Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA SUMAR ATVINNA TILBOÐ HELGIN O.FL. Margir vildu vera í sporum Ingimars Björns Davíðssonar starfsmanns Menningarmiðstöðv- arinnar Listagils á Akureyri þegar hann kaupir eldsneyti á bílinn sinn. „Ég er enginn bílakarl,“ tekur Ingimar fram í upp- hafi spjalls. „Ég vil bara komast frá A til B á nógu hagkvæman máta og það hefur tekist á þessum bíl í rúmt ár.“ Ökutækið sem um ræðir er tveggja sæta blæjubíll sem heitir Smart for two. Eigandinn fræðir mig um að slíkir bílar séu framleiddir af Chryshler- samsteypunni og hafi komið fram á sjónarsviðið í kringum aldamótin. „Þetta var hugmynd sem unnin var í samstarfi Mercedes og Swatch-úrafyrirtækis- ins sem gerði „flikk flakk“-barnaúrin. Hugmyndin var að gera lítinn og sparneytinn nútímaborgarbíl sem rúmaði tvær manneskjur og kassa af bjór. Það væri ekkert meira sem þyrfti. Ég var búinn að sjá þessa bíla erlendis og hreifst strax af þeim. Svo þegar ég sá þennan á Bifreiðasölunni þá slengdi ég mér á hann og hann hefur gengið eins og klukka. Hann gengur fyrir dísilolíu og eyðir svona þremur til fjór- um lítrum í innanbæjarakstri. Ég kemst af með sex til sjö þúsund á mánuði í eldsneyti þannig að þetta er hinn fullkomni kreppubíll.“ Ingimar Björn telur um 20-30 Smart bíla á landinu og segir þá flutta inn af einstaklingum. „Það er ekk- ert umboð fyrir þessa bíla hér en bæði Hekla og Ræsir geta þjónustað þá. Fyrirtækið úti vill ekki selja þá hér nema sett verði upp Smart-miðstöð,“ upplýsir hann. Einu sinni kveðst Ingimar hafa lent í smá vandræð- um. „Ég var austur á Mývatni þegar sprakk á bílnum en það fengust engin nógu lítil dekk á Norðurlandi svo ég varð að fá dekk sent með flugi úr Reykjavík og láta skutla því austur.“ Vélin í Smartinum er 42 hest- öfl en hann er svo léttur að Ingimar segir kraftinn nægja. „Mér hefur að minnsta kosti tekist að láta Blönduóslögguna taka mig fyrir of hraðan akstur,“ segir hann hlæjandi að lokum. gun@frettabladid.is Fullkominn kreppubíll Ingimar náði að láta Blönduóslögguna taka sig fyrir of hraðan akstur þó Smart-bíllinn sé bara með 42 hestafla vél. MYND/HEIÐA.IS FÆRRI Í PÖRTUM Bílapartasölur eru að verða ansi fáar eftir í Reykjavík enda húsnæði dýrt og eftirspurn eftir bílapörtum ekki eins mikil og áður. BÍLAR 2 SÚPUR Í SVEITINNI Í Leifsbúð í Búðardal hefur Örlygur Ólafsson, sem áður rak Súpubarinn, opnað kaffihús þar sem meðal annars má fá matarmiklar súpur. FERÐIR 3 STÓRÚTSALAN HAFIN 30%-70% AFSLÁTTUR Laugavegi 63 • S: 551 4422 Kverkus ehf. Síðumúli 31 Símar 581 2220, 858 0200 eða 840 0470. kverkus@kverkus.is www.kverkus.is 00% láni Erum með sértilboð á tveimur frístundahúsum sem komin eru til landsins og eru óuppsett. Húsin eru tilbúin að utan með einangruðum veggjum. Efni í rafmagnsgrind og milliveggjaefni fylgir. Gerum föst tilboð í sökklavinnu, uppsetningu og annan frágang. Stærð 118.7 fm. Hús klætt með jatoba og stáli, gluggar og hurðir eru úr furu. Verð kr. 11.600.000,- staðgreiðsluverð. TILBOÐ KR. 9.800.000,- Stærð 118.7 fm. hús klætt með jatoba og stáli, gluggar og hurðir eru úr mahogany. Verð kr. 12.000.000,- staðgreiðsluverð. TILBOÐ KR. 10.200.000,- Starfsmaður verður í Skorradal yfir helgina til að sýna uppsett hús. Ævar S. 840 0470 Til sölu þrjú vönduð nýleg 21 fm hús tilbúin til fl utnings. Tilvalin sem gestahús, v i ihús eða til ferðaþjónustu. Fulleinangruð og panelklædd að innan. Húsin eru í Skorradal Nánari upplýsingar gefur Ævar í síma 840 0470 Tilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.