes, 19 . na. 
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
 1 Hellnahrauni í Hafnarfirði.
 2 Fídel Smári.
 3 Sam Shepard.
?Þetta var mikil reynsla og öll ferð-
in var hálfgerður lífsskóli,? segir 
Erla Tinna Stefánsdóttir, lögfræði-
nemi í Háskólanum í Reykjavík, 
sem kom nýverið heim eftir hálfs 
árs dvöl í Suður-Afríku ásamt Krist-
ínu Laufeyju Björgvinsdóttur, þar 
sem þær luku BA prófi í lögfræði á 
nýjum skiptisamningi milli HR og 
University of Johannesburg.
?Við bjuggum í vel víggirtu húsi 
rétt hjá skólanum og maður var 
aldrei einn á ferli af öryggisástæð-
um. Ástandið í Jóhannesarborg er 
svolítið tvískipt því þrátt fyrir að 
það sé mikil fátækt og spillt ríkis-
stjórn er til dæmis mikil uppsveifla 
í viðskiptalífinu. Við vorum svell-
kaldar að mati vina okkar, ferðuð-
umst mikið og ég held að við höfum 
nánast þrætt alla Suður-Afríku, 
enda mjög fallegt land með fjöl-
breytilegu landslagi,? segir Erla 
Tinna sem varð heldur betur fyrir 
eftirminnilegri lífsreynslu á ferða-
lagi til Mósambík.
?Móðir tveggja vina okkar sem 
við kynntumst í Suður-Afríku er 
utanríkisráðherra Mósambík. Þeir 
buðu okkur með sér í strandferð 
einn daginn, en við höfðum ekki 
verið lengur en klukkustund í land-
inu þegar tveir menn með byssur 
réðust að okkur í nágrenni við 
heimili móður þeirra í höfuðborg-
inni Maputo. Ræningjarnir töluðu 
portúgölsku svo við skildum ekki 
strax hvað var í gangi og það var 
ekki fyrr en að við sáum þá halda 
öryggisverði niðri með byssu að 
við áttuðum okkur á hvað var að 
gerast. Sem betur fer tóku vinir 
okkar þessu með stökustu ró, létu 
þá fá peninga og báðu þá að láta 
okkur í friði. Þeir veifuðu byssunum 
að okkur, en eftir einhver orða-
skipti tóku þeir lyklana að sjálfum 
sendiherrabílnum og hurfu á braut,? 
útskýrir Erla Tinna og segir áfallið 
hafa verið töluvert eftir á að hyggja. 
?Vinir þeirra sóttu okkur svo allt 
fór á besta veg, en það bólar ekkert 
á sendiherrabílnum ennþá,? bætir 
hún við.
En gafst einhver tími fyrir námið 
í þessari ævintýralegu ferð? ?Já, við 
vorum rosalega ánægðar með skól-
ann, það var vel tekið á móti okkur 
og námið sjálft var áhugavert. Erf-
iðleikaþröskuldurinn var sá sami og 
hérna heima, en lagakerfi er öðru-
vísi og námið mestmegnis á ensku 
svo maður bætti sig talsvert í orða-
forðanum,? útskýrir Erla. 
?Við kynntumst fólki frá öllum 
stéttum, þjóðflokkum og kynstofn-
um og það er eitthvað sem við 
munum búa að alla ævi.?
 alma@frettabladid.is
ERLA TINNA STEFÁNSDÓTTIR: DVALDI Í HÁLFT ÁR Í SUÐUR-AFRÍKU
Lögfræðinemar lentu í 
vopnuðu ráni í Mósambík
Á MUNAÐARLEYSINGJAHÆLI RÉTT FYRIR UTAN JÓHANNESARBORG Kristín Laufey Björgvinsdóttir vinstra megin og Erla Tinna 
Stefánsdóttir til hægri heimsóttu meðal annars munaðarlaus börn í Suður-Afríku. 
?Pabbi á þetta fyrirtæki,? segir Skjöldur 
Eyfjörð, hárgreiðslumaður og stílisti. Vökul 
augu sem fletta gegnum hlutafélagaskrá geta 
þar séð nafn Skjaldar Eyfjörð sem varastjórn-
armanns fyrirtækisins Arnartaks ehf. 
Tilgangur félagsins er rekstur vöruflutninga-
bifreiða og jarðvinnuvéla og önnur skyld 
starfsemi, eins og segir í hlutafélagaskrá. 
Vörubifreiðar og jarðvinnuvélar stinga eilítið 
í stúf við þá ímynd sem Íslendingar hafa af 
Skildi. Hann á sér þó glamúr- og glysminni 
fortíð. ?Ég var að vinna eitt sumar með pabba 
við að sjóða saman hitaveiturör og svoleiðis. 
Það er ýmislegt sem maður hefur tekið sér 
fyrir hendur. Ég var í sveit í hundrað ár og 
svo hef ég verið á sjó meðal annars,? segir 
Skjöldur. 
Í dag er Skjöldur hins vegar einn af 
landsins snjöllustu og eftirsóttustu stílistum. 
Var til að mynda stílisti hjá Sylvíu Nótt sem 
og Eurobandinu. Hann á og rekur hárgreiðslu-
stofu í Pósthússtræti og er nú að auka umsvif 
sín. ?Ég er að setja saman snyrtistofu á 
hárgreiðslustofunni,? segir Skjöldur. ?Ég er 
búinn að ráða snyrtifræðing. Þetta er öfugu 
megin við vinnuvélar,? segir hann og hlær. 
Hinn 25. júlí stendur Skjöldur á merkum 
tímamótum. Þá mun hann fylla þrjátíu 
viðburðarík ár. Ekkert verður til sparað í 
veisluhöldum. ?Ég ætla að halda gott partí þar 
sem verða skemmtiatriði og allt mögulegt. Nú 
er ég bara að hringja út símaskrána hjá mér,? 
Skjöldur sem ætlar að halda afmælis-
fögnuðinn 19. júlí. - shs
Skjöldur Eyfjörð í stjórn vinnuvélafyrirtækis
HÖRKUTÓL Skjöldur hefur starfað við 
ýmislegt um árin og hefur meðal annars 
verið til sjós.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Leikkonan unga Anita Briem er nú 
komin á þann stall í heimi fræga 
fólksins að hún hefur ráðið sér fjöl-
miðlafulltrúa. Það er alþjóðleg 
almannatengslaskrifstofa sem kall-
ast BWR sem annast nú öll sam-
skipti Anitu við fjölmiðla. Anita 
hefur undanfarin misseri klifið 
hægt og bítandi upp á stjörnuhimin-
inn og því líklegt að áreiti fjölmiðla 
hafi aukist. Fjölmiðlasamskipti 
Anitu eru sérstaklega í höndum 
tveggja einstaklinga. Annars vegar 
er það Ruth Bernstein sem starfar 
hjá BWR í Los Angeles, hins vegar 
er það Gary nokkur Mantoosh sem 
er staðsettur í New York. 
Íslendingar sjá nú Anitu í þáttun-
um The Evidence á SkjáEinum og 
þann 3. ágúst hefjast sýningar á 
annarri þáttaröðinni af The Tudors 
á Stöð 2. Í haust verður svo frum-
sýnd hér á landi þrívíddarmyndin 
Journey to the Center of the Earth 
sem skartar Brendan Fraser meðal 
annarra. Í henni fer Anita með hlut-
verk leiðsögumannsins Hönnu 
Ásgeirsson. 
Ekki er vitað til að annar leikari 
hérlendis sé með fjölmiðlafulltrúa 
en þó er aldrei að vita nema fleiri 
bætist í hópinn þegar fram líða 
stundir. Enda er það stöðugt að fær-
ast í aukana að Íslendingar nemi 
leiklist erlendis og reyni fyrir sér í 
hinum ýmsu löndum. -shs
Anita með fjölmiðlafulltrúa
ANITA BRIEM Lætur fjölmiðlafulltrúa sjá 
um öll sín samskipti við fjölmiðla.
?Fyrst af öllu fæ ég mér sopa 
af lýsi. Svo fæ ég mér flösku af 
LGG plús, helst með eplabragði. 
Ef vel liggur á mér bæti ég við 
léttri AB mjólk og múslí. Svo er 
kaffibollinn algjörlega ómiss-
andi. Það sem er á milli lýsis-
sopans og kaffisins getur verið 
breytilegt frá degi til dags.? 
Viðar Eggertsson leikari, leikstjóri og 
leikhússtjóri Útvarpsleikhússins. 
Daníel Ágúst Haralds-
son hefur komið eins 
og stormsveipur inn í 
íslenska poppheima 
með endurkomu í 
Nýdönsk. Hann hefur 
nú hljóðritað sitt fyrsta 
lag í mörg ár með 
sveitinni og ber það 
heitið Náttúra. 
Hljómsveitin 
er önnum 
kafin og 
spilar meðal 
annars á Þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum. Þar skipar Daníel sér í hóp 
með Þorgeiri Ástvaldssyni og 
Ragga Bjarna sem spila einnig á 
Þjóðhátíð. Þeir þremenningarnir 
eru allir svokallaðir popp-afar, þrátt 
fyrir að vera af þremur kynslóðum.
Sølva Ford, færeyska söngkonan 
sem heillaði borgar-
stjóra vorn Ólaf F. 
Magnússon, svo 
mjög að Björgvin 
Valur bloggari með 
meiru á Stöðvarfirði 
fann sig knúinn til 
að skrifa þetta 
eitt um málið: 
?Ólafur reið 
með björgum 
fram, villir hann stillir hann,? er nú 
að búa sig undir að koma til lands-
ins til að syngja á Menningarnótt 
sem verður í ágúst. Sølva er, eftir 
því sem næst verður komið, mjög 
handgengin Kristi svo sem títt er 
um Færeyinga, og syngur honum til 
dýrðar. Þannig má segja að Björg-
vin Valur hafi ekki verið á réttu róli 
því í dansinum er jú sungið: ?Sú var 
ekki Kristni kær...?
Langt er síðan Radíusbræður, þeir 
Davíð Þór Jónsson og Steinn 
Ármann Magnússon, tróðu upp 
saman. Menn munu þó fljótlega 
heyra raddir þeirra óma á ný því 
þeir léku nýverið 
saman í útvarps-
auglýsingu fyrir 
flutningafyrir-
tæki. Er þar um 
að ræða syrpu 
auglýsinga og geta 
þá aðdáendur 
Radíusfluga 
glaðst.
 - shs/jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
  
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40