Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 18. júlí 2008 — 194. tölublað — 8. árgangur Kristleifur Halldórsson, sem starfar í eldhúsinu á veitingastaðnum Silfri, er mikill snillingur í eldhúsinu og kann vel til verka. Kristleifur hefur lengi unnið ivel jó ð in olífuolíu og salti og pipar. Innihald kóngakrabba- salatsins er 100 grömm af kóngakrabba, 40 grömm af sýrðum rjóma, 10 grömm af wasabi d fti af steinselju ás Að hætti fagmanna 6.490 kr. 4ra rétta tilboðog nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Kókos- og engifersúpa með grilluðum tígrisrækjum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Côte Rôtie „La Mouline“ 2003 | Rhône, FrakklandOpus One 1995 | Napa Valley, Bandaríkin NÝTT! Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 19 eðalvínum með mat. Verð frá 890-8.900 kr. Sjá nána á AFTUR TIL MIÐALDAMiðaldadagar verða haldnir á Gásum í Eyjafirði um helgina en Gásakaupstaður var verslunarstaður á mið-öldum og þar eru friðlýstar fornleifar. HELGIN 3 SELT EFTIR VIGTJust Food er nýr matsölu-staður á Laugarásvegi þar sem hægt er að fá tilbúinn, hollan og góðan mat seldan eftir vigt til að taka með sér. MATUR 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R Rétturinn sem Kristleifur kann góð skil á er afar bragðgóður og frumlegur. HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA SUMAR ATVINNA TILBOÐ HELGIN O.FL. BRYNDÍS JAKOBSDÓTTIR „Ég var viss um að platan yrði skotin í kaf“ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS PÁLL ÓSKARKreppan er ekki alslæm YESMINE OLSONÁ leið í hjónaband FÖSTUDAGUR VEÐRIÐ Í DAG KRISTLEIFUR HALLDÓRSSON Klaustursbleikja með kóngakrabbasalati matur helgin Í MIÐJU BLAÐSINS FÓTBOLTI ÍR er meðal félaga sem grætt hefur myndarlega á uppeldisstarfi sínu. Félagið fékk samtals tæpar átta milljónir króna þegar Eiður Smári Guð- johnsen var seldur frá Chelsea til Barcelona og Valur tæpar sjö milljónir. „Það þurfa allir að halda vöku yfir rétti sínum,“ segir Gísli Gíslason sem telur að félög gætu sum hver hafa misst af fúlgum fjár fyrir að þekkja ekki til hins flókna reglukerfis. - hþh / íþróttir 42 Uppeldisbætur félaga: Eiður skilar ÍR átta milljónum EIÐUR SMÁRI Skilar dágóðri upphæð til uppeldisfélaga sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY TÓNLIST „Já, Charlie Watts er þarna á nokkrum lögum á plötunni Dawn of the Human Revolution,“ segir Herbert Guðmundsson, tónlistarmaður með meiru. Leyndarmál, sem farið hefur verið með sem mannsmorð í tónlistarbransanum í kvartöld, er nú gert opinbert. Charlie Watts, trommari Rolling Stones, spilar í nokkrum lögum á plötu Herberts, Dawn of the Human Revoluton, sem kom út árið 1985 meðal annars á stórsmelli Hebba: Can’t Walk Away. Hvernig má þetta vera? Þegar Hebbi vann við að hljóðblanda plötuna í London í október árið 1984 í félagi við íslenskan hljóðmann ónefndan þá fannst þeim sem vantaði almennilegt trommusánd. „Hljóðmaðurinn sagðist eiga þennan rosalega feita og þétta og sneril og sagði hann vera frá þessum manni kominn. Og við notuðum hann í nokkur lög. Sennilega í Can´t Walk Away, örugglega í Wild Town og einhver rokklög önnur,“ segir Herbert. Þá var það svo að Stones höfðu verið að taka upp í þessu saman hljóðveri. Áður en þeir mættu til leiks hafði Watts mætt til að stilla trommur sínar, en hann er einmitt frægur fyrir sérstæðan hljóm sneriltrommu sinnar. Tökur frá því höfðu orðið eftir í hljóðverinu og þær notaði Hebbi - sem ekki hefur þorað að segja frá þessu fyrr en nú af ótta við málssókn. - jbg/sjá síðu 46 Herbert Guðmundsson ljóstrar upp áratugagömlu leyndarmáli úr poppheimum: Trommari Stones á plötu Herberts Sambandið 100 ára Landbúnaðarsam- bandið heldur upp á 100 ára stórafmælið með pompi og prakt. TÍMAMÓT 26 Þrennir tónleikar á þremur dögum Bang Gang kom fram í St. Tropez í gær, eru í París í kvöld og troða upp á Seyðisfirði á morgun FÓLK 35 Yosoy kvikmynduð Kvikmyndafélagið Pegasus hefur keypt kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Yosyo eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. FÓLK 46 FORNLEIFAR Fornleifavernd ríkisins hefur fengið kvörtun vegna tveggja færanlegra kennslustofa við leikskólann Hvamm í Hafnar- firði. Talið er að stofurnar standi ofan á fornleifum en stoðir undir húsin ná um hálfan annan metra niður í jörð. Agnes Stefánsdóttir, deildar- stjóri hjá Fornleifavernd, segist hafa skoðað málið og verið sé að safna gögnum um það. „Mér sýnist líkur vera á því að þetta séu forn- leifar,“ segir Agnes. Jónatan Garðarsson, dagskrár- gerðarmaður og söguáhugamaður, var sá sem kom auga á þetta. „Þetta er að sjálfsögðu slæmt. Farið er yfir gamla bæjartröð sem hét Suðurtraðir og lá upp að gamla Jófríðarstaðabænum. Traðirnar eru mörg hundruð ára gamlar,“ segir Jónatan. Hjá bænum háðu Þjóðverjar og Englendingar bardaga þar sem barist var um hafnir Hafnarfjarð- ar. Seinna var þar býli sem Bjarni riddari Sívertsen, oft kallaður faðir Hafnarfjarðar, keypti. „Það hefði verið hægt að byggja við skólann án þess að skemma þessar minjar sem tengjast náið sögu Hafnarfjarðar,“ segir Jónat- an, en hann hefur árum saman farið með ferðahópa um minjar Hafnarfjarðar og traðirnar hafa verið meðal þeirra áfangastaða sem hann hefur farið á. Greint var frá óánægju íbúa í Staðarhvammi vegna byggingar við leikskólann Hvamm í Frétta- blaðinu í síðustu viku. Þegar Jón- atan sá fréttina hann að verið væri að byggja yfir fornminjarnar og fór á staðinn. „Búið er að moka burt hluta af tröðunum og setja grófa möl yfir. Það er ekki hægt að laga þetta,“ segir Jónatan. Samkvæmt þjóðminjalögum þarf að fá samþykki Fornleifa- verndar til að granda fornleifum. Brot gegn því varðar sektum og allt að þriggja ára fangelsi. vidirp@frettabladid.is Leikskóli í Firðinum reistur á fornminjum Deildarstjóri hjá Fornleifavernd ríkisins segir líklegt að fornleifar séu undir nýlegum leikskóla í Hafnarfirði. Bærinn hefur líklega brotið þjóðminjalög. MILDAST SYÐST Í dag verða norð- an 3-10 m/s. Yfirleitt bjart með köfl- um sunnan til og vestan en skýjað og sums staðar væta fyrir norðan og austan. Hiti 5-16 stig, mildast til landsins syðra. VEÐUR 4 9 8 9 1312 16 WWW.GAP.IS 38% 18% FM 7% AÐRAR STÖÐVAR 7% ÚTVARPSHLUSTUN Hlutdeild þeirra stöðva sem tóku þátt í rafrænum mælingum Capacent vikuna 7.-13. júlí 2008. BYLGJAN 30% TAKK FYRIR AÐ HLUSTA Ómissandi í grillsósuna! ÞÆGUR Á AFMÆLISDAGINN Ögmundur Jónasson, þingmaður og formaður BSRB, hélt upp á 60 ára afmæli sitt að heimili sínu í gær. Ögmundur er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka í stjórnarandstöðunni en þótt gestir væru úr öllum flokkum var engu nema samstöðu fyrir að fara í gær og allir samglöddust honum. Hér árnar frú Vigdís Finnbogadóttir honum heilla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÍMAMÓT Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari hefur ákveðið að láta af störfum 1. nóvember næstkomandi. „Það má segja að þetta sé alveg ástæðulaust,“ segir hann spurður um ákvörðunina. „Það er ekkert sem kallar á þetta annað en að mér finnst þetta góður tími til að hætta, nú þegar ákveðin skil eru á milli verkefna. Ég er einfaldlega að hætta að vinna og get því gefið mér og minni fjölskyldu meiri tíma.“ Ásmundur er 63 ára og hefur gegnt starfinu í fimm ár. Hann tók þá við af Þóri Einarssyni. Aðspurður hvort vinnulotan síðustu misserin hafi tekið á svarar hann: „Nei, síður en svo. Ég hef svo sem ekki forðast vinnutarnir í gegnum ævina. Þetta hefur verið ljúft og yndislegt.“ - jse Starf ríkissáttasemjara: Ásmundur hættir ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Sigur og tap FH og ÍA kepptu bæði í UEFA-bik- arnum í gær. FH vann á heimavelli en ÍA fékk skell í Finnlandi. ÍÞRÓTTIR 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.