Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 8
8 20. júlí 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Eftir Elliða Vignisson Okkur Íslendingum hefur vegnað vel í samstarfi þjóða. Þátttaka okkar í NATO, EES, Schengen og EFTA sýnir okkur að ýmsir kostir geta fylgt samstarfi þjóða. Þannig eru til dæmis líkur á lækkun á verði matvæla í kjölfarið á breytingum á mark- aðshlutdeild innlendrar fram- leiðslu vegna aukinnar sam- keppni við innflutning. Einnig yrði rekstrarumhverfi alþjóð- legra fyrirtækja á Íslandi einfaldara og stöðugra. Þá myndi afnám tolla til dæmis á unnar sjávarafurðir auðvelda markaðs- sókn slíkra verðmæta á þetta markaðssvæði. Ekki þarf að efast um að ýmsir hagsmunir hvetja til að aðild sé ígrunduð. Hverjir eru gallarnir? Með þátttöku værum við að afsala okkur hluta af fullveldinu og skerða möguleika okkar til sértækra aðgerða á ýmsum sviðum. Sumum kann að finnast slíkt léttvægt og sannarlega erum við þegar undir þá sök seld að þurfa að innleiða lög og reglur frá Brussel. Það er þó óumdeilanlegt að í Evrópusambandinu hefðu stjórnvöld ekki jafn mikið svigrúm til að laga sig að breytingum í alþjóðlegu umhverfi og nú er. Áhrif okkar innan sambandsins yrðu sennilega hverfandi og með breytingum á Lissabon-sáttmálanum verða áhrif smáþjóða enn minni. Utan Evrópusambandsins hefur okkur vegnað vel og EES- samningurinn tryggir okkur þegar mikið af þeim hagsmunum sem aðild að Evrópusambandinu fylgja. Þetta er ákvörðun sem ekki bara snertir núverandi kynslóðir Íslendinga heldur komandi kynslóðir. Í mínum huga er ljóst að það þarf brýna og ótvíræða þjóðarhagsmuni til þess að ráðast í aðildarumsókn. Fyrir okkur í Vestmannaeyjum snýst þetta að stóru leyti um stöðu sjávarútvegs og þegar sjávarútvegsmál Evrópusam- bandsins eru skoðuð þá er það síst til þess að hvetja til aðildar- umsóknar. Alkunna er að 80% af fiskistofnum innan lögsögu sambandsins eru ofveiddir (heimsmeðaltalið er 25%) og sjávarútvegur aðildarlanda óarðbær. Þá óttumst við í sjávarbyggðunum eðlilega að fjarlægðin milli ákvörðunar- valdsins og atvinnuvegarins verði enn aukinn. Í dag er atvinnuvegurinn á landsbyggð- inni en ákvörðunarvaldið (og vísindastarfið) í Reykjavík og við finnum vægast sagt sterkt fyrir þessari fjarlægð. Það er því von að við gjöldum varhug við því að vísa ákvörðunarvaldinu til Brussel. Innan sambandsins er lokaákvörðun um aflamark tekin af ráðherraráði ESB að fengnum tillögum framkvæmdastjórnar sem aftur leitar til sérstaks vísindaráðs sem sjálft leitar til sérfræðinga á hverjum stað fyrir sig. Slíkt bákn með sínum flóknu boðleiðum gerir ekkert annað en valda búsifjum til dæmis þegar taka þarf ákvörðun um veiðar á torfufiski sem gefur sig í örfáa daga eftir að hann mælist. Atburðarásin frá seinustu vertíð þegar stopp var sett á loðnuveið- ar sýndi að fjarlægðin milli ákvörðunarvalds/vísindamanna og atvinnuvegar er þegar of mikil og nær að stytta hana en lengja. Sínar hvorar öfgarnar Að sjálfsögðu eiga þessi mál að vera í umræðunni og til stöðugrar skoðunar. Umræðan þarf hins vegar að vera af meiri ábyrgð en hingað til hefur verið. Samfylkingin hefur gengið fram sem hreintrúarflokk- ur í Evrópuumræðunni og einangrað sig við kosti aðildar. Slíkt hið sama hafa Vinstri græn gert en þó með öfugum formerkjum því þau finna aðild allt til foráttu. Sjálfstæðis- flokkurinn, með forustu- menn sína í broddi fylkingar, hefur hins vegar verið óhræddur við að halda á lofti kostum og göllum í umræðunni um Evrópu- sambandið. Það á ekki að hafna aðild umsvifalaust en það á heldur ekki að nálgast aðild eins og hún sé hókus pókus í efnahagsmálum frekar en í öðrum málum. Sennilega væri það farsælast að bíða og sjá til en þó ekki með því að vera skoðunarlaus á hliðarlínunni. Íslendingar þurfa að koma sér upp vegvísi og ljúka heimavinnunni áður en hægt er að fara að tala um aðildar- viðræður. Hvaða brýnu og ótvíræðu þjóðhagslegu hagsmun- ir eru lagðir til grunns? Á hvaða tímapunkti á að hafa þjóðar- atkvæðagreiðslu? Hvenær á að breyta stjórnarskránni? Hvaða reglur eiga að vera um þjóðar- atkvæðagreiðslur? Með öðrum orðum, hvernig á að fara í málið? Það er brýnasta spurningin sem þarf að svara. Vegvísirinn lykilatriði Við erum langt frá því að geta sótt um aðild umsvifalaust. Því miður hefur umræðan verið afvegaleidd með því að nota stöðu krónunnar og þróun í efnahagsmálum til að sprengja upp umræðuna. Fólk sem vill láta taka sig alvarlega hefur talað um sambandsaðild eins og magnyl við hausverk. Það er alveg ljóst að innganga í Evrópusam- bandið kemur okkur ekki til aðstoðar í núverandi efnahags- lægð. Ferlið er miklu lengra en svo, þannig að til þess þarf aðrar og nærtækari leiðir. Ef af aðildarumsókn verður þá er þar um einhverja stærstu ákvörðun að ræða í sögu lýðveldisins. Ákvörðun sem haft getur slæm eða góð áhrif á daglegt líf okkar og komandi kynslóða. Við eigum ekki að taka slíka ákvörðun á grundvelli skammtíma- sjónarmiða og dægurumræðu. Lykilatriðið er að koma upp vegvísi eins og Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hefur ítrekað bent á. Þar á m.a. að leggja upp línurnar um efnahagslegar og stjórnskipulegar ráðstafanir og fjalla um tímaramma. Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Afvegaleidd umræða Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Y ngri Íslendingar gætu gert margt verra en að kynna sér minningarorð sem skrifuð voru um Ragnar heitinn Kjartansson fyrrverandi stjórnarformann Hafskips, sem jarðsettur var síðastliðinn föstudag. Óvenjulega harður undirtónn birtist þar sem rauður þráður í skrif- um ýmissa þjóðkunnra Íslendinga og veitir innsýn í eitthvert heiftúðugasta deilumál íslensks samtíma: Hafskipsmálið, sem skók íslenskt samfélag árum saman og þar sem átök á sviði stjórnmálanna og í heimi viðskiptanna birtust með óvenjulega beinskeyttum og ógeðfelldum hætti. „Hafskipsmálið er vonandi síðasta „galdrabrennan“ á Íslandi, reit Pétur Sveinbjarnarson til minningar um Ragnar vin sinn, Sigurður Hafstein kallaði Hafskipsmálið „stærsta og alvarleg- asta réttarfarshneyksli Íslandssögu síðari tíma“ í sinni grein. Í sérstakri rammagrein skrifuðu þeir Björgólfur Guðmundsson og Páll Bragi Kristjónsson, nánustu samverkamenn Ragnars innan fyrirtækisins, meðal annars að það yrði hlutskipti þeirra sem eftir lifðu að gera langþráðan draum Ragnars um uppreist æru að veruleika. Jafnframt sagði í grein þeirra félaga: „Að undanförnu hefur bakgrunnur Hafskipsmálsins og mála- reksturinn verið tekinn til gaumgæfilegrar skoðunar með það að markmiði að leiða allan sannleika málsins í ljós. Ragnar fylgdist af miklum áhuga með framvindu þeirrar vinnu allt fram á síð- asta dag. Hafskipsmálið er ekki uppgert af okkar hálfu og í því munum við þremenningar hér eftir sem hingað til tala einum rómi enda þótt einn okkar hafi verið óvígur um langa hríð og loks fengið líkn frá þraut.“ Þetta eru athyglisverð ummæli sem sýna auðvitað svart á hvítu hversu gífurleg raun er fyrir hvern mann að sæta alvar- legum ásökunum, ákærum og tilheyrandi fjölmiðlaumfjöllun. Ragnar Kjartansson, Björgólfur Guðmundsson og félagar máttu verja mannorð sitt í einhverjum umfangsmestu réttarhöld- um Íslandssögunnar, sem stóðu á árunum 1986-1990. Það að æ síðan hafi þeim félögum verið umhugað að leiða allan sannleika málsins í ljós, sýnir hversu djúpstæð áhrif slík mál geta haft. Til verða sár sem aldrei gróa. Ljóðlínur Einars Benediktssonar koma ósjálfrátt upp í hugann: „Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Því er sérstakt fagnaðarefni að bók um tilurð og baksvið þess- ara mála sé nú tilbúin til útgáfu. Kannski rætist þá sá spádómur Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra, sem skrifaði í minn- ingargrein um Ragnar að íslenskt samfélag ætti eftir að horfast í augu við sjálft sig vegna Hafskipsmála og annarra mála. Hvaða önnur mál gætu það verið? Hvað höfum við sem þjóð lært af Hafskipsmálinu? Fellum við enn dóma undir eins og sakir eru bornar á einstaklinga? Erum við enn tilbúin að trúa nánast hverju sem er upp á náungann? Þurfa sakborningar ekki enn að sæta ákærum og berjast fyrir mannorði sínu árum saman? Þurfum við nokkuð að leita lengi að málum sem upphófust með miklum sakarefnum og sannkölluðu fjölmiðlafári en lyktaði svo með allt öðrum og veigaminni hætti eftir margra ára þóf? Um leið og tekið er undir hina hinstu kveðju til Ragnars Kjart- anssonar við hans leiðarlok og samúð vottuð aðstandendum hans, skal þess óskað að draumur hans fái fljótt ræst um að brátt verði öll sagan sögð og ekkert dregið undan. Og hið sanna fái loks að koma í ljós. Hvað höfum við lært af Hafskipsmálinu? Aðgát skal höfð BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR Bjargar hann Geir eins og Greifunum? Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur, sem ráðinn hefur verið sem ráðgjafi forsætisráðherra í efnahagsmálum, var afar úrræðagóður þegar hann var hljóðmaður hjá Greifunum hér á árum áður. Fyrir nokkrum árum röktu hljóm- sveitarmeðlimir þá sögu þegar þeir voru að spila á balli einu en þá varð tæknivandi þess valdandi að ekkert hljóð kom úr stórum hátölurunum. Töldu þá flestir að ballið væri búið en ekki Tryggvi Þór. Hann sneri mónitorunum þá einfaldlega út í sal og þannig nutu ballgestir tón- listarinnar fram á rauða nótt. Það verður því spennandi að sjá hverju hann stingur upp á til að vinna á efnahagsvandanum. Bjargvættir úr tónlistargeiranum Það er greinilegt að menn úr tónlistar- geiranum hafa ráð undir rifi hverju þegar yfirvaldið er komið í klemmu. Miðbærinn var kominn í hálfgerða rúst þegar Ólafur F. Magnússon borgarstjóri fékk Jakob Frímann Magnússon Stuðmann til liðs við sig og virðist nú snyrti- mennskan vera þar í fyrirrúmi. Nýlunda í embætti borgarstjóra Ólafur fer sem sagt ekki troðnar slóð- ir við að leysa vandamál borgarinnar eins og sést á öðru dæmi. Löggæslu- mál í miðborginni hafa verið mikið til umræðu í fjölda ára. Á bloggsíðu sinni segir Björn Bjarnason dóms- málaráðherra að frá því að hann hafi tekið við ráðuneytinu árið 2003 hafi enginn borgarstjóri fundað með honum um þessi mál fyrr en Ólafur tók upp á því. Við hverja ræddu hinir borgarstjór- arnir eiginlega til að reyna að leysa þennan vanda? jse@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.