Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 31
heimili&hönnun ● „Þetta eru allt munir sem tengj- ast mér persónulega,“ segir Vig- dís Grímsdóttir rithöfundur og bendir út í eitt hornið í sólríkri stofunni. Þar getur að líta marga fagra smáhluti ofan á drekkhlöðn- um bókaskáp. „María mey er mikil vinkona mín, ég erfði áhugann á henni frá Nínu Björk Árnadóttur skáldkonu sem orti um hana fal- legt ljóð,“ heldur Vigdís áfram og vekur athygli á tveimur stytt- um af guðsmóðurinni. Aðra þeirra kveðst hún hafa fengið á krafta- verkastaðnum Lourdes í Suður- Frakklandi. „Englarnir eru svo allir frá systur minni, sem tók upp þann fallega sið á síðustu árum að gefa bara engla, og eilífðarblóm- ið í litlu krúsinni er frá ritstjór- anum mínum, Þórgunni Skúla- dóttur,“ bætir Vigdís við og rekur sögu fleiri dýrgripa. „Teketillinn er kerti frá bróður mínum og mág- konu og litla hjartað sem hang- ir á myndaramma er saumað af mömmu sem er mín aðalskvísa í heiminum. Svo á ég litla verndar- dúkku frá ömmustelpunni minni. Dúkkan er úr plasti og það er gott því þá get ég farið með hana í bað, eins og gefandinn benti mér á.“ Allir hlutirnir á hillunni henn- ar Vigdísar eru sögulegir í augum skáldsins. Þarna eru hestar til að komast áfram á og hnöttur til að hafa yfirsýn yfir heiminn. Einnig gamall trékarl sem á tvær kærust- ur sem báðar virðast orðnar frá- hverfar honum. Litla jólatréð bíður eftir að jólin komi aftur og aftur og tvær grænar skjaldbökur eru síð- ustu gripirnir sem upp verða tald- ir hér. „Þetta erum við Bíbí,“ segir Vigdís hlæjandi. „Hún breytti okkur eina nótt í þetta!“ -gun HILLAN MÍN Allir dýrgripirnir á einum stað „Dúkkuvagninn er gjöf frá systur minni og í honum eru kristalssteinar með útgáfuár- tölum bókanna minna,“ útskýrir Vigdís. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● Í ÞURRKATÍÐ SUMARSINS er garðkannan eitt af ómissandi bús- áhöldum þeirra sem fást við rækt- un. Þessi rauða kanna er fáanleg í net- versluninni systerlycklig.se. Eins og sjá má er hún sjálf blómskreytt en það sem meiri athygli vekur þó eru úðagræjurnar sem hún er búin. Þær gefa viðkvæmum blómum þægilegan úða og koma líka að notum í þvottahúsinu þegar úða þarf fatnað og dúka fyrir strauingu. ● SKEMMTILEGAR BÓKASTOÐIR James The Doorm- an og James the bookend er skemmtileg hönnun frá Black+Blum. James the doorman er hinn fullkomni herramaður sem sér um að halda öllum hurðum opnum sem eiga það til að lokast af sjálfu sér. James the bookend er afar hentugur í bókahilluna sem er úttroð- in af bókum. Karlarnir eru úr gúmmíi og litaúr- valið er mikið og því geta allir fundið sér það sem þeir vilja. James the doorman og James the bookend eru alltaf á stöðugri vakt og þjóna tilgangi sínum í öllu. hönnun LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2008 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.