Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						6  19. júlí 2008  LAUGARDAGUR
Glænýr viltur lax
Úrval fi skrétta á grillið
Óbreytt fi skverð frá áramótum
FORNLEIFAR ?Þegar skipulagið var 
unnið á sínum tíma var gerð úttekt 
á svæðinu. Þar á meðal fornleifaút-
tekt eins og ber að gera samkvæmt 
lögum,? segir Lúðvík Geirsson, 
bæjarstjóri í Hafnarfirði. Frétta-
blaðið greindi frá því í gær að fær-
anlegum kennslustofum við leik-
skólann Hvamm í Hafnarfirði hefði 
líklega verið komið fyrir ofan á 
fornleifum. Lúðvík segir að eftir 
úttekt hafi stór hluti svæðisins 
verið hverfisverndaður og við stað-
setningu skólastofanna hafi þess 
verið gætt að fara ekki inn á þau 
svæði. 
?Þá kemur í ljós eftir að búið er 
að koma húsunum þarna fyrir að 
það eru óskráðar fornleifar á svæð-
inu. Menn voru grandalausir um að 
þarna væru sérstakar minjar. Þetta 
er óheppilegt og sýnir okkur að það 
hefur ekki verið kláruð fullkomin 
úttekt á þessu svæði,? segir Lúðvík. 
Hann segir að tekin hafi verið 
ákvörðun um að vinna heildarúttekt 
á svæðinu og fleiri svæðum í 
bænum. Bærinn starfi nú með sér-
stökum fornleifafræðingi sem muni 
hitta forstöðumann Fornleifavernd-
ar á mánudag. ?Það er allt jarðrask 
búið á svæðinu. Það er að sjálfsögðu 
okkar vilji að bæta þetta enda stóð 
alltaf til að skila landinu eins og við 
tókum við því. Þetta er eitthvað til 
að læra af.?  - þeb
Fornleifaúttekt sýndi ekki fornleifarnar við leikskólann Hvamm í Hafnarfirði:
Grandalausir um fornleifar
BÆJARSTJÓRINN Lúðvík segir athugunar-
efni hvort fornleifar við Hvamm verði 
grafnar upp og komið í þann búning 
sem þær voru, sýnilegar fólki. 
 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LÖGFRÆÐI Niðurstöður rannsókna dr. Herdísar 
Þorgeirsdóttur verða kynntar á ársfundi Forseta 
Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómstjóra æðstu 
dómstóla landsins eftir rúma viku. Rannsóknina 
vann hún fyrir Feneyjanefnd 
Evrópuráðsins.
?Það er mikill heiður að rann-
sókn íslensks fræðimanns sé kynnt 
með þessum hætti og fyrir þessum 
hópi,? segir dr. Herdís Þorgeirs-
dóttir.
Rannsóknin fjallar um getu 
fjölmiðla til að sinna lýðræðislegu 
hlutverki sínu á þeim markaði og 
við þær aðstæður sem þeir starfa 
nú. Helstu niðurstöður voru þær 
að það sé skylda stjórnvalda að 
tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði 
fjölmiðla. ?Það er eins og Mannréttindadómstóll 
Evrópu bendir á háð efnahag og félagslegum 
aðstæðum í aðildarríkjum hvernig sú framkvæmd 
er tryggð í raun,? segir Herdís.
Judith Resnik, lagaprófessor við Yale háskólann í 
Bandaríkjunum mun kynna niðurstöður Herdísar en 
Judith var útnefnd fremsti fræðimaður á sviði 
lögfræði árið 2008 af bandarísku lögmannasamtök-
unum. 
Herdís Þorgeirsdóttir er með doktorsgráðu í 
stjórnskipunarrétti og mannréttindum frá Háskólan-
um í Lundi og er prófessor á Bifröst.  - vsp
Rannsókn íslensks lagaprófessors verður kynnt æðstu dómurum Bandaríkjanna:
Segir þetta mikinn heiður
HÆSTARÉTTUR BANDARÍKJANNA Rannsókn Herdísar Þorgeirs-
dóttur verður kynnt á ársfundi Réttarforseta. NORDICPHOTOS/GETTY
HERDÍS 
ÞORGEIRSDÓTTIR
DÓMSMÁL Tvítugur Ísfirðingur 
var í Héraðsdómi Vestfjarða á 
fimmtudag dæmdur í 45 daga 
skilorðsbundið fangelsi fyrir 
brot gegn valdstjórninni. 
Maðurinn var handtekinn 
aðfaranótt föstudagsins 15. 
febrúar og hótaði í kjölfarið 
lögreglumönnum ítrekað lífláti 
og líkamsmeiðingum. 
Maðurinn hafðist ekkert að til 
að fylgja eftir hótunum sínum 
gagnvart lögreglumönnunum, 
og játaði brot sitt við þingfest-
ingu málsins. Hann var því 
dæmdur í 45 daga skilorðsbund-
ið fangelsi. 
 - þeb
Tvítugur Ísfirðingur dæmdur: 
Hótaði lífláti og 
meiðingum
SAMFÉLAGSMÁL Samtökin ´78 og 
Reykjanesbær hafa gert með sér 
samning um fræðslu varðandi 
samkynhneigð. 
Samningurinn felur í sér að 
samtökin verða með fræðslufundi 
fyrir fagaðila hjá bænum. Til 
fagaðila teljast kennarar, félags- 
og námsráðgjafar, sálfræðingar 
og fleiri hópar sem sinna 
félagslegum stuðningi og ráðgjöf. 
Stefnt er að því að bjóða upp á 
allt að þrjá fræðslufundi á ári til 
ársins 2010. 
Markmiðið með fræðslunni er 
að fræða viðkomandi starfsstéttir 
um samkynhneigð, að því er fram 
kemur á heimasíðu Reykjanes-
bæjar.  - þeb
Samtökin ´78 gera samning: 
Reykjanesbær 
fræddur um 
samkynhneigð
EFNAHAGSMÁL Íbúðalánasjóði er 
heimilað að lána fjármálafyrir-
tækjum fyrir endurfjármögnun 
íbúðalána, samkvæmt reglugerð 
sem Jóhanna Sigurðardóttir 
félags- og tryggingamálaráðherra 
undirritaði í gær.
Varið verður allt að þrjátíu 
milljörðum króna til lánveitinga í 
þessum lánaflokki. Setning 
reglugerðarinnar er í samræmi 
við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 
frá 19. júní síðastliðnum um 
aðgerðir til að hleypa lífi í 
fasteignamarkaðinn.  - gh
Íbúðalánasjóður:
Lánar bönkum
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Ráðherra ætlar í 
september að leggja fram lagafrumvarp 
um auknar lánsheimildir Íbúðalánasjóðs 
til fjármálafyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
MENNTUN ?Það er alltaf allra síð-
asti valkostur að taka fórnarlamb-
ið úr skólanum,? segir Þorlákur 
Helgason, framkvæmdastjóri 
Olweusar-áætlunarinnar gegn ein-
elti.
Foreldrar Lárusar Stefáns Þrá-
inssonar, ungs 
manns sem 
svipti sig lífi í 
lok síðasta mán-
aðar, hafa stigið 
fram og segja 
dauða hans fyrst 
og fremst mega 
rekja til alvar-
legs eineltis 
sem Lárus Stef-
án varð fyrir í 
grunnskóla. Að 
lokum fór svo að Lárus Stefán 
skipti um skóla.
Kennari Lárusar Stefáns sagði í 
viðtali við Fréttablaðið að svo gæti 
farið að eina lausnin á svo erfiðum 
eineltismálum væri að fórnar-
lambið skipti um skóla.
?Ef þolandi eineltisins er fluttur 
um skóla gefur það til kynna að 
gerandinn hafi haft betur,? segir 
Þorlákur og bætir við að til greina 
geti komið að flytja gerandann í 
refsiskyni. ?Það er hins vegar alls 
ekki alltaf lausn á málinu því þeir 
sem leggja í einelti eru oftast 
færir í því og fljótir að finna nýtt 
fórnarlamb í nýjum bekk.? 
Olweusar-áætlunin leggur 
áherslu á að barn segi strax frá ef 
það er lagt í einelti og að tekið sé 
mjög hratt á vandamálinu áður en 
það gengur lengra að sögn Þorláks. 
?Við reynum allt til þess að koma í 
veg fyrir að stríðni verði að ein-
elti.?
Þorlákur gagnrýnir að ekki vinni 
allir skólar eftir skipulagðri einelt-
isáætlun sem sýnt hafi verið fram á 
að skili árangri. Til að mynda hafi 
einungis einn skóli í Hafnarfirði 
tekið Olweusar-verkefnið upp. 
?Börn og foreldrar eiga rétt á því 
að skólar á Íslandi vinni eftir aðferð 
sem sýnt hefur verið fram á að skil-
ar bestum árangri gegn einelti og 
börnin séu ekki höfð í tilraunastarf-
semi.?
Þorlákur segir að vitundarvakn-
ingu þurfi meðal þjóðarinnar varð-
andi það hversu alvarlegt vandamál 
einelti er. ?Eitt barn sem lendir í 
einelti er einu barni of mikið.?
Þorlákur segir málefni Lárusar 
Stefáns síður en svo einsdæmi. 
?Fjöldi unglinga útskrifast eftir ein-
elti í grunnskóla á hverju ári og 
mörgum líður illa áfram,? segir 
Þorlákur. ?Margir flosna upp úr 
framhaldsskóla en í raun veit eng-
inn hvað um þessa krakka verður.? 
 helgat@frettabladid.is
Fórnarlömb eineltis 
ættu ekki að víkja
Fórnarlömb eineltis eiga ekki að skipta um skóla nema allt annað hafi verið 
reynt, segir framkvæmdastjóri Olweusar-verkefnisins. Til greina kemur að ger-
andi þurfi að víkja. Einungis einn skóli í Hafnarfirði vinnur eftir verkefninu. 
EINELTI Fórnarlömb eineltis ættu ekki að skipta um skóla nema allt annað hafi verið 
reynt til að leysa vandamálið. 
Auglýsingasími
? Mest lesið
Olweusar-áætlunin byggir á:
? hlýlegum og jákvæðum áhuga 
og alúð frá fullorðnum
? ákveðnum römmum vegna óvið-
unandi hegðunar
? stefnufastri beitingu refsinga 
sem hvorki eru líkamlegar né 
óvinveittar, brjóti nemandi gegn 
þeim reglum sem ákveðnar hafa 
verið
? að fullorðnir gegni hlutverki yfir-
boðara við vissar aðstæður.
LYKILREGLUR GEGN EINELTI
INNFLYTJENDUR ?Auðvitað viljum 
við að þeir sem sækja um vinnu 
sem lögfræðingar fái réttláta 
meðferð á sínum umsóknum,? 
segir Eyþóra Kristín Geirsdóttir 
formaður stéttarfélags lögfræð-
inga.
Xavier Rodríguez er spænskur 
lögfræðingur með tvöfalda 
meistaragráðu sem talar góða 
íslensku, en var ekki boðaður í 
viðtal vegna starfs hjá Umhverfis-
stofnun.
?Við getum ekki brugðist við 
máli sem þessu nema hjá okkar 
félagsmönnum,? segir Eyþóra. Til 
að vera félagi í stéttarfélaginu þarf 
viðkomandi að vinna sem lögfræð-
ingur. Það gerir Xavier ekki. - vsp
Stéttarfélag lögfræðinga:
Fjallar aðeins 
um mál félaga
KAMBÓDÍA, AP Kambódía og 
Taíland hafa sent nokkur hundruð 
hermenn að landamærum 
ríkjanna vegna deilna um yfirráð 
yfir fornu hindúahofi.
Hofið tilheyrir Kambódíu 
samkvæmt dómi Alþjóðadómstóls 
frá  1962 en ríkin deila enn um 
yfirráðin. Hafa taílenskir 
þjóðernissinnar, sem viðurkenna 
ekki yfirráð Kambódíumanna, 
mótmælt við hofið síðustu daga 
eftir að það var sett á heimsminja-
skrá Sameinuðu þjóðanna.
Ráðamenn í báðum ríkum hafa 
sagst vilja forðast átök og ætla að 
ræða ástandið á mánudag  - gh
Kambódía og Taíland:
Deila um hof
PREA VIHEAR Hindúahofið frá 11. öld var 
nýlega sett á heimsminjaskrá Samein-
uðu þjóðanna. NORDICPHOTOS/AFP
Styður þú aðgerðir Ásmundar 
Jóhannssonar sem veitt hefur 
án veiðileyfa?
Já 
72,5%
Nei 
27,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Er iPod-spilari upptökutæki?
Segðu skoðun þína á vísir.is
ÞORLÁKUR 
HELGASON
KJÖRKASSINN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56