Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 19. júlí 2008 31 VISA-bikar kvenna í fótbolta Þór/KA-Breiðablik 0-1 0-1 Sandra Sif Magnúsdóttir (5.). Stjarnan-ÍA 2-1 0-1 Olaitan Yusuif, 1-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, 2-1 Edda María Birgisdóttir. Fylkir-KR 0-3 0-1 Hrefna Huld Jóhannesdóttir (3.), 0-2 Olga Færseth (13.), 0-3 Hrefna Huld Jóhannesdóttir (81.). Valur-Keflavík 2-0 1-0 Dóra María Lárusdóttir (28.) , 2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (75.). ÚRSLIT Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. Landsbankadeild kvenna KRþri. 22. júlí þri. 22. júlí þri. 22. júlí þri. 22. júlí þri. 22. júlí 11. umferð Þór/KA HK/Víkingur Valur19:15 19:15 Fjölnir Stjarnan19:15 Afturelding Fylkir19:15 Keflavík 19:15 Breiðablik Landsbankadeild karla Valurlau. 19. júlí sun. 20. júlí sun. 20. júlí mán. 21. júlí mán. 21. júlí mán. 21. júlí 12. umferð Keflavík FH HK19:15 14:00 Breiðablik ÍA19:15 Fram Fylkir19:15 Fjölnir 19:15 Grindavík KR20:00 Þróttur R. FORMÚLA 1 Bretinn Lewis Hamilt- on fór enn og aftur á kostum á æfingum fyrir Þýskalandskapp- asturinn á Hockenheim brautinn í gær. Hamilton gerði sér lítið fyrir og var með besta tímann á báðum æfingum gærdagsins og hrein- lega stakk keppinauta sína af á seinni æfingunni, en Ferrari ökumennirnir Felipe Massa og Kimi Raikkönen komu þar næst á eftir. „Þetta gekk vel upp hjá okkur og við lentum ekki í neinum vandræðum,“ sagði Hamilton sem reiknar með harðri samkeppni frá ökumönnum Ferrari um helgina. „Mér líður vel og er fullur sjálfstrausts og við hjá McLaren höfum alla burði til þess að gera vel en ég veit að Ferrari öku- mennirnir eiga eftir að veita okkur harða samkeppni,“ sagi Hamilton. Síðasta æfing og tímataka fyrir Þýskalandskappaksturinn verða í dag og þá kemur í ljós hver verður á ráspól á morgun. - óþ Formúla 1 á Hockenheim: Hamilton með mikla yfirburði ÁNÆGÐUR Lewis Hamilton hafði fulla ástæðu til þess að brosa í gær eftir góðan árangur á æfingum á Hocken- heim NORDIC PHOTOS/GETTY GOLF Ástralinn Greg Norman eða „Hvíti hákarlinn“, eins og hann er gjarnan kallaður, hélt sínu striki á öðrum degi á Opna-breska í golfi í gær. Hinn 53 ára gamli kom mörgum á óvart með því að leiða mótið eftir fyrsta keppnisdag þegar hann lék á 70 höggum en hann lék aftur á 70 höggum í gær og er sem stendur í öðru sæti. Norman getur orðið sá elsti til þess að vinna á Opna-breska en hann hefur tvisvar sinnum unnið það, síðast fyrir 15 árum. Kóreumaðurinn KJ Choi er efstur sem stendur á einu höggi undir pari en hann lék á þremur höggum undir pari í gær. Þekktir kylfingar á borð við Vjay Singh og John Daly náðu ekki niðurskurðinum í gær. - óþ Opna-breska í golfi: Norman heldur sínu striki HVÍTI HÁKARLINN Greg Norman er að leika frábært golf á Opna-breska og er sem stendur í 2. sæti. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Valsstúlkur eru komnar í undanúrslit VISA-bikars kvenna eftir öruggan 2-0 sigur gegn Kefla- vík. Sigurinn var aldrei í hættu þrátt fyrir að Valsstúlkur væru langt frá sínu besta í leiknum. Fyrri hálfleikur var eign Vals- kvenna að öllu leiti. Gestirnir frá Keflavík lágu mjög aftarlega á vellinum og freistuðu þess að beita hröðum skyndisóknum. Hálf- leikurinn fór að mestu fram á vall- arhelmingi gestana þar sem Vals- stúlkur voru í stöðugri sókn þar sem Dóra María Lárusdóttir var allt í öllu. Allar sóknir Vals fóru upp hægri kantinn og mikil hætta skapaðist af fyrirgjöfum Dóru . Þrátt fyrir mikla yfirburði gekk heimastúlkum afar illa að brjóta ísinn. Valstúlkur skoruðu fyrsta mark leiksins eftir tæpan hálftíma en þá hafði Dóra María Lárusdótt- ir brugðið sér yfir á vinstri kant- inn. Eftir harða sókn barst boltinn rétt út fyrir vítateig þar sem Dóra lét skotið vaða, það fór af varnar- manni og sveif yfir Jelenu í marki Keflavíkur. Það sem eftir lifði hálfleiksins var sama staða, linnu- laus Valssókn sem skilaði þó ekki marki og staðan í hálfleik því 1-0 fyrir Val. Framan af seinni hálfleik gerðist fátt markvert en yfirburðir Vals á vellinum voru miklir, það var eins og leikmenn Keflavíkur tryðu því ekki að þær gætu jafnað. Valsstúlk- ur óðu í færum en það vantaði bara að klára þau með góðu skoti. Það virkaði eins og einbeitingarleysi væri í gangi hjá Val um tíma. Vals- stúlkur náðu að bæta við öðru marki eftir 75 mínútur, eða hálftíma leik alveg eins og í fyrri hálfleik. Í þetta skiptið var það Margrét Lára Við- arsdóttir sem skoraði. Eftir horn- spyrnu fékk hún boltann á vítateigs- horninu og lét skotið vaða efst í markvinkilinn nær, stórglæsilegt mark þar. Eftir þetta reyndi Kefla- vík að sækja án þess að það skilaði neinum færum en Valsstúlkur héldu sínu og kláruðu leikinn og tryggðu sér verðskuldað sæti í undanúrslit- um VISA-bikars kvenna. Freyr Alexandersson þjálfari var ekki alls kostar sáttur í leikslok: „Það er gott að vera kominn í undanúrslit bikars. Í hreinskilni var þetta leiðinlegur leikur og ekkert sem gekk almennilega upp í okkar leik. Við þjálfararnir vorum ekki nógu ánægðir með leik liðsins en erum á móti þeim mun sáttari með sigur í þessum leik. Í dag virkaði eins og leik- menn væru mættir með hálfum huga til leiks og að það nægði til sigurs og það segir kannski meira til um styrkleika liðsins en margt annað. Kannski klikkaði eitthvað í undirbúningi fyrir leikinn sem skýrir frammistöðuna í kvöld en sigur er sigur og við erum í undan- úrslitum í bikarnum,“ sagði Freyr Alexandersson að lokum við Fréttablaðið. - rv Leikið var í 8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna í gær þar sem Valur, Stjarnan, Breiðablik og KR komust áfram: Sigur Valsstúlkna var aldrei í hættu FÖGNUÐUR Valsstúlkur fagna hér einu af mörkum sínum gegn Keflavík í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins á Vodafone-vellinum í gærkvöld. Valur, Breiðablik, Stjarnan og KR eru komin áfram í undanúrslit keppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.