Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						22 19. júlí 2008 LAUGARDAGUR
GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON 
KÍKIR Í ERLEND BLÖÐ
HELGARKROSSGÁTAN
Góð vika fyrir...
Jónínu Benediktsdóttur Hún mætti í viðtal hjá Sverri 
Stormsker á Útvarpi Sögu þrátt fyrir að hafa eldað 
grátt silfur við útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdótt-
ur. Og fór gersamlega á kostum. Sverrir tók sérstak-
lega til þess hversu glæsileg Jónína var 
en hún hefur misst 17 kíló samkvæmt 
Séð og heyrt. Jónína kom víða við, 
svaraði fimlega ósmekklegum spurn-
ingum Sverris um stólpípumeðferðir í 
Póllandi, svaraði svo vel að Sverrir 
pantaði ferð í slíka ásamt Geira á 
Goldfinger, sem Sverrir lítur á sem 
föður sinn. Og Jónína hjólaði vita-
skuld í Baugsmálið og upplýsti að 
Davíð Oddsson hefði komið þar að málum. Það fer 
Jónínu vel að vera í sviðsljósinu og því er þetta vikan 
hennar.
Jens Guð Ofurbloggarinn hefur nú verið keyptur af 
Moggablogginu yfir á DV-bloggið af Reyni Trausta-
syni sem vélaði Jens til sín með að ausa eyru hans lofi 
og fyrirheitum um gull og græna skóga. Jens mun fá 
fyrir sinn snúð ýmis launuð smáverkefni fyrir 
DV auk þess sem honum verður gert hátt 
undir höfði sem bloggara undir hatt-
barði Reynis. Ef undan er skilin skamm-
vinn tilraun til að smella bloggurum á 
laun (Gumma Steingríms, Ellý, Sóley 
Tómasar og Óla Birni) þá er Jens blogg-
ari númer tvö sem er beinlínis keypt-
ur. Fyrsti bloggarinn í þeim flokki 
hlýtur að teljast Egill Helgason sem 
fær vitaskuld greitt fyrir sitt Eyju-
blogg. Þessu hljóta bloggarar, sem 
skrifa kannski mest um eigið mikilvægi í fréttaflutn-
ingi og umræðunni almennt, að fagna því kannski er 
þetta staðfesting á mikilvægi þeirra. 
Ingibjörgu Þórðardóttur Formaður félags fasteigna-
sala er öflugur foringi sinna manna. Eftir gósentíð, 
þegar umboðslaunin streymdu fyrirhafnarlítið inn á 
reikning fasteignasala í upphæðum sem voru í réttu 
hlutfalli við stjarnfræðilega hækkun húsnæðisverðs, 
sat allt pikkfast. Ríkið á að sjálfsögðu að hlaupa undir 
bagga og barátta Ingibjargar er að skila sér. Árni 
Matt gerir nú sitt besta til að afnema stimpilgjöld og 
efla og auka svigrúm Íbúðalánasjóðs. En betur má ef 
duga skal. Því enn situr allt fast en það jákvæða, að 
mati Ingibjargar, er að verð húsnæðis heldur sér 
nokkurn veginn. Sem er skammgóður vermir ef ekk-
ert selst en það hlýtur að fara að koma með fulltingi 
ríkisins.
Slæm vika fyrir...
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsvísindum Og af 
öllum mönnum er það Matthías Johannessen, 
gamli Moggaritstjórinn, sem er að koma honum í 
klandur með því að greina frá því á vef sínum að 
Stefán hafi í aðdraganda forsetakosninganna 1996 
komið til þeirra Styrmis Gunnarssonar og sagt 
þeim í trúnaði að leynileg skoðanakönnun sem 
stuðningsmenn Davíðs Oddssonar fengu Félags-
vísindastofnun til að gera leiddi í ljós að Davíð 
ætti ekki séns í Ólaf Ragnar Grímsson. Hvað er 
Stefán að tilkynna Moggaritstjórum um þetta? 
Það sem gerir þetta mál svo enn sérkennilegra er 
að dagbókarskrif Matthíasar leiða í ljós að þrátt 
fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar um vammleysi 
Moggamanna: ?Það er ekkert skítgult í hjarta 
þeirra, enginn svartur strengur í hugarfarinu,? 
svo vitnað sé í Málsvörn og minningabók Matthí-
asar, þá virðist Matthías gulari en allt sem gult er 
á vef sínum.
Þórunni Sveinbjarnardóttur Ekki að þessi vika 
hafi verið venju fremur slæm fyrir umhverfisráð-
herra sem er, eðli málsins samkvæmt, milli steins 
og sleggju. En nú er altalað á Norður-
landi, ef marka má Kristján B. Jón-
asson, formann félags bókaútgef-
enda, að þriðji ísbjörninn hafi 
komið, verið skotinn með leynd af 
Stefáni Vagni lögreglustjóra, graf-
inn á heiði í þoku og sé nú X-skýrsla 
í dómsmálaráðuneytinu. Þórunni 
var ekki svo mikið sem sagt af 
þessu. Og Kristján heldur áfram 
á bloggi sínu og segir að Þórunn 
hafi ekki einu sinni fengið að segja ?gó? þegar 
ísbjörn númer tvö var skotinn. 
Björn Bjarnason Útspil hans um evruna reyndist 
afbragðs smjörklípa. Fjölmörg óþægileg mál, svo 
sem þetta með að henda Paul Ramses úr landi, 
hurfu úr umræðunni. Og Björn keypti sér vin-
sældir innan Sjálfstæðisflokksins meðal vaxandi 
hóps Evrópusinna. En þetta reyndist furðu skamm-
góður vermir því hugmyndir Björns 
voru slegnar út af borðinu nánast sam-
dægurs af bæði forsætis- og utanríkis-
ráðherra sem sögðu þetta ekki tækni-
lega gerlegt án aðildar. Þannig að 
þegar allt kemur til alls reyndist 
smjörklípan verða til að veikja 
stöðu Björns innan stjórnar 
meira en orðið er.
Glæpsamlegir íbúar eyjunnar 
Jamaíka í Karíbahafi geta andað 
léttar. Reneto DeCordiva Valenti-
no Adams, kallaður Rambó, hefur 
sest í helgan stein.
Hinn sextugi Reneto Rambó 
hefur í fjörutíu ár verið frægasti 
lögreglumaður landsins. Hann lék 
sjálfan sig í sápusjónvarpi og söng 
inn á plötur. Frægasta lagið er To 
Protect and Serve, sem sló í gegn á 
diskótekum. Í dagblöðum 
var hann Verndarinn.
Hann, sem gekk 
keikur inn í dimman 
dal ranglætisins og 
var þar stafur bæði 
og sproti alþýðunn-
ar. Hann lét sig 
dynja á ljótum 
útsendurum hins illa.
Börnin grátbiðja 
Rambó um eiginhandar-
áritun, þegar hann birtist á 
götunni, nema þau hlaupi í felur. 
Karlarnir standa álútir afsíðis 
meðan konurnar hlaupa til og 
reyna að fá snortið Valentino, 
ímynd karlmennskunnar.
Hann birtist alltaf í gallanum 
með flugmannasólgleraugu og 
hjálm á hausnum. Hann gekk um 
héruð stórborgarinnar eins og 
John Wesley Harding, með byssu í 
hvorri hendi, og stjórnaði sprækri 
andglæpa-sérsveit hollra sveina.
Tónlistarmenn hafa enda lof-
sungið Reneto og líkt honum í dæg-
urlögum við ekki bara Rambó 
heldur Dirty Harry og fleiri bar-
áttumenn réttlætisins.
Óvinirnir, ófétin sem lifa utan 
laga og aðrir hatursmenn réttar-
ríkisins, gáfu honum ekki minni 
gaum. Hann hefur fengið minnst 
69 morðhótanir og í verstu kreðs-
um er hann rægður og uppnefndur 
Saddam.
Mannréttindahræsnarar neru 
honum um nasir að fara ekki að 
laganna bókstaf frá a til ö sjálfur.
Þessir óvildarmenn gerðu að 
verkum að Reneto var á tímabili 
gert að hætta störfum meðan 
afdrifaríkari embættisfærslurnar 
sættu rannsókn. Sat meira að segja 
í fangaklefa.
Já, hann beið víst ekki allt-
af eftir einhverjum dóm-
araúrskurði, áður en 
hann plaffaði niður 
saur samfélagsins.
Jamaica Observer 
telur til að sjö ungir 
menn hafi eitt sinn 
geispað golunni, við 
skyldustörf sérsveit-
arinnar. Aðrir 27 létust í 
forvirkri aðgerð í Tívolí-
garðinum og fjórir enn urðu 
fyrir kúlum réttvísinnar í litlu 
þorpi. En Rambó hefur líka ætíð 
sagt að byssumenn, en ekki lög-
hlýðnir borgarar, skuli lifa í ótta.
Hann var alinn upp frá fæðingu 
til að verða löggæslumaður og lék 
ávallt lögguna í leikjum æskunnar. 
Óheppnir vinir hans þurftu að leika 
krimmadólga. Hann leiddi æ hjá 
sér varúðarskilti samfélagsins og 
var svoddan töffari að jafnaldrar 
kölluðu hann Fídel Kastró.
Verndarinn heldur ótrauður 
áfram í ellinni og ætlar nú að helga 
sig leiklistinni og skrifa ævisögu. 
Þar mun hann meðal annars rifja 
upp þá góðu tíma þegar lögreglu-
menn á Jamaíka gátu gengið að 
jómfrúnum vísum.
Hann hefur gert sitt til að endur-
heimta þann unaðsreit. Og telur 
það bestu eftirmælin.
Rambó sem syngur
 
                          
            J 8 D J K £ 8     D < I B @  Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur
   99
k
r
.
s
m
si
ð
99 kr. smsið
Dæmi hvernig SMS gæti litið út efsvarið er Jón: Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón:
Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JONÞá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON
Þú gætir unnið
Jumper
á DVD!
Þú gætir unnið 
á DVD!
Þú sendir SMSskeytiðÞú sendir SMS skeytið
JA LAUSNJA LAUSN LAUSNARORÐ
á númerið 1900!á númerið 1900!
Leystu
krossgátuna!

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56