Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						 19. júlí 2008 LAUGARDAGUR
LISTMÁLARINN ERRÓ ER 76 ÁRA.
?Á viðburðaríkri ævi hefur mér 
lærst að líta helst aldrei til 
baka.?
Guðmundur Guðmundsson, sem 
betur er þekktur undir listamanns-
nafninu Erró, hefur hlotið fjölmarg-
ar orður og heiðurslaun fyrir list-
sköpun sína. Hann er einn þekkt-
asti íslenski listamaður sögunnar 
og býr nú í Frakklandi. 
Það var þennan dag 
árið 1974 að varð-
skipið Þór stóð 
breska togarann C. 
S. Forester að ólög-
legum veiðum og 
neyddist til að elta 
hann um hundrað og 
tuttugu mílur á haf 
út. Varðskipið skaut 
átta fallbyssuskotum 
að togaranum áður 
en hann stoppaði 
og kom þá leki að 
honum. Skipstjóri togarans, Dick 
Taylor, hlaut fjögurra ára fangelsis-
dóm fyrir brotið.
Varðskipið Þór tók þátt í öllum 
þorskastríðum Íslendinga og 
Breta. Þorskastríð-
in voru í raun þrjú 
og áttu sér stað á 
árunum eftir seinni 
heimsstyrjöldina. 
Á grundvelli Land-
grunnslaganna sem 
sett voru 1948 var 
fiskveiðilögsaga Ís-
lands færð úr þrem-
ur mílum til tvö 
hundruð mílna lög-
sögunnar sem nú er 
í gildi. Útfærslan fór 
þó fram í nokkrum skrefum. Breyt-
ingin var að mestu í samræmi 
við óljós alþjóðalög þess tíma en 
Bretar ákváðu engu síður að mót-
mæla henni. 
ÞETTA GERÐIST: 19. JÚLÍ 1974
Ólöglegar veiðar Breta
Ljósmyndasýningin ?Hvaðan kom og hvert fór?? verður 
opnuð í dag klukkan fimm í Gallerí Tukt sem er í Hinu hús-
inu. Þar mun Rut Rúnarsdóttir sýna og selja myndir sem 
hún tók í sumar af Leynileikhúsinu Stígis. ?Myndirnar 
fanga augnablik í gjörningum sem Leynileikhúshópurinn 
Stígis hefur framið. Þetta eru því augnablik sem ég fang-
aði og held mikið upp á en einnig verðum við með hluta úr 
gjörningum sem við höfum gert,? segir Rut og tekur fram 
að þótt hún standi að sýningunni þá styðji hópurinn Stígis 
við bakið á henni.
Rut hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun og byrjaði 
snemma að tileinka sér helstu tækni hennar. ?Ég byrjaði 
að fikta við þetta svona fjórtán fimmtán ára en þá fékk 
ég gamla Olympus-vél sem mamma mín hafði átt. Síðar, 
þegar ég var aðeins búin að ná tökum á þessu, gaf pabbi 
mér Nikon-vél. Ég var alltaf að leika mér með myndavél-
ina og var í raun með hálfgerða dellu lengi vel. Síðan dal-
aði áhuginn aðeins en síðasta haust fór ég að læra förðun 
og þá kviknaði áhuginn aftur fyrir alvöru,? útskýrir Rut 
einlæg.
Í framhaldi af því fjárfesti Rut í nýrri vél og fékk í 
sumar vinnu hjá Hinu húsinu við að taka myndir. ?Við 
erum fjögur í hópi sem heitir Stígis og vinnum í Skapandi 
sumarstarfi. Þrjú okkar leika og ég er ljósmyndari fyrir 
hópinn en við höfum verið með gjörninga tvisvar í viku. 
Ljósmyndasýningin er í raun afrakstur sumarsins,? segir 
Rut áhugasöm.
Þó svo þetta sé fyrsta ljósmyndasýning Rutar þá hefur 
hún unnið við önnur skemmtileg ljósmyndaverkefni. ?Ég 
hef verið að mynda fyrir danshópinn Darí Darí Dance 
Company sem er atvinnudansarar sem hafa starfað saman. 
Síðan hef ég tekið myndir fyrir auglýsingu hjá Klassíska 
listdansskólanum þannig ég hef aðeins birt myndir eftir 
mig þó ég hafi aldrei haldið sýningu áður,? segir Rut sem 
hefur einna mest gaman af mannlífsmyndum. ?Ég hef 
mjög gaman af að taka myndir af því sem bregður fyrir en 
hef síður gaman af landslagsmyndum og þess háttar. Eins 
þykir mér ekkert sérstaklega gaman að taka uppstilltar 
myndir heldur vil ég frekar að myndirnar einhvern veginn 
verði,? útskýrir Rut ákveðin og bætir við: ?Ég vinn mynd-
irnar mínar ekki meira en hægt er að gera í myrkraher-
bergi. Ég opna ekki Photoshop. Ég vil hafa þetta ekta og er 
til dæmis mjög hlynnt því að taka á filmu þó ég geri það 
reyndar ekki í þessu verkefni, einfaldlega af því að það er 
mun ódýrara að taka stafrænar myndir.?
Rut þykir Photoshop henta vel fólki í grafískri vinnu en 
ekki eins vel fyrir ljósmyndara. ?Mín skoðun er sú að ef 
myndin er það léleg að maður þurfi að vinna hana mikið 
þá er hún ekki nógu góð til að byrja með,? segir Rut sem 
þykir mörkin milli ljósmyndunar og grafískrar hönnunar 
stundum vera óljós. 
Í haust ætlar Rut að fara á upplýsinga- og fjölmiðla-
braut í Tækniskólanum og reyna í framhaldinu að komast 
inn í ljósmyndun í Iðnskólanum í Reykjavík. ?Það eru bara 
tólf sem komast inn í ljósmyndun þannig þetta er svolít-
il keppni og nauðsynlegt er að vinna vel að umsókninni,? 
segir Rut og horfir björtum augum til framtíðar. 
 hrefna@frettabladid.is
RUT RÚNARSDÓTTIR: HELDUR SÍNA FYRSTU LJÓSMYNDASÝNINGU
Að fanga augnablikið
HEILLANDI MANNLÍF Rut þykir einna skemmtilegast að taka myndir af 
því sem bregður óvænt fyrir og safnar þannig skemmtilegum augna-
blikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
timamot@frettabladid.is
Við undirrituð þökkum auðsýnda samúð 
og velvild við andlát og útför móður okkar, 
tengdamóður, ömmu og langömmu, sem 
lést hinn 1. júlí sl. og var jarðsett 4. júlí.
Guðrún Ó . Hafberg.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Dalbraut 27, 
fyrir frábær störf, og reyndar fyrir að hafa farið nokk-
uð fram úr sínum skyldum. Þá skal einnig þakka fyrir 
störf starfsfólks deildar B-7 á LHS, Borgarspítala.
Einnig kærar þakkir til starfsfólks á deild K-5 líknar-
deild LHS, Landspítala.
Ingibjörg Þ. Hafberg Leifur E. Núpdal Karlsson
Ólafur Þ. Hafberg 
Engilbert Hafberg Auður Sæland Einarsdóttir 
Sigurður Hafberg Janina Hafberg
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku hjartans drengurinn okkar, bróðir, 
barnabarn, frændi og vinur, 
Bjarni Páll Kristjánsson 
Ægisíðu 107, Reykjavík, 
lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans við 
Hringbraut aðfaranótt þriðjudagsins 15. júlí. Útförin 
verður auglýst síðar. 
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Kristján Geirsson         Droplaug Guðnadóttir 
Anna Björk Kristjánsdóttir 
Baldvin Eyjólfsson 
Birkir Kristjánsson.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim 
sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug 
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, 
móður, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
Arndísar Árnadóttur
frá Ísafirði,
sem jarðsungin var frá Fossvogskirkju föstudaginn 
4. júlí sl.
Birgir Finnsson
Auður Birgisdóttir Páll Skúlason
Finnur Birgisson Sigurbjörg Pálsdóttir
Arndís Birgisdóttir Sigmundur Sigurðsson
Björn Birgisson Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
60 ára afmæli
Þórunn V. 
Eggertsdóttir 
(Dísa)
Einigrund 4, Akranesi, verður 60 ára 
21. júlí nk. og ætlar að taka á móti 
gestum á heimili sínu sunnudaginn 20. 
júlí milli kl. 14.00-18.00. Ætting jar og 
vinir hjartanlega velkomnir.
Okkar ástkæri
Höskuldur Svavarsson
lést á heimili sínu hinn 5. júlí síðastliðinn. 
Jarðarförin hefur farið fram. Við þökkum hlýhug 
og samúðarkveðjur.
Ásrún Snædal Svavar Björnsson
Gígja Svavarsdóttir Egill Gunnarsson 
Þóra Björg Gígjudóttir Sjöfn Egilsdóttir 
Svavar Egilsson.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu 
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát 
og útför ástkærs eiginmanns míns, föður 
okkar, tengdaföður, afa og stjúpföður,
Hilmars Jóhannessonar
rafeindavirkjameistara, Brekkugötu 19, 
Ólafsfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Hrafnhildur Grímsdóttir
Jóhann G. Hilmarsson Anne I. Turunen
Haukur Hilmarsson               
afabörn
Gunnar B. Þórisson Helga Helgadóttir
Súsanna V. Þórisdóttir Gunnar S. Sigurðsson
Gísli V. Þórisson Guðný Ó. Viðarsdóttir
Grímur Þórisson Anna Ingileif Erlendsdóttir
og fjölskyldur.
Hjartans þakkir til allra okkar fjölmörgu 
ættingja og vina er sýndu okkur samúð og 
hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og 
afa,
Kristjáns Eðvalds Jónssonar
bónda, Hólum, Dalabyggð.
Elín Þ. Melsteð
Elías Melsteð Kristjánsson
Sigurður Finnur Kristjánsson Margrét Ásta Jónsdóttir
Hjalti Freyr Kristjánsson Rebecca C. K. Ostenfeld
Ásdís Kristrún Melsteð Jóhannes Haukur Hauksson
og barnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, 
vináttu og hlýhug við andlát og útför 
mannsins míns, föður, tengdaföður og afa,
Jóns Ármanns Jakobssonar 
Péturssonar
Kringlunni 17, Reykjavík.
Blessuð sé minning hans.
Hafdís Einarsdóttir
Pétur H. Jónsson Oddný Þ. Óladóttir
Margrét Jónsdóttir Arnór H. Arnórsdóttir
Einar Þ. Jónsson Gína Jónsson
                  og barnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við 
andlát og útför ástkærrar móður okkar, 
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Lilju Guðlaugsdóttir
Víðilundi 24, Akureyri.
Innilegar þakkir til starfsfólks á handlæknisdeild á 
Sjúkrahúsi Akureyrar fyrir einstaklega góða og hlýja 
umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Margrét Þórhallsdóttir Karl Eiríksson
Þórhalla Þórhallsdóttir Hjörtur Hjartarson
Valdimar Þórhallsson Inga Hjálmarsdóttir
Gylfi Þórhallsson
Eyþór Þórhallsson Margrét Sigurðardóttir
ömmubörn og langömmubörn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56