Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						6  28. júlí 2008  MÁNUDAGUR
TBW
A\REYKJA
VÍK \ SÍA
KJÖRKASSINN
ATVINNUMÁL Vinnustöðvun verður í hádeginu í dag 
hjá leiðbeinendum Vinnuskóla Reykjavíkur. 
Tilefnið er að krefjast leiðréttingu launa sinna. 
?Launakjörin gátu hreinlega ekki staðist þegar 
farið var að skoða þetta,? segir Markús Bjarnason, 
einn forsprakka þrýstihóps leiðbeinenda.
Leiðbeinendur á aldrinum 20-25 ára, sem eru í 
launaflokki 127 hjá Reykjavíkurborg fá um 150.000 
krónur á mánuði. Fyrir sama starf í Hafnarfirði 
eru greiddar 180.000 krónur og 190.000 krónur í 
Kópavogi. Aðstoðarleiðbeinendur, sem oft eru 
undir tuttugu ára aldri, eru með um 130.000 
krónur. Það er lægra en atvinnuleysisbætur, sem 
eru um 136.000. 
?Við erum ekki í þessari vinnu vegna launanna. 
Margir sækja í þetta til að fá reynslu þótt launin 
séu léleg. Þetta eru hins vegar alltof lág laun,? 
segir Markús.
Starfsfólk ÍTR, sem vinnur í félagsmiðstöðvum 
grunnskóla á veturna, sækja oft í leiðbeinenda-
störf á sumrin. Þá halda þau laununum sem þau 
voru með um veturinn, sem eru um 30.000 krónur 
hærri. 
?Okkur hreinlega blöskraði að fólk sem vinnur 
nákvæmlega sömu vinnu er með svona mikið 
hærri laun,? segir Markús en ein krafa leiðbein-
enda er að leiðbeinendur fari í sama launaflokk og 
þeir sem vinna í félagsmiðstöðvum á veturna.
Safnast verður saman klukkan 14 í dag fyrir 
utan Ráðhúsið þar sem  borgarstjóra og mannauðs-
stjóra Reykjavíkur verða afhentar kröfur leiðbein-
enda sem og undirskriftalistar með 130 nöfnum 
leiðbeinenda hjá Reykjavíkurborg. 
Kröfurnar eru að launaflokkurinn verði sá sami 
og hjá leiðbeinendum í félagsmiðstöðvum og 
reiknist afturvirkt fyrir allt sumarið, að það fari 
fram starfsmat sem allra fyrst á vinnu leiðbein-
enda og að leiðbeinendur fái trúnaðarmann í 
ráðum og nefndum Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar.
?Við viljum fá skýr svör,? segir Markús. Ef ekki 
verður brugðist við kröfum þeirra munu þau halda 
áfram að vinna að þessu máli í vetur. ?Við munum 
ekki ráða okkur aftur sem leiðbeinendur aftur ef 
þetta verður ekki leiðrétt. Þá missir Reykjavíkur-
borg töluvert af reyndu fólki. Einnig munum við 
hvetja fólk til þess að sniðganga þessi störf,? segir 
Markús.
 vidirp@frettabladid.is
Leiðbeinendur æfir 
vegna lágra launa 
Leiðbeinendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur munu stöðva vinnu á hádegi í dag. 
Þeir vilja fá leiðréttingu launa sinna og krefjast þess að vera í hærri launa-
flokki. Lægstu laun leiðbeinenda eru lægri en atvinnuleysisbætur. 
1. ?Við leiðbeinendur Vinnuskólans í Reykjavík krefj-
umst þess að við séum sett í réttan launaflokk sem 
miðast við sambærileg störf hjá Reykjavíkurborg, 
sem er launaflokkur 139. Þá krefjumst við þess að 
breytingin verði gerð afturvirk fyrir að minnsta kosti 
þetta launaár.
2. Að það fari fram starfsmat sem allra fyrst á vinnu 
leiðbeinenda í Vinnuskólanum.
3. Að leiðbeinendur Vinnuskólans fái trúnaðarmann 
eða/og fulltrúa í ráð og nefndir Starfsmannafélags 
Reykjavíkur.?
KRÖFUR LEIÐBEINENDA
VINNUSKÓLINN Ekki verður mikið um glaðbeitta unglinga í 
vinnu eftir hádegi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag því leið-
beinendur munu leggja niður vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Styður þú sigurtillöguna um 
nýja byggingu Listaháskólans?
Já 
36,9%
Nei 
63,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Finnst þér textinn við nýtt 
lag Baggalúts, Þjóðhátíð ´93, 
ósmekklegur?
Segðu þína skoðun á vísir.is
LÖGREGLUMÁL Ungur maður 
meiddist nokkuð þegar hann féll 
fimm metra til jarðar við hús á 
Skólavörðustíg snemma í 
gær morgun.
Maðurinn hugðist heimsækja 
félaga sinn, sem býr í húsinu. 
Hann brá á það ráð að reyna að 
klifra upp á svalir og komast 
þannig inn til vinarins.
Þegar maðurinn var kominn í 
töluvert mikla hæð, um fimm 
metra, missti hann takið, skrikaði 
fótur og féll til jarðar. Hann 
slasaðist á mjöðm og ökkla við 
fallið. Maðurinn var fluttur á 
slysadeild þar sem gert var að 
sárum hans.  - sh
Vildi vera óboðinn gestur:
Klifurköttur 
féll og slasaðist
SKIPULAGSMÁL ?Þegar litið er á inn-
viði byggingarinnar og þá viðbót, 
sem hún færir mannlífi við Lauga-
veginn, er enginn vafi á því að 
með henni yrði stigið stórt skref 
til að losa miðborgina úr núver-
andi klakaböndum,? segir Björn 
Bjarnason dómsmálaráðherra á 
heimasíðu sinni um vinningstil-
lögu +Arkitekta að nýbyggingu 
Listaháskólans við Laugaveg.
Hann segir miðborg Reykjavík-
ur hafa frosið á tímum R-listans. 
?Að óreyndu hefði mátt ætla, að 
borgarstjóri og aðrir málsvarar 
blómstrandi og friðsamlegs mann-
lífs í miðborginni hefðu hrópað 
yfir sig af fögnuði, þegar í ljós 
kom, að unnt yrði að hýsa listahá-
skólann á þennan glæsilega hátt 
við Laugaveginn,? segir Björn.
Þetta hafi því miður ekki gerst. 
?Bitinn virðist vera of stór fyrir 
borgarstjóra, Torfusamtökin og 
aðra, sem vilja halda Laugavegin-
um í núverandi mynd, hvað sem 
tautar og raular.?
Björn segir Laugaveginn ekki 
hafa fengið aðra eins lyftistöng í 
marga áratugi og með Listahá-
skólanum gengi Laugavegurinn í 
endurnýjun lífdaga.
Tillaga +Arkitekta gerir ráð 
fyrir að tvö hús við Laugaveg 
þurfi að víkja. ?Standi valið milli 
þess að halda í gömlu húsin tvö, 
vel ég Listaháskólann í þeirri 
umgjörð, sem hefur verið kynnt,? 
segir Björn. 
 - ovd
Dómsmálaráðherra skýtur föstum skotum að borgarstjóra Reykjavíkurborgar:
Of stór biti fyrir borgarstjóra
VINNINGSTILLAGAN Hús Listaháskólans 
við Laugaveg samkvæmt vinningstillögu 
+Arkitekta.
SKELFING Á GÖTUM ÚTI Margir særðust 
þegar þeir hlúðu að þeim sem slösuðust 
í fyrri sprengingunni. 
SJÁVARÚTVEGUR ?Ég sé ekki fyrir 
mér að hægt sé að vera með segl,? 
segir Einar Sigurðsson, útgerðar-
maður á Þorlákshöfn. Fréttablaðið 
greindi frá því í gær að Landssam-
band íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, 
sé að kanna það hvort hagkvæmt 
sé að nota segl á íslensk fiskiskip 
til að draga úr eldsneytiskostnaði. 
Útgerðarmenn virðast almennt 
ekki bjartsýnir.
?Það er nokkurn veginn af og frá 
að þetta geti gengið,? segir Þor-
steinn Bárðarson, útgerðarmaður 
á Hellissandi. ?Við erum að sækja í 
svo breytilegum vindáttum svo það 
er mjög hæpið. Hins vegar ef ein-
hverjar tækninýjungar koma til 
sögunnar gæti þetta verið mögu-
legt. Ég held samt að við finnum 
einhverja aðra leið en þessa,? segir 
Þorsteinn.
LÍÚ hefur látið þýska fyrirtækið 
SkySails gera úttekt á þessu en 
samkvæmt SkySails á búnaðurinn 
að geta sparað eldsneytiskostnað 
útgerða um tíu til 35 prósent. 
Kostnaður við að koma þessu í 
1.300 brúttórúmlesta skip getur 
kostað um 35 milljónir króna.
?Ég  held þetta sé bara rugl. Ég 
hef enga trú á þessu og held að 
þetta komi aldrei til greina því það 
er alltof misvinda hérna. Ég mundi 
alla vega ekki setja þetta á bátinn 
minn, það er alveg á tæru,? segir 
Þorsteinn Guðbjörnsson, útgerðar-
maður á Suðureyri.
 - vsp
Útgerðarmenn ekki bjartsýnir á að notkun segla í fiskiskip sé möguleg:
Segja þetta ekki geta gengið
MEÐBYRINN LÍTILL Útgerðarmenn segja of misvinda á Íslandi til þess að segl geti 
virkað í fiskiskipunum. MYND/COPYRIGHT SKYSAILS
LÖGREGLUFRÉTTIR
Hópslagsmál á Mærudögum 
Þrír leituðu sér læknisaðstoðar vegna 
hópslagsmála sem brutust út á 
Mærudögum á Húsavík. Einn hefur 
verið kærður vegna slagsmálanna. 
Talsvert var um drykkju á hátíðinni.
Þrjú innbrot í Þórshöfn
Brotist var inn í þrjú fyrirtæki á Þórs-
höfn um helgina, Hraðfrystistöðina, 
vöruafgreiðslu á svæðinu og Fána-
smiðjuna. Lögregla veit hver var að 
verki og er rannsókn langt komin.
NÁTTÚRUVERND Mótmælt var á 
nokkrum stöðum í Sviss og á 
Ítalíu í síðustu viku þar sem 
stuðningi og samstöðu var lýst 
yfir við baráttu Saving Iceland 
fyrir verndun íslenskrar náttúru.
Fyrir utan íslenska sendiráðið í 
Róm, á mánudaginn í síðustu viku, 
voru mótmæli þar sem fordæmd 
var þátttaka Impregilo í virkjana-
framkvæmdum á Kára hnjúkum. 
Einnig var mótmælt fyrir utan 
ræðismannaskrifstofuna í Mílanó 
og við höfuðstöðvar Impregilo. 
Á miðvikudeginum voru 
mótmæli fyrir utan höfuðstöðvar 
Alcoa í Genf. - vsp
Kárahnjúkum mótmælt:
Mótmæli í Sviss 
og á Ítalíu
MÓTMÆLT Í GENF Svisslendingar sýndu 
Saving Iceland samstöðu og mótmæltu 
virkjuninni á Kárahnjúkum.
TYRKLAND Hæstiréttur Tyrklands 
kveður upp dóm í dag hvort 
banna skuli stjórnarflokkinn og 
forsætisráðherrann fyrir að stýra 
þjóðinni í átt að íslam. 
Rétturinn hefur bannað tvo 
flokka síðan 1963. Stjórnarand-
staðan krefst að auki þess að 
félagar flokksins fái ekki að vera 
í þingflokki næstu fimm ár. Ríkið 
er ekki tengt trú í Tyrklandi. Ef 
sitjandi stjórn hlýtur dóm verða 
Tyrkir að kjósa að nýju og 
markaðir gætu riðlast. Einnig er 
ófyrirséð hvaða áhrif það hefur á 
samband þeirra við ESB.  - kbs 
Stjórn Tyrklands bíður dóms:
Ásakaðir um að 
boða íslam
TYRKLAND Þrettán manns létust og 
70 særðust í tveimur spengingum 
í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöldi. 
Haft er eftir ríkisstjóra Istanbúl 
að um hryðjuverkaárásir sé að 
ræða en sprengjurnar sprungu 
með um 10 mínútna millibili. Var 
seinni sprengjan mun öflugri en 
sú síðari. Segja sjónarvottar 
marga þeirra sem hlúðu að 
særðum eftir fyrri sprengjuna 
hafa særst þegar seinni 
sprengjan sprakk.
Sprengjunum hafði verið komið 
fyrir í ruslatunnum í Gungoren 
hverfinu. Verkafólk er fjölmennt 
í hverfinu auk þess sem það er 
vinsælt til gönguferða á heitum 
kvöldum.  - ovd
Sprengjur sprungu í Istanbúl:
Þrettán manns 
biðu bana í árás

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56