Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						24  28. júlí 2008  MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
 HANDBOLTI Íslenska hand-
boltalandsliðið tapaði þriðja 
leiknum í röð á æfingamótinu í 
Frakklandi í gær þegar liðið lá 
30-33 fyrir Egyptum. Íslenska 
liðið endaði þar með í fjórða og 
neðsta sæti á mótinu en þetta 
voru síðustu leikir liðsins áður en 
farið verður til Kína. Egyptar 
voru með frumkvæðið allan tím-
ann eftir að þeir breyttu stöðunni 
úr 8-8 í 12-8 og náðu mest átta 
marka forskoti í seinni hálfleik. 
Varnarleikur íslenska liðsins 
leit ekki vel út í þessum leik. 
Egyptar skoruðu 15 mörk með 
langskotum og skoruðu síðan 
fullt af mörkum með gegnum-
brotum og af línu eftir að hafa 
sundurspilað íslensku vörnina. 
Vörnin fór ekki út í skytturnar og 
hvað eftir annað féllu menn fyrir 
minnstu gabbhreyfingum. 
Leikur íslenska liðsins virtist 
hreinlega hrynja í upphafi seinni 
hálfleiks og Egyptar löbbuðu í 
gegnum vörnina hvað eftir annað 
og komust mest átta mörkum 
yfir, 28-20.
Ingimundur Ingimundarson 
átti flotta innkomu í íslensku 
vörnina eftir miðbik seinni hálf-
leiks og í kjölfarið náði íslenska 
liðið að skora 7 mörk gegn einu 
og að minnka muninn í tvö mörk, 
27-29. Íslenska liðið fékk tæki-
færi til þess að minnka 
muninn enn frekar 
en Egyptar voru 
sterkari á lokakafl-
anum og lönduðu 
sigri. 
Það voru mikil 
þreytumerki á 
íslenska liðinu 
sem kom ekki 
síst fram í 
varnarleikn-
um þar sem 
vinnslan var 
hvergi nærri 
góð. Björg-
vin Páll 
Gústavsson 
var oft ekki öfundsverður í 
íslenska markinu þegar Egyptar 
fengu frí skot hvað eftir annað, 
en hann átti tvo mjög góða spretti, 
í lok beggja hálleikja, og varði 
meðal annars tvö víti og 13 skot 
alls.
Snorri Steinn Guðjónsson var 
markahæstur í íslenska liðinu 
eins og í hinum leikjunum á mót-
inu. Snorri Steinn sýndi gríðar-
legt öryggi af vítalínunni í 
öllum þremur leikjuum 
en fimm af sex mörkum 
hans í gær komu af sjö 
metra línunni. - óój
Mörk Íslands: Snorri 
Steinn Guðjónsson 
6/5, Logi Geirsson 5, 
Alexander Petersson 4, 
Ásgeir Örn Hallgrímsson 
3, Guðjón Valur Sigurðs-
son 3, Bjarni Fritzson 2, 
Ólafur Stefánsson 2, 
Sigfús Sigurðsson 1, 
Sturla Ásgeirsson 1, 
Sverre Jakobsson 1, 
Róbert Gunnarsson 
1, Ingimundur Ingi-
mundarson 1.
Íslenska handboltalandsliðið endaði í neðsta sæti á æfingamóti í Frakklandi:
Þriðji tapleikur liðsins í röð
21 MARK Snorri 
Steinn Guð-
jónsson var 
markahæstur 
Íslendinga 
á mótinu. 
 FRÉTTABLAÐIÐ/
PJETUR
FÓTBOLTI Breiðabliksliðið sem 
hefur unnið þrjá deildarleiki í röð 
og alls fimm leiki í röð í deild og 
bikar og er komið á mikið flug og 
því sjaldan verið í betri aðstöðu 
til að sigrast á Laugardals-
grýlunnni. 
Blikar hafa nefnilega ekki 
unnið deildarleik í Dalnum í 27 ár 
og hafa nú leikið 28 leiki í röð á 
Laugardalsvelli eða Valbjarnar-
velli án þess að ná að fagna sigri. 
Síðasti sigur liðsins í Dalnum var 
á KR á Valbjarnarvellinum 4. júní 
1981 en Breiðablik hefur náð í eitt 
stig í 16 af þessum 28 leikjum.
Það er reyndar ákveðið 
áhyggjuefni að síðustu þrír 
deildarleikir í efstu deild Blika og 
Þróttara hafa endað með marka-
lausu jafntefli og liðin eru nú 
búin að leika innbyrðis í 283 
mínútur án þess að skora. - óój
GENGI BREIÐABLIKS Í 
LAUGARDAL (frá 4. júní 1981)
Leikir 28
Sigrar  0
Jafntefli  16
Tapleikir  12
Markatala 23-39 (-16)
Landsbankadeild karla:
Vinna Blikar 
loks í Dalnum?
ERFITT Í DALNUM Blikinn Jóhann Berg 
Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Sara Björk Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í íslenska landslið-
inu sem hefur ekki tapað með hana í byrjunarliðinu. Hún á hins 
vegar enn eftir að leika í Landsbankadeildinni en það gæti breyst á 
næstunni. Það vilja öll lið deildarinnar krækja í þennan skemmtilega 
leikmann og valið er því erfitt fyrir þessa 18 ára stelpu.
?Ég er ennþá óákveðin og er ekki búin að taka neina ákvörðun. 
Ég ætla allavega að fara á láni út tímabilið til einhvers 
liðs í Landsbankadeildinni,? segir Sara Björk og flest 
kvennalið landsins dreymir um að fá þessa ungu 
og bráðefnilegu knattspyrnukonu til liðs við sig. 
?Ég á marga möguleika í stöðunni og ég þarf 
að hugsa mig vel um. Ég vil fara í lið sem 
er í toppbaráttunni en ekkert endilega í 
annaðhvort þessara tveggja toppliða sem 
allir halda kannski. Mér er búið að ganga 
vel með landsliðinu og mér finnst mjög 
spennandi og skemmtilegt að svo mörg 
lið hafi áhuga á að fá mig,? segir Sara. Hún 
er ekki sátt við gengi Haukaliðsins í 1. deildinni í 
sumar. ?Möguleikarnir hjá okkur í Haukum að fara upp eru mjög litlir 
og það þarf svolítið mikið að gerast svo að við komust upp,? segir 
Sara og hún játar að gengi liðsins í 1. deildinni í sumar hafi verið 
vonbrigði. ?Okkur gekk mjög vel á undirbúningstímabilinu og 
við settum okkur það markmið að fara strax upp. Ég held 
að það hafi bara verið of mikil pressa á stelpurnar. Fyrri 
umferðin gekk bara hræðilega,? segir Sara sem hefur skor-
að úrslitamörkin í öllum þremur sigurleikjum Haukanna í 
sumar og alls fimm af átta mörkum liðsins.
Sara segir að áreitið sé mikið á sig þessa daganna. 
?Það eru allir að spyrja mig um hvað ég sé að fara 
að gera og sumir eru að pressa á mann að fara ekki í 
þetta lið. Ég þarf að ákveða þetta sjálf og eftir því hvað 
hentar mér best. Stjarnan, Breiðablik, Valur og KR eru 
þessi helstu lið en þau vilja öll fá mig,? segir Sara sem 
ætlar að taka þessa ákvörðun ein og óstudd. ?Fólkið 
í kringum mig er að ráðleggja mér en ég ætla að velja 
þetta fyrir mig sjálfa. Það mun örugglega gerast eitthvað í 
vikunni,? segir Sara Björk að lokum.
HAUKASTÚLKAN SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR: GETUR FARIÐ Í ÖLL BESTU KVENNALIÐ LANDSINS
Ég ætla að taka þessa ákvörðun sjálf
FRJÁLSAR Lokamót spretthlaupar-
ans Silju Úlfarsdóttur á ferlinum 
var draumi líkast. Hún vann öll 
fimm hlaupin sem hún tók þátt í, 
FH varð Íslandsmeistari og í lok 
móts fékk hún gullmerki FH fyrir 
frábært framlag til sigursælasta 
frjálsíþróttafélags landsins síð-
ustu árin.
?Þetta var alveg eins og ég vildi 
hafa það. Þetta er bara búin að 
vera æðisleg helgi og bara rosa 
gaman,? sagði Silja þegar Frétta-
blaðið heyrði í henni þegar hún 
var að fagna með vinum og vanda-
mönnum. 
?Ég var bara að hugsa um að 
vinna mínar greinar og tímarnir 
voru allt í lagi,? segir Silja og hún 
fékk óvæntan glaðning í mótslok. 
?Það var rosalega gaman eftir 
mótið því þá komu núverandi og 
fyrrverandi formenn FH og gáfu 
mér gullmerki FH,? segir Silja og 
það var ekki allt búið. 
?Núna er ég heima að fagna 
með nánustu ættingjum og þjálf-
urum og svo er ég bara að fara að 
pakka niður. FH gaf mér og mann-
inum mínum ferð til Parísar. Það 
er gott að vita að þau kunna að 
meta það sem maður hefur lagt í 
þetta,? segir Silja og hún er líka 
mjög sátt með gengi félagsins á 
mótinu. 
?Við í FH erum mjög ánægð 
með þessa helgi. Það var nýtt og 
skemmtilegt fyrirkomulag í stiga-
gjöfinni. Þetta var árangurstengt 
sem kom sér betur fyrir okkur 
þar sem við eigum marga góða 
afreksmenn,? segir Silja.
Silja Úlfarsdóttir bætti í gær 
tveimur gullum við þau þrjú sem 
hún vann á laugardaginn og var 
því enn á ný sigursælasti kepp-
andinn á Meistaramótinu en hún 
vann gullið í öllum fimm greinun-
um sem hún tók þátt í á kveðju-
móti sínu. Silja hefur þar með 
unnið 31 gull í einstaklingskeppni 
Meistaramótsins frá því að hún 
vann sitt fyrsta í 400 metra hlaupi 
árið 1997. 
Þetta var fjórða árið í röð sem 
Silja nær að vinna öll þrjú sprett-
hlaupin en það hefur hún afrekað 
á alls sex Meistaramótum á sínum 
ferli því auk þess að vinna 100, 
200 og 400 metra hlaupin frá og 
með árinu 2005 þá vann hún einn-
ig sprettþrennuna 2001 og 2002.
Sveinn Elías Elíasson náði einn-
ig sprettþrennunni þegar hann 
vann 200 metra hlaupið í gær. 
Þetta er þriðja árið í röð sem þessi 
eldfljóti Fjölnismaður vinnur þre-
falt í spretthlaupum á Meistara-
móti Íslands.
Alls náðu fimm íþróttamenn að 
vinna fleiri en eina grein. Silja og 
Sveinn unnu þrjár en millivega-
hlauparinn Arndís Ýr Hafþórs-
dóttir úr Fjölni vann bæði 1.500 
og 3.000 metra hlaupin og Sigur-
björn Árni Arngrímsson úr HSÞ 
vann bæði 800 og 1.500 metra 
hlaupið. Þá vann Ármenningurinn 
og sjöþrautarkonan Helga Mar-
grét Þorsteinsdóttir flest einstakl-
ingsverðlaun á mótinu en hún 
komst á pall í sjö greinum, þar af 
vann hún tvö gull, tvö silfur og 
þrjú brons.  ooj@frettabladid.is
Silja kvaddi sem gulldrottningin
Silja Úlfarsdóttir vann þrjú gull í einstaklingsgreinum og tvö í boðhlaupum á Meistaramóti Íslands í frjáls-
um. FH veitti henni gullmerki félagsins og gaf henni og manninum hennar ferð til Parísar. 
SIGURSTUND Silja Úlfarsdóttir úr FH kemur hér í mark í 200 metra hlaupi sem var 
þriðja einstaklingsgreinin sem hún vann á Meistaramótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
>FH Íslandsmeistari í frjálsum
FH vann öruggan sigur í stigakeppninni en ÍR vann í 
stigakeppni kvenna og náði öðru sæti samanlagt. FH 
hlaut 45.244 stig í heildarkeppninni, ÍR-ingar komu 
næstir með 25.022 stig og í þriðja sæti urðu Blikar með 
23.119 stig. Sigur FH í karlaflokki var afar sannfærandi því 
Hafnfirðingar fengu 30.784 stig eða  rúmlega helmingi 
fleiri stig en Breiðablik sem kom næst á eftir. ÍR-konur 
unnu kvennakeppnina á 14.505 stigum og FH 
fékk 14.460 eftir að hafa verið 
með forystuna eftir fyrri daginn. 
FH vann alls sautján 
Íslandsmeistara-
titla þar af sjö 
af átta í boði í 
kastgreinum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56